Morgunblaðið - 08.03.1998, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Tónleikar á vegum Styrktarfélags fslensku óperunnar á þriðjudag
Jóðlíf í
Guðrún María
og* Finnur í Is-
lensku óperunni
TÓNLEIKAR á vegum Styrktar-
félags íslensku óperunnar verða
haldnir í íslensku óperunni næst-
komandi þriðjudagskvöld, 10.
mars, kl. 20.30. Þau Guðrún María
Finnbogadóttir, sópran, og Finnur
Bjarnason baritón flytja íslensk og
erlend sönglög, aríur og dúetta úr
óperum á fjölbreyttri efnisskrá
sem spannar allt ffá Mozart til
Gerschwins. Píanóleikari á tónleik-
unum er Jónas Ingimundarsson.
Guðrún María og Finnur ljúka
bæði námi frá Guildhall tónlistar-
skólanum í Lundúnum í vor; Guð-
rún ffá framhaldssöngdeild og
Finnur frá óperudeild skólans.
Guðrún María lauk prófí frá Söng-
skólanum í Reykjavík árið 1993.
Sama ár sigraði hún í Tónvaka-
keppni Ríkisútvarpsins og kom af
því tilefni fram með Sinfóníuhljóm-
sveit Islands í Háskólabíói. Guðrún
hefur lært söng á Italíu og mun
halda áfram námi í Lundúnum
næsta haust, frá Guildhall hverfur
hún til náms við Konunglegu aka-
demíuna á hausti komanda. Finnur
á einnig langan feril að baki og hef-
ur hann þegar komið fram á mörg-
um tónleikum í Lundúnum, m.a. í
Wigmore Hall og Conway Hall.
Nýverið fór hann með hlutverk
Fígarós í Rakaranum frá Sevilia í
lokauppfærslu sinni við Guildhall.
Framundan eru tónleikar með
söngkonunni Emmu Kirkby og í
sumar hefur Finnur verið ráðinn
við kór Glynboume Festival óper-
unnar í Englandi.
Eins og áður segir þá er efnis-
skrá tónleikanna í Islensku óper-
unni afar fjölbreytt. Fyrir hlé
verða flutt íslensk og erlend
sönglög, bæði dúettar og einsöng-
ur, m.a. eftir Schubert og
Mendelssohn, ásamt ýmsum
þekktum lögum íslenskra höf-
unda. Eftir hlé verður hafíst
handa við óperuaríur og dúetta
eftir Handel, Mozart, Gounod og
loks Gershwin.
Guðrún María verður hálf-
skömmustuleg á svipinn þegar
spurt er hvort tónleikarnir nú séu
frumraun þeirra saman. „Reyndar
ekki,“ segir hún og svo kemur
skýringin. „Þannig var að við tók-
um bæði þátt í söngleikjanám-
skeiði fyrir nokkrum árum síðan.
Við höfðum valið að syngja saman
aríu úr söngleiknum Annie get yo-
ur gun en það gekk ekki betur en
svo að við urðum okkur til algerar
skammar, - kunnum hvorki texta
né laglínu þegar á reyndi!“ Finnur
bætir því við að Jónas Ingimund-
arsson, sem sat og hlýddi á, hafi
ekki þolað við og gengið út. Titill
dúettsins, Anything I can do we
can do better, reyndist í þessu til-
viki alrangur. „Minnstu munaði að
stjómandinn fylgdi fordæmi
Annie og næði í byssu sína,“ segir
Finnur og hlær. Guðrún María
segist vona að betur eigi eftir á
ganga á þriðjudagskvöld. Að svo
búnu héldu þau til æfingar enda
ekki hægt að verða Jónasi til
skammar öðru sinni.
Franskur píanó-
leikari í Digra-
neskirkju
ÞRIÐJU og síðustu
tónleikamir í Frönsku
tónleikaröðinni, sem
haldin hefur verið í
Listasafni Kópavogs,
verða að þessu sinni í
Digraneskirkju mánu-
daginn 9. mars og
hefjast kl. 20.30. Þar
kemur fram franski pí-
anóleikarinn Desire
N’Kaoua og leikur
verk eftir Claude
Debussy og Maurice
Ravel.
Desire N’Kaoua
anistakeppninni í
Genf, gullmedalíu í
Vecelli-keppninni og
fyrstu verðlaun sem
kennd era við ítalska
tónskáldið Alfredo
Casella. Hann var á
sínum tíma útnefndur
heiðurseinleikari
ítölsku tónlistaraka-
demíunnar í Siena.
N’Kaoua hefur
haldið tónleika um
allan heim og leikur
hans hefur orðið til
Á fyrri hluta tónleikanna verður
Fyrri bókin af prelúdíum Debussy,
en þar er að fínna þekktar perlur
hans, s.s. Stúlkan með hörgula hár-
ið og Kirkjan á hafsbotni. Eftir hlé
leikur N’Kaoua eingöngu verk eftir
Ravel, fímm þætti undir samheit-
inu Miroirs, þar sem er m.a. að
fínna Sorgmædda fuglinn og dans-
inn Alborade del gracioso. Að lok-
um er á efnisskránni Gaspard de la
nuit eftir Ravael.
Æðstu verðlaun í Genf
Desire N’Kaoua er fæddur í Al-
sír og segir í kynningu, að strax í
bernsku hafi óvenjulegir tónlistar-
hæfíleikar hans komið í ljós. Átján
ára gamall vann hann fyrstu verð-
laun í samkeppni frönsku tónlist-
arakademíunnar og fékk á sama
tíma boð um að leika einleik með
Fílharmoníuhljómsveitinni í
Berlín. Hann hlaut á þessum áram
æðstu verðlaun í alþjóðlegu pí-
þess að hann hefur margsinnis
verið einleikari með Berlínarfíl-
harmoníunni og fílharmoníu-
hljómsveitum Varsjár, Prag, Búd-
apest, Aþenu, Rómar, Parísar og
Sviss Romande. Árið 1989 hélt
hann sína þúsundustu tónleika, en
auk mikils tónleikahalds kennir
hann við tónlistarháskólann í Ver-
sölum og heldur námskeið víðs-
vegar innan og utan Frakklands.
Hann hefur leikið inn á fjölda
geislaplatna, s.s. verk eftir
Debussy, Chabrier og öll verk Ra-
vels. Desire N’Kaoua var nemandi
Margaret Long, sem var einn af
síðustu nemendum Ravels, „og
segja má að N’Kaoua sé í hópi ör-
fárra bestu Ravel-túlkenda í
heiminum í dag,“ svo vitnað sé í
ummæli franskra blaða.
Tónleikar þessir era samvinnu-
verkefni Kópavogsbæjar og
franska sendiráðsins. Verð að-
göngumiða er 1.000 kr.
Morgunblaðið/Kristinn
GUÐRIJN María Finnbogadóttir og Finnur Bjarnason kotna fram,
ásamt Jónasi Ingimundarsyni á tónleikum Styrktarfélags íslensku óp-
erunnar á þriðjudagskvöld.
Jönköping
LEIKRIT Odds Bjömssonar, Jóð-
líf, var frumsýnt í Jönköping í Sví-
þjóð 25. janúar sl. Leikstjóri og
þýðandi verksins er Jakob S. Jóns-
son og er þetta í fyrsta sinn sem
leikritið er fært
upp í Svíþjóð.
Jóðlíf eftir Odd
Björnsson lýsir
hugrenningum
tvíburasystra í
móðurkviði. Leik-
ritið Leikstjórinn
Jakob S. Jónsson
býr og starfar í
Svíþjóð og hefur
áður stýrt leik-
ritauppfærslum í
Norrahammar,
Eksjö og Nássjö
en þar setti hann
á svið barnasöng-
leik eftir sjálfan
sig.
Það er Vetter
leikhúsið í Jönk-
öbing sem stend-
ur að uppfærsl-
unni á Jóðlífi.
Með hlutverkin tvö fara sænsku
leikkonumar Lisa Mattsson og
Angelica Strömback. Uppfærslan
hefur fengið jákvæða umfjöllun í
dagblöðum staðarins. Gunnar And-
ersson skrifar um Jóðlíf í Jönk-
öbings-Posten þar sem hann segir
m.a. að verk Odds minni helst á
Beðið eftir Godot eftir Samuel
Beckett forvígismann absúrdleik-
hússins. Verkið lýsi vel hversu að-
þrengd manneskjan geti verið af til-
veru sinni. Þeimi tilveru sem
Beckett líkti við tilgangslaust ferða-
lag lýsi Oddur sem fangelsi kyrr-
stöðunnar. Gunnar hrósar Jakob S.
Jónssyni fyrir meðvitaða notkun
móskulegrar lýsingar og jafnrar
hrynjandi sem hann segir að skapi
sterka tilfínningu fyrir aðstæðum.
Oddur
Björnsson
Jakob S.
Jónsson
Forsetinn, dóttir hans og
mannræningi hennar
ERLEIVDAR
BÆKUR
Jack Higgins: Dóttir forsetans
„The President’s Daughter".
Berkeley International Edition
1998. 304 síður.
JACK Higgins hefur verið
lengi að og skrifað hátt í 30
spennubækur á sínum ferli. Hann
er vel kynntur hér á landi en
margar bækur hans hafa verið
þýddar á íslensku. Líklega er
Óminn er sestur eða „The Eagle
Has Landed" þekktust þeirra en
hún var kvikmynduð og naut
myndin mikilla vinsælda. Nýjasta
sagan hans, sem nýlega kom út í
vasabroti, heitir Dóttir forsetans
og er ekta Higginsbók, gerist um
heim allan, fjallar um mannrán og
hryðjuverkamenn, laundóttur for-
seta Bandaríkjanna, kalda leyni-
þjónustukalla og ótrúleg plön til
þess að koma af stað stríði fyrir
botni Miðjarðarhafsins. Higgins-
formúlan er söm við sig og líklega
ekki farin að gefa sig ef marka má
vinsældir hans almennt og þess-
arar bókar sérstaklega. Hún er
þó varla uppá marga fiska lengur.
Að gera langa sögu stutta
Eins og sjá má á sumum bóka
hans er Higgins fæddur í Belfast
á Norður-írlandi og ólst hann þar
upp til 12 ára aldurs og kynntist
vel þeim átökum sem þar hafa
geisað alla öldina. Hann hætti í
skóla fimmtán ára og gekk síðar í
herinn og var m.a. í Austur-
Þýskalandi í Kalda stríðinu. Hann
vann við ýmis störf eftir það en
skráði sig í háskóla 27 ára gamall
og lauk prófum í félagsfræði og
félagssálfræði og hagfræði ef
marka má æviágrip hans.
Higgins er ekld að tvínóna við
hlutina í nýjustu spennusögunni
heldur dembir sér beint í slaginn;
á íyrstu 30 síðunum eða svo gerast
atburðir sem nægt gætu öðrum í
ritsafn. Bandaríski rfldsbubbinn
Jack Cazalet hættir í háskóla árið
1969 og gerist hermaður í Ví-
etnamstríðinu, vinnur þar mörg
frægðarverk og ógurleg, kynnist
verðandi greifynju, á í brennheitu
ástarævintýri en skammvinnu,
kemur margheiðraður heim úr
stríðinu, snýr sér að pólitík, gerist
þingmaður, hittir aftur ástina sína
sem orðin er greiíynja í Frakk-
landi, kemst að því að hann á dótt-
ur með henni, hún deyr, greifinn
deyr, Cazalet verður forseti og
dótturinni er rænt.
Og sagan er ekki einu sinni
byrjuð. Atvikin haga því svo til að
fyrrverandi írskur hryðjuverka-
maður sem orðinn er góðmenni
mikið stjórnar leitinni að dóttur-
inni en hryðjuverkasamtök gyð-
inga hafa rænt henni og gengur
forsprakki þeirra með svartan
hött um höfuðið svo hann þekkist
ekki. Á að knýja forsetann til þess
að skrifa undir plön um árásir á
nokkur arabaríki, ef hann gerir
það ekki deyr stúlkan. Berst nú
leikurinn um víðan völl, til Banda-
ríkjanna og Irlands og London og
Parísar og eyjunnar Korfú í elt-
ingarleiknum við hryðjuverka-
mennina og er engum eirt til þess
að réttlætið megi ná fram að
ganga.
Eins og að drekka vatn
Higgins skrifar svona formúlu-
sögu eins og að drekka vatn og
gerir hana viðlíka bragðmikla.
Hver einasta persóna er klisja, allt
frá írska hryðjuverkamanninum
sem snúið hefur til betri vegar til
hinna bráðgáfuðu aðstoðarmanna
forsetans til snillinganna í bresku
leyniþjónustunni. Þessir menn eru
óbrigðulir og það gerist ekkert í
allri sögunni, aldrei nokkumtím-
ann, sem þeii’ ekki ráða við með
litla fingri. Þeir geta snúið á aum-
ingja hryðjuverkamanninn hvað
eftir annað og hver og einn sem er
í ráði með honum opnar sig fyrir
þeim án minnstu erílðleika. Góðu
kallamir þurfa ekki að hafa fyrir
neinu því þá þyrfti Higgins að hafa
íyrir hlutunum líka og hann nenn-
ir því hreinlega ekki lengur. Betra
að láta hlutina ganga upp vand-
ræðalaust en að fara að leggja á
sig einhver leiðindi.
Eina skiptið sem sagan verður
skemmtileg eða í það minnsta at-
hyglisverð er þegar gamall kunn-
ingi sprettur óvænt fram en það
er Liam Devlin, sem áður var í
Örninn er sestur. Orðinn gamall
en keikur vel og spaugilegur og
hefur ennþá hlutverki að gegna í
heimsmálunum.
En annars er hér á ferðinni
dæmigerð fonnúluafþreying, lík-
lega aðeins fýrii' hörðustu aðdá-
endur Jack Higgins.
Arnaldur Indriðason
I
í