Morgunblaðið - 08.03.1998, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 08.03.1998, Qupperneq 38
38 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ -f ATVINNULEYSI FÓLKS Atvinnuleysi var nær óþekkt hér á landi um lanfft árabil. I upphafí þessa áratugar syrti hins vegar í álinn. Islendingar voru nú ekki lengur sér á báti í Evrópu þótt at- vinnuleysi hjá ungu fólki væri minna hér en víðast hvar í álfunni. A Islandi hefur at- vinnuleysið líkt off annars staðar einkum bitnað á þeim sem minnsta menntun hafa og unffu fólki. Arnþór Helgason, Bergdís H. Jónsdóttir og Kristín Helgadóttir velta upp þeirri spurningu hvernig megi bregð- ast við þessum vágesti sem herjar á drjúg- an hluta ungs fólks á aldrinum 16-24 ára? BRUGÐIST TIL VARNAR YRIR skömmu tóku gildi ný lög um aðgerðir í vinnumarkaðsmálum. Um leið var sett á fót sérstök Vinnumálastofh- un sem tók við verkefnum vinnu- máladeildar félagsmálaráðuneytis- ins auk annarra verkefna sem nán- ar er kveðið á um í lögunum. Samkvæmt þessum lögum er landið gert að einu vinnusvæði, en gert er ráð fyrir að stofnaðar verði vinnumiðlanir sem nái yfír ákveðin svæði. Miðað er við að íbúar hvers svæðis hafi sem greiðastan aðgang að vinnumiðlunum. Á hverju svæði starfar 9 manna svæðisráð. Vinnu- veitendur og launþegar skipa þrjá fulltrúa hvorir um sig, sveitarfélög- in tvo og framhaldsskólar á svæð- inu einn fulltrúa. Vinnumiðlanirnar eiga að sjá til þess að atvinnulausir eigi kost á námskeiðum og starfsþjálfun við sitt hæfí. Þá skal starfsfólk vinnu- miðlana aðstoða atvinnulausa við að sækja um vinnu og liðsinna vinnuveitendum við að útvega starfsfólk. Þeir, sem ekki eiga rétt á atvinnuleysisbótum, geta leitað til vinnumiðlunar um aðstoð til að sækja um bætur til sveitarfélaga eða ríkisins. Þjónusta vinnumiðl- ana er ókeypis. Svæðisráðin eiga að gera tillögur um aðgerðir í at- vinnumálum. Því ætti að vera hægt samkvæmt þessum lögum að sinna sérstaklega málefnum ungs fólks. IGAMLA Stýrimannaskólanum við Öldugötu er MFA-skólinn (Menningar- og fræðslusam- band alþýðu) rekinn nemendum að kostnaðarlausu. Skólinn hefur starfað frá 1993 og er ætlaður at- vinnulausu fóiki með stutta skóla- göngu að baki. Kennt er alla virka daga fyrir hádegi, 14-20 vikur í senn, í 16 manna hópum. Markmið skólans er að auka almenna mennt- un, efla sjálfstraust, þjálfa sjálfstæð vinnubrögð og aðstoða fólk í at- vinnuleit. Námsefni skólans Nemendur byrja í ákveðinni grunnvinnu sem felst í sjálfstyrk- ingu, námstækni og skipulögðum vinnubrögðum. Síðan taka við hefð- bundnar grunngreinar; íslenska, stærðfræði, enska og ritvinnsla, og er yfirferðin miðuð við námshraða hvers og eins. Einnig er í boði starfstengt nám og starfsráðgjöf, þar sem fólki er m.a. kennt að búa til atvinnuumsóknir. Nemendur eru virkir í sjálfu skólastarfínu. Þeir fá tækifæri til að móta það og eiga kost á að meta kennsluna og námsefnið. Engin hefðbundin próf eru haldin en nem- endur fá í hendur meðmælabréf, þar sem fram koma upplýsingar um ástundun og framfarir. Gert er ráð fyrir að meðmælabréfin nýtist við atvinnuumsóknir. Meira í dag en í gær Þeir nemendur sem koma inn í skólann eru flestir á aldrinum 20-49 ára og hafa grunnskólapróf eða minna nám að baki. Flestir hafa verið án atvinnu lengur en í 6 mán- uði og eru konur þar í miklum meirihluta. Þótt um ólíka nemendur sé að ræða, eiga þeir það flestir sameigin- legt að hafa lítið sjálfstraust. Þeir vilja vinna en fá ekki vinnu. Um- sækjendur sem hafa skamma skóla- göngu og hafa verið lengi atvinnu- lausir hafa forgang. í simakönnun sem forráðamenn skólans gerðu í maí síðastliðinn kom m.a. fram, að 53% nemenda voru í námi eða höfðu fengið atvinnu, flestir inuau þriggja mánaða. Nem- endur báru skólanum gott orð og töldu að námið hefði nýst þeim við atvinnuleit; sjálfstraustið hefði auk- ist og starfsviljinn um leið. Borgarholtsskólinn - kerfíð er sveigjanlegt Fyrir tæpum tveimur árum hóf Borgarholtsskólinn í Grafarvogi Hitt húsið HITT húsið er menningar- og upplýsingamiðstöð sem Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur rekur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Húsið var opnað árið 1991 í gamla Þórskaffí í Brautar- holti en vorið 1995 var það flutt í Geysishúsið við Aðalstræti. Mark- hópurinn er allt ungt fólk í Reykjavík á aldrinum 16-25 ára. í byrjun var Hitt húsið skemmti- staður fyrir unglinga, en nú er menningar- og fræðslustarf fyrir- ferðarmest. Starfsemi Hins hússins skiptist í fjórar sveitir: félags- og menn- ingarsveit, upplýsinga- og útgáfu- sveit, rekstrarsveit og atvinnu- sveit, sem skipuleggur og sér um atvinnuúrræði fyrir ungt fólk. Logi Sigurfinnsson, forstöðumað- ur Hins hússins, segir að í boði séu fjögurra vikna námskeið fyrir ungt, atvinnulaust fólk á aldrinum 16-25 ára. Að því loknu fari fólk í 5 mánaða starfsþjálfun hjá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum borg- arinnar. Logi segir að auðveldara sé að fá þjálfunarstaði en áður. Auk þess hafí ríkisstofnanir og ýmis félaga- og líknarsamtök ráð- ið til sín fólk frá Hinu húsinu. Fólkið fær greidd laun á meðan á þjálfuninni stendur. Ríkið greiðir samkvæmt bótahlutfalli en Reykjavíkurborg samkvæmt kjarasamningum. Logi segir að í boði séu um 130 þjálfunarstöður á vegum borgarinnar. Hann telur nauðsynlegt að einkafyrirtæki komi meira til samstarfs við Hitt húsið en verið hefur. Úrræði fyrir réttlaus ungmenni Atvinnuleysi hefur verið mikið á meðal fólks á aldrinum 16-25 ára frá árinu 1994. Áður fyrr voru tæp- lega 30 manns á atvinnuleysisskrá á þessum aldri, en nú er talan um 400. Vegna þeirrar uppsveiflu sem er um þessar mundir í efnahag landsmanna hefur dregið úr at- vinnuleysi ungs fólks. Samt er ástandið ekki líkt því sem áður var. I haust var í fyrsta skipti boðið fram námskeið fyrir ungt fólk sem ekki á rétt á atvinnuleysisbótum. Teknir voru inn 15 einstaklingar. Segir Logi að ástandið í þessum hópi sé mjög slæmt; fæstir hafi vinnureynslu og eigi því fárra kosta völ. Til þess að komast á at- vinnuleysisbætur þarf fólk að hafa unnið í 10 vikur samfleytt síðast- liðið ár og er þá miðað við fullt starf. Hafi ungmenni verið í hluta- starfí er tíminn lengri sem nemur hlutfalli starfsins. Telur Logi afar brýnt að taka sérstaklega á vanda þessara ungmenna. Mörg þeirra hafí flosnað upp úr námi og hætta KAKÓBARINN - þar fæst heitt kakó á reyklausum stað. sé á að þeirra bíði hinn harði heimur götunnar með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Piltar eru í meirihluta þeirra sem sækja námskeið Hins hússins. Stúlkur virðast fóta sig betur á vinnumarkaði. Logi segir að piltar séu einnig oft félagslega verr staddir en stúlkurnar. Brýnt að skrá sig Logi segir að skýringina á því, hvers vegna ungir piltar eru svona illa staddir, þá, meðal annars, að þeir eigi ekki lengur völ á skips- rúmum eins og áður. Störfín á flot- anum eru færri og sérhæfðari og menn haldast lengur í plássum sínum en áður fyrr. Einnig hefur skipum fækkað og þau eru orðin sérhæfðari en áður. Hitt húsið sendir öllum ung- mennum, sem eru á atvinnuleysis- skrá, bréf þar sem þau er boðin velkomin til starfa í Hinu húsinu. Fæstir á aldrinum 16-18 ára eru á atvinnuleysisskrá því þeir eiga sjaldan nokkum rétt á bótum. Áríðandi þykir að fólk láti skrá sig til þess að hægt sé að benda á þörfína fyrir úrræði. Þá er erfítt að leita þá uppi sem hvergi finnast skráðir. Á námskeiðum Hins hússins er lögð áhersla á sjálfsuppbyggingu, hópefli er ríkur þáttur í náminu og fjallað er um vinnusiðferði, svo fátt eitt sé nefnt. Komið hefur í ljós að þeim, sem farið hafa á námskeið hjá Hinu húsinu og fengið starfs- þjálfun, hefur orðið betur ágengt við atvinnuleit. I skýrslu Gests Guðmundssonar, félagsfræðings, sem unnin var fyrir Hitt húsið síð- astliðið vor, kemur fram að um- talsverður hluti þeirra, sem luku námi, voru atvinnulausir í skamm- an tíma og fólki gekk yfirleitt bet- ur að útvega sér vinnu á eftir. Logi Sigurfinnsson bendir á að þótt árangur Hins hússins sé vissulega lofsverður megi ekki einblína eingöngu á þetta úrræði; fleira þurfi að koma til. Hann telur að framhaldsskólai’nir verði að bregðast við vandanum og reynd- ar skólakerfið í heild. Allt of mikið hafi verið miðað við samræmd próf í bóklegum greinum, sem henti ekki öllum. Leggja þurfi grunninn að „stuttum, starfstengdum brautum strax á skyldunámsárunum og gefa þannig þeim, sem standa höllum fæti í náminu, tækifæri til þess að afla sér starfsmenntunar“. Atvinnulausar, einstæðar mæður í samtalinu við Loga kom fram að vandi ungra, einstæðra mæðra væri mikill. Atvinnuleysi á meðal þein-a er talsvert og erfitt hefur verið að ráðast gegn því. Atvinnu- leysisbætur eru svo lágar að þær hafa ekki efni á að sækja nám- skeið því að þá bætist við kostnað- ur vegna barnagæslu. Logi segir að brýnt sé að bjóða einstæðum mæðrum sérstök úr-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.