Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VTKAN 1/3 - 7/3 ► MENNTAMÁLARÁÐ- HERRA hefur kynnt nýja skólastefnu. Á meðal þess sem lögð er áhersla á eru sjálfstæð vinnubrögð nem- enda, aukin tungumála-, stærðfræði- og náttúrufræði- kennsla. Samkvæmt nýju stefnunni niun enskukennsla liefjast f 5. bekk en dönsku- kennsla í 7. bekk. ►LÖGREGLURANNSÓKN er hafín á ólöglegri urðun sorps í Hafnarfirði. Heil- brigðisyfirvöld urðu fyrst vör við sorpið er eldur kom upp í gryfju með úrgangi í Straumsvík. ►ÁFRÝJUNARNEFND Samkeppnismála hefur stað- fest að greiðslukortafyrir- tækjum beri að nema úr gildi skilmála um að óhcimilt sé að hækka verð til þeirra sem greiði með greiðslu- korti. ►SENDINEFND á vegum Frelsið Willy Keikó-stofnun- arinnar kom hingað til lands og ræddi við fslenska ráða- menn um möguleika á því að háhymingurinn Keikó verði fluttur til landsins. Forsætis- ráðherra og yfirdýralæknir segja að málið verði skoðað vandlega. ►BANASLYS varð um borð í ioðnuskipinu Júpiter er 28 ára maður féll útbyrðis. Talið er að maðurinn, sem náðist aftur um borð um 20 mfnútum sfðar, hafí dregist útbyrðis með loðnunót. ►MIKIÐ frost hefur verið á landinu undanfarnar tvær vikur og í Mývatnssveit hef- ur það mælst allt niður í 30 stig. Fjöldi manns lenti í vandræðum vegna veðurofsa á Vestur- og Norðuriandi í byrjun vikunnar og víða þurftu lögregla og björgun- arsveitir að koma þvf tii að- stoðar. Ekki þokast í sjómannadeilunni VIÐRÆÐUR í deilu sjómanna og út- vegsmanna hafa verið árangurslausar. Fiskverðsnefnd hefur sett fram tillögur um breyting- ar á lagaum- hverfi sjávar- útvegs en sjávarutvegs- ráðherra far- ið fram á að sjómenn af- lýsi verkfalli áður en hann leggi fram breytingarfrumvarp. Sjómenn hafa ekkert viljað segja um frumvarpið eða erindi ráðherra. Samning-ar sérfræð- inga undirritaðir SAMNINGANEFNDIR sérfræði- lækna og Tryggingastofnunar hafa undirritað átta samninga fyrir hóp lækna í ýmsum sérgreinum. Enn er þó ósamið við stóran hóp sérfræðinga. Mest ber á milli í deilu skurðlækna og Tryggingastofnunar. Úrskurður um laun heilsugæslulækna KJARANEFND hefur ákveðið að hækka föst mánaðarlaun heilsugæslu- lækna en lækka vaktagreiðslur. Talið er að þessi breyting muni leiða til launa- hækkunar hjá mörgum læknum á landsbyggðinni en launalækkunar hjá þeim læknum á höfuðborgarsvæðinu sem hafa unnið mikið. Vala fór með sig-ur af hólmi VALA Flosadóttir, sem um síðustu helgi tryggði sér bronsverðlaun í stang- arstökki kvenna á Evrópumeistaramóti innanhúss, bar sigurorð af heimsmet- hafanum Anzhelu Balakhonovu á stór- móti ÍR í frjálsum íþróttum er hún stökk 4,36 m í Laugardalshöll á fimmtu- dag. Atök í Kosovo MIKIL átök blossuðu upp í Kosovo-hér- aði í Serbíu eftir að lögreglumenn drápu sextán Albana, en þeir eru mikill meiri- hluti íbúa héraðsins. Albanir hafa kraf- ist endurheimtar sjálfsstjómar héraðs- ins, þar sem þeir segja serbnesk yfir- völd hafa mismunað Albönum. Serb- neskar lögreglusveitir hafa barið niður mótmælin af hörku og eru sagðar hafa stráfellt íbúa í nokkrum þorpum í hér- aðinu á fimmtudag er þær leituðu liðs- manna albanskra skæruliðasamtaka. Stjómvöld á Vesturlöndum hafa varað Serba við refsiaðgerðum, bæti þeir ekki stöðu albanska minnihlutans, en Rússar taka harða afstöðu með Serbum og vara vestræn ríki við íhlutun. Valdabarátta á Indlandi LJÓST varð á þriðjudag að engin stjórnmálafylkinganna á Indlandi fékk meirihluta á þingi í kosningunum. Hafa stærstu flokkarnir því reynt að afla sér nýrra bandamanna til að geta myndað nýja stjóm, þá fimmtu á tæpum tveim- ur áram. SÞ vara íraka við ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti í vikunni ályktun þar sem írakar era varaðir við því að brot á samkomulagi þeirra og SÞ um vopna- leit muni hafa hinar „alvarlegustu af- leiðingar". Deilt er um hvort árásir hafi verið heimilaðar með þessu, Banda- ríkjamenn telja svo vera en Rússar og meirihluti aðildarþjóða ráðsins telja svo ekki vera. ► TONY Blair, forsætisráð- herra Bretlands, gaf í vik- unni til kynna að hann hygð- ist reyna að fá Sinn Fein, stjórnmálaarm frska lýðveld- ishersins, til að taka aftur þátt í friðarviðræðum á Norður-írlandi. ► VATN er að finna á svæð- um við norður- og suður- skaut tunglsins, að því er vís- indamenn bandarísku geim- ferðastofnunarinnar segja að fengist hafi staðfest við rannsóknir. Er vatnið frosið. ► FRESTA varð réttarhaldi í áfrýjun í máli gegn bresku barnfóstrunni Louise Wood- ward fyrir hæstarétti Massachusetts á föstudag vegna elds í dómshúsi. Verð- ur mál Woodward, sem dæmd var fyrir að bana átta mánaða gömiu barai, tekið fyrir á mánudag. ► GERHARD Schröder, for- sætisráðherra Neðra- Saxlands, var á mánudag út- nefndur kansiaraefni þýska Jafnaðarmannafiokksins eft- ir að hann vann kosningasig- ur í heimahéraði sínu. Æ fleiri Þjóðverjar telja valda- tíð Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, senn á enda, um 63% voru þeirrar skoðunar skv. nýlegri skoðanakönnun. ► LI Peng, forsætisráðherra Kína, kynnti á kínverska þinginu á fimmtudag áform um að leggja niður fjórðung ráðuneyta og æðstu ráða landsins og fækka starfs- mönnum ríkisins. Er þetta róttækasta tilraun í sögu kín- verska kommúnistaflokksins til að draga úr skriffinnsku og umsvifum ríkisins. FRÉTTIR rs jiy 8 wK' Morgunblaðið/Halldór Verðlaun í stærðfræðikeppni HEIÐA Njála Guðbrandsdóttir úr Seljaskóla náði bestum árangri í stærðfræðikeppni grunnskóla- nemenda í Breiðholti sem stærðfræðikennarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti stóðu fyrir laugar- daginn 28. febrúar. Alls voru 96 nemendur þátttak- endur úr fimm grunnskólum og reyndist meðalein- kunn stúlkna og drengja sú sama, en Heiða Njála sem er nemandi við Seljaskóla náði alls 79% réttum lausnum. Prófið var sagt nokkuð þungt og var út- koman góð að mati stærðfræðikennara Fjölbrauta- skólans. Kristín Arnalds, skólameistari FB, og aðrir að- standendur stærðfræðikeppninnar heiðruðu verð- launahafa á föstudag. Urðun úrgangs í Straumsvík og eftirlit með því Mögulegt að Hollustu- vernd rannsaki málið HERMANN Sveinbjömsson, fram- kvæmdastjóri Hollustuverndar rík- isins, segir stofnunina hafa fylgst með máli þvf sem upp hefur komið vegna urðunar úrgangs í Straums- vík og til greina komi að rannsaka málið nánar, þar á meðal hvort eft- irliti heilbrigðiseftirlits Hafnar- fjarðarsvæðis hafi verið ábótavant. „Við fellum ekki sök á neinn á þessu stigi, enda finnst glæpsamleg starfsemi á ýmsum sviðum og oft erfitt fyrir eftirlitsaðila að stemma stigu við henni. Þetta eins og annað veltur á því hversu menn vilja hafa netið þéttriðið og eftirlit sem er hundrað prósent öruggt er svo kostnaðarsamt að það er vart rétt- lætanlegt miðað við áhættuna," seg- ir Hermann. Áminning um aukið eftirlit Hollustuvemd ríkisins gefur út starfsleyfi fyrir móttöku- og urðun- arstaði sorps og annars úrgangs, auk þess sem stofnunin fylgist með heilbrigðiseftirliti hérlendis. Her- mann segir hafa komið á óvart hversu mikið magn úrgangs var urðað við Straumsvík og geymt á annan hátt. „Það er smám saman að koma r ljós hvernig málið er vaxið og enn verið að grafa upp ýmislegt í því sambandi. Ég held að að menn verði að fara yfir þetta mál með gagnrýnu hugarfari þegar stað- reyndirnar liggja fyrir og taka ein- hverjar ákvarðanir í kjölfarið. Eins og bent var á í leiðara Morgun- blaðsins síðasta fimmtudag bendir flest til að það sé stingandi áminn- ing um að bæta þurfi eftirlitið, þeg- ar hægt er að urða úrgang bakvið húsgafl án þess að menn veiti því at- hygli. Þá vakna spurningar um hvort fleira gerist með sama hætti varðandi sorp og spillefni og hvort eftirlitið gangi út á að detta um hlutina af tilviljun eða að velta með- vitað við steinum,“ segir Hermann. Hann bendir á að við endurskoð- un laga um hollustuhætti og meng- unarvarnir, sem samþykkt voru frá Alþingi 3. mars síðastliðinn, hafí þess verið freistað að herða eftirlit á þessu sviði. Vonbrigði að eftirlitsmönnum var ekki fjölgað „I upphaflega frumvarpinu vildi nefndin sem það samdi að á hverju eftirlitssvæði væru lágmark tveir eftirlitsmenn. Samband íslenskra sveitarfélaga var á móti því að setja slikar kvaðir á sveitarfélögin og fékk því framgengt í umhverfis- nefnd að þetta atriði var barið nið- ur. Fyrir vikið er ekkert lágmarks- ákvæði um fjölda, sem eru veruleg vonbrigði að okkar mati,“ segú' Hermann. „Sumstaðar komast eftirlitsmenn ekki yfir nærri öll fyrirtæki á einu ári og taka þess í stað stikkprufur. Stundum tekur nokkur ár að skoða allt sviðið. A mörgum landsvæðum er eftirlitið of veikt, t.d. á Vestfjörð- um þar sem einn maður hefur allt eftirlit með hendi og sama máli gegnir um Norðurland eystra o.s.frv. Þetta vekur verulegar spurningar um raunhæfi þessara aðferða í sambandi við öryggismál. Umræddur leiðari benti á að hugs- anlega þyrfti að auka eftirlitið og það er ágæt tímasetning miðað við umræðu um að eftirlitið sé of mikið og kostnaður við það sé of hár.“ Aðspurður kveðst Hermann telja við fyrstu sýn að íslenskir aðalverk- takar, sem önnuðust niðurrif hús- anna á svæði varnarliðsins, beri ekki ábyrgð í málinu, þótt fyrirtæk- ið Gámur-Hringhenda, sem urðaði úrganginn án fonnlegra leyfa, hafi verið undirverktaki á vegum þeirra. Ábyrgð lagaleg spurning „í fljótu bragði myndi ég halda að Islenskir aðalverktakar hafi hrein- an skjöld, því að það athæfi sem þarna er á ferð virðist gerast eftir að efnið fer úr höndum þeirra. Hins vegar er þessi þáttur málsins lög- fræðilegs eðlis og væri frekar ástæða til að umhverfisráðuneytið tæki afstöðu til þess,“ segir Her- mann. NU KOSTAR AÐEINS 40.50 A MIN. AÐ HRINGIA TIL "R ATMD ATOTTTT ATtf A jTa JCV Jmw a& «0« JL JKakt w JLwB JLII JCTL «r”„r EFTIR KL.23 AKVOLDIN l Á 'K! D S S I M I N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.