Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ þess að stjórnvöld beiti sér fyrir því að ---------------------_______—_______-—?■------- hinu alþjóðlega viðskiptabanni á Irak verði aflétt svo að Irakar fái á ný lifað „eðlilegu mannlífí“ eins og það er orðað. En hvernig skyldi „eðlilegt mannlíf ‘ í Irak vera? Jakob ----?--------—----------------------------- F. Asgeirsson lýsir blóði drifnum aðdrag- anda að valdaferli Saddams Husseins og þeirri ógnarstjórn sem ríkt hefur 1 landinu. HINN 17. janúar sl. var efnt til „borgarafundar" í Reykjavík gegn við- skiptabanni Sameinuðu þjóðanna á Irak undir kjörorðinu: „Hættið að drepa bömin okkar“. Hafður var til sýnis „daglegur mat- arskammtur sem ætlast er til að (írösk) fjölskylda nærist á sam- kvæmt núverandi framkvæmd við- skiptabannsins". Ábyrgðinni á af- leiðingum viðskiptabannsins meðal almennings í írak var þannig að öllu leyti varpað á Sameinuðu þjóð- imar, þótt staðreyndin sé sú að írösk stjómvöld hafí allt fram á síð- asta ár hafnað boði Sameinuðu þjóðanna um að fá að selja olíu gegn því að kaupa mat og lyf, en það boð hefur staðið frá því við- skiptabannið var sett á. Að loknum fundinum var gengin blysför að Al- þingishúsinu þar sem afhent var áskomn um að íslensk stjómvöld beittu sér fyrir því að viðskipta- banninu væri aflétt „svo írakar geti lifað eðlilegu mannlífi, mennt- að böm sín, hlynnt að sjúkum og stundað atvinnu", eins og það var orðað. Á hádegi þennan dag hringdu prestar þjóðkirlgunnar kirkjuklukkum til að hnykkja á þessari áskoran. En hvemig skyldi „eðlilegt mannlíf* hafa verið í írak áður en viðskiptabannið kom til sögunnar? Blóði drifín saga Eftir fyrri heimsstyrjöldina drógu^ Bretar landamæralínuna milli íraks og Jórdaníu og gerðu Hashmite ættina að konungsfjöl- skyldu í löndunum. Undir áhrifum Nassers Egyptalandsforseta steypti íraski herinn konungsfjöl- skyldunni í Bagdad í blóðugu valdaráni 1958. Konungsfjölskyld- an var umsvifalaust tekin af lífí. Eftirlætis aftökuaðferð hinna nýju valdhafa var að binda fómarlömb sín aftan í Land Rover jeppa og draga þau eftir götum Bagdad uns líf þeirra fjaraði út. Þetta urðu ör- lög forsætisráðherra landsins og krónprinsins. Sumir óvinir hinna nýju valdhafa sem hlotið höfðu sár í valdaráninu vora sóttir á sjúkra- húsin tii að murka mætti úr þeim lífið með þessum hætti. Breskir sendiráðsstarfsmenn vora reknir úr landi og bann var sett á ferðalög Vesturlandabúa til landsins. Hinir nýju valdhafar með Kassem forseta í broddi fylkingar nutu stuðnings kommúmsta en andstöðu Ba’ath-flokksins. Ári eftir valdarámð reyndi aftökusveit Ba’ath-manna að ráða Kassem af dögum, en mistókst. Foringi af- tökusveitarinnar var Saddam nokkur Hussein, en hann slapp lítt meiddur. Árið 1961 reyndi Kassem að innlima Kuwait í írak, en guggnaði þegar Bretar sendu her- sveitir á vettvang. Snemma árs 1963 gerðu Ba’ath-menn aðra til- raun til að steypa Kassem og kom til blóðugra átaka í Baghdad milli kommúnista og Ba’ath-flokksins. Ba’ath-menn höfðu betur og Kassem var tekinn af lífí og vora myndir af aftöku hans sýndar hvað eftir annað í sjónvarpinu. Nýju valdaræningjarnir gengu nú milli bols og höfuðs á kommún- istum sem vora einkum shítar. En í UR vopnabúri Saddams, m.a. SCUD-eldflaugar með anthraxsprengjuoddum og R-400 sprengjur fylltar sinn- epsgasi. Vopnaeftirlitsmenn hafa frá lokum Persaflóa- strfðsins fundið í írak og eytt: 30.000 efnavopnum; 690 tonnum af eitri í efnavopn; 48 eldflaugum; 60 fóstum skotpöllum fyrir Scud-eldflaugar; 30 sprengioddum fýr- ir efna- og sýklavopn; auk tækja í hundraðatali til notkunar við framleiðslu efnavopna. hneigðust valdhafamir til vinstri og vegur kommúnista óx mjög í landinu. Það varð til þess að Ba’ath-flokkurinn og bandalag hægri sinna og hófsamra samein- uðust um að ræna völdum - og 1968 settist ný ríkisstjórn í nafni þjóðarsamstöðu að völdum. En innan tveggja vikna vora öll völd í höndum Ba’ath-manna. Flestir nýju valdhafanna komu frá bænum Tikrit, rétt norður af Bagdad og margir komu úr sömu fjölskyldunni, þ.á m. Saddam Hussein al-Tikriti. Hinir nýju vald- hafar ákváðu að breyta nöfnum sínum og sleppa eftirnafninu „al- Tikriti“ til að dylja fjölskyldutengsl sín. Ba’ath-flokkurinn hefur verið við völd samfleytt frá 1968 og stjórn hans verið hin mesta ógnarstjóm. Ba’ath-menn hafa látið drepa með miklum hrottaskap alla hugsanlega andstæðinga, hvort sem það eru kommúnistar, Nasser-menn, Sýr- lands-sinnar, íslamskir bókstafs- trúarmenn eða þeirra eigin flokks- menn sem era með múður. Árið 1969 vora níu gyðingar hengdir op- inberlega í Bagdad og hið fámenna gyðingasamfélag í landinu hefur síðan reynt með öllum ráðum að komast úr landi. Margar valda- ránstilraunir hafa verið gerðar, en allar hafa mislukkast. Ba’ath-flokkurinn er veraldlega sinnaðm’, sósíalistaflokkur, að mestu skipaður sunni-aröbum frá Tikrit. Meirihluti Iraka er hins vegar shítar. Aðrir hópar í landinu era kommúnistar (sem flestir koma raunar úr röðum shíta), ýmsir hóp- ar vinstri manna og Nasser-sinna og Kúrdar. Viðvarandi ósætti er milli allra þessara hópa. Utanríkis- stefna Iraks undir stjóm Ba’ath- flokksins hefur einkennst af mikl- um fjandskap við ísrael og Banda- ríkin, stuðningi við palestínska hryðjuverkamenn og vopnakaup- um frá Sovétríkjunum, en 1972 skrifuðu ráðamenn Sovétríkjanna og fraks undir vináttusáttmála. Einræði Saddams Frá því Saddam komst einn til valda 1979 hefur hann ofsótt alla sem ógnað hafa veldi hans og tekið hugsanlega keppinauta miskunnar- laust af lífi, hvort sem er innan síns eigin flokks eða hersins. Kommún- istar og trúhneigðir shítar hafa verið ofsóttir og eiturgasi hefur verið beitt til að halda Kúrdum í skefjum. Jafnframt hefur nánast verið viðvarandi stríðsástand í landinu frá valdatöku Saddams. Stríðið við íran hófst 1980 með innrás íraks- hers í landið. Það stríð stóð sam- fleytt í átta ár. írak missti a.m.k. 150.000 manns, um 500.000 vora særðir og um 70.000 höfðu verið teknir til fanga. Talið er að um 600.000 íranir hafi fallið. Undir lok stríðsins beitti Saddam eiturgasi á óbreytta borgara í kúrdíska bæn- um Halabjah sem íranir höfðu náð á sitt vald og hátt á annað þúsund bama, kvenna og gamalmenna dó þar hryllilegum dauðdaga. í stríðinu við íran kom glögg- TARIQ Aziz ásamt lífverði a göngu i desember sl. við eina af for- setahöllunum í Bagdad. Frá lokum Persaflóastríðsins munu hafa verið reistar 48 nýjar „forsetahallir" í írak og munu þá vera a.m.k. 78 slíkar hallir í landinu til afnota fyrir Saddam og sveitir hans. Átta þeirra hafa verið algerlega lokaðar vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna. sama mund upphófst harðvítug valdabarátta innan Ba’ath-flokks- ins milli þeirra sem vora hallir undir Nasser og þeirra sem vora hliðhollir Sýrlendingum. Nasser- menn höfðu betur og Arif hers- höfðingi rændi völdum og bannaði Ba’ath-flokkinn. Arif lýsti því yfir að sameining íraks, Egyptalands og Sýrlands stæði fyrir dyram, en hætti við þær fyrirætlanir á síð- ustu stundu og hóf í staðinn mikla ofsóknarherferð gegn sínum fyrri félögum í hópi Nasser-manna! Ba’ath-flokkurinn nær völdum Árið 1966 fórst Arif í þyrluslysi, en bróðir hans, sem einnig var hershöfðingi, tók við völdum. Hann gerði tilraun til að leysa vandamál kúrdneska minnihlutans í landinu, en skapaði með því mikla úlfúð hjá þjóðernissinnum, þ.á m. Ba’ath- mönnum. Eftir sex daga stríðið LIF undir Saddam Félagasamtök og einstaklingar hafa krafíst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.