Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 27 BÓKASÖFN TENGJAST STAFRÆNU UPPLÝSINGANETI og fylgir tækniframförum vel eft- ir. „Hefðbundin námskeið mynda þó enn kjarnann svo nemendur ættu ekki að missa tengslin við inntak greinarinnar. Nemendur okkar eru vel í stakk búnir til að hafa frumkvæði og innleiða nýja tækni. Þeir eru mjög eftirsóttir starfskraftar og margir hafa þeg- ar fengið störf áður en námi lýk- ur.“ Bókasafnsfræðingar verða vefarar Starfssvið bókasafnsfræðinga er stöðugt að víkka. Fjölmargir starfa við upplýsingaþjónustu utan bókasafna og sumir starfa sem vefarar. I ljósi breytinganna hafa umræður spunnist um það hvort starfsheitið „upplýsingaíræðing- ur“ eigi að koma í stað hins gamla. Anne telur að bókasafnsfræðingar muni halda í sitt gamla starfsheiti sem kennt er við vinnustaðinn. „Núverandi starfsheiti hefur já- kvæða ímynd meðal almennings og ástæðulaust að breyta því. Þó er ekki óeðlilegt að þeir sem starfa alfarið utan safnanna taki upp nýja titla.“ Að mörgu er að hyggja þegar stórfelldar breytingar ganga yfir gamalgróna starfsstétt. Þegar verklaginu er umbylt hljóta bóka- söfnin sjálf að taka stakkaskiptum. Margir hafa af þessu áhyggjur. „Sumir óttast að tölvumar útrými hinu hlýja og rólega andrúmslofti sem einkennir bókasöfn. Ég sé hins vegar óþrjótandi möguleika í tækninni.Til dæmis finnst mér það frábær tilhugsun að fólk hafi að- gang að bókasöfnum í gegnum tölvur allan sólarhringinn," segir prófessor Anne Clyde að lokum. Morgunblaðið/Þorkell ANNE Clyde kennir nemendum bókasafns- og upplýsingafræðiskorar Háskóla íslands að nýta sér veraldarvefinn. kaupa tölvubúnað, til að endurmennta bókaverði, til að gefa út fræðsluefni fyrir almenning um hvernig færa megi sér nýja upplýs- ingatækni í nyt og til verk- efna sem lúta að tölvuteng- ingu bókasafna. Þau bóka- söfn sem tryggja sér mót- framlag frá sveitasjóði munu ganga fyrir við út- hlutun styrkja. Frestur til að sækja um fyrstu styrk- veitingu rann út 1. mars síðastliðinn. Himnasending Hulda Björk Þorkels- dóttir, bæjarbókavörður í Reykjanesbæ, er formaður ráðgjafamefndar um mál- efni almenningsbókasafna. „Stefna ríkisstjórnarinnar er himnasending fyrir þá bókaverði sem barist hafa fýrir því að bókasöfnin verði upplýsingamiðstöðvar og haldi sínum sessi,“ segir Hulda Björk og bætir við að þar sem sjónarmið ríkis- stjómar og fjöldi starfandi bókasafnsfræðinga fari svo vel saman sé þróunin ótrú- lega hröð. „Það er ekki algengt að ríkisstjórn hafi frumkvæði í mál- efnum af þessu tagi, oftar en ekki þurfa þrýstihópar að berjast lengi fyrir framgangi mála og fjárveit- ingum. Það er fagnaðarefni hversu samstiga menn hafa verið og ég vonast til að sveitarstjómir verði tilbúnar að taka fullan þátt í þess- ari þróun. Það veltur ekki síst á þeim hvernig einstaka bókasöfnum mun ganga að tileinka sér nýjung- ar.“ Nefndin sem Hulda Björk veitir forystu er skipuð af ráðherra og sinnir erindum þeirra sem að rekstri almenningsbókasafna koma. Hún getur líka átt frum- kvæði og beint tillögum og hug- myndum til sveitarstjóma, ráðu- neytis og bókasafna. Hulda Björk segir nefndarmenn hafa í nógu að snúast. Nú sé verið að vinna drög að reglugerð um hvemig skipta eigi landinu upp í bókasafnsum- dæmi. Hulda Björk telur góða menntun vera forsendu fyrir fram- þróun og nýjungum. „I bókasafns- og_ upplýsinga- fræðiskor Háskóla Islands hefur breytingum verið fylgt vel eftir og séð til þess að bókasafnsfræðingar fái menntun í samræmi við nýjar kröfur. Það þarf líka að huga að endurmenntun fyrir eldri bóka: verði og bókasafnsfræðinga. í Verkmenntaskólanum á Akureyri er á byrjunarstigi nám fyrir ófag- lærða og boðið er upp á námskeið í tölvu- og netnotkun við E ndurmenntunarstofnun HI í samstarfi við Félag bókasafnsfræðinga.“ Unnið með risum Síðustu ár hafa tölvunám- skeið orðið æ fyrirferðar- meiri í bókasafns- og upplýs- ingafræðiskor Háskóla ís- lands. Prófessor Anne Clyde hefur síðastliðin fimm ár séð um þann hluta kennslunnar sem snýr að veraldarvefnum. Árið 1990 kom hún hingað sem gestakennari og var fyrsta netnámskeiðið þá haldið en það var áður en al- menningur byrjaði að nýta sér netið að ráði. Anne er ánægð með að- búnað til tölvu- og net- kennslu. „Islenskar netteng- ingar eru mjög góðar og samskipti ganga því hratt fyrir sig. Þetta skapar ýmsa möguleika fyrir nemendur og ég tel námið hér að mörgu leyti skrefi framar en í nágrannalöndunum. Nem- endur hafa prófað ýmiss konar hugbúnað fyrir bóka- söfn og tölvufyriræki. Eitt árið vorum við fengin til að prófa netþjónustu DIALOG sem er stærsta upplýsingaþjónusta („on- line information service") í heimi. Nemendur lögðu fram gagnrýni og hugmyndir og margt af því var tekið til greina við endanlega út- færslu vefsins." Innritunum hefur fjölgað síð- ustu ár og nú innritast þrjátíu til fjörutíu nemendur í bókasafns- og upplýsingafræðiskor á ári. Að sögn Anne er námið í örri þróun EYKJANESBRAUT Til Hafnarfjarðar : Kaplakriki ÍÞRÓTTASVÆÐI I r Q MOLDUHRAUN c c 3 o Iðnaðar-, verslunar- og þjónustuhverfi í Ga rða bæ „HVER OG HVER / VILL OG /VERÐUR T • • • • Hafnarfjarðarbær auglýsir til sölu byggingarrétt á lóðinni Garðahraun 2, Garðabæ. Stærð lóðarinnar er 22.054 m2. Lóðin er mjög vel staðsett í iðnaðar-, verslunar- og þjónustuhverfi í Molduhrauni og auðvelt er að nýta tengsl við Reykjanesbraut. Hagkvæmt er að hefja byggingarframkvæmdir þar sem lóðin hefur verið sléttuð að verulegu leyti. t Nánari upplýsingar veitir tæknideild framkvæmda- og ' tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar, að Strandgötu 6 eða í síma 555 3444. Hafnarfjarðarbær áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði scm cr cða hafna öllum. HAFNARfJARBARBÆR Priamkvissmaé- tæMíísví*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.