Morgunblaðið - 08.03.1998, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.03.1998, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ s AVEGUM Náttúruvemdar ríkisins hefur verið unnið að tillögu að um- sögn um þingsályktunartillögu Hjör- leifs Guttormssonar um þjóðgarða á hálendinu og verður tillagan gerð opinber eft- ir stjórnarfund á mánudag. Heimildir Morgunblaðsins herma að í til- lögunni sé lýst yfir ánægju með meginmark- mið frumvarpsins um vemdun hálendisins. Um leið sé vakin athygli á því að tæknileg vandkvæði gætu falist í því að ganga jafnlangt í einu skrefi. Enn séu t.a.m. jarðir í einkaeign inni á svæðunum. Hugsanlegt væri að ganga skemmra í fyrstu, t.d. með því að lýsa yfir friðlöndum. Friðlönd eru valin með tilliti til sérstaks landslags, gróðurfars eða dýralífs. Almennt segir í skilgreiningu náttúruvemdar- laga á friðlandi að ekki megi með raski á nátt- úrufari eða mannvirkjagerð spilla svip land- svæðisins. Annars er gert ráð fyrir að nánar sé kveðið á um að hve miklu leyti fram- kvæmdir séu takmarkaðar, umferð og um- ferðarrétt almennings og notkun veiðiréttar í sjálfri friðlýsingunni. Með friðlýsingunni megi fylgja fyrirmæli um nauðsynlegar aðgerðir til þess að almenningur njóti svæðisins, s.s. um lagningu göngustíga, girðingar og þess háttar. Þjóðgarðar era ekki aðeins valdir með tilliti til sérstæðs landslags, gróðurfars eða dýra- lífs. Söguleg helgi getur valdið því að ástæða sé talin til að varðveita ákveðið landsvæði með náttúrufari sínu. Náttúravemdarlög gera al- mennt ráð fyrir því að þjóðgarðar séu ríkis- eign og aðgangur almennings að þjóðgörðum sé leyfður eftir tilteknum reglum. Lýst yfir friðlandi í byrjun Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur og formaður Hins íslenska náttúrafræðifélags, tók fram að stjóm félagsins hefði ekki fjallað sérstaklega um þingsályktunartillögu Hjör- leifs. „Innan stjómar félagsins hefur hins veg- ar ríkt sú skoðun að enn skorti nægilegar upplýsingar um hálendið til að hægt væri að taka ákvörðun um stofnun þjóðgarða með rökstuddu móti. Eðlilegra væri að byrja á því að lýsa yfir friðlandi á hálendinu öllu. Efla bæri rannsóknir og á grandvelli niðurstaðna ítarlegra rannsókna að afmarka ákveðna nátt- úravætti. Stofnun þjóðgarða gæti komið í kjölfarið og orðið lokaskrefið til náttúravemd- ar,“ sagði hann. Hann tók fram að rekstrarleg vandkvæði kæmu upp í hugann í tengslum við hugmynd Hjörleifs. „Ef jöklarnir verða látnir afmarka kjarnann og aðeins lítil ræma verður í kring er hætt við að erfítt yrði t.d. að reisa þjón- ustumiðstöð í þjóðgarðinum. Illfærar jökulár gætu skapað hættu og gert landvörðum og ferðamönnum erfitt um vik að færa sig á milli svæða innan þjóðgarðsins," sagði Frey- steinn og lagði að lokum áherslu á að megin- markmið þingsályktunartillögunnar um við- eigandi vemdun miðhálendisins væri já- kvætt. Einn þjóðgarður á hálendinu Dr. Hilmar J. Malmquist, í stjóm Náttúra- vemdarsamtaka íslands, sagði samtökin ein- dregið fagna þingsályktunartillögu Hjörleifs Guttormssonar. Tillagan væri mikilsvert og þarft framlag til umræðunnar um vemdun og nýtingu miðhálendis íslands. Langt gengið í einu skrefí SKIPTAR skoðanir era á því á meðal ferðaþjónustuaðila hvort hætta sé á að stofnun þjóð- garða valdi því að óeðlilegar hömlur verði lagðar á notkun ökutækja á jöklum. „Miðhálendi íslands er stærsta ósnortna víðemi sem eftir er í Evrópu og óvíða, ef nokkurs staðar, er að finna jafnsérstætt sam- spil elds, íss og öræfakyrrðar. Svo fágæta auðlind ber tvímælalaust að nýta og umgang- ast af mikilli varfærni og með vemdun að leið- arljósi. Samtökin taka undir með Hjörleifi Guttormssyni um að ákvæði þjóðgarðalaga eigi best við um miðhálendið. Þannig er best tryggt að hvers konar mannvírkjagerð - sem á að heyra til undantekninga á svæðinu - lúti ströngustu kröfum um náttúru- og umhverfis- vemd,“ sagði hann. Hann' tók fram að samtökin teldu að ganga bæri skrefi lengra en tillaga Hjörleifs gerði ráð fyrir. Nauðsynlegt væri að líta á svæðið sem eina heild og gera allt að þjóðgarði. „Ann- ars er hætt við að heildarásýnd þessara víð- erna raskist og að dýrmæt náttúraauðæfi spillist.“ Tengsl við þjóðlendnafrumvarp Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, sagði að ferðamálaráð myndi fjalla um þingsályktunina undir lok mars. Um leið minnti hann á efnis- leg tengsl þingsályktunarinnar við ályktun ferðamálaráðstefnu fyrir nokkrum áram. „Sú ályktun felur í sér að kannað verði hvort besta leiðin til að tryggja vemdun og aðgang ferða- manna að hálendinu felist í því að gera allt há- lendið að einum þjóðgarði. Nú hefur þingmaður sett fram tillögu um fjóra þjóðgarða á hálendinu. Við því er varla annað að segja en að ferðaþjónustan hlýtur ætíð að fagna því að stefnt sé að stofnun vemdarsvæðis, friðlanda eða þjóðgarða enda hljóti markmiðið að vera að varðveita auðlind- ina okkur og komandi kynslóðum til ánægju," sagði hann. Hann minntist á þjóðlendnafrumvarpið. Stjórn ferðamálaráðs hefði fjallað um frum- varpið og teldi grandvallarmarkmiðið um að einskismannslandið á hálendinu yrði ríkiseign mjög til bóta. „Hins vegar telur stjórnin tvennt í frumvarpinu geta falið í sér hindrun fyrir ferðaþjónustuna. Annars vegar ansi op- in heimild til gjaldtöku vegna afnota af auð- lindum og hins vegar að stjómsýslan á há- lendinu skuli að hluta til vera í höndum aðliggjandi sveitarfélaga. Um leið fengju sveitarstjórnirnar gjaldtökuheimild á svæð- um í ríkiseign,“ sagði hann og tók fram að stjórnin teldi óeðlilegt að almannaeign væri að hluta til undir forræði sveitarfélaga. Mun eðlilegra væri að forræðið lægi alfarið hjá forsætisráðherra. Magnús sagði að stofnun þjóðgarða gæti falið í sér bæði kosti og galla fyrir ferðaþjón- ustuna. „Kostirnir felast fyrst og fremst í því að gengið yrði að því vísu að verið væri að vernda landsvæði í því skyni að almenn- ingur hefði aðgang að ósnortnu svæði með náttúrulega sérstöðu. Gallarnir geta aftur á móti falist í því að þeir sem fari með forræð- ið yfir þjóðgörðunum geti á einhvern hátt hneigst til þess að hindra umferð fólks, t.d. með því að verðleggja aðgang að landinu. Umræður hafa komið upp um hvort taka ætti gjald fyrir að koma inn í þjóðgarðana á Jökulsárgljúfrum og Skaftafelli. Hingað til hefur því sem betur fer verið hafnað," sagði hann og tók fram að til framtíðar væri ekki spurningin að kostirnir yfirgnæfðu gallana enda væri auðveldara að leiðrétta galla á borð við gjaldtöku en hugsanlegt rask í nátt- úrunni. Ekki gert ráð fyrir samráði Tryggvi Ámason, framkvæmdastjóri Jökla- ferða hf. á Höfn í Homafirði, hefur boðið upp á vélsleða- og snjóbílaferðir á Vatnajökli frá árinu 1985. Hann segist hlynntur verndun innan skynsamlegra marka. „Ég er hins vegar ekki hrifinn af því hvernig Hjörleifur hugsar sér að fara að. Hann gerir í framvarpinu ráð fyrir að Nátt- úruvemd ríkisins geri tillögur um umferð og nýtingu til umhverfisráðherra. Hvergi er minnst á samvinnu við landeigendur eða ferðaþjónustu. Endirinn yrði væntanlega sá sami og orðið hefur í öðram þjóðgörðum, t.d. Skaftafelli, þar sem umferð fólks hefur verið heft óeðlilega mikið. Undanfarin ár hefur verið reynt að útbúa reglugerðir til að banna umferð vélknúinna ökutækja á Öræfajökli. Maður skilur ekki tilganginn enda er ekki hægt að fara þangað upp nema nokkra daga á ári. Ekki verður heldur rask á náttúrunni því að snjórinn sér um að endurnýja sig og má burt grunn förin eftir tækin. Markmiðið virðist fyrst og fremst að útiloka aðra en göngu- og skíðafólk frá svæðinu," segir hann og tekur fram í þessu sambandi að ferða- þjónustan hafi enn ekki stofnað hagsmuna- samtök sem gætu tekið að sér að verja hags- muni greinarinnar gagnvart laga- og reglu- gerðarsetningum eins og t.d. þingsályktun- artillögu Hjörleifs um þjóðgarða, frumvarpi forsætisráðherra um þjóðlendur og frum- varpi til nýrra sveitarstjórnarlaga. Hann segist vona að hagsmunasamtökin verði stofnuð á árinu. Amgrímur Hermannson, eigandi ferða- skrifstofunnar Addís, starfaði í vinnunefnd á vegum samgönguráðuneytisins um ferðamál á hálendinu á síðasta ári. ,Akkilesarhæll nefnd- arinnar fólst í því hvað vald yfir hálendinu dreifist á mörg sveitarfélög samkvæmt nú- gildandi skipulagslögum. Ef fram fer sem horfir og stjórnsýsla allra aðliggjandi sveitar- félaga verður látin ganga alveg inn í landið verður ástandið enn verra og nánast skelfi- legt. Með framvarpi Hjörleifs myndi ástandið skána því með því skapaðist ákveðin heildar- sýn yfir svæðin fjögur,“ segir hann og fram kemur að nefndin hafi skilað ítarlegum tillög- um um samgöngur á hálendinu til samgöngu- ráðherra í desember á síðasta ári. Arngrímur, sem hefur staðið fyrir jeppa- ferðum á Langjökul, segist ekki óttast að óeðlilegar hömlur verði lagðar á akstur vél- knúinna ökutækja á jöklum innan þjóðgarð- anna. „Hver heilvita maður sér að ökutækin skapa ekkert rask í snjónum. Ferðirnar hafa skapað sér ákveðinn sess og verða ekki lagðar niður.“ SIGHVATUR Björgvinsson, formaður AJþýðuflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarps nokkurra stjórnarandstöðuþing- manna um virkjanir og annars um gjald fyrir nýtingu auðlinda í jörðu. Hann segir að mikilvægur munur sé á þessum frumvörpum og hugmyndunum á bak við þjóð- lendufrumvarp forsætisráðherra auk tillagna iðnaðarráðherra um auðlindanýtingu og félagsmála- ráðherra um stjórnsýslu á hálend- inu. Samkomulag virðist vera um að svonefnd eigendalaus svæði, þá er einkum átt við hálendið, verði eign ríkisins en stjómarliðar vilja að hefðbundinn nýtingarréttur land- eigenda verði skertur sem allra minnst og bætur komi fyrir eignar- nám á orkulindum. Segir Sighvatur að í framvörp- um ráðherranna sé allt of óljóst hvað beri að gera ef ágreiningur komi upp milli sveitarfélaga um nýtingu auðlinda. Ágreiningsefni geti orðið fjöl- mörg ef fara eigi þá leið að fram- lengja einfaldlega stjórnsýslumörk sveitarfélaga sem eiga land að há- lendinu og láta þau skipta svæðinu á milli sín. Siðferðilega geti það auk þess ekki verið verjandi að íbú- amir í þessum sveitarfélögum, um 4% þjóðarinnar, fái alla stjóm á 40% landsins. Oljóst sé hvað ríkis- stjómin ætli sér, hvort forsætisráðherra eigi að hafa endanlega ábyrgð eða umrædd sveitarfélög sem eru mjög fámenn. Hætta sé þar einnig mikil á hagsmunaárekstrum í slíku fámenni ef um mikla fjármuni sé að tefla. Takmörkun á eignar- rétti „Það er einkum þrjú mál sem greina okkar tillögur frá tillögum stjómarliða. í fyrsta lagi er það takmörkun á einkaeignarrétti. Ef við hugum að stjórnarfrumvarpinu um auð- lindir í jörðu segir þar að þær séu einkaeign þar sem það verði sann- að. Þama viljum við setja mörk, að eigandi að landi þar sem háhiti er nýttur með milligöngu hins op- inbera, eigi rétt á skaðabótum fyrir land- spjöll og óþægindi en ekki fyrir auðlindina sjálfa. Um þetta er mik- ið deilt enda gríðarlegir hagsmunir í húfi. Talið er að samanlagt sé nýt- anlegur háhiti og vatns- afl, sem ekki er búið að virkja, um 60-70 tetrawattstundir. Þetta svarar til raforkunotk- unar Dana eða hálfrar Lundúnaborgar. Verð- mætið gæti verið svipað og fiskimiðanna okkar. Við skilgreinum hvem þátt fyrir sig, teljum að hefðbundin jarðefni eins og möl séu einkaeign en þau sem kunni að finnast til viðbótar, s.s. olía eða gull, séu ríkiseign. Lághitinn er sem fyrr einkaeign samkvæmt okkar frumvarpi en all- ur háhiti, eins og notaður er í Kröflu, ríkiseign. Grannvatn á einkajörð er einkaeign. Það má því segja að það sem nú sé tahð ótví- rætt einkaeign verði það áfram samkvæmt okkar hugmyndum. Við erum ein um að flytja frum- varp um virkjunarrétt fallvatna og viljum að grundvallarreglan sé að rétturinn sé sameign þjóðarinnar. Einkaaðila sé þó heimilt að nýta fallvötn, sem eru á jörð hans, til eigin þarfa. í öðru lagi eru miklu strangari umhverfisverndarsjónarmið í okkar frumvörpum. Við viljum að umhverfismat fari fram áður en framkvæmdir hefjast þannig að ekki sé búið að gefa út leitarleyfi, rannsóknarleyfi og nýtingarleyfi áður en matið fer fram. Með þessu viljum við koma í veg fyrir að sú staða komi upp að aðili sé búinn að leggja út í kostnað áður en hann fái að vita hvort umhverf- issjónarmið hindri framkvæmd- ina. Þriðja atriðið er gjaldtakan. í stjómarfrumvörpunum er ein- göngu gert ráð fyrir því að forsæt- isráðherra eða iðnaðarráðheira, eftir því sem við á, sé heimilt að semja um nýtingu í þágu þjóðar- innar og ákveða gjald fyrir. Það eru engar reglur um málsmeðferð. Ekkert er kveðið á um að tryggja öllum jafnræði þannig að ráðherra geti ekki einfaldlega samið við einn aðila án þess að aðrir viti hvað sé í boði. Það eru engar reglur um það hvernig ráðherra eigi að hegða sér. Á hann að bjóða afnotin út? Þetta er opin heimild til að semja við hvem sem er um hvað sem er. Það eru heldur engar reglur í stjómarframvörpunum um hvað miða beri við þegar gjaldtakan sé ákveðin. Skilyrði um útboð í okkar frumvörpum eru máls- meðferðarreglur. Við gerum ráð fyrir því að kveðið sé á um minni háttar nýtingarrétt, eins og t.d. gjald fyrir kísiltöku í Mývatni, í lögum um aukatekjur ríkissjóðs. Þegar um meiri háttar nytjar sé að ræða sé skilyrði að útboð fari fram. Virkjanaleyfi fari í útboð. Við eram auk þess með viðmiðunar- reglur um að tilboðsgjafi sendi inn afmarkað tilboð um gjaldið sem hann vill greiða. Þá er hægt að bera saman tilboðin.“ Sighvatur bendir á að þegar virkjanaréttur verði kominn á op- inn Evrópumarkað muni fyrirtæki, erlend sem innlend, aðeins þurfa að uppfylla almenn skilyrði. „Ætla menn þá að afhenda virkjanarétt- inn fyrir ekki neitt?“ Onýtt orka gæti verið jafngildi fískimiðanna Sighvatur Björgvinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.