Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 36
86 SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ HÆTTUR AF VÖLDUM JARÐSKJÁLFTA - GREIN 9 Jarðskjálfta- sprungur HORFT AÐ OFAN 11 10: 9: 7- 6 5: Tjón í jarðskjálftum verður að jafnaði mest, segir Ragnar Stefánsson, þar sem sprungur opnast upp á yfírborð. JARÐSKJÁLFTAR verða með þeim hætti að spenna verður meiri en jarðskorpan þolir á hverjum stað. Bergið gengur til eftir sprunguflötum þannig að léttir á spennunni. Litlir skjálftar verða þar sem staðbundn- ar spennur geta myndast, t.d. við neðri mörk skorpu þar sem eru skil ' milli brotgjarnrar, fastrar skorpu, og hálffljótandi efnis fyrir neðan, þar sem kvikur skjótast inn í smá- sprungur, o.s.frv. Stundum getur verið í gangi færsla í jarðskorpunni , eða mikil skæling án þess að jarð- 1 skjálftar verði að ráði, nema þá á | " einstaka stöðum þar sem litlir harð- , ir kjamar eru fyrirstaða fyrir hina ; jöfnu hreyflngu eða skælingu. Þeir brotna að lokum og mynda skjálfta, sem eru litlir ef kjarnarnir eru litl- ir. Stórir skjálftar hafa stóra sprungufleti. Þeir ná í gegnum alla jarðskorpuna eða mikinn hluta hennar. Hér á Islandi geta þeir sums staðar náð 10 km niður og verið nokkrir tugir km á lengd. Yfirleitt eru þessir sprungufletir _ gamlir. Jarðskorpan er öll kross- * sprungin eftir langa þróunarsögu sína. Þegar skorpan þarf að losa sig við yfirspennu leitar hún auðveld- ustu leiðarinnar til þess, leitar leið- ar minnstrar fyrirstöðu. Stefna sprunguflatarins, sem þarf að ganga til verður að hæfa hinum ríkjandi spennustefnum. Það er líka mismunandi auðvelt að koma gömlum misgengisspmngum af stað aftur. Þær hafa límst saman frá því þar var færsla síðast og oft þeim mun betur límdar sem þær eru eldri. Á hinn bógin gætu kvikur hafa verið að skjótast inn í sumar sprungurnar úr neðra, sem glenna þær í sundur og vinna á móti hlið- arþrýstingi, þannig að misgengi um ®þær sprungur verður auðveldara en ella væri. Misgengissprungur í stórum jarðskjálftum á Suðurlandi hafa yf- irleitt norður-suður stefnu, eins og áður hefur komið fram. Um er að ræða lárétta misgengishreyfingu á næstum lóðréttum norður-suður sprungufleti, sem nær gegnum harðasta hluta jarðskorpunnar. Þetta er oft kallað norður-suður MYND 2 | HÉR sjáum við ár- angur, sem þegar hefur náðst, í kortlagningu á virkum sprung- um fyrir Norðurlandi. Jarð- skjálftastöðvarnar sem notaðar eru í kortlagningu með smá- skjálftaaðferðinni, eru sýndar með svörtum þríhyrningum. Meðal stöðvanna má sjá Siglu- fjörð í vestri, Leirhöfn í austri og Grímsey í norðri. Rauðu strikin á myndinni, einkanlega úti í sjó fyrir norðan landið, tákna sprungustefnur niðri í jarðskorpunni á um 70 virkum sprungueiningum. Sprungurn- ar hallast niður í þá átt, sem stuttu broddamir standa út úr strikunum. Algengast er að færslan á þessum spmngum sé lárétt sniðgengisfærsla. Svörtu línurnar em túlkun jarðfræð- inga á dýptarmismun í ná- kvæmum dýptarmælingum. Hæðarmismunurinn er túlkað- ur sem siggengi og broddamir tákna að svæðið þeim megin við línurnar hafi sigið miðað við svæðið hinum megin. sniðgengi. Þessi norður-suður stefna sprungnanna virðist ein- kennileg, þegar haft er í huga, að á Suðurlandi rekur svæðið norðan sprungubeltisins til vesturs miðað við svæðið sunnan þess, sem sagt, gengur til vinstri, ef við hugsum okkur að við stöndum sunnan við. Án þess að útskýra þetta nánar, vil ég þó benda á að misgengi til hægri á norður-suður sprungum leysir út sömu spennur og vinstra misgengi á austur-vestur sprungum. En stóru jarðskjálftamir á Suðurlandi verða einmitt við hægri handar misgengi á mörgum lóðréttum norður-suður sprungum, sem liggja hlið við hlið. Að jarðskorpan skuli frekar velja þessa leið til útlausnar innri spennu er svo tengt stað- bundnum veikleikum í skorpunni, sem hafa orðið til við myndun henn- ar, en líka tengt flóknu samspili landreks, breytilegs þrýstings frá möttulstróknum (heita reitinum) og innblæstri kvika úr neðra inn í jarð- skorpuna í brotabeltunum. Á svokölluðu Húsavíkur-Flateyj- armisgengi fyrir norðan er þessu öðru vísi háttað. Stórir skjálftar þar leysast líkast til úr læðingi við hægri handar misgengi á sjálfu meginmisgenginu, þar sem land norðan misgengisins færist til aust- urs miðað við landið sunnan þess, sem sagt líka til hægri handar, ef við horfum til norðurs af suður- barmi sprungunnar. Hins vegar, ef litið er til brotasvæðisins fyrir norð- an í heild sinni, er mikið um norður- suður sprungur, sbr. mynd 2. Kortlagning á sprungum er afar mikilvægur liður í því að geta dreg- ið úr hættum af völdum jarð- skjálfta. Þegar jarðskjálftahreyfing verður má búast við að hún magnist upp þar sem sprungur eru. Sér- staklega á þetta við um þær sprungur sem eru misgengis- sprungur stórra skjálfta. Við köll- um að þær sprungur séu virkar, sem unnt er að tengja við jarð- skjálfta á okkar tímum. Jarðfræð- ingar hafa unnið mikið starf við að kortleggja sprungur á yfírborði og skoða hreyfistefnu þeirra. Þetta á bæði við um virkar sprungur, eða sprungur sem urðu til fyrir löngu. En gamlar misgengissprungur sjást ekki alltaf á yfirborði. Á nokk- ur hundruð árum hyljast þær oft jarðvegi og erfitt að finna þær með yfirborðsskoðun. Það er líka þannig að jarðskjálftar, t.d. á Suðurlandi, koma ekki fram í sömu sprungum og í jarðskjálftum 100-200 árum áð- ur. Það var því mikið framfaraskref þegar tókst að þróa aðferð til að kortleggja virkar sprungur neðan- jarðar út frá smáskjálftum, sem á þeim verða. Þetta varð mögulegt með þróun SIL mælingakerfisins. Á Veðurstofunni kortleggjum við nú sprungur hvenær sem við fáum til þess nægilega marga litla skjálfta frá ákveðnum stöðum. Að- ferðin var þróuð af Ragnari Slunga frá Svíþjóð og nemanda hans í Uppsölum, Sigurði Rögnvaldssyni, sem nú starfar hér. Hér verður í örstuttu máli gerð grein fyrir hvemig farið er að við þessa sprungukortlagningu. Eigi að vera mögulegt að kortleggja spmngur þarf að vera hægt að staðsetja litla skjálfta á þeim með nokkurra tuga metra innbyrðis ná- kvæmni. Skjálftar era staðsettir út frá tímanum sem það tekur jarð- O o °c$ I? Q o oq>c » o a o o o ° o o -2 -1 ) 1 2 Austur, km ÞVERSNIÐ 3 6 ■* 4 •I 5 .... .1.1 ..... 1.1.1 i-1.1 o° : Q. dftálS, °:„°n --n-n- CTqO 1" " Austur, km | HÉR er lýst með einu dæmi hvað vinnst með fjölvinnslu smáskjálfta, þ.e.a.s. með því að samnýta upplýsingar frá mörgum smáskjálftum til að bæta staðsetningu þeirra og þar með að nýta þá til að kortleggja sprungur. Sunnan undir Lan- gjökli voru jarðskjálftar stað- settir eins og myndimar til vinstri sýna. Á efri myndinni til vinstri er horft ofan á jörðina og við sjáum dreif af jarðskjálftum á nokkurra kílómetra svæði. Á myndinni fyrir neðan sést þetta í þversniði. Á efri myndinni til hægri má sjá frá yfirborði hvemig jarðslqálftamir dreifast eftir endurstaðsetningu með fjölvinnsluaðferðinni, innan svæðis sem aðeins er um einn kdómetri. Þegar horft er á þessa dreifingu i þversniði eins og gert er á neðri myndinni hægra megin sést að jarðskjálftamir raða sér á flöt. Þegar eðli jarð- skjálftanna er skoðað nánar sést að hér er um að ræða sniðgengi á hallandi misgengisspmngu. 6 -ic 3 «o O S HORFTAÐOFAN 1 .... 1 .... 1 .... 1 .... 1 .... - ■ ' \ \ \ • --m-r TTT-I- -TTTT- TTTT TTTT -2-10 1 2 3 Austur, km Q ÞVERSNIE > 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 2 C ■ i >i 11" i111 • 5 6 Austur, km skjálftabylgjur að berast frá upp- takastað og til mismunandi jarð- skjálftastöðva. Bylgjurnar berast með nokkurra kflómetra hraða á sekúndu. Bylgjuhraðinn er nokkuð mismunandi eftir því hvar er. Vegna þess hve óvissan er mikil í þekkingu á bylgjuhraðanum er mjög erfitt að finna upptök og dýpi einstakra skjálfta með minna en eins til nokkurra kflómetra ná- kvæmni. Við hmkhreyfingar verða hins vegar oft margir litlir skjálftar á takmörkuðu svæði, t.d. á einum sprangufleti. Þetta nýtum við okk- ur til að auka innbyrðis nákvæmni í staðsetningu með fjölvinnsluaðferð. Með samnýtingu upplýsinganna frá þessum smáskjálftum og með því að tímanákvæmnin í SIL kerfínu er 1/1.000 úr sekúndu er unnt að auka til muna nákvæmni í staðsetningu þeirra. T.d verður skekkjan í inn- byrðis staðsetningu þeirra, með þessari aðferð, innan við einn eða nokkra tugi metra. Mynd 1 lýsir hvernig þessi nákvæmni er nýtt til að staðsetja ákveðna spmngu neð- anjarðar. Mynd 2 sýnir hvemig þessi aðferð hefur verið notuð til að staðsetja sprangur neðanjarðar úti fýrir Norðurlandi. Þegar búið er að kortleggja spmngur með þessari nákvæmni er unnt að skynja hvemig hreyfing á einni spmngu veldur spennu sem aftur veldur hreyfingu á annarri ná- lægri sprangu. Þannig er hægt að hugsa sér að unnt verði þegar fram líða stundir að mæla sprunguhreyf- ingar og spennubreytingar niðri í jarðskorpunni í tíma og rúmi. Það væri afar mikilvægt ef unnt yrði út frá slíkum rannsóknum að geta sagt fyrir um hvaða spranga mundi verða virk á Suðurlands- brotabeltinu í næstu skjálftum sem þar verða. Tjón í jarðskjálftum verður að jafnaði mest þar sem sprungur opnast upp á yfirborð. Þessi mæliaðferð, sem hefur ver- ið þróuð sem liður í jarðskjálftaspá- rannsóknum, er líka gagnleg á ann- an hátt. Nýtanlegur jarðhiti fylgir gjarnan virkum jarðskjálftasprung- um, og mælingarnar þannig líka gagnlegar til að rannsaka jarðhita- svæðin. Heimildir: Varðandi sprungukortlagninguna mætti benda á grein eftir Sig. Th. Rögnvaldsson, Á. Guðmundsson og R. Slunga, sem nefnist Seismotectonic analysis of the Tjömes fracture zone, an active transform fault in North Iceland, sem send hefur verið til birt- ingar í tímaritinu J. of Geophysical Rese- arch. Einnig má benda á grein eftir S. Th. Rögnvaldsson, G. Guðmundsson, K. Ágústs- son, S. Jakobsdóttur, R. Slunga og R. Stef- ánsson, sem nefnist Seismicity in the Heng- ill volcanic area, SW-Iceland, sem send hef- ur verið til birtingar í tímaritinu Volcanology and Seismology. Þá má finna upplýsingar í stuttu máli, m.a. um ofantöld atriði, í stuttum upplýsingabæklingum á ensku, sem nefnast The SIL system og PRENLAB, en þeir eru fáanlegir á Veður- stofunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.