Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 12/4 -18/4 ►RÁÐHERRASKIPTI voru í ríkisstjórninni á fimmtudag. Þá tók Geir H. Haarde við embætti fjármálaráðherra af Friðriki Sophussyni sem mun áfram sitja á Alþingi. Þá til- kynnti Davíð Oddsson for- sætisráðherra þingheimi þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem hann sagði fordæma- lausa eða fordæmalitla, að framvegis skyldi utanrfkis- ráðherra vera staðgengill forsætisráðherra í forföllum hans og gagnkvæmt. ►STAÐA Islands er viðun- andi miðað við marga mæli- kvarða á samkeppnishæfni, en þó má gera enn betur á mörgum sviðura, að því er fram kemur í skýrslu um samkeppnishæfhi íslands og annarra Evrópuríkja sem VSÍ kynnti í vikunni. Til þess að bæta samkeppnishæfnina er talið nauðsynlegt að bæta viðskiptaumhverfí, auka hagkvæmni og skilvirkni í opinberum rekstri, minnka kvaðir á fyrirtæki og gera vinnumarkaðinn skilvirkari. ►TYRKNESK mæðgin, sem fslensk stjórnvöld buðu hing- að til lands vegna erfiðra að- stæðna þeirra í heimaland- inu, komu til landsins á mið- vikudagskvöld. Rauði kross- inn hefur útvegað þeim hús- næði og boðið þeim hjálp við að aðlagast nýju umhverfi og menningu. ►ALLS hafa 272 ölvaðir ökumenn valdið umferðar- slysum hór á landi á árunum 1993-1997, þar af eru karlar 210 en konur 62. Flestir þessara ökumanna eru á aldrinum 17-20 ára. Alls hafa 11 banaslys orðið í um- ferðinni á sl. fimm árum vegna ölvunaraksturs. Á sama tfma hafa 102 hlotið mikið meiðsl í umferðarslys- um vegna ölvunaraksturs en 306 hafa hlotið minniháttar meiðsl af sömu ástæðu. Baiikastjórar Landsbankans segja af sér HALLDÓR Guðbjarnason og Björgvin Vilmundarson og Sverrir Hennannsson, bankastjórar Landsbanka íslands hf., sögðu allir af sér á öðrum degi páska og var Halldór J. Kristjánsson, ráðuneytis- stjóri iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis; ins, ráðinn bankastjóri í þeirra stað. í greinargerð Ríkisendurskoðunar um kostnað bankans vegna laxveiðiferða og risnu er m.a. fundið að því að ekki hafi verið gerð fullnægjandi grein fyrir kostnaði sem nemi milljónum króna auk þess sem eftirliti sé ábótavant. Orsök matar- eitrunar óþekkt Á ANNAÐ hundrað manns, sem sóttu fimm fermingarveislur á höfúðborgar- svæðinu á skírdag, fengu matareitrun, sem að öllum líkindum má rekja til nautakjöts og brúnnar sósu. Ólíklegt er að um salmonellusýkingu sé að ræða en málið er í rannsókn. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur stöðvað starfsemi veitingahússins Árbergs við Armúla vegna gruns um að ástæðu sýkingar- innar megi rekja til veislufanga sem keypt voru þaðan. Einkenni matareitr- unarinnar eru niðurgangur, kviðverkir og vægur hiti. Yfírdýralæknir heilsar upp á Keikó HALLDÓR Runólfsson yfirdýralæknir skoðaði háhyrninginn Keiko í Newport í Oregon í Bandarikjunum á fóstudag. Yfirdýralæknir sagði í samtali við Morgunblaðið að Keiko liti vel út en vildi ekki tjá sig um hvort hann mæti dýrið hæft til innflutnings að svo stöddu. Hann kvaðst hafa beðið um að gerðar yrðu frekari prófanir á ákveðn- um þáttum varðandi heilsufar Keikos og þar til lokaniðurstöður þeirra próf- ana liggja fyrir vill hann engar yfirlýs- ingar gefa. Irar hafa nýlega lýst því yfir að þeir séu reiðubúnir að taka á móti háhymingnum Keiko og hafa hann í sjávarkví undan ströndum írlands. Meirihluti styður friðarsamkomulag ÞRÁTT fyrir andstöðu Óraníureglunn- ar, heildarsamtaka sambandssinna á Norður-frlandi, gegn friðarsamkomu- lagi sem náðist þar á fóstudaginn langa, benda skoðanakannanir til að um 73% Norður-íra styðji samkomu- lagið. Það náðist á föstudaginn langa, að undangengnum viðræðum fulltrúa sambandssinna og kaþólikka, undir forsæti George Mitchells. Felur friðar- samkomulagið í sér að gengið verður til kosninga um það 22. maí næstkom- andi og er kosningabaráttan þegar hafin. Kíríjenko hafnað í tvígang BRESTIR virðast komnir í samstöðu rússnesku stjórnarandstöðunnar gegn Sergej Kíríjenko, sem Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefur skipað forsæt- isráðherra. Hafa forseti Dúmunnar og fleiri leiðtogar á þingi gefið til kynna að þeir vilji komast hjá kosningum. Dúman hafnaði Kíríjenko engu að síð- ur öðru sinni í atkvæðagreiðslu á fóstudag, en Jeltsín hefur sagst munu leggja skipun hans fyrir þingið í þriðja sinn. Pol Pot látinn POL Pot, fyrrver- andi leiðtogi Rauðu khmeranna í Kam- bódíu og einn ill- ræmdasti harðstjóri aldarinnar, lést á miðvikudagskvöld í stofufangelsi eigin samherja í fjalla- þorpi f norðurhluta landsins. Banamein hans var hjartaslag. Fengu frétta- menn að mynda lík hans til staðfest- ingar á því að hann væri látinn. ►FÆREYSKI þingmaðurinn Joannes Eidesgaard segist reiðubúinn að tryggja meiri- hluta dönsku stjómarinnar, fáist viðunandi niðurstaða úr Færeyjabankamálinu að mati Færeyinga. ►VACLAV Havel, forseti Tékklands, er á batavegi eft- ir að hann var skorinn upp í skyndingu vegna bráðrar iðrasýkingar. Veiktist Havel í fríi í Austurríki þar sem hann liggur á sjúkrahúsi. ►ÖRYGGIS- og samvinnu- stofnun Evrópu gagnrýnir efnahagslegar refsiaðgerðir Rússa gegn Lettum, sem þeir gripu til í mótmælaskyni við stöðu rússneska minnihlut- ans í Lettlandi. Lettar hafa gripið til aðgerða til að koma til móts við kröfur Rússa og lýsti Göran Persson, forsæt- isráðherra Svía, sem var í heimsókn í Lettlandi á mið- vikudag, yfir stuðningi við þær. ►ÍRÖNSK yfirvöld slepptu á miðvikudag úr haldi borgar- stjóranum f Teheran sem hefur setið í varðhaldi frá 4. apríl, sakaður um spillingn. Dró handtaka hans fram f dagsljósið valdabaráttu milli hófsamra og íhaldssinnaðra í franska stjórnkerfinu, en borgarsljóri heyrir til hóps hinna fyrmefndu. ►PAULA Jones, sem sakað hefur Bill Clinton Banda- ríkjaforseta um kynferðis- lega áreitni, áfrýjaði á fimmtudag þeirri ákvörðun dómara í Arkansas að vísa málsókn hennar á hendur forsetanum frá. Atvinnumiðstöðin tekin til starfa Morgunblaðið/Ami Sæberg BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra opnaði Atvinnumiðstöðina formlega. Auðveldar námsmönnum leit að störfum ATVINNUMIÐSTÖÐIN, sem er sjötta rekstrareining Félags- stofnunar stúdenta, var form- lega opnuð sfðastliðinn föstu- dag, en hún kemur m.a. f stað Atvinnumiðlunar námsmanna. Markmið Atvinnumiðstöðvar- innar er að auðvelda náms- mönnum leit að störfum sem tengjast náminu og atvinnurek- endum að finna fólk með rétta faglega og fræðilega þekkingu og á þann hátt tengja menntun og atvinnulff eins og kostur er. Atvinnumiðstöðin mun miðla sumarstörfum, hlutastörfum, tfmabundnum störfum og fram- tíðarstörfum. Mun hún í sam- starfi við Coopers & Lybrand - Hagvang hf. aðstoða nemendur sem eru að ljúka námi við að undirbúa atvinnuleit og koma þeim á framfæri við fyrirtæki. Komið verður á fót lokaverk- efnabanka í miðstöðinni þar sem nemendur geta lagt inn verkefni sín og fyrirtæki haft aðgang að þeim, en að auki munu fyrirtæki geta lagt inn óskir um verkefni sem nemend- ur geta unnið samhliða eða f tengslum við nám sitt. Aðilar að Atvinnumiðstöðinni eru Bandalag íslenskra sér- skólanema, Félag framhalds- skólanema, Iðnnemasamband fslands og Stúdentaráð Háskóla íslands. Samstarfsaðilar eru Coopers & Lybrand - Hagvang- ur hf. og Nýsköpunarsjóður námsmanna. Menntamálaráðu- neytið, iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytið, Reykjavíkurborg og Háskóli íslands koma að stofnun miðstöðvarinnar, auk þess sem gerðir hafa verið þjónustusamningar við ýmis fyrirtæki. Gagnagrunnsfrumvarpið kynnt á norrænum fundi FRUMVARP heilbrigðisráðherra um gagnagrunn á heilbrigðissviði verður kynnt og rætt á fundi nor- rænnar nefndar ráðherraráðsins um lífsiðfræði. Á árlegum fundum nefndarinnar skiptast fulltrúar landanna á um að greina frá því sem efst er á baugi hverju sinni. Jórunn Erla Eyfjörð, sameinda- líffræðingur á rannsóknastofu Krabbameinsfélagsins, situr í nor- rænu nefndinni ásamt Erlendi Jónssyni heimspekingi og segir hún að fulltrúa frá vísindasiða- nefndum landanna sé boðið að sitja fundinn að þessu sinni. Auk full- trúa Norðurlandanna hefur Eystrasaltsríkjunum verið boðin þátttaka svo og fulltrúa Evrópu- sambandsins. „Hugmyndin er að athuga hvað er að gerast á hverjum stað, hvaða vandamál þarf að kljást við og hvemig menn sjá framtíðina fyrir sér á þessum vettvangi," segir Jór- unn í samtali við Morgunblaðið. Hún sagði einnig skoðað hvort auka eigi samstarf landanna en fundir norrænu nefndarinnar eru árlegir. Hafa ýmis mál verið tekin til umræðu á síðustu fundum, svo sem erfðagreiningar, genalækning- ar og lífsýnabankar. Sagði hún nú ágætt tækifæri til að kynna mál eins og frumvarpið um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði sem nú lægi fyrir Alþingi. Æskilegt að fá viðbrögð erlendis Sagt verður frá frumvarpinu á norræna fundinum sem haldinn verður í Kaupmannahöfn mánu- daginn 27. apríl. Fundinn sækja auk Jórunnar og Erlends þeir Sig- urður Guðmundsson, formaður Vísindasiðanefndar, sem skipuð var um síðustu áramót, Karl Kristinsson læknir sem einnig á sæti í nefndinni og Vilhjálmur Árnason, formaður siðaráðs land- læknis. Jórunn sagðist á síðustu fundum nefndarinnar hafa kynnt frumvarp- ið um réttindi sjúklinga sem sam- þykkt var á síðasta ári þar sem m.a. er talið óæskilegt að til verði mið- lægur gagnagrunnur. Sagði hún mjög aukna áherslu á persónu- vemd í því frumvarpi frá því sem áður var hérlendis og sagði hún svipaða stefnu uppi víða erlendis. Því væri athyglisvert að fá viðbrögð frá öðrum löndum við hugmyndum nýja frumvarpsins, t.d. hvernig menn myndu taka slíku frumvarpi annars staðar og það gæti orðið gagnlegt við frekari umræðu hér- lendis. Laugavegi 18 • Sfml 515 2500 • Sföumúla 7 • Sfmi 510 2500 Sannkolluð alfrseðí garðeigandans o FORLAGIÐ Nauðsynleg áhugafólki um garðrækt • Jafnt fyrir byijendur sem vana garðyrkjumenn. • 550 blaðsíður í stóru broti. 3.000 litmyndir og skýringarteikningar. Tveir teknir fyrir hraðakstur LÖGREGLAN í Reykjavík tók tvo ökumenn fyrir of hraðan akstur á föstudagskvöld og aðfaranótt laug- ardags og máttu þeir íyrir vikið sjá af ökuskírteinum sínum. Annar þeirra ók á 130 km hraða í Ártúns- brekku, þar sem leyfilegur há- markshraði er 60 km á klukkustund og hinn var tekinn á 148 km hraða á Suðurlandsvegi, þar sem hámarks- hraðinn er 90 km. Annars var mannlíf með besta móti í borginni aðfaranótt laugar- dagsins, aðeins um 1.000 manns í miðbænum og þar af mjög fáir ung- lingar, að sögn lögreglu. Ölvun var þó töluverð en í heildina var nóttin vandræðalítil í borginni. Svipaða sögu sagði lögregla í Kópavogi og Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.