Morgunblaðið - 08.03.1998, Page 29

Morgunblaðið - 08.03.1998, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 29 Erindi um kynímyndir í íslenskum auglýsingum ELFA Ýr Gylfadóttir fjölmiðlafræð- ingur flytur þriðjudaginn 10. mars rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum undir yfirskriftinni: Kynímyndir í íslenskum auglýsingum. Auglýsingar í dagblöðum 1966-1996. Rabbið fer fram kl. 12-13 í stofu 201 í Odda og eru allir velkomnir. í rabbinu mun Elfa Ýr fjalla um fyrsta áfanga rannsóknar sinnar á ís- lenskum auglýsingum. Hún mun kynna tölulegar upplýsingar um karla og konur og sýna nokkrar dæmigerðar ímyndir. Sjá má breyt- ingar á framsetningu kvenna og karla á þessu 30 ára tímabili þar sem konur eru í auknum mæli kynferðisleg við- fóng. Elfa Ýr mun einnig fjalla um mismunandi framsetningu á kvenlík- amanum og karllíkamanum í auglýs- ingum og reifa nokkrar kenningar um efnið, segir í fréttatílkynningu. Elfa Yr er með BA-próf í almennri bókmenntafræði og lauk hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla íslands. Hún er með meistarapróf í fjölmiðla- og ímyndarfræði frá University of Kent at Canterbury og stundar nú rann- sóknir við Duke University í Banda- ríkjunum. Elfa Ýr hefur hlotið styrk úr Vísindasjóði til að vinna að rann- sókn á kynímyndum í íslenskum dagblöðum og sjónvarpi frá árinu 1966-1996. ------♦-♦-♦----- Umönnun og ræktun til- fínninga í upp- eldi barna SIGRÍÐUR D. Benediktsdóttir, sál- fræðingur, heldur fyrirlestur um mikilvægi umönnunai' og ræktun til- finninga í uppeldi barna þriðjudag- inn 10. mai's kl. 20. í tilefni af Alþjóðlegum geðheil- brigðisdegi hinn 10. október sl. sem helgaður var málefnum barna með geðheilsuvanda var ákveðið af starfs- fólki Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans að bjóða upp á fræðslu til almennings tíunda hvers mánaðar í tíu skipti. Aðgangur að fræðslukvöldunum er ókeypis. Boðið er upp á kaffiveitingar. A. Karlsson hf. styrkir fræðslukvöldin. ---------------- BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarss o n Bridsfélag Suðurnesja RANDVER Ragnarsson og Pétur Júlíusson sigruðu í þriggja kvölda Butler-tvímenningi sem lauk sl. mánudagskvöld. Þeir hlutu 313 stíg en meðalskor var 285. Reynir Karisson, Bjöm Dúason og Ingimar Sumarliðason spiluðu í pari og urðu í öðru sæti með 309 stíg, Gunnar Guðbjömsson og Stefán Jóns- son þriðju með 307 og Jóhannes Sig- urðsson og Gísli Torfason fjórðu með 303. Næsta mánudagskvöld hefst fjög- urra kvölda hraðsveitakeppni. Spilað er í félagsheimilinu við Sandgerðis- veg kl. 19.45. Pakistanskar vörur Rýmingarsala v/flutnings Allt að 5(?%afsláttur Háholtl 14, Mosfellsbæ (annar elgandi, áður Karatchi, trmúla) Slmar 566 8280 og 566 6898 (á kvöldin). Sfðir leðurfrakkar st. S-XXXL, jakkar, koparstyttur, kínasiiki, ullarteppi frá Kasmír, reiðskálmar, útskornar gjafavörur. Opið vlrka daga frá kl. 13-18 Opið laugardag frá kl. 13-16 Verið velkomin. FRÉTTIR Alþjóðlegur bar- áttudagur kvenna ALÞJÓÐLEGUR baráttudagur kvenna er mánudaginn 9. mars og af því tilefni verður haldinn opinn fundur þann dag kl. 17 í Ráðhúsi Reykjavíkur. A fundinum flytja ávörp þær María S. Gunnarsdóttir, MFÍK, Jóhanna Eyjólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri íslandsdeildar Am- nesty International, sem fjallar um mannréttindi kvenna, Guðrún Óladóttir, varaformaður Sóknar, Anna Kristjánsdóttir, vélfræðing- ur, Þuríður Einarsdóttir, formað- ur Póstmannafélags íslands, Ásta Möller, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sigurlaug Gunnlaugsdóttir, fiskverkakona. Einnig mun Kór Langholtsskóla syngja undir stjórn Margrétar Pálmadóttur og leikfélag eldri borgara Snúður og Snælda flytur brot úr leikritinu Maður í mislit- um sokkum eftir Arnmund Bach- mann. Þau félög sem standa að fundin- um eru: Menningar og friðarsam- tök íslenskra kvenna, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Starfs- mannafélag ríkisstofnana, Banda- lag háskólamanna, Kennarasam- band íslands, Félag íslenskra leik- skólakennara, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Dagsbrún/- Framsókn, stéttarfélag, Þroska- þálfafélag íslands, Meinatæknafé- lag íslands og Sjúkraliðafélag ís- lands. -kjarni málsins! sunnuda&a 14.00-16* TM - HÚSGÖGN SlSumúla 30 -Slmi 568 6822 PowerBook 1440cs Verdsprengja Loksins geturðu látið drauminn i rætast og eignast fartölvu með öllu, á verði sem slær allt út. Svona eiga fartölvur að vera. Skjárinn er stór og litirnir skarpir. Vélin er létt og meðfærileg með innbyggðu geisladrifi. Þessi vél hentar þeim sem vilja öfluga tölvu sem má nota hvar sem er. Ótrúlegt verð: 179.900,"kr stgr. Athugið takmarkað magn! Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111 Netfang: sala@apple.is Veffang: http://www.apple.is Umboö á Akureyri: Naftækni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.