Morgunblaðið - 08.03.1998, Page 48
SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ál
Dýraglens
Ég sé að Bíbí er að gera við hreiðrið
sitt einu sinni enn ...
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sírai 569 1100 • Símbréf 569 1329
Sagn(a)fræðing-
urinn Guðjón
Frá Páli Emi Líndal:
HINN 28. febrúar sl. birtist í
Morgunblaðinu grein eftir Guðjón
Friðriksson, sagnfræðing, sem að
mínu mati hefði betur aldrei farið á
blað, hvað þá á prent. Guðjón fjall-
ar um gagnrýni mína á skrif Karls
A. Karlssonar, lektors, varðandi
auglýsingar FIB, á þann máta að
ekki verður hjá því skotist að koma
fram athugasemdum.
Gildismat Guðjóns
Guðjón skrifar: „Eg man þó ekki
betur en grein Karls hafí verið
málefnaleg og án stóryrða.“ Um
það hversu málefnaleg grein Karls
var nægir að benda á greinar Þór-
halls Jósepssonar og Stefáns Odds
Magnússonar stjómarmanns í FÍB
til að vísa skrifum Karls, og full-
yrðingu Guðjóns, út í hafsauga. Má
í raun líta framhjá minni grein um
málið. Án stóryrða segir Guðjón.
Nægir þar að grípa á nokkrum
stöðum niður í grein Karls til að
vísa þeirri fullyrðingu Guðjóns
einnig ut í hafsauga: „Hann (inn-
skot: Ami Sigfússon) hefur nú um
nokkurt skeið, ... , gerst sekur um
að misnota félagasamtök og félags-
gjöld fólks úr öllum flokkum ...
Hefur pólitísk misnotkun einhvern
tíma verið jafn ósmekklega aug-
ljós? ... Ámi Sigfússon (innskot:
hefur) bmgðist þeim trúnaði sem
honum var sýndur ... Sá sem ekki
er trúr yfir litlu verður ekki yfir
mikið settur.“ Skrifai- Karl lektor
og gerir loks þau orð er Víkverji
notaði til að lýsa misbeitingu fram-
bjóðenda R-lista á opinberum íjöl-
miðlum að sínum og skrifar: „Það
er svo ógeðfellt að fylgjast með
pólitík sem þessari...“ Finnist Guð-
jóni þetta ekki vera stóryrt má
hann vera undarlega innréttaður.
Fræðimaðurinn hefði betur fylgt
þeim gildum sem við eiga á hans
fræðasviði og ekki átt að láta sér
nægja að minnast þess að grein
Karls hefði verið málefnaleg og án
stóryrða án þess að kynna sér málið
nánar.
Misskilningur Guðjóns
Guðjón segir að eftir því sem
hann best viti sé Karl vandaður og
sómakær maður. Um það fjallar
málið hins vegar á engan hátt.
Kjarni málsins er hvort maðurinn
er trúverðugur í þeirri umræðu
sem hann blandar sér í á opinber-
um vettvangi, og það með gassa-
gangi. Það er Karl hins vegar ekki
og á það ber að benda. Kemur það
tii af persónulegum vinskap við
Ingibjörgu Sólrúnu, helsta póli-
tíska andstæðing þess manns sem
hann ræðst að, og því að sonur
Karls er tengdur fyrirtæki sem
fékk rekstur Iðnós í sínar hendur á
vægast sagt umdeilanlegum for-
sendum. Án útboðs! Líklegast er
Karl hinn vænsti maður, aðeins í
vondum félagsskap sem espar
hann upp til slíkra skrifa.
Ónákvæmni Guðjóns
Steininn tekur fyrst úr þegar
fræðimaðurinn Guðjón fjallar um
grein mína frá 24. febrúar sl. Segir
hann að ég „tali“ um fúkyrðaflaum
þann er frá Karli hafí komið og
spyr hvar sá fúkyrðaflaumur hafi
birst. Það er rangt að ég hafí fjall-
að um einhvem fúkyrðaflaum lekt-
ors í bréfi mínu. Eg gerði orðaval
Karls ekki að neinu umfjöllunar-
efni. Eg vísaði hins vegar í bréf
Þórhalls Jósepssonar er hann nefn-
ir fúkyrðaflaum lektorsins. Eg get
aftur á móti upplýst Guðjón, fyrst
hann spyr, um að fúkyrðaflaumur
Karls birtist í bréfí hans frá 30.
janúar og eru dæmi tekin hér fyrr í
greininni. Er það í fyrsta skipti
sem ég nefni miður viðeigandi
orðaval Karls lektors. Fræðimað-
urinn sem gerði svo mikið úr að
hann hefði leitað frumheimilda við
gerð bókarinnar um Einar Beni-
diktsson hefði betur rannsakað
málið nánar í þetta skipti. Fram-
heimildanna hér er að leita í grein
Þórhalls Jósepssonar en ekki
minni og fór það vart framhjá
nokkram manni sem grein mína las
hvert var vísað. Ekki trúi ég Guð-
jón vildi sjálfur vera gerður ábyrg-
ur fyrir pólitískum skrifum Einars
Benediktssonar vegna þess eins að
hann skrifaði bók um manninn.
Ólíkindalega tekst Guðjóni upp
næst þegar hann vísar í skrif mín:
„Meðal annars er sagt að sést hafí
til Karls í sjónvarpsþætti heima
hjá Ingibjörgu Sólrúnu borgar-
stjóra!" Aftur er framheimildanna
að leita í skrifum Þórhalls sem ég
vísa í grein minni í en Guðjón
skeytir engu um. Ónákvæmni Guð-
jóns er áfram söm við sig því ekki
er sagt í grein minni, né grein Þór-
halls sem ég vísa í, að sést hafi til
Karls heima hjá Ingibjörgu í sjón-
vai-psþættinum heldur að Ingi-
björg hafi í þættinum sýnt myndir
úr fjölskyldusafninu, og þar var
mynd af Karli, í fríi með Ingi-
björgu og fjölskyldu í Portúgal.
Hvort Karl hafi komið heim til
Ingibjargar hirði ég ekki um þó ég
telji það vel trúlegt.
Hvatir Guðjóns
Eg kom í bréfi mínu inn á hvatir
þær er drifu Karl til að skrifa bréf
sitt. Eg geri vart ráð fyrir að
ástæða þess að Guðjón blandi sér í
þessa umræðu sé að kona hans er
vinkona Ingibjargar Sólrúnar og
var ráðin móttökustjóri borgarinn-
ar í ársbyrjun 1997 án auglýsingar,
en annar maður mátti taka pokann
sinn fjTÍr vikið.
Og þó. Mér sýnast öll vötn falla
til Dýrafjarðar í þessu máli en at-
hyglisvert er hve allir bitlingaþeg-
arnir era velgjörðarkonu sinni trú-
ir og vilja veg hennar í pólitískri
baráttu sem mestan.
PÁLL ÖRN LÍNDAL,
Laugarnesvegi 69, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.