Morgunblaðið - 08.03.1998, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.03.1998, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 17 Listaklúbbur Leikhúskjallarans Yndisleg umgjörð um þögnina DAGSKRÁ Listaklúbbsins á mánu- dag kl. 20.30, er tileinkuð tónlistar- mönnunum Mauricio Kagel og John Cage. Slagverksleikararnir Eggert Pálsson, Pétur Grétarsson og Steef von Oosterhout ásamt píanóleikaran- um Snorra Sigfúsi Birgissyni eru flytjendur á tónleikunum. Fyrir hlé verða flutt sex slag- verksdúó fyrir tvo slagverksleikara úr útvarpsfantasíunni Rrrr.... eftir Mauricio Kagel. Utvarpsfantasían er í heild sinni 41 verk sem öll bera titil sem byrjar á stafnum r. Pættirnir sem leiknir verða eru railroad drama, ranz des vaches, rigaudon, rim shot, ruff, rutscher. Síðari hluti tónleikanna er svo til- einkaður John Cage. I fréttatilkynningu segir að Cage hafi ávallt verið í fremstu röð þeirra sem fundu nýja fleti á tónleikaform- inu, bæði í tónlistinni sjálfri og fram- setningu hennar. Tónlist hans hafí ávallt verið ögrandi, jafnt fyrir flytj- endur og áheyrendur, en umfram allt búi hún yfír því sem sameinar alla góða tónlist: Yndislegri umgjörð um þögnina. ------♦-♦-♦----- Nýjar bækur • PASSÍUSÁLMAR Hallgríms Pét- urssonar með teikningum eftir Bar- böru Arnason og formála Sigur- bjarnar Einarssonar biskups er komin út í annað sinn, en þessi út- gáfa kom fyrst út hjá Menningar- sjóði árið 1960. í formála segir Sigurbjörn Ein- arsson biskup m.a.: „Það er fyrsta passía í mynclum, sem vér höfum eignazt, en hitt er þó meira, að hún er gerð af frábærri list. Myndir frú Bar- böru munu jafnan taldar meðal merkustu tíðinda á ferli Passíu- sálmanna.“ í þessari útgáfu er texti sálmanna búinn til prentun- ar að nýju, enda er opinber staf- setning og grein- armerkjasetning önnur nú en við fyrri útgáfu í fáeinum atriðum, og viðhorf til útgáfu verka frá fyrri öld- um hefur breyst nokkuð frá því sem þá var tíðast. Mörður Árnason ann- aðist endurútgáfu textans sem mið- ast við eiginhandarrit höfundar, og ritar stuttan eftirmála. Hin nýja út- gáfa sálmanna teist hin 84. á ís- lensku, en þeir komu sem kunnugt er fyrst út á Hólum árið 1666. Utgefandi er Mál og menning. Bókin er í stóru broti og fæst í svörtu og hvitu bandi. Viðmiðunar- verð kr. 3.980. ---------------- Höfuðlausn í Múlanum HLJÓMSVEITIN Höfuðlausn held- ur tónleika í Múlanum í Sóloni Is- landusi, sunnudaginn 8. mars kl. 21. Hijómsveitma skipa m.a. Óskar Guð- jónsson, saxafón; Egill B. Hreinsson, píanó; Tómas R. Einarsson, bassi og Matthias M.D. Hemstock, trommur. Á efnisskrá eru útsetningar Egils á alkunnum íslenskum þjóðlögum og sönglögum eftir þekkt íslensk tón- skáld, s.s. Pál ísólfsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Ásgeirsson og Emil Thoroddsen. Auk þess hefur hljóm- sveitin meðferðis frumsamið efni og „sígrænar perlur í bland“. Aður en Höfuðlausn hefur leikinn munu nemendur úr FIH leika nokk- ur lög. Barbara Árnason Hallgrímur Pétursson LISTIR --/---- Morgunblaðið/Þorkell EGGERT Pálsson, Pétur Grétarsson, Steef Von Oosterhout og Snorri Sigfus Birgisson æfa tónlist Cage og Kagel. Minningar s j óður mn oi afíu Jónsdóttur Stjórn Minningarsjóös um Ólafíu Jónsdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóönum. Sjóðurinn er stofnaður tii styrktar rannsóknum í þógu geðsjúkra. Umsóknir um styrk úr sjóðnum, ósamt ítarlegum upplýsingum um umsœkjandann og vœntanlegt verkefni, ber að senda til stjórnar sjóðsins, ó skrifstofu Geðverndarfélgas íslands. Opið kl, 10-12 f.h. Umsóknarfrestur er tii 1. apríi nk. — Stórsýning um helgina IMISSAIM Ótrúlegt rýrni Fullkomid öryggi og nýtt og hagstœtt verd PRIMERA i 1.495.000.- Gefum Primera gaum - strax í dag. Að auki bjódum i>i<) þenncnt spcnnandi aukalilutapakka á hólfvirði eðd Utvarp/geislaspilari. Álfelgur. Fjarstýrðar hurðarlæsingar. Vetrardekk. Mottur. Helgason hf, S(FV«rhöf<)(i 2 Simi 526 8000 NISSAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.