Morgunblaðið - 08.03.1998, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Skýra þarf
betur hver á
og hver má
ALLS hafa verið lögð fram níu
lagafrumvörp á undanfomum
árum um hálendið og nýtingu auð-
linda í jörðu sem oft eru á svo-
nefndum eigendalausum svæðum.
Hæstiréttur íslands taldi árið 1981
að eðlilegt að setja lög um þessi
efni en af því hefur ekki orðið. En
hvað er það sem rekur á eftir því
að setja verður ný lög?
„Menn verða að vita
hver á að stjóma og
hvar,“ segir Þorgeir
Örlygsson, prófessor í
lögfræði við Háskóla
íslands. „Það em eyð-
ur og óvissa í gildandi
lögum og þarf að taka
ákvörðun um það hver
á að veita byggingar-
leyfí, hver á að stað-
festa skipulag, hver fer
með lögreglustjóm og
þess háttar. Þótt það
væri ekki annað en
þessi óvissa væri nauð-
synlegt að setja ný lög.
Síðan er það óvissan
um eignarhaldið á
landinu með gögnum og gæðum
sem því fylgja. Bændur sem hafa
upprekstrarrétt á afréttum hafa
reist sér gangnamannakofa til að
geta sofið í og verið með hesta yfir
nótt í smalamennskunni. Það er
hluti af eðlilegri nýtingu í tengslum
við upprekstrarréttinn. Formið á
þessum réttindum getur verið
mjög mismunandi, það er hægt að
eiga landið með öllum gögnum og
gæðum eða eingöngu upprekstrar-
réttinn en menn verða að geta nýtt
hann og reisa sér því afdrep.
Síðan fara menn að byggja
skíðaskála eða ferðafélög sæluhús.
Er þá um jafn eðlilega nýtingu að
ræða? Má t.d. upprekstrarfélag
veita skíðafélagi eða ferðafélagi
slíkan rétt? Þetta em dæmi um
óljós tilvik og ólíka hagsmuni þar
sem deila má um túlkunina á hefð-
bundnum nýtingarréttindum þeg-
ar atvinnuhættir og lífshættir hafa
breyst. Þarna er þörf á að kveða
skýrt á um það hver á og hver
má.“
Réttarhefðir um náttúruauðlind-
ir era með ýmsum hætti. „Danir
hafa byggt mikið á þeirri hefð að
það sem enginn eigi sé í eigu kon-
ungs og þá ríkisins eftir að kon-
ungsvaldið var skert. Þeir settu
fyrr á þessari öld lög um eignarrétt
ríkisins á auðlindum í jörðu,“ segir
Þorgeir.
Víða er greitt fyrir nýtingu auð-
linda og miklir fjárhagslegir hags-
munir geta verið í húfi. Neftia má
að í Bandaríkjunum era vatns- og
fiskveiðiréttindi í opinberri eigu;
einstaklingar greiða afar lágt gjald
fyrir að mega nýta réttinn.
Gátu ekki sannað eignarrétt
Greitt er m.a. fyrir vikumám og
kísilgúmám hér á landi en mest
beinist athyglin að orkuvinnslu,
vatnsafli og jarðhita. í fyrra féll
dómur í hæstarétti þar sem úr-
skurðað var að þrír hreppar á
Norðurlandi fengju ekki bætur fyr-
ir skerðingu á afréttunum á Ey-
vindarstaðaheiði og Auðkúluheiði
vegna Blönduvirkjunar. Um var að
ræða röskar 90 milljónir króna en
íbúar eru aðeins nokkur hundrað
alls í hreppunum.
„Hreppunum tókst ekki að
sanna eignarhald sitt á afréttunum
og þá er það spumingin hvert féð
rennur. Það gæti orðið til ríkisins,“
segir Þorgeir.
Hann telur vafasamt að niður-
staðan hafi mikið fordæmisgildi,
aðstæður í hveiju tilviki séu svo
ólíkar. „Skoða verður hvert tilvik
því að menn nota mismunandi
heimildir á hverjum stað í rök-
semdafærslunni."
Þorgeir segir Ijóst að ef greitt
verði fyrir nýtingu vatnsorku í
fljóti á hálendinu skiptist tekjumar
á milli þeirra sem eiga land að
ánni. Um þetta séu
ákvæði vatnalaga skýr
og tilgreindar reikni-
reglur. Innan fárra ára
munu taka gildi reglur
um frjálsan markað í
orkumálum á Evr-
ópska efnahagssvæð-
inu. Segir Þorgeir að-
spurður að ekki sé úti-
lokað að reglumar geti
haft bein áhrif á laga-
setningu hér vegna að-
ildar okkar að svæðinu,
geti stýrt lagasetning-
unni.
Tillit til umhverfisins
Mjög hefur verið
rætt um áhrifin á nátt-
úrana og að tryggja þurfi að ekki
sé farið offari við nýtingu auðlinda
á hálendinu. Sumir ganga svo langt
að segja að nóg sé búið að gera,
leggja beri öll áform um frekari
vatnsaflsvirkjanir þar á hilluna. Á
þingi hafa stjómarandstæðingar
lagt áherslu á að ákvæði séu um
umhverfismat í nýjum lögum um
virkjanir. Þorgeir telur að lög sem
sett hafa verið um umhverfismat
nægi.
„Sé ekkert minnst á þessi mál í
framvarpi stjómarinnar merkir
það einfaldlega að umhverfislögin
gilda og hægðarleikur að láta þau
tryggja að vel sé staðið að málum.
En auðvitað er hægt að hafa
ákvæði í umhverfislögunum sjálf-
um og ákveða þar forgangsröðina.
Ný lög um auðlindanýtingu yrðu
þá túlkuð til samræmis við um-
hverfislögin.“
Réttur inn að jarðarmiðju?
Ekki er kveðið á um það í gild-
andi lögum hve langt niður nýting-
arréttur eigi að ná.
„Þetta er með ýmsum hætti og
ólíkt milli landa. ísraelskir lög-
fræðingar hafa sagt mér að þar
merki eignarréttur á landi rétt til
orkulinda að miðju jarðar. Þetta
hefur lengi verið svo í mörgum öðr-
um ríkjum en hér á landi hefur
ekki verið stuðst við neina fasta,
ákveðna reglu um þessi mál. Miðað
hefur verið við að landeigandi geti
ráðstafað til annarra eða nýtt sjálf-
ur auðlindimar með þeim tak-
mörkunum sem leiða af löggjöf á
hveijum tíma.
Landeigendur hafa nú leyfi til að
nýta þessar auðlindir án þess að
greiða ríkinu afgjald fyrir þær. Það
er hins vegar hugsanlegt að löggjaf-
inn geti sett einhveijar reglur um að
landeigendur skuli almennt gjalda
fyrir slík afnot. En ég treysti mér
ekki til að skera úr um það á þessari
stundu hvort það stæðist stjómar-
skrárákvæðin um einkaeign.
Niðurstaðan gæti orðið mismun-
andi. Ef maður er byrjaður að nýta
auðlindina, búinn að fjárfesta í
tækjum og búnaði og hefur þegar
sannanlega hagnast á henni má
velta því fyrir sér hvort aðstaða
hans sé önnur en þess sem á fram-
tíðarvon um hagnað. Hvort sá sem
er byrjaður eigi meiri rétt á bótum
ef eign hans er skert með einhveij-
um hætti, gjaldtöku eða öðru.
Þarna er um ákveðið sanngimis-
sjónarmið að ræða.“
JQh jL
HLi r^'L " ikK. / v"
*>V' ’l ' Bk \ J Jm
MJl /M\ W f 9i /y f/fy
^ T1 'sMirX ffjf 1
k j^aLiíl
\ j ‘dt /I yí 1
fr' Y
f /
Fjárvon
í auðninni
Enn er mikið af háhita og vatnsafli á ís-
landi sem hægt væri að virkja, jafnvel þótt
tekið væri tillit til róttækra umhverfis-
---------------------7-------------------
verndarsjónarmiða. Qsnortið viðernið er
einnig mikils virði fyrir ferðaþjónustuna og
spyrja má hvort auðnirnar hafí ekki þar að
auki tilfinningalegt gildi sem aldrei verði
metið í krónum og aurum. Akvæði laga um
eignarrétt á auðlindunum eru óljós, sama
er að segja um stjórnsýslu en nú stendur
til að bæta úr því með nýjum lögum. Mörg-
um fínnst eðlilegt að litið sé á ónýttu ork-
una sem sameign þjóðarinnar og greiða
beri fyrir afnotin. Anna G. Ólafsdóttir og
Kristján Jónsson ræddu við sérfræðinga
og hagsmunaaðila um þessi mál.
LANDSVIRKJUN reisti
virkjun við Búrfell fyrir
nokkram áratugum og lagði
ríkið fram virkjanaréttinn sem
hluta af stofnfé þegar fyrirtækið
var stofnað. Hugmyndin um að
Landsvirkjun greiddi sérstaklega
fyrir afnotin var ekki rædd, flest-
um hefur líklega fundist óþarft að
velta slíku fyrir sér. Landeigendur
við Kröflu vildu fá greitt fyrir af-
notin af jarðhitanum. Sátt náðist
um að byggðin í Reykjahlíð fengi
ókeypis heitt vatn en deilan um
eignarréttinn á háhitanum var í
reynd ekki útkljáð.
Á einhver orkuna í vatnsföllum
og jörðu? Jarðnæði var skipt með
landnáminu og síðan hafa hefðir
um afnotarétt á hlunnindum
óbyggða, einkum vegna fjárrekst-
urs, verið látnar ráða. En á 20. öld
hafa nýir hagsmunir breytt stöðu
mála. Vatnsorkan var beisluð og
jarðhiti nýttur, víðast lághiti til
húshitunar. Miklir fjármunir geta
verið í húfi fyrir fámenn sveitarfé-
lög og einstaklinga, hvort sem rætt
er um greiðslur fyrir afnot eða
bætur. Sameiginlegur þáttur f
lagafrumvörpum sem lögð hafa
verið fram er ákvæði um að há-
lendið skuli vera ríkiseign en deilt
er um eignarréttinn á auðlindun-
um.
Þjóðin eða ríkið
Prófessor Þorgeir Örlygsson
velti því fyrir sér hvaða skilning
bæri að leggja í orðalagið „sameign
þjóðarinnar" í fiskveiðistjómunar-
lögum á málþingi Sjávarútvegs-
stofnunar undir yfirskriftinni
„Hver á kvótann?-Hver á að
eiga’nn" sl. haust. Þorgeir kom inn
á hugtakið eignarréttindi. Hann
tók fram að í stuttu máli væra sam-
eiginleg einkenni eignarréttinda að
aðilaskipti gætu orðið á þeim og að
þau væri hægt að meta til fjár á
peningalegum mælikvarða.
Hann velti í því sambandi fyrir
sér merkingu þeirra orða í lögum
um friðun Þingvalla að hið friðlýsta
svæði þjóðgarðsins skuli vera und-
ir vemd Alþingis og ævinlega eign
íslensku þjóðarinnar. Landsvæðið
megi aldrei selja eða veðsetja.
„Hvað felst í þessum „eignarrétti"
og hvemig beitir þjóðin þeim
„eignarrétti“?“ spurði Þorgeir.
Hins vegar telur hann ekki úti-
lokað og varpar því fram til um-
hugsunar að réttarstaðan hefði get-
að verið önnur, ef með lögum hefði
verið lýst yfir eignarrétti íslenska
ríkisins að umræddum hafsvæðum
og þeim nytjastofnum, sem þar er
að finna, því íslenska ríkið geti verið
aðili að einstaklingseignarréttind-
um. Neftid vora nokkur dæmi, þ.á
m. ákvæði í þjóðlendnafrumvarpinu
sem nú hefur verið lagt fram.
í niðurlagi sagði Þorgeir að yfir-
lýsing laganna um að nytjastofnar
Islandsmiða væru sameign þjóðar-
innar væri villandi, ef með henni
væri verið að gefa til kynna hefð-
bundinn einstaklingseignarrétt
þjóðarinnar með einhveijum hætti.
Fiskistofnar á íslandsmiðum og
hafsvæðin umhverfis landið væra
verðmæti, sem ekki gætu verið
undirorpin einstaklingseignarrétti
nokkurs manns.
Þá verði heldur ekki talið, að ís-
lenska þjóðin eða þjóðarheildin án
nánari afmörkunar gæti verið eig-
andi í lögfræðilegri merkingu hug-
taksins, hvorki þessara réttinda né
annarra, því að þjóðin sem slík
hefði engar heimildir sem almennt
fælust í eignan-étti.