Morgunblaðið - 08.03.1998, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 08.03.1998, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 7--------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ OLOV ISAKSSON I Olov Isaksson | fyrrum safnstjóri í Stokkhólmi fæddist í Luleá í Norður-Sví- þjóð 14. júní 1931. Hann lést 8. janúar siðastliðinn. Eftirlif- andi eiginkona hans er Britt, f. Ekman, bókavörður og eru synir þeirra þrír. Eftir stúdentspróf í Uppsölum las Olov norræna þjóðhátta- Jræði við háskólann *)ar undir leiðsögn Dags Strömbácks prófessors og varð doktor 1967 fyrir rit- gerð sína „By- stamma och by- stadga". Hann var safnstjóri við Statens historiska museum í Stokkhólmi 1967 til 1988, eftir það for- maður í stjórnum nokkurra sænskra safna og helgaði sig þá rannsóknum og ritstörfum. Hann var jarðsett- ur í Stokkhólmi 28. janúar. Olov Isaksson, dósent og fyrrum safnstjóri við Statens historiska museum, sögusafn Svíþjóðar, var mörgum kunnur hérlendis, enda átti ísland af huga hans mjög. Hann lét sér alla tíð annt um ey- ríki og menningu þeirra, beitti sér fyrir kynningu þeirra í Svíþjóð með sýningum í safni sínu, ritverk- um og erindum. Sænskir safnmenn hafa minnzt á margan hátt þessa manns sem á ungum aldri var settur yfir Stat- ens historiska museum og beitti sér fyrir mörgum nýjum og ný- stárlegum sýningum og menning- + Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalang- afa, ÁRSÆLS GRÍMSSONAR, Suðurbraut 16. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á 2. hæð Sól- vangs fyrir alla þeirra umhyggju. ' Grímur Ársælsson, Maggý Ársælsdóttir, Erla Ársælsdóttir, Ragnar Gíslason og fjölskyldur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐJÓNS HALLDÓRSSONAR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi. Hallbjörg Elímundardóttir, Guðrún Margrét Guðjónsdóttir, Guðný S. Guðjónsdóttir, Gylfi Már Guðjónsson, Sólrún Gunnarsdóttir, Guðjón Idir Abbes, Sunna Björk Gylfadóttir, Gunnar Gylfason, Haukur Gylfason. t Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar GUÐRÚNAR Þ. HÖRGDAL, Skarðshlíð 17, Akureyri. Þorsteinn Hörgdal, Kristfn Óskarsdóttir, Jónína Hörgdal, Helgi Örn Jóhannsson. t Kæru vinir og vandamenn. Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför INGIBJARGAR STEPHENSEN, fyrrum til heimilis að Breiðabliki, Seltjarnarnesi. Synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. arviðburðum þar. „Það fór storm- ur um safnið,“ segja menn um það er hann kom þangað, þótti eins og það vaknaði skyndilega upp af svefni. Ein fyrsta sýning hans í safninu var Islandia, 1973, er fjallaði um Island og kom síðan hingað í Nor- ræna húsið. Til að gera þessa sýn- ingu ferðaðist Olle, eins og hann var kallaður í kunningjahópi, um þvert og endilangt ísland, ásamt Sören Hallgren ijósmyndara og eiginkonum þeirra. Þeir kynntu sér þjóðlíf og skoðuðu menning- arminjar þjóðarinnar frá fyrri tíð. Sören ljósmyndaði og Olle skráði og skrifaði, leitaði uppi fólk sem kunni frá að segja og hafði íslenzk sérkenni í fari sínu. Ur því efni varð þessi nýstárlega sýning og jafnframt bók með sama nafni, sem fjallaði um sögu landsins, menningu og þjóðlíf, náttúrufar og sérkenni þjóðarinnar, en jafnframt samkenni hennar við grannþjóðir. Bókin hefur komið aftur í endur- bættri útgáfu. Sören var frábær ljósmyndari og Olle hafði næmt auga fyrir því sem frásagnarvert var. Arangur samvinnu þeiiTa þótti frábær og birtist víða í sýn- ingum og bókum. +Tómas Jóhannesson fæddist í Neskaupstað, Norðfirði, 24. nóvember 1911. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 10. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seltjarnarnes- kirkju 18. febrúar. Þú sæla heimsins svalalind, ó.silfurskæratár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er eg græt, en drottinn telur tárin mín eg trúi og huggast læt. (Kristján Jónsson.) Mig langar að minnast, með nokkrum orðum, mágs míns, Það segir nokkuð um nýstárlegt viðhorf Olle í slíkum kynningun og sýningum, en sumum kom nokkuð nýstárlega fyrir sjónir, að hann vildi ekki sýna eingöngu sólarlags- og veðurblíðumyndir af íslandi heldur landið eins og það kom venjulega fyrir sjónir. Sumt voru góðviðrismyndir en aðrar teknar í suddarigningu og þoku, enn aðrar í snjókomu og slydduveðri. Þannig var landið og þannig vildi hann kynna það, í margvíslegum mynd- um, blítt og hart. Þess vegna lögðu þeir félagar einnig leið sína hingað að vetrarlagi þegar á undirbúningi sýningarinnar stóð, til að kynnast vetrarríki landsins og þjóðlífinu að vetrarlagi. Ai-angurinn varð mynd- ir af klakaklárum, samgöngum, sjómennsku og skepnuhirðingu að vetrarlagi, ekki síður en heyskap bóndans í sumarblíðunni, síldveiði á sumardegi og öræfum landsins skrýddum sumarbúningi og ung- viði landsins þegar allt skartaði sínu fegursta. A eftir sýningunni og bókinni um Island gerði hann Álandi, Færeyjum, Orkneyjum, Hjaltlandseyjum, írlandi, Suður- eyjum, eynni Mön, Borgundar- hólmi og síðast Grænlandi sömu Tómasar Jóhannessonar, eða Tomma eins og hann var oftast kallaður. Við áttum talsverð samskipti fyrr á árum. Eg var með honum á nokkrum bátum í gegnum tíðina. Fyrst var eg með honum á dragnótabát, sem Björgvin hét. Þetta var lítill bátur. Við vorum mest í grennd við Berufjörð, og veiddum innfjarðar. Einnig fórum við til Hornafjarðar. Veiði var oft mjög góð, en rauðspretta var hátt hlutfall aflans. Venjulega fórum við með aflann heim til Neskaupstaðar. Eitt sinn fluttum við góðan farm heim með bátnum. Það voru 10-15 tonn af hvalkjöti, sem var selt á 30 aura kílóið. Um það bil 100 hvalir höfðu komið inn í Berufjörð, og var þeim öllum slátrað þar. Eftirminnilegasta ferðin, sem farin var á bátnum, var þegar við fórum frá Djúpavogi til Neskaupstaðar. Tvær stúlkur frá Neskaupstað voru með, og voru skil. En upphafið að þessum sýn- ingum og bókum var áhugi hans á vesturferðum Svía á 19. öld, eink- um þeirra sem byggðu þorpið Bis- hop Hill 1846 og stofnuðu þar ör- lítið sænskt þjóðfélag. Af Olle geislaði áhugi á öllu sem mannlíf snerti, ekki sízt lífi al- múgafólks. Síðustu árin eftir að hann lét af föstu starfi var hann stjórnarfor- maður nokkurra safna, jafnan sí- vinnandi, ferðaðist og skrifaði bækur. Hann var formaður félags- ins Sverige-Island og gerði sér far um að treysta samvinnu- og sam- starfsbönd þjóðanna og vinna að frekari kynningu. Þau hjónin, Britt og hann, dvöldust þá löngum í litlu sumarhúsi á Álandi og þar gat hann gripið í gedduveiðar, aðra eftirlætisiðju sína. Oft dvöld- ust þau einnig í Rósalögum. Þótt Olle væri mikill félagsmaður vildí hann geta dregið sig frá skarkal- anum um stundarsakir til að skrifa og hvílast. Olov Isaksson var nýkominn úr ferð frá Suður-Ameríku er hann lézt af hjartabilun. Þar hvarf Is- landi góður vinur, sem við eigum margt upp að inna. Þór Magnússon. þær að fara heim. Veður var sæmilegt til að byrja með, en versnaði þegar austar dró. Þegar við vorum komin nálægt Gerpi sáum við færeyska skútu, sem var að nálgast röstina, sem var mjög úfin. Skútan sneri frá henni, og kom til baka á móti okkur. Við héldum samt áfram yfir röstina þótt ljót væri. Skömmu síðar gaus upp mikill reykur úr bátnum okkar. Vélstjórinn kom fljótlega upp úr vélarrúminu, og sagði eld kominn upp bakvið olíutank. Fyrir tilviljun var kúbein, sem hafði átt að fara í land í síðasta túr, enn um borð, og var það notað til að brjóta gat á dekkið, og rann þá sjórinn niður í vélarrúm og kæfði eldinn. Að lokum náðum við heil til Neskaupstaðar. Árið 1944 var eg á síld með Tomma. Báturinn hélt Magnús, frá Neskaupstað. Síðan fór eg einn túr á Magnúsi, með Tomma, í siglingu til Englands með fisk. Það var síðasta stríðsárið. Síðast vorum við saman á bát sem hét Freyfaxi, frá Neskaupstað. Vorum við á línuveiðum í Faxaflóa, en gerðum út frá Reykjavík. Þegar nokkuð var liðið á vertíðina kviknaði í bátnum í Reykjavíkurhöfn. Stýrimaðurinn á bátnum var mjög hætt kominn í eldinum, því hann missti meðvitund í íbúð neðanþilja. Með snan-æði náði Tommi honum og hefur það án efa orðið honum til lífs. Að lokum vil eg þakka Tomma mági mínum alla samfylgdina í áranna rás. Birnu systur minni vottum við, eg og fjölskylda mín, okkar dýpstu samúð. Við vottum einnig öðrum ættingjum okkar samúð. Óskar Björnsson, Brigitte Björnsson og fjölskylda. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. t Hjartans þakkir faerum við öllum þeim fjölmörgu, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, HAUKS SIGTRYGGSSONAR, Ennisbraut 8, Ólafsvík. Einnig færum við starfsfólki deildar A7 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, þakkir fyrir góða umönnun og hlýhug. Fyrir hönd aðstandenda, Steinunn Þorsteinsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRfÐAR KETILSDÓTTUR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks 2. hæðar á Sól- vangi. Kristín Þórðardóttir, Sverrir Sighvatsson, Sigurður Þórðarson, Hinrika Halldórsdóttir, Gréta Þórðardóttir, Erling Hermannsson, Þórður B. Guðjónsson, Jórunn Kristinsdóttir, barnabörn og langömmubörn. TÓMAS JÓHANNESSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.