Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FYRRVERANDI FASISTAR A ITALIU KVE HAFA GERT UPP VIÐ FORTIÐINA Horft til Thatcher og Reagans um. ítölum bæri að taka virkan þátt í þeirri hnattvæðingu efnahagslífsins sem einkenndi nútímann. Minnka þyrfti skuldir ríkissjóðs og draga bæri úr skattheimtu. Full þátttaka í samrunaferlinu í Evrópu væri og stefnumál sem Þjóðfylkingin styddi. Flest það sem Fini nefndi hefur ríkisstjórn Romanos Prodi raunar á stefnuskrá sinni og þótti sýnt að hann hefði í ræðu þessari leitast við að nefna ekkert það sem úlfúð gæti vakið eða kallað gæti fram fullyrð- ingar um öfgahyggju. Hann tók hins vegar fram að „gildismat“ hægi- manna væri annað en flokka þeirra sem tekið hefðu sér stöðu á miðjunni og vinstri vængnum í ítölskum stjórnmálum. I þessu efni virtist hann ekki síst hafa í huga svonefnd „fjölskyldugildi" og það almenna þjóðarstolt sem löngum hefur sett mark sitt á hugmyndafræði hægri manna. Raunar hafa talsmenn Þjóð- fylkingarinnar sagt að uppgjörið við hina fasísku fortíð feli í sér að flokksmenn hafi nú tekið upp svip- aða hugmyndafræði og stjórnmála- skörungar á borð við Charles de Gaullle, Ronald Reagan og Margar- et Thatcher fylgdu er þau voru við völd. Baráttan við kommúnismann heyi’i hins vegar sögunni til því sú hugmyndafræði sé dauð og engin merki sjáanleg um að upprisu henn- ar sé að vænta á Ítalíu. Óllum jöfn- uði við Þjóðfylkingu Jean-Marie Le Pen í Frakklandi er afdráttarlaust vísað á bug. Almennt var gerður heldur góður rómur að þessari ræðu Finis. Dag- blaðið La Stampa sagði í forustu- grein að sérstaka athygli hefði vakið að Fini hefði aldrei tekið sér í munn orðin „kommúnismi" og „fasismi". „Hann talaði líkt og ráðamaður og vék skipulega að fyrirliggjandi verk- efnum á sviði efnahags- og félags- mála.“ Blaðið bætti hins vegar við að svo virtist sem Fini hefði „svör á reiðum höndum við öllu.“ í leiðara blaðsins Corriere della Sera sagði að leiðtoginn hefði lagt áherslu á að þessi endurnýjun þýddi að Þjóðfylk- ingin yi'ði framvegis nútímalegur stjórnmálaflokkur sem gera myndi tilkall til stjórnarþátttöku og jafnvel forsætisráðherraembættisins. „Gömlum reikningum lokað,“ sagði blaðið í fyrirsögn. Fasisminn undir teppið? Líkt og ætla mátti eru þeir menn auðfundnir sem telja að uppgjör flokksins við fortíðina geti ekki talist sannfærandi. Á meðal þeirra er Pi- ero Ignazi, þekktur stjórnmálafræð- ingur við háskólann í Bologna, sem ritað hefur fjölda bóka um fasista- hreyfingar í Evrópu og á Ítalíu. Ign- azi segir ljóst að flokknum hafi tek- ist að höfða til nýrra kjósenda sem ekki hafi kynnst hugmyndafræði fasismans af eigin raun. Hann telur hins vegar að Þjóðfylkingin hafi ekki sagt skilið við þessa stjórnmála- kenningu með nógu afgerandi hætti, t.a.m. ekki lýst yfir því að stefnan hafi verið röng og af hinu illa. „Þeir hafa látið ýmsar hugþekkar yfirlýs- ingar frá sér fara en raunverulegar aðgerðir hafa ekki verið í samræmi við þær.“ Prófessorinn bætir við að hann telji að fasismanum hafi ein- faldlega verið sópað undir teppið. Flokkurinn sé og verði tengdur þessari stefnu hugmyndafræðileg- um, menningarlegum og tilfinninga- legum böndum. Aðrir gagnrýnendur benda á að Fini hafi fyrir ekki mjög mörgum árum lýst yfir því að Mus- solini væri merkastur stjórnmála- manna á þessari öld og hafa það til marks um að hann sé ekki fær um að stjórna þessu endurreisnarstarfi. Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á þessu uppgjöri Þjóðfylk- ingarinnar undir forustu 'Gian- franco Fini virðist ljóst að ekki verður snúið til baka. Kommúnism- inn og fasisminn, þessir fornu höf- ------~ _ uðfjendur, takast ekki Taldi Mussolini lengur á í ítölskum forðum mikil- stjórnmálum. Jaðar- menni hópar kunna að reyna að draga að sér athygl- ina en vonir þeirra um fjöldafylgi eru litlar og minnka enn eftir því sem lengra líður frá því er lík þeirra Benitos Mussolini og ást- konu hans, Clöru Petacci, voru hengd upp í Mílanoborg fyrir rúm- um 50 árum. BENITO Mussolini ávarpar stuðningsmenn sína í Mílanó. forsætisráðherrans er ákaft leitað þessa dagana í flestum löndum Evr- ópu. í fótspor fyrrverandi kommúnista Fini hóf að leiða flokkinn kröftug- lega frá hinum fasísku rótum fyrir rúmum tveimur árum en MSI- hreyfmgin var lögð niður í jánuar 1995 þegar Þjóðfýlkingin var stofn- uð. Gianfranco Fini ætlar sér sýni- lega að feta í fótspor fyi-rverandi kommúnista á Ítalíu sem nú eru í stjórn undir forsæti Romano Prodi og þakka þann góða árangur þeim ákvörðun að kasta bæði hamrinum og sigðinni fyrir borð. Á Italíu er á hinn bóginn litið svo á að lokamark- mið Fini sé að velta Silivio Berlusconi úr sessi sem leiðtoga Frelsisbandalagsins en svo nefnist samstarfsvettvangur Þjóðfylkingar- innar og Áfram Ítalía (Forza Italia), sem er flokkur Berlusconis. Þessir flokkar mynduðu raunar stjórn árið 1994 og fór auðkýfingurinn Berlusconi fyrir henni. Vinstri- og miðflokkarnir sigruðu hins vegar í síðustu kosningum sem fram fói-u í maí 1996. Frá þeim tíma hefur Frelsisbandalagið verið í stjórnar- andstöðu og vaxandi óánægju hefur gætt vegna frammistöðu Berluscon- is í leiðtogaembættinu. Spillingar- á- kærur og flókin viðskiptamál urðu honum að falli á sínum tíma og hefur honum lítt gengið að verjast ásökun- um um að viðskiptaveldi hans sé réttnefnd tjaldbúð græðgi, siðleysis og annarra mannlegra lasta. Þá hafa viðbrögð flokksleiðtogans verið rakin til nýs miðjuflokks, UDR, sem Franeesco Cossiga, fyrrverandi forseti, hefur stofnað en stjórnmála- skýrendur telja margir hverjir að hann hyggist leiða þau samtök til samstarfs við aðra miðju- og hægri- flokka en útiloka Þjóðfylkinguna. Lokasókn í Verona Lokasóknina gegn hinni fasísku arfleifð hóf Fini í lok febrúarmánaðar á flokksþingi Þjóðfylkingarinnar sem haldið var í Verona. Þótti við hæfi að þingið skyldi haldið þar því það var í Verona sem Mussolini endun-eisti Fasistaflokkinn haustið 1943 er hann sneri aftur til Italíu og tók við völdum á svæðum þeim sem Þjóðverjar réðu í norðurhluta landsins. Það var einnig í Verona þar sem Galeazzo Ciano, tengdasonur einræðisherrans og ut- anríkisráðherra, var tekinn af lífi árið 1944 eftir að hafa verið fundinn sekui- um samsæri gegn leiðtoganum. Fyrir þingið í Verona hafði Fini sagt að hann væri „dauðþreyttur á að bera byrðar fortíðarinnar" og sú af- staða kom skýrt fram í stefnuræðu hans. Fini minnti á að flokkurinn hefði fyi-h- tveimur árum hafnað kyn- þáttahyggju, þjóðrembu og gyðinga- hatri í öllum sínum myndum á þeim forsendum að slíkar kenningar væru siðfræðilega óverjandi. „Við höfum sýnt hæfni og hugrekki í uppgjöri okkar við fortíðina," sagði Fini og bætti við að sjaldnast hefði áður ríkt viðlíka samstaða um pólitísk grund- vallaratriði í sögu Ítalíu. Fonnaður- inn hafnaði hins vegar samstarfi við „öfgamenn" og átti þar ------------- við endurstofnuð sam- tök harðlínukommúnista og Norðurbandalagið, sem hefúr aðskilnað írá Ítalíu á stefnuskrá sinni. Fini gerði gi-ein fyrir stefnu flokksins í efnhags- og félagsmálum, lýsti yfir því að allir íbúar Italíu þyrftu að standa jafnir frammi fyrir lögunum, njóta heilbrigðisþjónustu og eiga aðgang að frjálsum fjölmiðl- Gianfranco Fini, leiðtogi Þjóðfylkingar- ----------7----------- innar á Italíu, segir uppgjörinu við hina fasísku fortíð flokks- ins lokið. Asgeir Sverrisson fjallar um sókn flokksins inn að miðju ítalskra stjórnmála. ALLESSANDRA Mussolini hefur lagst gegn því að hug- myndafræði afa hennar verði hafnað með öllu. „II duce“ q Q ■■ "■ málamanna Italíu. a oskuhaugana Reuters GIANFRANCO Fini fagnar hagstæðum kosningaúrslitum. Skoðana- kannanir hafa ítrekað leitt í ljós að hann er í hópi vinsælustu stjórn- HANN hefur verið vændur um svik en þeir eru miklu fleiri sem fagnað hafa því uppgjöri við fortíðina sem Gianfranco Fini, leiðtogi Þjóðfylking- arinnar á Italíu, hefur beitt sér fyrir. Flokkur hans hefur nú hafnað arf- leifð Benitos Mussolirús, fasistaleið- togans sem stjórnaði Ítalíu á fjórða áratugnum og allt fram til loka seinni heimsstyrjaldarinnar er landar- „II duce“ myrtu hann og strengdu upp á löppunum í Mílanóborg. Fini kveðst nú stjóma nútímalegum hægriflokki og viðbrögðin á Ítalíu gefa til kynna að honum kunni að takast þetta ætl- unarverk sitt. Því hefui' verið fram haldið að Mus- solini hljóti að líkjast einna helst rjómaþeytara í gröfínni nú þegar hin- ir pólitísku arftakar hans hafa afráðið að kasta hugmyndafræði fasismans endanlega á öskuhaugana. I stað þess að hatast við kommúnista, gyð- inga, frímúrara og verkalýðsfélög boðar Gianfranco Fini nú að uppgjör- inu við hinar sögulegu rætur flokks- ins sé lokið og að aldrei framar verði unnt að bendla Þjóðfylkinguna (Al- leanza Nazionale) við þessa myrku tíma í sögu ítölsku þjóðarinnar. Mus- solini hvilir að sönnu enn í grafhýsi sínu í Predappio nærri Ravenna en nú hefur lokið einnig verið skrúfað á líkkistu hugmynda hans. Eða svo vill Gianfranco Fini láta í veðri vaka. Vitanlega eru ekki allir sáttir við þessi hamskipti Þjóðfylkingarinnar. Hávær en örlítill minnihluti heldur enn uppi baráttunni í nafni fasism- ans en á sér engar vonir um fjölda- fylgi. „Félagsfylkingin" nefnast þau samtök en fyrir þeim fer Pino nokk- ur Rauti sem í engu efast um að sannindi þau sem „II duce“ hafði fram að færa á sínum tíma séu enn í fullu gildi. Hins vegar eru aðeins eitt til tvö prósent kjósenda sammála þessu mati Rauti. Barnabörnin mótmæla Innan Þjóðfylkingarinnar hefur einna mest borið á andstöðu Al- lesöndru Mussolini við uppgjör þetta. Hún telur enda málið sér skylt. Allesandra, sem starfaði sem Ijósmynda- fyrirsæta áður en hún hóf þátttöku í stjóm- málum er bamabarn einræðisherrans gamla og kona prýðilega stolt af ætt sinni og uppmna. „Við getum ekki þurrk- að út heilu kaflana í sögu Ítalíu sem ritaðir em í blóði,“ hefur hún sagt. „Ef við skemm á öll tengsl við hið liðna munum við ekki treysta stöðu „Dauðþreyttur á byrðum fortíðar- innar“ okkar heldur mun okkur fatast flug- ið.“ Allesandra, sem er 35 ára og tveggja barna móðir hefur gert sitt til að halda upp heiðri ættarinnar. Eldri dóttir hennar heitir Caterina Vasumi í höfuðið á ömmu einræðis- herrans en sú yngri sem fæddist skömmu fyrir síðustu jól ber kven- kynsmynd skírnarnafns hans og heitir Benita. Guido Mussolini annað barnabarn einræðishemans hefur haldið fram svipuðum sjónai-miðum. Hefur hann m.a. lýst yfir því að pólitískar tilfær- ingar Finis gangi guðlasti næst. „Þær eru móðgun við afa minn og alla þá ítali sem féllu fyiir fóðurlandið.11 Ef horft er til fylgisþróunar Þjóð- fylkingarinnar verður ekki önnur ályktun dregin en að Fini hafi rétt fyrir sér en bamabömunum skjátlist. Árið 1992 þegar flokkurinn nefndist enn „ítalska félagshreyfingin" (MSI) fékk hann 5,2% atkvæða í þingkosn- ingum. I kosningunum árið 1996, sem mið- og vinstriflokkamir unnu, fékk Þjóðfylkingin hins vegar 15,7% atkvæðanna. I velflestum löndum væru þetta talin nánast lygileg um- skipti á svo skömmum tíma. Olga hefur að vísu einkennt stjórnmálalífið á Ítalíu svo ekki sé meira sagt en allt bendir til þess að þetta fylgi flokksins ætli að reynast stöðugt. Gianfranco Fini er ekki í nokkrum vafa um hverju og hverjum þakka beri þennan mikla árangur. Skoðanakannanir sýna ___________ enda að hann er maður vinsæll á Ítalíu. Oftar en ekki reynist leiðtogi Þjóðfylking- arinnar í hópi allra ástsælustu stjórnmálamanna landsins. Sagt er að andstæðingar hans óttist að hann hyggist verða „Tony Blair hægri- manna á Ítalíu“. Jafningja breska ; ! i i i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.