Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FYRRVERANDI FASISTAR A ITALIU KVE
HAFA GERT UPP VIÐ FORTIÐINA
Horft til Thatcher og Reagans
um. ítölum bæri að taka virkan þátt
í þeirri hnattvæðingu efnahagslífsins
sem einkenndi nútímann. Minnka
þyrfti skuldir ríkissjóðs og draga
bæri úr skattheimtu. Full þátttaka í
samrunaferlinu í Evrópu væri og
stefnumál sem Þjóðfylkingin styddi.
Flest það sem Fini nefndi hefur
ríkisstjórn Romanos Prodi raunar á
stefnuskrá sinni og þótti sýnt að
hann hefði í ræðu þessari leitast við
að nefna ekkert það sem úlfúð gæti
vakið eða kallað gæti fram fullyrð-
ingar um öfgahyggju. Hann tók hins
vegar fram að „gildismat“ hægi-
manna væri annað en flokka þeirra
sem tekið hefðu sér stöðu á miðjunni
og vinstri vængnum í ítölskum
stjórnmálum. I þessu efni virtist
hann ekki síst hafa í huga svonefnd
„fjölskyldugildi" og það almenna
þjóðarstolt sem löngum hefur sett
mark sitt á hugmyndafræði hægri
manna. Raunar hafa talsmenn Þjóð-
fylkingarinnar sagt að uppgjörið við
hina fasísku fortíð feli í sér að
flokksmenn hafi nú tekið upp svip-
aða hugmyndafræði og stjórnmála-
skörungar á borð við Charles de
Gaullle, Ronald Reagan og Margar-
et Thatcher fylgdu er þau voru við
völd. Baráttan við kommúnismann
heyi’i hins vegar sögunni til því sú
hugmyndafræði sé dauð og engin
merki sjáanleg um að upprisu henn-
ar sé að vænta á Ítalíu. Óllum jöfn-
uði við Þjóðfylkingu Jean-Marie Le
Pen í Frakklandi er afdráttarlaust
vísað á bug.
Almennt var gerður heldur góður
rómur að þessari ræðu Finis. Dag-
blaðið La Stampa sagði í forustu-
grein að sérstaka athygli hefði vakið
að Fini hefði aldrei tekið sér í munn
orðin „kommúnismi" og „fasismi".
„Hann talaði líkt og ráðamaður og
vék skipulega að fyrirliggjandi verk-
efnum á sviði efnahags- og félags-
mála.“ Blaðið bætti hins vegar við að
svo virtist sem Fini hefði „svör á
reiðum höndum við öllu.“ í leiðara
blaðsins Corriere della Sera sagði
að leiðtoginn hefði lagt áherslu á að
þessi endurnýjun þýddi að Þjóðfylk-
ingin yi'ði framvegis nútímalegur
stjórnmálaflokkur sem gera myndi
tilkall til stjórnarþátttöku og jafnvel
forsætisráðherraembættisins.
„Gömlum reikningum lokað,“ sagði
blaðið í fyrirsögn.
Fasisminn undir teppið?
Líkt og ætla mátti eru þeir menn
auðfundnir sem telja að uppgjör
flokksins við fortíðina geti ekki talist
sannfærandi. Á meðal þeirra er Pi-
ero Ignazi, þekktur stjórnmálafræð-
ingur við háskólann í Bologna, sem
ritað hefur fjölda bóka um fasista-
hreyfingar í Evrópu og á Ítalíu. Ign-
azi segir ljóst að flokknum hafi tek-
ist að höfða til nýrra kjósenda sem
ekki hafi kynnst hugmyndafræði
fasismans af eigin raun. Hann telur
hins vegar að Þjóðfylkingin hafi ekki
sagt skilið við þessa stjórnmála-
kenningu með nógu afgerandi hætti,
t.a.m. ekki lýst yfir því að stefnan
hafi verið röng og af hinu illa. „Þeir
hafa látið ýmsar hugþekkar yfirlýs-
ingar frá sér fara en raunverulegar
aðgerðir hafa ekki verið í samræmi
við þær.“ Prófessorinn bætir við að
hann telji að fasismanum hafi ein-
faldlega verið sópað undir teppið.
Flokkurinn sé og verði tengdur
þessari stefnu hugmyndafræðileg-
um, menningarlegum og tilfinninga-
legum böndum. Aðrir gagnrýnendur
benda á að Fini hafi fyrir ekki mjög
mörgum árum lýst yfir því að Mus-
solini væri merkastur stjórnmála-
manna á þessari öld og hafa það til
marks um að hann sé ekki fær um
að stjórna þessu endurreisnarstarfi.
Hvaða skoðun sem menn kunna
að hafa á þessu uppgjöri Þjóðfylk-
ingarinnar undir forustu 'Gian-
franco Fini virðist ljóst að ekki
verður snúið til baka. Kommúnism-
inn og fasisminn, þessir fornu höf-
------~ _ uðfjendur, takast ekki
Taldi Mussolini lengur á í ítölskum
forðum mikil- stjórnmálum. Jaðar-
menni hópar kunna að reyna
að draga að sér athygl-
ina en vonir þeirra um
fjöldafylgi eru litlar og minnka enn
eftir því sem lengra líður frá því er
lík þeirra Benitos Mussolini og ást-
konu hans, Clöru Petacci, voru
hengd upp í Mílanoborg fyrir rúm-
um 50 árum.
BENITO Mussolini ávarpar stuðningsmenn sína í Mílanó.
forsætisráðherrans er ákaft leitað
þessa dagana í flestum löndum Evr-
ópu.
í fótspor fyrrverandi
kommúnista
Fini hóf að leiða flokkinn kröftug-
lega frá hinum fasísku rótum fyrir
rúmum tveimur árum en MSI-
hreyfmgin var lögð niður í jánuar
1995 þegar Þjóðfýlkingin var stofn-
uð. Gianfranco Fini ætlar sér sýni-
lega að feta í fótspor fyi-rverandi
kommúnista á Ítalíu sem nú eru í
stjórn undir forsæti Romano Prodi
og þakka þann góða árangur þeim
ákvörðun að kasta bæði hamrinum
og sigðinni fyrir borð. Á Italíu er á
hinn bóginn litið svo á að lokamark-
mið Fini sé að velta Silivio
Berlusconi úr sessi sem leiðtoga
Frelsisbandalagsins en svo nefnist
samstarfsvettvangur Þjóðfylkingar-
innar og Áfram Ítalía (Forza Italia),
sem er flokkur Berlusconis. Þessir
flokkar mynduðu raunar stjórn árið
1994 og fór auðkýfingurinn
Berlusconi fyrir henni. Vinstri- og
miðflokkarnir sigruðu hins vegar í
síðustu kosningum sem fram fói-u í
maí 1996. Frá þeim tíma hefur
Frelsisbandalagið verið í stjórnar-
andstöðu og vaxandi óánægju hefur
gætt vegna frammistöðu Berluscon-
is í leiðtogaembættinu. Spillingar- á-
kærur og flókin viðskiptamál urðu
honum að falli á sínum tíma og hefur
honum lítt gengið að verjast ásökun-
um um að viðskiptaveldi hans sé
réttnefnd tjaldbúð græðgi, siðleysis
og annarra mannlegra lasta.
Þá hafa viðbrögð flokksleiðtogans
verið rakin til nýs miðjuflokks, UDR,
sem Franeesco Cossiga, fyrrverandi
forseti, hefur stofnað en stjórnmála-
skýrendur telja margir hverjir að
hann hyggist leiða þau samtök til
samstarfs við aðra miðju- og hægri-
flokka en útiloka Þjóðfylkinguna.
Lokasókn í Verona
Lokasóknina gegn hinni fasísku
arfleifð hóf Fini í lok febrúarmánaðar
á flokksþingi Þjóðfylkingarinnar sem
haldið var í Verona. Þótti við hæfi að
þingið skyldi haldið þar því það var í
Verona sem Mussolini endun-eisti
Fasistaflokkinn haustið 1943 er hann
sneri aftur til Italíu og tók við völdum
á svæðum þeim sem Þjóðverjar réðu í
norðurhluta landsins. Það var einnig í
Verona þar sem Galeazzo Ciano,
tengdasonur einræðisherrans og ut-
anríkisráðherra, var tekinn af lífi árið
1944 eftir að hafa verið fundinn sekui-
um samsæri gegn leiðtoganum.
Fyrir þingið í Verona hafði Fini
sagt að hann væri „dauðþreyttur á að
bera byrðar fortíðarinnar" og sú af-
staða kom skýrt fram í stefnuræðu
hans. Fini minnti á að flokkurinn
hefði fyi-h- tveimur árum hafnað kyn-
þáttahyggju, þjóðrembu og gyðinga-
hatri í öllum sínum myndum á þeim
forsendum að slíkar kenningar væru
siðfræðilega óverjandi. „Við höfum
sýnt hæfni og hugrekki í uppgjöri
okkar við fortíðina," sagði Fini og
bætti við að sjaldnast hefði áður ríkt
viðlíka samstaða um pólitísk grund-
vallaratriði í sögu Ítalíu. Fonnaður-
inn hafnaði hins vegar samstarfi við
„öfgamenn" og átti þar -------------
við endurstofnuð sam-
tök harðlínukommúnista
og Norðurbandalagið,
sem hefúr aðskilnað írá
Ítalíu á stefnuskrá sinni.
Fini gerði gi-ein fyrir stefnu
flokksins í efnhags- og félagsmálum,
lýsti yfir því að allir íbúar Italíu
þyrftu að standa jafnir frammi fyrir
lögunum, njóta heilbrigðisþjónustu
og eiga aðgang að frjálsum fjölmiðl-
Gianfranco Fini,
leiðtogi Þjóðfylkingar-
----------7-----------
innar á Italíu, segir
uppgjörinu við hina
fasísku fortíð flokks-
ins lokið. Asgeir
Sverrisson fjallar
um sókn flokksins
inn að miðju
ítalskra stjórnmála.
ALLESSANDRA Mussolini
hefur lagst gegn því að hug-
myndafræði afa hennar verði
hafnað með öllu.
„II duce“
q Q ■■ "■ málamanna Italíu.
a oskuhaugana
Reuters
GIANFRANCO Fini fagnar hagstæðum kosningaúrslitum. Skoðana-
kannanir hafa ítrekað leitt í ljós að hann er í hópi vinsælustu stjórn-
HANN hefur verið vændur
um svik en þeir eru miklu
fleiri sem fagnað hafa því
uppgjöri við fortíðina sem
Gianfranco Fini, leiðtogi Þjóðfylking-
arinnar á Italíu, hefur beitt sér fyrir.
Flokkur hans hefur nú hafnað arf-
leifð Benitos Mussolirús, fasistaleið-
togans sem stjórnaði Ítalíu á fjórða
áratugnum og allt fram til loka seinni
heimsstyrjaldarinnar er landar- „II
duce“ myrtu hann og strengdu upp á
löppunum í Mílanóborg. Fini kveðst
nú stjóma nútímalegum hægriflokki
og viðbrögðin á Ítalíu gefa til kynna
að honum kunni að takast þetta ætl-
unarverk sitt.
Því hefui' verið fram haldið að Mus-
solini hljóti að líkjast einna helst
rjómaþeytara í gröfínni nú þegar hin-
ir pólitísku arftakar hans hafa afráðið
að kasta hugmyndafræði fasismans
endanlega á öskuhaugana. I stað
þess að hatast við kommúnista, gyð-
inga, frímúrara og verkalýðsfélög
boðar Gianfranco Fini nú að uppgjör-
inu við hinar sögulegu rætur flokks-
ins sé lokið og að aldrei framar verði
unnt að bendla Þjóðfylkinguna (Al-
leanza Nazionale) við þessa myrku
tíma í sögu ítölsku þjóðarinnar. Mus-
solini hvilir að sönnu enn í grafhýsi
sínu í Predappio nærri Ravenna en
nú hefur lokið einnig verið skrúfað á
líkkistu hugmynda hans. Eða svo vill
Gianfranco Fini láta í veðri vaka.
Vitanlega eru ekki allir sáttir við
þessi hamskipti Þjóðfylkingarinnar.
Hávær en örlítill minnihluti heldur
enn uppi baráttunni í nafni fasism-
ans en á sér engar vonir um fjölda-
fylgi. „Félagsfylkingin" nefnast þau
samtök en fyrir þeim fer Pino nokk-
ur Rauti sem í engu efast um að
sannindi þau sem „II duce“ hafði
fram að færa á sínum tíma séu enn í
fullu gildi. Hins vegar eru aðeins eitt
til tvö prósent kjósenda sammála
þessu mati Rauti.
Barnabörnin mótmæla
Innan Þjóðfylkingarinnar hefur
einna mest borið á andstöðu Al-
lesöndru Mussolini við uppgjör
þetta. Hún telur enda málið sér
skylt. Allesandra, sem
starfaði sem Ijósmynda-
fyrirsæta áður en hún
hóf þátttöku í stjóm-
málum er bamabarn
einræðisherrans gamla
og kona prýðilega stolt af ætt sinni
og uppmna. „Við getum ekki þurrk-
að út heilu kaflana í sögu Ítalíu sem
ritaðir em í blóði,“ hefur hún sagt.
„Ef við skemm á öll tengsl við hið
liðna munum við ekki treysta stöðu
„Dauðþreyttur á
byrðum fortíðar-
innar“
okkar heldur mun okkur fatast flug-
ið.“ Allesandra, sem er 35 ára og
tveggja barna móðir hefur gert sitt
til að halda upp heiðri ættarinnar.
Eldri dóttir hennar heitir Caterina
Vasumi í höfuðið á ömmu einræðis-
herrans en sú yngri sem fæddist
skömmu fyrir síðustu jól ber kven-
kynsmynd skírnarnafns hans og
heitir Benita.
Guido Mussolini annað barnabarn
einræðishemans hefur haldið fram
svipuðum sjónai-miðum. Hefur hann
m.a. lýst yfir því að pólitískar tilfær-
ingar Finis gangi guðlasti næst. „Þær
eru móðgun við afa minn og alla þá
ítali sem féllu fyiir fóðurlandið.11
Ef horft er til fylgisþróunar Þjóð-
fylkingarinnar verður ekki önnur
ályktun dregin en að Fini hafi rétt
fyrir sér en bamabömunum skjátlist.
Árið 1992 þegar flokkurinn nefndist
enn „ítalska félagshreyfingin" (MSI)
fékk hann 5,2% atkvæða í þingkosn-
ingum. I kosningunum árið 1996,
sem mið- og vinstriflokkamir unnu,
fékk Þjóðfylkingin hins vegar 15,7%
atkvæðanna. I velflestum löndum
væru þetta talin nánast lygileg um-
skipti á svo skömmum tíma. Olga
hefur að vísu einkennt stjórnmálalífið
á Ítalíu svo ekki sé meira sagt en allt
bendir til þess að þetta fylgi flokksins
ætli að reynast stöðugt.
Gianfranco Fini er ekki í nokkrum
vafa um hverju og
hverjum þakka beri
þennan mikla árangur.
Skoðanakannanir sýna
___________ enda að hann er maður
vinsæll á Ítalíu. Oftar
en ekki reynist leiðtogi Þjóðfylking-
arinnar í hópi allra ástsælustu
stjórnmálamanna landsins. Sagt er
að andstæðingar hans óttist að hann
hyggist verða „Tony Blair hægri-
manna á Ítalíu“. Jafningja breska
;
!
i
i
i
i
i