Morgunblaðið - 08.03.1998, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 13
6ETUM
Sjlmp
| UNARLÖMBUM
JARDSPRENGNA
ÁFIfUB!
jy Margt fólk í Afríku fer
allra sinna feröa
fótgangandi og gervifætur
geta veitt því mikinn hluta
glataðrar starfsgetu aftur.áá
Hjálparsjóður Rauða kross íslands
híúir að fórnarlömbum jarðsprengna
Á tuttugu mínútna fresti springur jarðsprengja og deyðir eða limlestir
þann sem fyrir henni verður. Flestir eru almennir borgarar, konur og
bðrn eru þriðjungur fórnarlambanna Alþjóða Rauði krossinn
veitir þeim aðhlynningu og endurhæfingu, starfrækir
gervilimaverkstæði, fræðir fólk um hættuna af þessu
voðavopni og berst fyrir banni á framleiðslu og notkun þess.
Rauði kross íslands tekur þátt í þessu starfi.
Pálína Ásgelrsdóttlr,
yfirhjúkrunarfræðingur
á spftala Alþjóða
Rauða krossins í Kenía.
örkuml á borð við það að missa fót eða handtegg dæma marga til að lifa
fátækt. Flestir þeirra sem örkumlast hafa í mesta lagi
efni á ódýrum hækjum. Alþjóða Rauði krossinn sér
fólki fyrir gervifótum því að kostnaðarlausu.
Atþjóða Rauði
krossinn hefur
séð 70 þúsund
fórnarlömbum
jarðsprengna fyrir gervifótum og
endurhæfingu á síðustu árum, framleitt
140 þúsund pör af hækjum og sjö
þúsund hjólastóla. Það kostar um níu
þúsund krðnur að sjá manni fyrir
gervifót sem dugir honum f flmm ár.
Gervifótur sem kostar um nfu þúsund krónur gerir manni kleift að
standa á eigin fótum á ný í fimm ár. Barn sem missir fót þarf á
nýjum gervifæti að halda á sex mánaða fresti á meðan það er að
vaxa úr grasi.
jjStundum finnst mér ég hafa
glatað öllu. Ég get ekki
unnið lengur og ég á tveggja
ára gamlan son. En brátt mun
ég fá gervifót og verð að
hatda í vonina.áí
Rauði kross íslands leitar nú til fslendinga og býður þeim að gerast
styrktarfélagar Hjálparsjóðs. Framlög þeirra á þessu ári munu renna
óskipt til aðhlynningar og endurhæfingar fórnarlamba jarðsprengna.
Rabha Hassa Assad Suydan,
21 árs, steig á jarðsprengju
og mlssti hægri fótinn.
Við getum gefið þeim nýja von!
+
RAUÐI KROSS ISLANDS
www.redcross.is