Morgunblaðið - 08.03.1998, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 08.03.1998, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ 10 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 Ný skólastefna miðar að samfelldri námskrá allt skólastigið, svo ekki myndist bil milli grunnskóla og framhaldsskóla AÐDRAGANDI nýrrar skóla- stefnu, helsta verkefnis mennta- málaráðheiTa á þessu kjörtíma- bili, er allnokkur. Eftir að grunnskólinn fluttist til sveitar- félaganna og ný lög um grunnskóla og fram- haldsskóla tóku gildi var einsýnt að gera þyrfti nýja námskrá og jafnframt að það yrði mjög viðamikið verk. Menntamálaráðuneytið réð Jónmund Guðmarsson til að stjórna verkefninu og starfa að þvi með ráðuneytis- mönnunum Stefáni Baldurssyni, Herði Lárussyni og Hrólfí Kjartanssyni. Fulltrúar kennara og skólastjóra hafa jafnframt tekið þátt í mótun meginstefnu í einstaka grein- um. „Við vissum að það væri mikið óráð að líta ekki upp frá skrifborði í ráðuneytinu við þessa vinnu, svo við kölluðum til fólk alls staðar að og settum einnig á fót samráðshóp stjómmálaflokkanna, sem var einhuga í af- stöðu sinni. Upp úr öllu þessu hefur nýja skólastefnan orðið til,“ segir Bjöm Bjarna- son. Helstu efnisatriði nýrrar skólastefnu em að lögð verður áhersla á sjálfstæði nemenda, sterkari einstaklinga, grunnnám verður treyst, tungumálanám aukið, sérþarfir nem- enda metnar með öflugri gi-einingu, afburða- nemendur geta farið hraðar yfír námsefni en aðrir og þeir sem eiga undir högg að sækja fá stuðning og loks verður lögð áhersla á notkun upplýsingatækni. ,jVukið sjálfstæði nemenda þýðir að lögð verður áhersla á sjálfstæð vinnubrögð þeirra. Jafnframt verður val nemenda í efstu bekkjum grunnskólans aukið til muna í um 30% af námstímanum í 9. og 10. bekk. Það er grundvöllur þess að þeir geti nýtt sér val- frelsið sem þeir njóta í framhaldsskólum," segir Björn. „Við viljum styrkja einstakling- ana og til að ná því markmiði verður lífs- leikni skyldunámsgrein bæði í grunnskóla og framhaldsskóla. Tilgangurinn er sá að fræða nemendur um nútímasamfélag, kenna þeim að nýta sér þau tækifæri sem bjóðast, en jafnframt vara þá við hættum, svo sem ávana- og fíkniefnum. Liður í að styrkja ein- staklinga er jafnframt að íþróttir fá nýtt inn- tak og sett verða námsmarkmið fyrir dans, leikræna tjáningu og nýsköpun.“ Islenskan áfram hornsteinninn Islenskukennsla verður áfram hornsteinn grunnskólanáms, að sögn menntamálaráð- herra. Ekki stendur til að fjölga kennslu- stundum í íslensku, en kennslan verður gerð heildstæðari auk þess sem þjálfun í íslensku máli verður felld inn í allar námsgreinar. Kennslustundum í stærðfræði og náttúru- fræði verður fjölgað verulega. Nú eru viku- legar kennslustundir 1.-10. bekkjar í stærð- fræði samtals 44, en stefnt að því að þær verði 50 skólaárið 2001-2002. Kennslustundir í náttúrufræði eru nú 18, en verða 25. Samkvæmt nýrri skólastefnu verður áhersla á tungumál aukin verulega, ensku- kennsla hefst tveimur árum fyrr en nú er og dönskukennslu verður skipað þéttar í efri bekkjum grunnskólans. Þá býðst nemendum fvegg)3 ára nám í þriðja tungumálinu í 9. og 10. bekk, eftir ákvörðun hvers skóla. Nám í þremur tungumálum verður skylda á öllum bóknámsbrautum framhaldsskóla og lögð áhersla á að framhaldsskólanemum bjóðist nám í tungum fjarlægari þjóða, svo sem rússnesku og málum Asíuþjóða. Bjöm segir að ýmislegt bendi til þess að hægt sé að nýta tíma nemenda betur en gert hafi verið. „I þessari atrennu viljum við færa tungumálin niður í 5. bekk, til 10 ára barna. Það má þá færa kennsluna enn neðar síðar, ef ástæða telst til.“ Áhersla á aukið sjálfstæði nemenda og val í námi krefst aukinnar námsráðgjafar, að sögn menntamálaráðherra. „Lögð verður áhersla á að greina stöðu nemenda, til dæm- is með þeirri nýjung að bjóða foreldrum sex ára barna að láta þau taka lesblindupróf. Þannig er hægt að meta líkur á námserfíð- leikum þegar við upphaf skólagöngu og bregðast við áður en í óefni er kornið." Heildarstefna frá sex ára aldri að stúd- entsprófí er helsta inntak skólastefnunnar, enda á námskrá að vera samfelld allt skóla- stigið, svo ekki myndist það bil milli gmnn- og framhaldsskóla sem nú er. „Núgildandi námskrá var samin þegar skólaskylda hófst við 7 ára aldur,“ segir ráðherra. „Sex ára bekk var í raun skeytt framan við skóla- gönguna án þess að nokkru væri bætt við kennslugreinar. Markmiðið nú er að nýta betur tímann í gmnnskólunum. Kennslu- stundunum verður fjölgað jafnt og þétt, yfir- ferð verður hraðari og framúrskarandi nem- endur fá tækifæri til að ljúka gmnnskólan- stúdentsprófi um 15 ára. Með þessu emm við ekki að snú- ast gegn blöndun í bekki, en við bönnum heldur ekki að skipt sé í bekki eftir árangri eða kynjum ef skólum sýnist svo.“ Eftir sem áður munu nemendur fram- haldsskóla eiga þess kost að hraða námi sínu og jafnvel Ijúka bóknámi á þremur ámm. Nemandi gæti því lokið stúdentsprófí 18 ára. Nýja skólastefnan er tímanna tákn, því áhersla er lögð á notkun upplýsingatækni. Upplýsingalæsi, hæfnin til að safna, greina og setja fram upplýsingar, verður skyldu- námsgrein frá upphafi til loka gmnnskólans. Börn frá 10 ára aldri fá þjálfun á lyklaborð og í ritvinnslu, allt til loka gmnnskólans. Miðað er við að öllum gmnnskólabömum sé nauðsynlegt að hafa aðgang að margmiðlun- artölvum og netinu. „Markmiðið verður að nemendur komi inn í framhaldsskólana full- færir í allri gmnnvinnslu á tölvur," segir ráðherra. Það er ekki aðeins í gmnnskólum sem lögð verður áhersla á upplýsingatækni, því sett verður á laggimar ný upplýsinga- og tæknibraut í framhaldsskólum, sem meðal annars er ætlað að bæta úr þörf íslensks Menntamálaráðherra kynnti í vikunni nýja skólastefnu, und- ir kjörorðinu „Enn betri skóli, þeirra réttur - okkar skylda“. Markmið nýrrar skólastefnu er að tryggja íslenskum nem- endum nám sem verður sam- bærilegt við það sem best ger- ist í heiminum. Björn Bjarna- son sagði Ragnhildi Sverris- dóttur að því færi fjarri að nýja stefnan hunsaði það sem gert hefði verið, en henni fylgdu markverð umskipti í skólamálum. tölvuiðnaðar fyrir menntað fólk og búa nem- endur undir frekara nám á þessu sviði. Samráð og samstarf lykill að farsælli skólastefnu Samráð og samstarf eru lykillinn að far- sælli skólastefnu, að sögn ráðherrans. „Við ætlum að kynna nýja skólastefnu fyrir al- menningi á næstunni, dreifa upplýsinga- bæklingi á öll heimili og halda fundi um land allt. Nú erum við að koma á fót samstarfs- hópi kennara, foreldra og sveitarfélaga og öðrum, sem starfar samhliða þessari kvnn- ingu.“ Ráðherra segir að reynsla annarra þjóða sé sú, að mjög mikilvægt sé að kynna skóla- kerfí rækilega fyrir almenningi, ef sátt eigi að nást um það. „Þetta ætlum við að gera núna, áður en ráðist er í lokavinnuna. Við verðum að átta okkur rækilega á hver aðal- atriðin eru. Þess vegna verðum við að leita frá sérfræðingunum núna og spyrja almenn- ing álits. Kjörorðið segir raunar allt. Það er réttur bamanna að fá enn betri skóla og það er skylda okkar sem eldri erum að skapa þeim þær forsendur." Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson HELSTA verkefni Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra á þessu kjörtímabili er ný skólastefna. Frá sex ára að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.