Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 25
vettvangsnám, starfi við söfnin á
sumrin eða samhliða námi. „Áður-
nefnd könnun er gott dæmi um
samstarf háskólanema og bóka-
safna því það voru tveir nemar,
Brynhildur Frímannsdóttir og
Ragnhildur Helgadóttir, sem
unnu hana. Nemarnir hafa flestir
áhuga á tækninni sem slíkri en
þegar þeir koma á vettvang upp-
götva þeir að það felst sitthvað
fleira í starfinu. Kannski væri ráð
að kenna bókasafns- og upplýs-
ingafræði sem viðbót við annað
nám líkt og tíðkast sums staðar,“
leggur Anna til. „Þá hefði fólk
grunnmenntun í sagnfræði, bók-
menntum, mannfræði eða öðrum
fögum sem leiddi til fjölbreyttari
þekkingar inni á söfnunum. í
Bandaríkjunum er t.d. algengt að
bókasafnsfræði sé meistaranám
ofan á BA-gráðu í öðru fagi sem er
að mínu viti ágætt fyrirkomulag.
Því má svo ekki gleyma að reynsla
og áhugi eru ekki síður mikilvægir
eiginleikar en góð menntun."
Treyst um of á tðlvur
Anna er að eigin sögn tæknilega
sinnuð en leggur áherslu á að
bókasöfn varðveiti mannlega þátt-
inn. „Tækniþróun er í veldisvexti
og hefur þegar gjörbreytt starfs-
umhverfinu. Enn eru breytingar í
augsýn og það er í raun fullt starj
að fylgjast með þróun upplýsinga
tækninnai-. En það er ekki alli
fengið með tækni og vísindum
hingað munu gestir áfram koma til
þess að handleika bækumar sínai
og við verðum að hlúa að þeirri hlið
þjónustunnar.“
Hún bendir á að tölvutæknin sé
ekki markmið í sjálfu sér heldur
leið að öðram markmiðum. „Það er
svolítið merkilegt að allar þær at-
huganir sem gerðar hafa verið á
gæðum upplýsingaþjónustu leiða
það sama í ljós: Fólk treystir um of
á tölvurnar og lítur ekki í viðeig-
andi handbækur uppi í hillu. Það
vill gleymast að stór hluti upplýs-
inga er ennþá í bókum.“
Utgáfa efnis á tölvutæku formi
fer þó vaxandi. Að sögn Önnu sjá
forlög oft um slíkar útgáfur en
bókasöfn koma í sumum tilfellum
nærri. „Algengt er að gefa út
greinar í tímaritum, kort, myndir,
handrit og a.m.k. sýnishorn af
bókmenntaverkum á tölvutæku
formi. Sumt af þessu „framefni“
er í eigu safna, skjala-, lista-, ljós-
mynda- eða bókasafna, og hefur
ekki verið aðgengilegt öðram en
útvöldum sérfræðingum. Með því
að færa efnið á tölvutækt form
geta allir notið þess. Hugmyndin
er að koma upplýsingum um safn-
kost íslenskra bókasafna í eitt
kerfi sem yrði opnað almenningi á
veraldarvefnum. Þá gæti hver lán-
þegi séð í heimilstölvunni sinni
hvort bókin sem hann langar að
lesa væri inni áður en hann rölti út
á safn.“
• SJÁ NÆSTU SÍÐU
Hugsar þú stundum
umframtíðina?
Kysir þú að hafa betri
stjórn á henni?
Er það hœgt?
Peningar tryggja ekki hamingjuríka framtíð.
En þeir geta gert hana öruggari,
skemmtilegri og auðveldari.
Getum við hjá VÍB aðstoðað þig?
Þjónusta okkar er nú fjölbreyttari og
metnaðarfyllri en nokkru sinni fyrr.Við
leggjum okkur fram um að aðstoða
viðskiptavini okkar við að ávaxta
fjármuni sína sem best og byggja mark-
visst upp eignir fyrir framtíðina. Hvort
sem þú hefur háar eða lágar tekjur, átt
töluverðar eignir eða ert rétt að byrja að
spara, hjálpum við þér að fmna réttu
leiðina fyrir þig.
Við leggjum áherslu á að hugsa fram í
tímann og skipuleggja ávöxtun
fjármunanna vel, því þannig verður
árangurinn bestur.
Verið velkomin í VIB,
til verðbréfafuíltrúa í útibúum Islatidsbanka
og á heimasíðu okkar, www.vib.is
Kirkjusandi • Sími 560 89 00 • Myndsendir: 560 89 10 • Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@vib.is