Morgunblaðið - 24.02.1998, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Þrír íslenskir
Norðurlanda-
meistarar
SKAK
IVorrtáljo, Svfþjóð,
20.-22. febrúar
NORÐURLANDAMÓTí
SKÓLASKÁK
Þeir Jón Viktor Gunnarsson,
Bragi Þorfínnsson og Guðjón
Heiðar Valgarðsson sigruðu í
sínum aldursflokkum á Norður-
landamótinu í skólaskák, ein-
staklingskeppni.
ÍSLENDINGAR eignuðust
færri en þrjá
Norðurlanda-
meistara um
síðustu helgi.
Þetta gerðist
á Norður-
landamótinu í
skólaskák,
sem fram fór
í Norrtalje í
Svíþjóð 20.-
22. febrúar.
Jón Viktor
Gunnarsson
varð Norður-
landameistari
í aldurs-
flokknum
1978-80,
Bragi
Þorfínnsson í
flokki 1981-82
og Guðjórv.
Heiðar Val-
garðsson í
flokki 1985-
86.
Þetta er
besti árangur
ungra ís-
lenskra skák-
manna um
árabil í þess-
ari keppni og
einn sá besti
frá upphafí.
Teflt var í
fimm aldurs-
flokkum og samanlagt náðu hin-
ar Norðurlandaþjóðimar því að-
eins tveimur meistaratitlum.
Sigurvegarar í einstökum flokk-
um voru þessir:
A 78-80 Jón V. Gunnarsson 5 v.
B 81-82 Bragi Þorfínnsson 4% v.
C 83-84 Magne Sagafos, Noregi 5 v.
D 85-86 Guðjón H. Valgarðsson 5 v.
E 87-Victor Nithander, Svfþjóð 5 v.
Tefldar voru sex umferðir, en
tólf þátttakendur voru í hverj-
um flokki og því tóku samtals
sextíu skákmenn frá öllum
Norðurlöndum þátt í mótinu.
íslendingar voru nálægt
fjórða meistaratitlinum, því
Guðmundur Kjartansson, ný-
bakaður Islandsmeistari í
bamaflokki, hafnaði í öðm sæti í
E-flokki. Guðmundur var jafn
sigurvegaranum með fimm
vinninga, en lægri á stigum.
Aðrir íslenskir keppendur
vora Einar Hjalti Jensson, sem
varð fimmti í A-flokki með þrjá
vinninga, og Bergsteinn Einars-
son, sem varð í fjórða sæti í B-
flokki með 314 v. í C-flokki
kepptu þeir Hjalti Rúnar
Ómarsson, sem varð í 7. sæti
með 3 v., og Sigurður Páll Stein-
dórsson, sem varð í 8. sæti með
2!4 v. Björn ívar Karlsson varð
níundi í D-flokki með 2V4 v. og
Dagur Amgrímsson varð níundi
í E-flokki með 2 v.
Miðað við þennan frábæra ár-
angur þarf ekki að koma á óvart
að Islendingar urðu einnig
efstir í liðakeppninni með 36
vinninga, en Finnar höfnuðu í
öðra sæti með 34 v. Gestgjaf-
amir Svíar komu þriðju með
3314 v.
Árangur Braga er athyglis-
verður að því leyti, að þetta er í
fyrsta skipti frá 1989 að íslend-
ingar sigra í B-flokki, en það ár
varð Þröstur Amason Norður-
landameistari í þessum flokki.
Linares-mótið hafið
Fyrsta umferðin á ofurmót-
inu í Linares á Spáni fór fram á
sunnudaginn. Keppendur era
sjö talsins og era meðalstigin
2.752. Mótið nær því 21. styrk-
leikaflokki FIDE. Indverjinn
Anand var sá eini sem náði að
vinna skák sína í fyrstu umferð.
Hann vann Aleksei Shirov með
svörtu í 55 leikjum. Önnur úrslit
urðu þau að Vladímir Kramnik
og Vasílí ívansjúk gerðu jafn-
tefli í 58 leikjum og sömuleiðis
Rússamir Peter Svidler og
Gary Kasparov í 52 leikjum.
Búlgarinn Veselin Topalov sat
yfir í fyrstu umferð.
Anand vann varnarsigur á
Shirov, sem tefldi fulldjarft til
sóknar og sat uppi með peða-
veikleika. Indveijinn nuddaði þá
skemmtilega af honum í enda-
tafli með tveimur hrókum gegn
drottningu:
Hvítt: Shirov, Spáni
Svart: Anand, Indlandi
Caro-Kann-vöm
1. e4 - c6 2. d4 - d5 3. e5 - Bf5
4. Rf3 - e6 5. Be2 - c5 6. Be3 -
cxd4 7. Rxd4 - Re7 8. c4 -
Rbc6 9. Rc3 - Rxd4 10. Bxd4 -
dxc4 11. Bxc4 - Rc6 12. Bb5 -
Be7 13. 0-0 - 0-0 14. Bxc6 -
bxc6 15. Re2 - c5 16. Bc3 -
Db6 17. Rg3 - Bg6 18. Dg4 -
Had8 19. h4 - h6 20. h5 - Bh7
21. f4 - c4+ 22. Kh2 - Bb4! 23.
f5 - exf5 24. Rxf5 - Bxf5 25.
Hxf5 - Bxc3 26. bxc3 - De6 27.
Hafl - Hfe8 28. Hlf4 - Hd5 29.
He4 - He7 30. Df4 - Hc7 31.
Hxc4
31. - Dxf5 32. Dxf5 - Hxc4 33.
Dbl - Hd8 34. Db7 - Hxc3 35.
Dxa7 - Hcc8 36. a4 - Ha8 37.
Dc7 - Hdc8 38. Db7 - He8 39.
Dc6 - Hac8 40. Dd7 - Hcd8 41.
Dc7 - Hd5 42. a5 - Hdxe5 43.
a6 - H5e7 44. Dc6 - Hf8 45.
Kh3 - Ha7 46. g4 - Hfa8 47.
Kh4 - Hxa6 48. Db7 - Ha5 49.
Dc6 - Hf8 50. Db6 - Hg5 51.
Db3 - Kh8 52. Db4 - He8 53.
Da4 - Hd8 54. De4 - f5! 55.
gxf5 - Hf8 og Shirov gafst upp
því hann tapar báðum peðum
sínum.
Hraðskákmót
Islands
Þau leiðu mistök urðu við rit-
un skákþáttarins í laugardags-
blaðið að Hraðskákmót íslands
var sagt fara fram á röngum
degi. Hið rétta er að mótið fer
fram sunnudaginn 8. mars, dag-
inn eftir að deildakeppni Skák-
sambandsins lýkur. Lesendur
era beðnir velvirðingar á þess-
um mistökum.
Margeir Pétursson
Daði Orn Jónsson
hvorki fleiri né
Guðjón Heiðar
Valgarðsson
Bragi
Þorfinnsson
Jón Viktor
Gunnarsson
í DAG
VELIAKAJMDl
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Þakkir til Frétta-
stofu Sjónvarps
MIG langar að þakka
Fréttastofu Sjónvarps
fyrir frábæran Kastljós
þátt um þunglyndi okkar
Islendinga. Þátturinn var
tímabært innlegg í um-
ræðu um þessa vanlíðan
sem hrjáir mai'gan Islend-
inginn. Ég dáist að hrein-
skilni Árna Tryggvasonar
leikara og svo sannarlega
trúi ég að hann hafi með
því að koma fram gefið
þeim Islendingum sem
eiga við þennan sjúkdóm
að etja, ákveðið þor til að
takast á við hann. Mér
langar einnig að þakka
þessum unga fréttamanni
sem stjórnaði þættinum
fyrir hversu vel þátturinn
var uppbyggður efnislega.
Það er greinilegt að hann
hefur lagt sig allan fram.
Þá fannst mér einnig
skemmtilegt hvernig hann
var myndaður. Ég legg til
að þessi þáttur verði end-
ursýndur. Hann á fullt er-
indi til okkar allra og ég
og margir sem ég hef rætt
við myndu vilja sjá hann
aftur. Enn og aftur bestu
þakkir til Fréttastofu
Sjónvarps.
Hrefna Jóhannesdóttir.
Skattpíning eldri
borgara
MIG langar að láta í ljós
óánægju og undrun yfir að
fólk á efri árum skuli vera
látið borga háan eignaskatt
af fasteignunum sínum og
fjármagnsskatt af inni-
stæðum í bönkum. Við höf-
um lagt okkur íram til að
leggja fyrir og eignast smá
upphæðir í bönkunum til að
geta lifað nokkurn veginn
áhyggjulausu lífi á efri ár-
um. Við flest okkar reynum
að vera í íbúðunum okkar
sem lengst og höfum borg-
að öll okkar gjöld skilvís-
lega í gegnum árin og lagt
okkur fram um að standa á
eigin fótum án hjálpar.
Ekki gátum við sent bömin
okkar á baraaheimili og
fengið þá hjálp sem unga
fólkið fær í dag svo sem
löng fæðingarorlof og m.fl.
En okkur langar að geta
stutt við bakið á fjölskyld-
um okkar og lifað síðustu
æviárin með reisn án þess
að hafa fjárhagsáhyggjur
og eiga svo fyrir útförinni.
Látið fleiri í ykkur heyra.
Eldri borgari
Athugasemd
VILHJÁLMUR hafði
samband við Velvakanda
og vildi hann gera athuga-
semd við aðsenda grein
sem birtist í Morgunblað-
inu föstudaginn 20. febrú-
ar er nefndist Veiðigjald
og menntun: Reynsla
Falklendinga eftir Þorvald
Gylfason. Var hann ekki
sammála höfundi þar sem
hann segir: „Plássið er
sem sagt á stærð við Gr-
indavík." Vilhjálmur segir:
Hann á sennilega við höf-
uðborgina Stanley í því
sambandi en eyjarnar
sjálfar eru aðeins stærri
en Vestfjarðakjálkinn. Og
einnig segir hann að í við-
bót við 2.000 manna íbúa-
tölu sé herlið breta á eyj-
unum um 2.500 manns og
að rollur hafi verið um
750.000 fyrir ca. 3—4 árum.
Vilhjálmur Alferðsson.
Tapað/fundið
Eyrnalokkur tapaðist
LANGUR gulleyrnalokk-
ur með þremur rákum,
tapaðist ofarlega á Lauga-
vegi sl. miðvikudag. Finn-
andi er vinsamlega beðinn
að hringja í síma 587 0838.
íþróttataska og
rúskinnsjakki týndust
BRÚN leðuríþróttataska
með sundfötum í og svart-
ur rúskinnsjakki hurfu úr
bíl við Eggertsgötu. SKil-
vís finnandi hafi samband
við Unni í síma 552 0610.
Fundarlaun.
Dökk sjóngleraugu
týndust
DÖKK sjónleraugu týnd-
ust laugardaginn 7. febrú-
ar, sennilega á Laugaveg-
inum. Skilvís finnandi hafi
samband í síma 561 1445.
Fundarlaun.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
l‘áll Arnarsnn
SPIL dagsins er frá und-
anúrslitaleik íslensku og
bresku sveitanna um NEC-
bikarinn í Yokohama í Jap-
an. Austur gefur; allir á
hættu.
Norður
A875
VÁK2
♦ D43
*KD62
Vestur
*DG4
V3
♦ ÁG1098
*ÁG107
Austur
* 1093
VG1074
♦ 76
*9853
Suður
*AK62
VD9865
♦ K52
*4
í opna salnum spilaði Bjöm
Eysteinsson tvö lauf dobluð
í austur og fór einn niður.
John Armstrong í suður
hafði opnað á hjarta, sem
gat verið fjórlitur, og Paul
Hackett redoblaði síðan
opnunardobl Karls Sigur-
hjartarsonar í vestur. Bret-
arnir ráku svo flóttann í tvö
lauf og uppskáru 200.
I lokaða salnum nennti
Þorlákur Jónsson ekki að
eltast við Hackett-bræðurna
og stökk beint í fjögur
hjörtu eftir sömu byijun:
Vestur Norður Austur Suður
Jason Þorl Justin Sævar
Pass 1 hjarta
Dobl 4hjörtu ADirpass
Sævar Þorbjömsson var við
stjómvölinn og fékk út
spaðadrottningu. Hann tók
slaginn og spilaði strax laufi.
Jason drap á ásinn og hélt
áfram með spaðann. Sævar
tók slaginn og spilaði hjarta
þrisvar og endaði x blindum.
Hann henti tveimur spöðum
niður í laufhjónin og tromp-
aði lauf. Spilaði því næst smá-
um tígli að drottningu blinds.
Við því átti vörnin ekkert
svar. Ef vestur drepur á ás-
inn, fríast hjónin í tígli og
sagnhafi gefur aðeins einn
trompslag. Og ef vestur
dúkkar (sem Jason gerði),
mun drottning blinds eiga
slaginn og síðan fæst tíundi
slagurinn á hjartaníu í fram-
hjáhlaupi þegar spaða er
spilað úr borði. 620 til ís-
lands og 9 IMPar.
HÖGNI HREKKVÍSI
/lEkiki klóna þxr-losaðu okkur i/i&þser!"
Víkverji skrifar...
EIR sem starfa við fjölmiðla
þekkja það mæta vel, að þeim
eru oft gerðar upp skoðanir eða ætl-
uð vinnubrögð og annarlegar hvatir,
sem eru víðs fjarri öllum veraleika.
Þetta á ekki sízt við um starfsmenn
ritstjórnar Morgunblaðsins en er
áreiðanlega reynsla flestra, sem
starfa við fjölmiðla. Að einhverju
leyti eru þetta leifar frá liðnum
tíma, þegar flokkapólitíkin hafði
mikil áhrif á meðferð fjölmiðla á
mönnum og afstöðu þeirra til mál-
efna.
Þetta er smátt og smátt að breyt-
ast. Þó er grunnt á tortryggni og
grunsemdum í garð fjölmiðla eins
og berlega kom m.a. í ljós í orða-
skiptum, sem Víkverji átti fyrir
nokkru við tvo höfunda bréfa til
Morgunblaðsins, sem töldu að sjón-
armið borgarstjóra ættu ekki heima
í íyrirsögn á frásögn af blaða-
mannafundi þess embættismanns
um tiltekið málefni.
Slík tortryggni er afar óþægileg
fyrir starfsmenn fjölmiðla enda
þykir vafalaust flestum lítt eftir-
sóknarvert að vera hafðir fyrir
rangri sök. Það á við um starfsfólk
fjölmiðla ekkert síður en stjóm-
málamennina, sem taka virkan þátt
í þjóðfélagsumræðunum frá degi til
dags. Á öllum fjölmiðlum eru gerð
mistök. Það á líka við um Morgun-
blaðið. Stundum byggjast þau mis-
tök á dómgreindarskorti, í öðrum
tilvikutn á hugsunarleysi eða fljót-
færni. í fæstum tilvikum er um út-
hugsuð og skipulögð vinnubrögð að
ræða, þótt dæmi séu um slíkt.
XXX
HÉR ER haft orð á þessu vegna
þess að í dálki Víkverja sl. mið-
vikudag var gefið í skyn, að Össur
Skarphéðinsson, annar ritstjóri DV,
ætti á einhvem hátt þátt í því að
reyna að skekkja niðurstöðu skoð-
anakönnunar á vegum blaðsins um
fylgi flokkanna í borgarstjórnar-
kosningunum í Reykjavík næsta vor
og þó sérstaklega fylgi borgar-
stjóraefna R-listans og D-listans.
Eftir að höfundur dálksins hafði
gefið þau svör, að hann mundi kjósa
D-listann var hann ekki spurður
frekar, en síðar kom í ljós í DV, að
þeir, sem spurðir voru um afstöðu
til listanna voru síðan spurðir áfram
um afstöðu til borgarstjóraefnanna.
Þetta vakti tortryggni höfundar
Víkverjadálksins, sem vísaði til þess
að annar ritstjóri blaðsins væri
bæði þingmaður Alþýðuflokksins og
svili borgarstjórans í Reykjavík.
xxx
MENN geta haft sínar skoðanir
á því, hvort sami maður geti
nú til dags gegnt bæði þing-
mennsku og ritstjórastarfi á dag-
blaði. Hins vegar er fráleitt að ætla
Össuri Skarphéðinssyni það að hafa
gefið starfsfólki við skoðanakannan-
ir DV fyrirmæli um að spyrja ekki
um fylgi við borgarstjóraefni, ef sá
sem svaraði segðist mundu kjósa D-
listann. Það er einfaldlega fáránlegt
að ætla öðrum slík vinnubrögð auk
þess, sem spyrjendur mundu aldrei
fást til þess, jafnvel þótt farið væri
fram á það.
Hér er auðvitað um að ræða mis-
tök þeirra, sem sitja við síma og
hringja út og hringja sjálfsagt í
fjölda manna, hver og einn. Slík
mistök hafa ekkert með að gera
pólitíska afstöðu ritstjóra blaðs. Og
því síður fjölskyldutengsl!