Morgunblaðið - 24.02.1998, Side 6

Morgunblaðið - 24.02.1998, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 FRÉTTIR MORGUNBL.UÐIÐ Skýrsla fyrir Landsvirkjun og iðnaðarráðuneyti um virkjanir og ferðamennsku norðan Vatnajökuls Ráðherra segir ferða- mennsku og virkjan- ir geta átt samleið FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra segist telja að þær upplýsing- ar sem fram koma í skýrslu sem unnin hefur verið á kostnað Iðnað- arráðuneytisins og Landsvirkjunar um áhrif virkjana norðan Vatnajök- uls á ferðamennsku, gefi til kynna að ferðamennska og vatnsaflsvirkj- anir á svæðinu geti átt samleið. Ráðherrann segist telja líklegt að á næsta ári þurfl að taka ákvarðanir um næstu skref sem stigin verða hér á landi varðandi vatnsaflsvirkj- anir en þær ákvarðanir geta varðað virkjanir á svæðinu norðan Vatna- jökuls. Þar eru taldir möguleikar á að virkja 9.100 gígawattsstundir af raf- orku. Iðnaðarráðherra og Lands- virkjun kynntu í gær skýrslu þá sem Anna Dóra Sæþórsdóttir land- fræðingur hefur unnið að beiðni Samstarfsnefndar Iðnaðarráðu- neytisins og Náttúruverndarráðs, á áhrifum virkjana norðan Vatnajök- uls á ferðamennsku. Efni skýrsl- unnar var ítarlega reifað í Morgun- blaðinu hinn 4. janúar sl. I skýrslunni sem var unnin frá vori 1995 þar til sl. sumar er leitast við að skilgreina ferðamennsku á efri hluta vatnasvæðis ánna norðan Vatnajökuls, leitað svara við þróun ferðamennsku næstu 20 árin eða svo, hvort og hvernig hægt sé að stýra þeirri þróun og hvaða áhrif virkjun hefði á ferðamennsku og þróun hennar. Vinsælustu ferða- mannastaðir á svæðinu eru Askja, Herðubreiðarlindir, Kverkfjöll og Snæfell. Önnur svæði þar eni mjög fáfarin. Niðurstaðan er sú að ef af virkj- unum yrði myndi svæðið missa hluta af núverandi sérstöðu og við það breytist eðli ferðamennskunnar sem þar er stunduð. Svæðið myndi höfða til fleiri tegunda ferðamanna en áður. Við vinnslu skýrslunnar voru gerðar tvenns konar kannanir. Ann- ars vegar voru lagðar spurningar fyrir erlenda ferðamenn á þessu há- lendissvæði. Hins vegar var gerð 1.500 manna úrtakskönnun meðal íslendinga. í hvoru tveggja tilfell- inu var leitast við að kortleggja hvernig ferðaþjónustu á svæðinu væri háttað og hver væri afstaða ferðafólks til virkjanaframkvæmda á svæðinu og hver áhrif þeirra á samsetningu þess hóps sem sækist eftir dvöl á svæðið. Stórfelldar veituframkvæmdir í könnuninni kom m.a. fram að 25% íslendinga hafa ferðast um há- lendið norðan Vatnajökuls en að þýðing þess fyrir ferðaþjónustu í landinu virðist lítil og að um 3% heildargistináttafjölda í landinu yfir háannatímann eru vegna ferða- manna á því svæði. Um helmingur ferðamanna á svæðinu eru Islend- ingar og Þjóðverjar. Meirihluti ferðamanna taldi að uppbygging orkuveranna hefði neikvæð áhrif á Island sem ferðamannaland og vildi halda landinu óbreyttu. Viðhorf fs- lendinga voru jákvæðari en er- lendra ferðamanna. í skýrslunni segir að Virkjunar- hugmyndir norðan jökulsins geri ráð fyrir stórfelldum veitufram- kvæmdum sem hefðu margvíslegar afleiðingar. Við það að veita vatni úr Jökulsá á Fjöllum austur til Fljóts- dals myndi rennsli árinnar minnka verulega í Dettifossi og Jökulsár- gljúfrum. Virkjun Jökulsár á Bní hefði þau áhrif að nánast ekkert vatn rynni um Dimmugljúfur. Við virkjun Jökulsár í Fljótsdal með miðlunarlóni á Eyjabökkum færi eitt af sérstæðustu gróðurlendum hálendisins undir vatn. Vegna virkjunar Jökulsár í Fljóts- dal yrði raflína lögð um Fljótsdals- heiði, Jökuldalsheiði og norðurhluta Ódáðahrauns til Svartárkots. Virkj- unarframkvæmdum fylgja nýir og bættir vegir til þeirra staða sem framkvæmdimar næðu til. Virkjanaleyfi vegna Jökulsár á Fljótsdal hefur legið fyrir um ára- bil, frá því fyrir gildistöku laga um umhverfisáhrif en undirbúningur þorra annarra virkjanafram- kvæmda á svæðinu mun þurfa að gangast undir mat á umhverfis- áhrifum. Ljósmynd/Hjörtur Rúnar Guðmundsson ÖKUMAÐUR sem var á ferð í Landmannalaugum fyrir rúmum þremur vikum hefur játað að hafa ekið utan vegar með þeim afleið- ingum sem hér má sjá. Játar utanvegarakstur í Landmannalaugum Býðst til að lag- færa rask og gróðurskemmdir RANNSÓKN á utanvegarakstri í Landmannalaugum aðfaranótt sunnudagsins 1. febrúar er lokið hjá rannsóknardeild lögi’eglunnar í Hafnarfirði. Ökumaðurinn hefur játað að hafa ekið utan vegar og býðst til að iagfæra skemmdirnar í samráði við Iandverði og Náttúru- vernd ríkisins. Gísli Þorsteinsson rannsóknar- lögreglumaður segir að ökumaðm- inn hafi borið að hann hefði talið að jörð væri frosin en svo hafi ekki reynst vera og því hafi hann lent í ógöngum, með þeim afleiðingum að töluverð landspjöll urðu á þessum heimsþekkta ferðamannastað. Ljóst sé að um óhapp hafi verið að ræða en ekki sé hægt að sanna hvort hann hafi verið ölvaður eður ei en sjálfur neitar maðurinn því al- farið. Gísli segir enn ekki ljóst hvort gripið verði til sektarákvæða eða hvort látið verði duga að maðurinn lagfæri sjálfur skemmdirnar sem hann varð valdur að í Landmanna- laugum. Hver fugl á sinn matseðil Samgönguráðherra vill færa fjárveitingar milli verkefna Fjármagn til Gullin- brúar tryggt NÚ, þegar biðin eftir skíðafæri hefur Ioks tekið enda, er rétt að minna á að um leið gerist fæðis- leit smáfuglanna erfiðari. Aflögufærir ættu því að Iétta þeim lífið og nýta ýmsa matar- afganga sem fuglafóður. I kuldanum kemur steikarfita sér vel því hún veitir mikla orku en annars má segja að hver fugl eigi sér uppáhalds- rétt. Það eru helst snjótittlingar sem vilja maísfóður, þrestir vilja frekar bita af epli og hrafnar vilja kjöt en reyndar má segja að flestir mataraf- gangar komi í góðar þarfír. HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra telur að hægt sé að tryggja fjármagn til breikkunar Gullinbrúar með því að setja fjármagn, sem átti að fara í byggingu mis- lægra gatnamóta á mörkum Skeiðarvogs og Miklubrautar, í Gull- inbrú. Ekki þurfi því að koma til lántöku frá Reykjavíkurborg. Halldór sagðist hafa lýst því yfir á fundi með Guðrúnu Ágústsdóttur, forseta borgarstjóra, í Grafarvogshverfi fyrir skömmu að hann myndi leita lausnar á þessu máli. „í framhaldi af því ræddi ég þetta við aðstoðarvegamála- stjóra og vegamála- stjóra og ég sé ekki betur en hún sé fundin. Þetta er lausn sem ég held að allir geti vel við unað og ekki þurfí að koma til lántöku frá Reykjavíkur- borg vegna verksins." Undirbúningi framkvæmda ekki lokið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, lýsti stuðningi við þá hugmynd að nota fjármagn, sem átti að fara í bygg- ingu mislægra gatnamóta á mörk- um Skeiðarvogs og Miklubrautar, í breikkun Gullinbrúar. Hún benti á í bréfi til samgönguráð- herra í síðustu viku að þessi framkvæmd yrði ekki tilbúin í útboð fyrr en í haust og því væri eðlilegt að byrja íyrst á Gullinbrú. Halldór sagði að borgarstjórinn í Reykjavík hefði lýst því yfir sama dag og fundurinn í Grafarvogi var haldinn, að Reykj avíkurborg myndi hefja fram- kvæmdir upp á eigin spýtur eftir hálfan mánuð ef ríkisvaldið hefði ekki veitt borg- inni heimild til að hefja framkvæmdir. Nú benti hins vegar flest til að það væri nokkuð í að framkvæmdir gætu hafist, sem þýddi að undirbúningur hefði ekki verið kominn eins langt og borgar- stjóri hefði gefið í skyn. Halldór sagði að rætt væri um að skipta framkvæmdum við Gullinbrú í tvennt. Byrjað yrði á verkinu í ár og því lokið á næsta ári. Sjálfstæðisflokk- urinn Garðabæ Ingimund- ur leiðir listann FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfé- laganna í Garðabæ samþykkti í gærkvöldi samhljóða tillögu upp- stillingarnefndar um skipan fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjómarkosningunum í vor. Uppstillingarnefnd var falið að gera tillögu um listann eftir að ákveðið var að hætta við prófkjör. Framboðslistinn er þannig skip- aður: 1. Ingimundur Sigurpálsson bæj- arstjóri, 2. Laufey Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi, 3. Ingibjörg Hauks- dóttir hjúkrunarfræðingur, 4. Erl- ing Ásgeirsson bæjarfulltrúi, 5. Áslaug Hulda Jónsdóttir, starfs- maður Garðalundi, 6. Sigurður Guðmundsson lögmaður, 7. Ingi- björg Lind Karlsdóttir blaðamað- ur, 8. María Grétarsdóttir við- skiptafræðingur, 9. Guðmundur Guðmundsson verkfræðingur, 10. Guðný Gunnsteinsdóttir sjúkra- þjálfari, 11. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, 12. Hauk- ur Alfreðsson rekstrarverkfræð- ingur, 13. Einar Guðmundsson flugvélstjóri, 14. Benedikt Sveins- son hæstaréttarlögmaður. Benedikt Sveinsson og Sigrún Gísladóttir skólastjóri hætta í bæj- arstjórn í vor. Ingimundur Sigur- pálsson hefur verið bæjarstjóri í Garðabæ í 11 ár, en hefur ekki áð- ur verið á framboðslista Sjálfstæð- isflokksins í bænum. Flokkurinn er með fjóra bæjarfulltrúa í bæjar- stjórn og með meirihluta. Halldór Blöndal sam- gönguráðherra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.