Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 50
v50 SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 „Sælir eru þeir, sem ekki sáu og trúðu þó“ í hugvekju þessa sunnudags segir sr, Heimir Steinsson -------7------------ m.a.: I samfélaginu við Krist erum vér dáin frá veröld óreiðu og umskipta, en risin upp til nýrrar verald- ar hins óhaggaða og eina. VIKURNAR eftir páska heita „gleðidagar“. Þá minnast kristn- ir menn þess, að hinn upprisni Drottinn gekk um kring og var sýnilegur lærisveinum sínum. Návist Krists er þannig með sér- legum hætti íhugunarefni þessa hluta kirkjuársins. Hann, sem alltaf er þér nær, kveður dyra hjá þér í dag umfram það, sem að vanda Iætur. Fyrsta guðspjall fyrsta sunnu- dags eftir páska er að finna hjá guðspjallamanninum Jóhannesi, 20. kapítula versunum 24-31. Þar greinir frá Tómasi postula, en hann hafði ekki verið viðstaddur, er Jesús fyrst birtist lærisveinum sínum upprisinn. Hinir lærisvein- amir sögðu honum: „Vér höfum séð Drottin." En Tómas svaaði: „Sjái ég ekki naglafórin í höndum hans og geti sett fingur minn í naglafórin og lagt hönd mína í síðu hans, mun ég alls ekki trúa.“ Að viku liðinni voru lærisvein- ar Krists aftur saman inni og Tómas með þeim. Dymar voru læstar. Þá kemur Jesús, stendur mitt á meðal þeirra og segir: „Friður sé með yður!“ Síðan seg- ir hann við Tómas: „Kom hingað með fingur þinn og sjá hendur mínar, og kom með hönd þína og legg í síðu mína, og vertu ekki vantrúaður, heldur trúaður.“ Tómas svaraði: „Drottinn minn og Guð minn!“ Jesús segir við hann: „Þú trúir, af því að þú hef- ur séð mig; sælir eru þeir, sem ekki sáu og trúðu þó.“ Frumsöfnuðurinn Eins og við er að búast, bein- ist athygli Heilagrar ritningar og kristinnar kirkju strax eftir páska að frumsöfnuðinum, sem til varð í Jerúsalem í kjölfar upprisunnar. Þar var í öndverðu um að ræða lítinn hóp manna, postulana og fömnauta þeirra. A hvítasunnudag bættust við þrjú þúsund sálir (Post. 2:41), og úr því bætti Drottinn „daglega við í hópinn þeim, er frelsast létu“ (Post. 2:47). Síðari ritningarlestur þessa sunnudags eftir þriðju textaröð er tekinn úr Postulasögunni. Þar er bragðið upp mynd af fram- söfnuðinum. Lýsingin er á þessa leið: „En í þeim fjölda, sem trú hafði teldð, var eitt hjarta og ein sál, og enginn þeirra taldi neitt vera sitt, er hann átti, heldur höfðu þeir allt sameiginlegt. Postulamir bára vitni um upp- risu Drottins Jesús með miklum krafti, og mikil náð var yfir þeim öllum. Eigi var heldur neinn þurfandi meðal þeirra, því að all- ir landeigendur og húseigendur seldu eign sína, komu með and- virðið og lögðu fyrir fætur post- ulanna. Og sérhverjum var út- hlutað eftir því sem hann hafði þörf til“ (Post. 4:32-36). Eftirvænting Margs konar eftirvænting ein- kenndi frumkristnina. Vikumar eftir upprisuna biðu lærisvein- amir sendingar heilags anda, sem Jesús hafði heitið þeim fyrir dauða sinn (sbr. Jóh. 14:26). Fram eftir áram var vissan um aðsteðjandi endurkomu Krists ríkjandi afl í hugskoti kristinna manna. Sú tilhögun mála í frum- söfnuðinum, sem Postulasagan lýsir og hér var vitnað til, rekur að einhverju leyti rætur til með- vitundar manna um það, að „síð- ustu tímar“ væra rannir upp og ástæðulaust væri að skipuleggja starfsemi safnaðarins til fram- búðar. „Þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né sonurinn, enginn nema faðirinn" hafði frelsarinn sagt um „efsta dag“ við lærisveina sína (Mark. 13:32). En þrátt fyrir þessi orð þóttust menn vita, að dagurinn mikli væri á næsta leiti. Síðar meir urðu breytingar á hugmyndum kristinna manna um þessi efni. Allt að einu fylgir eftirvænting kristinni trú á hverri tíð. Óll bíðum vér þeirra tíðinda, sem vér væntum á eigin vegferð að loknum hérvistardög- um. Og tilvitnuð orð úr Markús- ar guðspjalli eiga sér framhald. Frelsarinn segir: „Verið varir um yður, vakið! Þér vitið ekki ekki nær tíminn er kominn.“ Þetta skyldi sérhver kristinn maður taka til sín ævinlega. Efsti dagður gæti rannið upp á morgun. Ný tilvera Krossdauði Krists og upprisa hafa í för með sér þáttaskil. Friðþægingarfóm Drottins á krossinum hreinsar mig af hverri synd og öllu ranglæti. Upprisa hans leiðir til þess, að þér stendur til boða ævarandi samfélag við Guð og eilífur vera- leiki, - ný og áður óþekkt tilvera. Páll postuli hefur orðað þessi umskipti með eftirminnilegum hætti: „Eg er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, held- ur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölum- ar fyrir mig“ (Gal. 2:20). Þessa hugsun áréttar Páll með vísun til skfrnarinnar í Róm- verjabréfmu: „Eða vitið þér ekki, að allir vér, sem skírðir eram til Krists Jesú, eram skírðir til dauða hans. Vér eram því dánir og greftraðir með honum í skfrn- inni, til þess að lifa nýju lífi, eins og Kristur var upp vakinn frá dauðum fyrfr dýrð föðurins (Róm. 6:3-4). Hér er oss boðaður sá sann- leikur, að í samfélaginu við Krist séum vér dáin frá veröld óreiðu og umskipta, en risin upp til nýrrar veraldar hins óhaggaða og eina. Að elska Jesúm í bók sinni „Breytni eftir Kristi" fjallar Tómas a Kempis um þessi efni. Hann segir: „Sæll er sá maður, sem veit, hvað það er að elska Jesúm og virða sjálf- an sig lítils hans vegna. Sakir ástvinarins ber oss að haftia því, sem oss er kært, því að Jesús vill, að við elskum hann einan og umfram allt annað. Ást á sköp- uðum hlutum tælir mann og er óstöðug. Ást á Jesú er óbrigðul og varanleg. Sá, sem aðhyllist skapaðar verur, mun líða undir lok með því, sem fallvalt er. Sá, er sameinast Jesú, stendur stöð- ugur að eilífu. Haltu þig að Jesú í lífi og dauða, og fel þig óbrigðulli trúfestu hans, sem einn megnar að hjálpa þér, þegar allir aðrir bregðast." _____________________MORGUNBLAÐIÐ í DAG VELVAKAJMPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Með morgunkaffinu Vantar sjálfsala í Flugstöðina VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Ég var að sækja börn í flugstöðina í Keflavík í gær, en þau voru að koma úr flugi frá París, annað barnið var 5 ára og var það mjög þyrst. En það er eng- in afgreiðsla eftir kl. 7 í Flugstöðinni, hvorki hægt að fá vott né þurrt. Ég ætl- aði að gefa þeim vatn að drekka á snyrtingunni en þar voru engin mál sem hægt væri að hella í. En það var stúlka í afgreiðsl- unni sem átti sjálf gos- drykk og hún gaf börnun- um að drekka. Finnst mér það alveg ófært að ekki sé hægt að fá neina hressingu í Flugstöðinni, þó ekki væri nema í sjálfsölum." Valgerður Kristjánsd. Leiðrétting GERD hafði samband við Velvakanda vegna pistils sem Eyjólfur Guðmunds- son skrifar í Velvakanda sl. föstudag. Þar nefnir Eyjólfur í frásögn sinni að smið hafi dreymt Skarp- héðin. Vill Gerd leiðrétta þetta, því eiginmann henn- ar, sem er múrarameistari, dreymdi þennan draum og sagði smiðnum frá á nám- skeiði um Njálu. Fress - karlkyns- eða hvorugkynsorð? LESANDI hafði sam- band við Velvakanda og vildi hann koma á fram- færi athugasemd við fyr- irsögn sem birtist í Vel- vakanda fyrir nokkru. Lesandi segir að þar hafi staðið „Grár fress“ og segir lesandi að orðið fress sé hvorugkyns en ekki karlkyns. Sam- kvæmt upplýsingum sem Velvakandi hefur aflað sér í Orðabók Menningar- sjóðs er orðið „fress“ bæði karlkyns- og hvor- ugkynsorð, þ.e. hvort tveggja er rétt. ST&TFrorjrrrrm TnTnTTrmni! i I TiTíTiTnTíTSTI'' \ ?. ; ' '- r~--- ■' ’ .n •' ' 't ^ Morgunblaðið/Árni Sæberg Börn að vega salt. Víkverji skrifar... I^SLENDINGAR hafa ekki alltaf verið sú vopnlausa og friðelsk- andi þjóð sem þeir era nú - eða segjast vera. Vikan sem hefst í dag, sunnudag 19. apríl, geymir dæmi þess á söguspjöldum að höggvinn var maður og annar. Þennan dag árið 1246 var háð ein mannskæðasta orasta Islandssögu að Haugsnesi í Blönduhlíð í Skagafirði. Þar féll ná- lægt hundrað manna. Þennan löngu liðna dag fór Þórð- ur kakali Sighvatsson af ætt Sturl- unga fyrir 600 manna vopnuðu liði úr Eyjafirði vestur í Skagafjörð. Fyrir var Brandur Kolbeinsson af ætt Ásbiminga, sem þá réð hérað- um milli Öxnadalsheiðar og Hrúta- fjarðar eftir lát Kolbeins unga, með um 700 manna lið. Flokkamir mættust við Djúpadalsá - gráir fyrir jámum. Féll þar Brandur Kolbeins- son ásamt 60 liðsmönnum - og ná- lægt 40 menn af liði Þórðar kakala. Með Haugsnesfundi lauk veldi Ás- biminga. xxx JÓÐLEIKHÚSIÐ var vígt 20. apríl árið 1950, sem þá bar upp á sumardaginn fyrsta. Þetta var stór dagur í leiklistarsögu þjóðar- innar. Vilhjálmur Þ. Gíslason bauð gesti velkomna og Hörður Bjama- son, formaður byggingarnefndar hússins, afhenti Bimi Ólafssyni, menntamálaráðherra, bygginguna. Hörður minntist og sérstaklega Guðjóns Samúelssonar sem teiknaði leikhúsið og hafði yfiramsjón með byggingu þess. Fyrsta leikritið á fjölum hins nýja Þjóðleikhúss var Nýársnóttin eftir Indriða Einars- son. Þjóðleikhúsráð var vel mannað á þessum tíma: Halldór Kiljan Lax- ness, Vilhjálmur Þ. Gíslason, Har- aldur Bjömsson, Ingimar Jónsson og Hörður Bjarnason. Þjóðleikhúsið stendur sig með sóma enn í dag, þegar það vantar tvo vetur í fimmtugt. Víkverji mælir með því við lesendur sína að þeir bregði fyrir sig betri fæti og sæki heim leikhúsin á borgarsvæðinu. Lífið verður skemmtilegra með bragarbót leikhússins! xxx ÞAÐ ERU fleiri mánaðardagar í Jþessari viku sem beinlínis anga af Islandssögu. Fyrstu handritin, endurheimt frá Danmörku, komu til landsins 21. apríl árið 1971. Það var merkur dagur í menningarsögu okkar, sem innsiglaði dansk-ís- lenzka vináttu. Miðvikudagurinn 22. apríl nk. er síðasti dagur vetrar, samkvæmt fomu tímatali. Þá kvöddu íslend- ingar Vetur konung - með mismikl- um söknuði. Raunar var söknuður- inn enginn fyrr á tíð. Vetraríþróttir valda því á hinn bóginn nú orðið, að vetur og snjóalög eru í meiri metum en áður. 22. apríl nk. er að auki - og hvorki meira né minna - en „dagur jarðar", dagur plánetunnar okkar, sem við mættum gjarnan umgang- ast af meiri virðingu og væntum- þykju. Þennan dag árið 1906 fædd- ist og skáldið Snorri Hjartarson (d. 1979). XXX NÓBELSSKÁLDIÐ okkar, Halldór Kiljan Laxness, fædd- ist 23. aprfl árið 1092 (d. 1998). Þennan dag í ár hefst sumarmánuð- urinn Harpa. Þessi dagur, sumar- dagurinn fyrsti, er séríslenzkur há- tíðisdagur, og stendur djúpum rót- um í þjóðarsálinni. Fáir dagar, ef nokkur, era þjóðinni kærari. Þær raddir hafa heyrzt - og gegnir furðu að mati Víkverja dagsins - að færa þurfi þennan dag til, og reyndar fleiri hátíðisdaga sem ber upp á fimmtudag, eða jafnvel fella þá niður. Þetta hljóm- ar í eyrum Víkverja ámóta og krafa þeirra sem seinka vilja hádeginu fram undir nón - með klukku- hringli. Sumardagurinn fyrsti er hluti af þjóðmenningu okkar og siðum. Og varðandi klukkuhringlið þá geta þeir, sem taka vilja daginn fyrr í einn árstíma en annan, einfaldlega farið klukkutímanum fyrr á fætur. Svo einfalt er málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.