Morgunblaðið - 24.02.1998, Síða 22

Morgunblaðið - 24.02.1998, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 ERLENT FBI þykir hafa hlaupið á sig Washington. Reuters. MENNIRNIR tveir sem bandaríska alríkislögreglan (FBI) handtók með látum sl. fímmtudag og sakaði um að hafa verið með sýklablöndu tíl vopnagerðar í fórum sínum reyndust vera með skaðlaust dýralyf. Þykir FBI hafa hlaupið á sig vegna máls- ins. Mennirnir tveir voru handteknir í þaulskipulögðu og fjölmennu áhlaupi vopnaðra lögreglusveita. Málið þykir hið vandræðalegasta fyiir FBI en stofnunin hefur beðið hvern álits- hnekkinn af öðrum á undanförnum árum. Bobby Siller, talsmaður FBI, reyndi að verja aðgerðina og sagði betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. Hann sagði stofnunina haft rök- studda ástæðu til að ætla að þjóðfé- laginu stafaði hætta af mönnunum tveimur. Annar þeirra væri tengdur nýnasistasamtökum sem bendluð hefðu verið við samsæri um hryðju- verk. Sá sat enn í varðhaldi í gær og átti yfir höfði sér yfirheyrslu enda á skilorði eftir að hafa hlotið dóm fyrir að svíkja út svartadauðahakteríur. Hinn var látinn laus sl. laugardag. ----------------------- Skýrsla um Svínaflóa- hneykslið birt Sökin alfar- ið CIA BANDARÍSKA leyniþjónustan CIA hefur gert opinbert eitt best varð- veitta leyndarmálið úr kalda stríðinu, skýrslu sem leiðir í Ijós að hin mis- heppnaða hernaðaraðgerð Banda- ríkjamanna á Svínaflóa á Kúbu var á ábyrgð leyniþjónustunnar, að því er The Times greindi frá í gær. Samkvæmt skýrslunni, sem gerð var fyrir 36 árum, mistókst innrás Bandaríkjamanna á Kúbu 1961 vegna hroka, vankunnáttu og getu- leysis leyniþjónustunnar. Tekinn er af allur vafi um að þessir ágallar hafi verið „grundvallarforsenda þess hve illa fór“. Ástæðan hafí ekki verið sú að John F. Kennedy, þáverandi for- seti, hafi látið undfr höfuð leggjast að senda flugherinn innrásarliðinu til fulltingis. Skýrslan var niðurstaða rannsókn- ar er gerð var innan leyniþjónust- unnar af Lyman Kirkpatrick, en olli yfirmönnum hennar slíkri skapraun að öllum tuttugu eintökunum af henni nema einu var eytt. Þetta eina eintak sem eftir var sat á hillu í læstum peningaskáp á skrif- stofu yfirmanns leyniþjónustunnar þar til nýverið að það var gert opin- bert á grundvelli laga um upplýs- ingaskyldu að kröfu samtaka sem birta fyrrverandi leyniskjöl stjóm- valda. STUÐNINGSMENN Janataflokksins í Nýju Delhí mótmæla á laugar- dag ákvörðun ríkisstjórans í Uttar Pradesh sem setti sfjórn ríkisins af. Geta þeir tekið gleði sína á ný því í gær úrskurðaði dómstóll að sljórn- inni bæri að halda völdum. Tugir deyja í kosninga- ofbeldi á Indlandi Nýju Delhf. Reuters. SJÖ manns að minnsta kosti biðu bana í gær í ofbeldisað- gerðum tengdum ríkis- og þing- kosningunum á Indlandi en á sunnudag munu 34 hafa týnt lífi af sömu sökum. Þingkosningamar á Indlandi hófust 16. febrúar og standa fram í mars en í gær hófst þriðja lota þeirra er kjörstaðir vom opnaðir í rfkjunum Naga- land og Manipuir í norðaustur- hluta Indlands. Þar biðu 16 manns bana í gær og fyrradag en ríkið er plagað af þjóðernisátökum og ættbálkaerjum. Stjómarand- stöðuflokkar hvöttu kjósendur í ríkinu til að sniðganga kosning- arnar og sögðu að meira varð- aði að fundin yrði friðsamleg lausn á bardögum hersveita og aðskilnaðarsinna. Að minnsta kosti fimm her- lögreglumenn biðu bana og 26 slösuðust er þeir vom á heim- leið frá skyldustörfum við kjör- staði í ríkinu Andra Pradesh. Atvikið átti sér stað við borgina Dichpally sem er 130 km norð- ur af Hyderabad, höfuðstað rfk- isins. Maóistar em sagðir hafa komið sprengjunni fyrir. í ríkinu Uttar Pradesh, hinu fjölmennasta á Indlandi, deila helstu stjórnmálafylkingar hart um völd. Dómstóll úr- skurðaði í gær að ríkissfjórn hindúa skyldi sett til valda á ný en öllum á óvart setti ríkis- stjórinn Romesh Bhandari hana af á laugardag. Mun Ka- lyan Singh, héraðsleiðtogi Janataflokksins, því taka við starfi forsætisráðherra Uttar Pradesh á ný. Reuters Sri Lanka Tugir felldir Colombo. Reuters. TALIÐ var í gær að a.m.k. 47 sjóliðar og hermenn hefðu beðið bana í árás- um tamílskra uppreisnarmanna á tvö herskip við strönd Jaffna-skaga í norðurhluta Sri Lanka á sunnudags- kvöld. Talsmenn hersins sögðu að kviknað hefði í skipunum eftir að bátar hlaðn- ir sprengiefni hefðu siglt á þau. í öðru skipanna voru 17 sjóliðar og 68 hermenn, sem voru á leið til Jaffna-skaga eftfr að hafa verið í leyfi. Hitt skipið var að koma úr viðgerð og í því voru átta sjóliðar og 22 hermenn. Talsmenn hersins sögðu að 58 her- mönnum og sjóliðum hefði verið bjargað og 47 væri enn saknað. Herskip sökktu átta bátum upp- reisnarmanna og talið var að a.m.k. 20 uppreisnarmenn hefðu beðið bana í átökunum. Þúsundir hermanna og uppreisn- armanna hafa fallið í átökum á Jaffna-skaga frá því í maí á liðnu ári þegar herinn hóf mikla sókn þar til að endurheimta mikilvægan þjóðveg. Herinn hefur þurft að nota skip og flugvélar til að flytja hermenn á svæðið þar sem vegurinn er á valdi uppreisnarmanna, sem hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki Tamíla í norður- og austurhluta landsins frá 1983. Bill Clinton talinn vera að einangrast vejafna máls Monicu Lewinsky Hefur slest upp á vinfengið við Jordan? Washington. Reuters, The Daily Telegraph. ÝMIS ummæli vina og samstarfs- manna Vernons Jordans, lögmanns og trúnaðarvinar Bills Clintons, þykja benda til þess að slest hafi upp á vinfengi hans og bandaríska forsetans vegna máls Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu. Robert Strauss, sam- starfsmaður Jordans, sagði t.a.m. í sjónvarpsviðtali að takmörk væru fyrir því hversu langt lögfræðingur- inn gæti gengið til að bjarga forset- anum. Clinton hefur verið sakaður um að hafa haldið við Lewinsky og fengið hana til að bera ljúgvitni um sam- band þeirra með hjálp Jordans. Vin- ir og samstarfsmenn Jordans segja að þegai- Clinton hafi beðið lögfræð- inginn um að útvega Lewinsky nýtt starf hafi forsetinn látið hjá líða að skýra honum frá því að Lewinsky hefði verið stefnt til að bera vitni vegna máls Paulu Jones, sem sakar um forsetann um kynferðislega áreitni. Vinir Jordans segja að hann sé gramur yfir því að forsetinn skuli hafa leynt þessu. „Vernon er dyggur og traustur vin- ur,“ sagði Strauss í fréttaþætti CBS. „En Vemon er ekkert fífl. Og hann er ekki maður sem gerir hluti sem hann veit að eru hugsanlega annaðhvort ólöglegir eða ótilhlýðilegir." Strauss sagði að Jordan myndi standa með vini sínum ef hann gæti það, en væri ekki tilbúinn að fórna sér til að bjarga forsetanum. Nokkrir vinir Jordans sögðu að það væri mikilvægt fyrir hann að gera hreint fyrir sínum dyrum vegna ásakana um að hann hefði reynt að útvega Lewinsky nýtt starf í því skyni að fá hana til að þegja yfir meintu ástarsambandi sínu við for- setann. Ýmsir áhrifamiklir demókratar í Washington hafa komið fram í sjón- varpi og lýst yfir stuðningi við Jord- an. Þykir það benda til þess að for- setinn sé að einangrast og að áhrifa- miklir menn í höfuðborginni snúist á sveif með Jordan þurfi þeir að velja milli hans og forsetans. Lögfræðingur Lewinsky, William Ginsburg, hvatti til þess á sunnudag að stofnaður yrði söfnunarsjóður til að standa straum af lögmannakostn- aði hennar vegna málsins. Ginsburg er gamall vinur Lewinsky-fjölskyld- unnar og kvaðst sjálfur hafa tekið á sig hluta kostnaðarins þar sem faðir Lewinsky hefði „takmörkuð fjárráð". Ginsburg gaf einnig í skyn að Lewinsky kynni að skrifa bók um málið þegar málaferlunum lýkur en neitaði því að hún hefði þegar hafist handa við skrifin. Lögfræðingurinn áréttaði ummæli, sem ísraelskt dagblað hafði eftir hon- um, um að stefna forsetans í málefn- um fsraels væri ein af ástæðum þess að hann vildi ekki að Clinton léti af embættinu vegna málsins. Hann bætti við að deilan um vopnaeftirlitið í írak væri miklu mikilvægari en rannsókn Kenneths Starrs saksókn- ara á málum Clintons. MORGUNB LADIÐ Fylgi flokks Nyr- ups eykst STUÐNINGUR við Jafnaðar- mannaflokkinn í Danmörku hefur aukist frá því Poul Nyr- up Rasmussen forsætisráð- hen-a ákvað í síðustu viku að rjúfa þing og boða til kosn- inga, samkvæmt skoðana- könnun Gallups. Samkvæmt henni nýtur flokkurinn fylgis 34,8% kjósenda en var 31,6 í sambærilegri könnun viku áð- ur. í könnuninni mældist fylgi Venstre, flokks Uffe Ellemanns-Jensens fyrrver- andi utanríkisráðherra, 25,6%. Afneita leyni- viðræðum BRESKA stjómin neitaði því í gær að eitthvað væri hæft í fréttum argentínska blaðsins Clarin um að bresk og argent- ínsk stjórnvöld ættu í leynileg- um viðræðum um Falklandseyjar sem löndin tvö hafa deilt um yfirráð á og leiddi til 10 vikna styrjaldar milli þeirra árið 1982. Hafa trú á Bondevik ÞRÍR af hveijum fjórum Norðmönnum gera ráð fyrir því að minnihlutastjórn Kjells Magne Bondevik verði við völd fram að næstu þingkosn- ingum, sem eru á dagskrá árið 2001. Auk þess nýtur forsætis- ráðherrann meira persónulegs fylgis meðal kjósenda en dæmi eru um. Sjálfsvíg vegna vinnu- álags bætt DÓMSTÓLL í Japan úrskurð- aði í gær fjölskyldu manns, sem svipti sig lífi vegna vinnu- álags, fjárbætur. Er Kawasaki stáliðjunni gert að greiða fjöl- skyldunni 52 milljónir jena, jafnvirði 30 milljóna króna, fyrir að láta Junichi Watanabe standa óhóflega langar vaktir hvíldarlaust. Watanabe, sem var 41 árs, stökk út um glugga af sjöttu hæð byggingar, eftir að hafa unnið hálft ár hjá stálfyrirtækinu. A þeim tíma hafði hann einungis fengið tvo hvfldardaga. Skaparar Dolly ein- rækta kálf BRESKU vísindamennimir sem einræktuðu ærina Dollý skýrðu frá því í gær að þeir hefðu jafnframt aðstoðað við einræktun kálfs. Hefur sá skjöldótti verið nefndur Herra Jeffersson í tilefni þess að honum var kastað á degi for- setans í Bandaríkjunum, 16. febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.