Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 41E Um fjármagn og forgangsröð- x un í heilbrigðiskerfínu Frá Gísla J. Eyland ÁKVÖRÐUN stjórnarnefndar Ríkisspítala um 10% fækkun á hjartaþræðingum og aðgerðum kransæða hefur vakið viðbrögð í þjóðfélaginu. Landlæknir hefur tjáð sig með mjög ákveðnum hætti, telur að hér sé jafnvel um lögbrot að ræða. Ýmsir fleiri, lærðir og leikir, hafa fært fram rök fyrir því að hér sé ranglega staðið að verki. Eðlilega eru viðbrögð hjartalækna, sjúklinga þeirra og samtaka hjartasjúklinga ákveðnari en ann- arra. Með því eru þessir aðilar ekki að ýta hinum fjárhagslega vanda yfir á aðra. Þeir eni aðeins að draga fram í dagsljósið hversu al- varlega þessi niðurskurður horfir við þeim. I nýlegri grein formanns stjórn- arnefndar Ríkisspítalanna kemur fram að Landspítalinn hafi opnað nýja hjarta- og æðarannsóknar- stofu. Þar fari saman rannnsóknir og aðgerðir í stíl við það sem best þekkist, þar sem tæknin hefur náð lengst. Fjárfesting 120-130 miUj- ónir. Hvergi í heiminum sé vitað um slíka aðstöðu eða betri en þessa. Þetta eru athyglisverðar og ánægjulegar upplýsingar, Það skyggir þó á að um sama leyti er ákveðið að draga saman seglin, fækka hjartaþræðingum og kransæðaaðgerðum. I þessu felst þversögn. Mikilvæg fjárfesting í tækjum og búnaði, og það á niður- skurðartímum, nýtist ekki. Og það sem verra er, biðlistar styttast ekki. Biðlisti 10. mars sl. eftir ýms- um hjartaaðgerðum var 232 sjúk- lingar. Það gengur heldur ekki sem rökstuðningur fyrir ákvörðun stjórnarnefndar að benda á hlut- fallslega fleiri aðgerðir hér en í samanburðarlöndum. Dánartíðni vegna kransæðastíflu hefur lækkað einna mest á Islandi og í Banda- ríkjunum sl. 10-15 ár, segir land- læknir. Þessi staðreynd á að vera okkur hvatning til að gera enn bet- ur, en ekki röksemd fyrir að draga úr aðgerðum. Landssamtök hjarta- sjúklinga hafa frá stofnun fyrir 15 árum gefið tæki og ýmsan búnað til hjartaaðgerða fyrir um 150 millj- ónir ki'óna. Þessi tæki hafa einkum farið til Landspítalans. Fullyrða má að stofnun samtakanna varð til þess að opnar hjartaaðgerðir hófust hér á landi á síðasta áratug og nú síðast hjartaaðgerðir á börn- um. Stuðningur samtakanna hefur átt sinn ríka þátt í þeim árangi-i sem hinir færu sérfræðingar okkar hafa náð og orðið hefur til að lækka dánartíðni af völdum hjartasjúk- dóma hér á landi svo að athygli hefur vakið víða. Það er ásetningur Landssam- taka hjartasjúklinga að halda áfram stuðningi við framfarir og eflingu hjartalækninga hér á landi. Á þessa útréttu hönd til hjálpar mega stjórnvöld ekki slá. GÍSLI J. EYLAND formaður Landssamtaka hjartasjúklinga. Samkjálp kvema Til stuðnings konum sem greinast með brjóstakrabbamein Opið hús í Skógarhlíð 8, húsi Krabbameinsfélagsins, þriðjudaginn 21. apríl kl. 20.30. Halldóra Halldórsdóttir fjallar um listmeðferð (art therapy) I kjölfar áfalla. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. r v. 30 kílöum léttari! Það er markmið megrunarhópsins sem byrjar strax eftir helgi. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Höfum margra ára reynslu af vinnu með megrunarhópum. Upplýsingar og skráning í síma 551 4742. NÆRINGARSETRIÐ ehf. Laugavegi 20b, 101 Reykjavík. "N J I Móttaka á notuðum STEINAR WAAGE I skóm til handa SKÓVERSLUN DomusMedica 551 8519 bágstöddum í verslunum Kringlunni 568 9212 okkar og öllum ioppskórinn -a. Ingólfstorgi, sími 552 1212 gámastöðvum Sorpu Umsóknir um sumardvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum og tjaldvögnum V.R. sumarið 1998. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu félagsins þurfa að berast skrifstofunni, Húsi verslunarinnar, 1. hæð, í síðasta lagi föstu- daginn 24. apríl 1998. " ^ Aöalfundur: Aöalfundur Samvinnuferða-Landsýnar hf. verður haldinn mánudaginn 27. apríl 1998 á Hótel Sögu, Skála, og hefst fundurinn kl. 14:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 16. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Reikningar munu iiggja frammi á aöalskrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiöar og fundargögn veröa afhent á aöalskrifstofu félagsins Austurstræti 12, 5. hæð fram til kl. 12:00 á hádegi fundardag. Stjörn Samvinnuferöa-Landsýnar hf. Orlofshúsin eru á eftirtöldum stöðum: Einarsstöðum á Völlum S-Múl. Flúðum Hrunamannahreppi Akureyri Húsafelli í Borgarfirði Ölfusborgum við Hveragerði lllugastöðum í Fnjóskadal Miðhúsaskógi í Biskupstungum Stykkishólmi Kirkjubæjarklaustri Auk húsanna eru tjaldvagnar leigðir til félagsmanna. Húsin og vagnarnir eru laus til umsóknar tímabilið 29. maí til 11. september. Úthlutunarreglur: Við þessa úthlutun byggist réttur til úthlutunar á félagsaldri í V.R. að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa. Nánari upplýsingar um úthlutunarreglur fást á skrifstofu V.R. og er reglunum dreift með umsóknareyðublaðinu. Leigugjald: kr. 9.500,00 - 11.000,00 á viku í orlofshúsi kr. 7.500,00 - í tjaldvagni í 6 daga kr. 15.000,00 - í tjaldvagni í 13 daga Sérstök athygli er vakin á því að umsóknir þurfa að berast skrifstofu V.R. í síðasta lagi 24. apríl n.k. Upplýsingar um hverjir hafa fengið úthlutað orlofshúsi/tjaldvagni munu liggja fyrir 4. maí n.k. Umsóknareyðublöð ásamt reglum um úthlutun eru afhent á skrifstofu V.R., Húsi verslunarinnar 1. hæð. Ekki verður tekið á móti umsóknum símleiðis, en senda má útfyllt umsóknareyðublöð í myndrita nr: 510 1727. V Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.