Morgunblaðið - 10.02.1998, Síða 49

Morgunblaðið - 10.02.1998, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1998 49 FRETTIR JEFF Loewe klifrar upp þverhníptan hamarinn sem slútir fram. Þessi ísleið í Colarado þykir ein sú erfiðasta í heimi. Klifur og myndasýning heimsfrægs ísklifrara Úr dagbók lögreglunnar Fámennt í bæ og friðsæl helgi Ekið á gamla konu 6. til 8. febrúar HELGIN var róleg hjá lögregl- unni í Reykjavík. Fámennt var í miðbænum og lítið um hópa ung- linga í úthverfum. Akstursskilyrði virðast hafa komið ökumönnum talsvert á óvart og var mikið um umferðar- óhöpp. Um helgina var lögreglu tilkynnt um 40 umferðaróhöpp. Klukkan 10 á föstudag rann öku- tæki með tengivagn á bifreið sem verið var að draga með krana. Flytja varð einn ökumann á slysadeild með höfuðáverka. Nokkur slys í umferðinni Klukkan 04:50 á laugadag var ekið á mann á Reykjanesbraut við Bústaðaveg. Maðurinn fann til eymsla á fæti og hálsi og var fluttur á slysadeild með sjúkra- bifreið. Klukkan 17:12 á laugar- dag var bifreið ekið útaf Suður- landsvegi við Rauðhóla. Flytja varð ökumann og farþega á slysadeild með minniháttar meiðsl. Fjarlægja varð ökutækið með kranabifreið. Klukkan 17:45 var bifreið ekið útaf Suðurlands- vegi við Hólmsá. Engin meiðsl eða tjón urðu á ökutæki og var ökumaður aðstoðaður við að koma bifreið sinni á veginn á ný. Klukkan 15:36 á sunnudag var ekið á gangandi vegfaranda á Snorrabraut við Bergþórugötu. Hinn gangandi sem var 85 ára kona hafði farið yfir götuna þar sem ekki var gangbraut. Hún var flutt á slysadeild ökla- og hand- leggsbrotin og með höfuðmeiðsl. Klukkan 23:11 var síðan bifreið ekið á ljósastaur á Kringlumýr- arbraut í Fossvogi. Tveir voru fluttir á slysadeild með minni- háttar meiðsl. Klukkan 13:30 á fóstudag féll timbui-vörubretti ofan af sjöttu hæð byggingar við Skúlagötu á mann sem var á jörðu niðri. Mað- urinn var fluttur á slysadeild með áverka á hálsi og baki en þau eru ekki talin alvarleg. 13 ára ökumaður og farþegar Klukkan 02:45 að morgni laug- ardags urðu lögreglumenn varir við ungan ökumann við akstur. Reyndist það vera 13 ára piltur sem hafði boðið fjórum jafnöldr- um sínum í ökuferð á bifreið for- eldra. Ungmennin voru flutt á lögreglustöð og sótt þangað af foreldrum. Hegðun, tilfínn- ingar og þroski Hagfræði rædd á ráðunauta- fundi ÁRLEGUR ráðunautafundur Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins, Bændasamtaka íslands og Búvís- indadeUdar Bændaskólans á Hvann- eyri hefst í dag, þriðjudag. Ráð- stefnan er öllum opin. Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka Islands, setur ráðstefnuna kl. 9 og að því loknu hefst fundur um Hagfræði landbúnaðarstefnunnar. Þar eru framsögumenn Markús Möller, hagfræðingur, Seðlabanka Islands, Guðmundur Stefánsson, hagfræðingur Bændasamtaka Is- lands og Eiríkur Einarsson, deildar- stjóri hjá ríkisendurskoðun í Sví- þjóð. Að framsöguerindum loknum verða pallborðsumræður þar sem auk frummælenda sitja fyrir svörum Erna Bjarnadóttir, deildarstjóri hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins, Jónas Bjarnason, forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins og Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðu- maður Hagfræðistofnunar Háskóla Islands. Eftir hádegið verður fjallað „um tækni við hirðingu heys, ný skipu- lagslög og endurheimt votlendis". Ráðstefnan stendur fram á föstu- dag og skiptist í hálfs dags fundi þar sem eitt málefni er til umræðu hverju sinni. „Fóðurfræði" og „Bú- fjárrækt" fá hvor sinn fundinn en sérstök áhersla er lögð á jarðrækt að þessu sinni og er fimmtudagurinn helgaður henni. Góð vinnubrögð eru ofarlega á baugi því fyrri hluta mið- vikudags er málefnið „Markviss framsetning leiðbeininga" og ráð- stefnunni lýkur með fundi um „Gæðastjórnun í landbúnaði“ en gæðastjórnun er vaxandi áhersluat- riði í landbúnaði eins og öðrum at- vinnugreinum. Frönsk kvik- mynd sýnd KVIKMYNDAKLÚBBUR Alliance Frangaise sýnir miðvikudagskvöldið 11. febrúar kl. 21 frönsku myndina: Nokkrir dagar með mér eftir Claude Sautet í Austurstræti 3. Martial er meðeigandi að stór- verslanakeðju. í upphafi myndar- innar er hann að koma af hressing- arhæli þar sem hann hefur dvalist vegna taugaáfalls. Hann er sendur í eftirlitsferð í útibú úti á landi til að dreifa huganum. Hann kemur til Limoges, sem er lítil borg í mið- Frakklandi, og uppgötvar tvennt sem á eftir að breyta tilveru hans og íbúanna þar. Það fyrra er að útibús- stjórinn hefur falsað reikningana. Það seinna er að hann er hrifinn af vinnukonu útibússtjórans og biður hana að eyða nokkrum dögum með sér. Myndin er á frönsku og sýnd án texta. Aðgangur er ókeypis. LEIÐRÉTT Röng mynd í GREININNI Persónuleg árás eða jákvæð gagnrýni í Morgunblaðinu sl. sunnudag birtist röng mynd af Kristjáni Kristjánssyni heimspek- ingi og prófessor við Háskólann á Akureyri. Er beðist velvirðingar á mistökunum um leið og réttri mynd er komið á framfæri. Ártal misritaðist RANGT ártal er í texta með mynd af Charles Albert Reichen í greininni „Oft hef ég stað- ið við útsjónarvörðu", sem birtist í blaðinu á sunnudag. Islandsferðin sem vitnað er í var farin árið 1836. Er beðist velvirðingar á þessari villu. ÍSLENSKI Alpaklúbburinn á um þessar mundir 20 ára afmæli. Af því tilefni hefur klúbburinn stað- ið fyrir nokkrum viðburðum, en heimsókn hins kunna íjallamanns Jeffs Loewe til íslands nú í febr- úar verður endapunkturinn á af- mælishátíð fslenska Alpaklúbbs- ins. Jeff Loewe er mikill frumkvöð- ull í nútimafjallamennsku og hef- ur verið í fararbroddi í þróun nú- tímaísklifurtækni á síðastliðnum 20 árum. Hann er eftirsóttur til að halda fyrirlestra og grannt er fylgst með ferðum hans af ölluin helstu klifurtímaritum sem út eru gefin, segir í fréttatilkynn- ingu. Hann heldur myndasýningu og fyrirlestur í sal Ferðafélags ís- lands, Mörkinni 6, í kvöld og sýn- ir myndir af erfiðustu ísklifur- leiðum í heimi. Jeff Loewe fer með klúbbfélögum til klifurs í ná- Umboðsmaður barna heimsæk- ir Suðurnes UMBOSÐMAÐUR barna, Þórhild- ur Líndal, heimsækir grunnskóla- börn á Suðurnesjum dagana 10.-12. febrúar nk. en við undirbúning heimsóknarinnar hefur embætti notið aðstoðar skólamálaskrifstofu Reykjanesbæjar. I skólunum hyggst umboðsmaður barna kynna hlutverk sitt og fjalla almennt um réttindamál barna. Þetta er í sjötta sinn sem um- boðsmaður barna leggur land undir fót til þess að heimsækja umbjóð- endur sína í grunnskólum landsins. Þá mun umboðsmaður, í samvinnu við Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum, eiga kynningarfund með sveitarstjórnarmönnum á Suður- nesjum en slíkir fundir hafa einnig verið haldnir í fyrri ferðum. Þá mun umboðsmaður barna nota tækifærið og vekja athygli á heimasíðu embættisins á Netinu en heimasíðan verður opnuð með formlegum hætti af ungum nem- enda í grunnskólanum í Njarðvík miðvikudaginn 11. febrúar kl. 12 á hádegi. grenni Reykjavíkur og nokkrir af fremstu fjallamönnum lands- ins fara með hann í þriggja daga ferð til að kanna og klifra áður óklifraðar leiðir. Ekki er vitað nákvæmlega hvert verður farið, en það ræðst af veðri. Sunnudag- inn 15. febrúar mun Jeff Loewe klifra í Múlaljalli í Hvalfirði og eru allir velkomnir til að fylgjast með kappanum þann dag. Augu erlendra ísklifrara hafa í auknum mæli beinst til íslands. í janúar-febrúar-hefti tímaritsins Rock & Ice, sem er eitt virtasta klifurtímarit Bandaríkjanna, er stór grein um ísklifur á Islandi. Þegar hefur orðið vart við auk- inn áhuga erlendra fjallamanna á íslaudi. Telja forsvarsmenn Alpa- klúbbsins að þessi grein og auk- inn áhugi á landinu muni skila sér í íjölgun heimsókna hingað til lands utan hefðbundins ferðamannatíma. Starfsmenn verðiá launaskrá DEILD fiskvinnslufólks innan VMSI hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Þar sem félagsmálai’áðherra hef- ur í dag gefið fyrirheit um að hann muni beita sér fyi’ir breytingum á há- marksfjölda greiðsludaga Atvinnu- leysistryggingasjóðs til fiskvinnslu- fyrirtækja í vinnslustoppi skv. lögum um greiðslur sjóðsins vegna fisk- vinnslufólks, skorar stjórn deildar fiskvinnslufólks innan Verkamanna- sambands íslands á fyrirtæki.í fisk- vinnslu að halda starfsmönnum á launaskrá þá daga sem vinna fellur niður vegna verkfalls sjómanna í stað þess að fella starfsmenn út af launa- skrá. Slíkt hefði í för með sér óvissu og tekjuskerðingu fyrir fiskvinnslu- fólk.“ Alþjóðlegar sum- arbúðir barna CISV, Childrens International Sum- mer Villages, eru friðarsamtök, óháð FRÆÐSLUFYRIRLESTUR um geðheilsuvanda barna og unglinga á vegum barna- og unglingageð- deildar Landspítalans verður hald- in í kvöld kl. 20 á barna- og ung- lingageðdeild Landspítalans, Dal- braut 12. í tilefni af alþjóðlegum geðheil- brigðisdegi 10. október sl., sem helgaður var málefnum barna með geðheilsuvanda, ákvað starfsfólk barna- og unglingageðdeildar Landspítalans að bjóða upp á fræðslu fyrir almenning tíunda hvers mánaðar í tíu skipti. Fræðslukvöldin bera yfirskrift- ina „Hegðun, tilfinningar og stjórnmálum og trúarbrögðum. Kynningarfundur verður haldinn á starfsemi félagsins miðvikudaginn 11. febrúar í Garðaskóla í Garðabæ, kl. 20 og eru allir velkomnir. Árlega sendir CISV á íslandi börn frá 11 ára aldri í sumarbúðir og ung- lingaskipti erlendis. I búðunum sem standa yfir í tæpan mánuð hitta börnin fyrir börn frá öðrum þjóðum á sama aldri. Þar læra þau meðal annars að taka tillit til annarra, þau kynna ísland og kynnast öðrum þjóðum í gegnum þjóðarkvöld. Heimsferðir bjóða beint flug til Costa del Sol HEIMSFERÐIR bjóða nú í fyrsta sinni beint flug til Costa del Sol í sumar án millilendingar. Undanfarin þrjú ár hefur ferðaskrifstofan boðið flug þangað með millilendingu í Alicante. Viva Air flugfélagið, sem er í eigu Iberia og flýgur með nýjasta flug- flota í Evrópu, annast þessi flug Heimsferða og mun íslenzk flug- freyja verða um borð ásamt erlendri áhöfn. þroski - hefur þú áhyggjur af barninu þínu?“. Efni þeirra hefur verið skipt í þemu, þannig verður fyrstu kvöldin fjallað um geðheilsu barna, næst verður tekin fyrir geðheilsa ungbarna og að lokum verður fjallað um geðheilsu ung- linga. Efni kvöldsins verður „Smá- barnafjölskyldan", sem Sólveig Guðlaugsdóttir hjúkrunarfræðing- ur og Kristín Ki’istmunsdóttir fé- lagsráðgjafi sjá um. Spurningar frá þeim sem sækja fræðsluna verða vel þegnar. Aðgangur að fræðslukvöldunum er ókeypis. Boðið verður upp á kaffiveitingar Farþegafjöldi til Costa del Sol hef- ur tvöfaldast á milli ára síðusu árin, enda er staðurinn orðinn einn vin- sælasti áfangastaður Evrópubúa við Miðjarðarhafið. Með því að bjóða beint flug í sumar hefur tekizt að lækka verðið til Costa del Sol frá því í fyrra, segir í fréttatilkynningu frá Heimsferðum, sem munu kynna sér- atakt kynningartilboð á fyrstu sæt- um sumarsins. Fyrirlestur um Tantra-jóga JÓGAKENNARINN Dada Rudres- hvar heldur kynningarfyrirlestur á vegum Ananda Marga um Tantra- jóga, sem er alhliða æfmgakerfi. „Lögð verður áhersla á nokkur meginatriði Tantra-viskunnar og áhrif iðkunarinnar tU heUdræns þroska, sannrar gleði og heilbrigði. Tíunduð verða andleg markmið Tantra-jóga og hugleiðslu tU vitund- ai-vakningar fyrir bættu umhverfi og betri heimi,“ segir í fréttatUkynn- ingu. Kynningin fer fram miðvikudag- inn 11. febrúar kl. 20 í Lögbergi við HÍ, stofu 101, án endurgjalds.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.