Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998
MORGUNB LAÐIÐ
HESTAFERÐIR
UM HEIÐARL ÖND
► Arinbjörn Jóhannsson fæddist árið 1950 á Brekkulæk í Mið-
firði, Vestur-Húnavatnssýslu, og ólst þar upp. Að loknu stúd-
entsprófi frá MA 1973 fór hann til Þýskalands og las þýsku fyr-
ir útlendinga við Háskólann í Freiburg og síðan mannfræði við
Kölnarháskóla. Arinbjörn hóf ferðaþjónustu sumarið 1979
ásamt Gudrun Kloes og hafa þau sérhæft sig í skipulagningu
hestaferða og gönguferða um óbyggðir.
► Gudrun Kloes fæddist 1949 í Biidesheim við Rín í Þýska-
landi. Hún fór að vinna 14 ára gömul og las til stúdentsprófs
við kvöldskóla. Gudrun starfaði í þýska sendiráðinu í Reykja-
vík í átta ár og hefur unnið við ferðaþjónustuna frá upphafí.
Hún fæst einnig við þýðingar og ritstörf og hefur m.a. skrifað
fjórar bækur um Island og ritað greinar í bækur og blöð. Arin-
björn og Gudrun eiga þijú börn.
HNAKKAR af öllum hugsanlegum gerðum prýða hlöðuvegglnn á
Brekkulæk. Arinbjörn leggur til öll reiðtygi og útbúnað.
eftir Guðna Einarsson.
HESTAFERÐIR um ísland njóta
mikilla vinsælda útlendra og inn-
lendra ferðamanna. Um þessar
mundir er ferðaþjónusta Arinbjam-
ar Jóhannssonar á Brekkulæk í
Miðfirði að hefja sitt 20. starfsár og
er hún líklega elst þeirra sem nú
bjóða skipulagðar hestaferðir.
Arinbjörn er bóndasonur úr Mið-
fírði og kynntist ungur töfrum Arn-
arvatnsheiðar. Sjö ára gamall fór
hann þangað fyrst í fylgd föður síns
til silungsveiða. I þá daga var heiðin
ekki fær öðrum en gangandi og ríð-
andi. Síðan hefur ekki komið það
sumar að Arinbjöm hafi ekki farið á
Arnarvatnsheiði. Sumarfegurðin á
heiðinni er ógleymanleg hverjum
sem henni kynnist. Fannhvítir jökl-
ar og marglit fjöll ramma inn víðátt-
una og skýin speglast í stilltum
vötnunum. Það eina sem rýfur
kyrrðina er þytur golunnar og kvak
fuglanna.
Hugmyndin kviknar
Á námsáranum í Köln fór Arin-
bjöm að velta því fyrir sér hvað
hann gæti haft sér til lífsviðurværis
heima á íslandi. „Silungsveiði á Am-
arvatnsheiði var tómstundagaman
mitt númer eitt, tvö og þrjú,“ segir
Arinbjörn. „Ég hafði boðið kunn-
ingjum mínum í stuttar veiðiferðir á
hestum upp á heiði og sá hvað þeir
höfðu mikla ánægju af, þótt aðbún-
aður væri framstæður. Ég fékk þá
hugmyndina að fara á heiðiná með
ferðamenn."
Gudran segir að sig hafí lengi
dreymt um að reka gistiheimili eða
farfuglaheimili og þau hafi séð að
það gæti farið vel með skipulagn-
ingu hestaferða. „Þá var það draum-
ur en nú er það bara vinna - mikil
vinna,“ segir Gudran og hlær.
í Þýskalandi er mikill Islands-
áhugi og segir Arinbjörn að tíundi
hver hestur þar í landi sé af íslensku
kyni. Það lá því beint við að gefa
þýskum áhugamönnum um íslenska
hesta kost á því að ferðast um víð-
áttur íslands á hestbaki. Þau Arin-
bjöm og Gudran fengu aðsetur á
eyðibýlinu Aðalbóli, innst í Miðfirði,
þar sem sett var upp bækistöð fyrir
hestaferðirnar vorið 1979.
Fyrstu auglýsingabæklingamir
vora heimagerðir að öllu leyti, þau
settu sjálf fyrirsagnir með upplímd-
um stöfum, völdu myndir og skrif-
uðu textann. Nú hlæja þau að því að
ein síðan var auð, þau mistök yrðu
ekki gerð í dag. Ferðirnar vora
einnig auglýstar í blöðum þýskra
hestamanna. Auk þess kynntu þau
Arinbjörn og Gudrun ferðirnar hér
á landi og Einar Guðjohnsen hjá
Útivist auglýsti ferðimar í bæklingi
félagsins. Það reyndist hins vegar
ekki nógu vel að vera með blandaða
hópa íslendinga og Þjóðverja. ís-
lendingarnir höfðu mestan áhuga á
silungsveiði á Arnarvatnsheiði, en
Þjóðverjarnir vildu kynnast hestun-
um og sýndu silungnum engan
áhuga.
Frá Aðalbóli
að Brekkulæk
Á Aðalbóli var rúm fyrir átta gesti
og það réð stærð hópanna. Fyrsta
sumarið var farið með 5-6 hópa í
hestaferðir sem hver tók tæpa viku
og var gist í skálum á Arnarvatns-
heiði. Það hefur tíðkast frá upphafi
að Arinbjöm sækir ferðamennina til
Keflavíkur og ekur þeim norður í
Miðfjörð. Það voru mikil viðbrigði
íyrir ferðalangana að koma frá evr-
ópskri stórborg á sumardegi til eyði-
býlisins á hjara veraldar.
„Það var ævintýraljómi yfir því að
vera á Aðalbóli, hvorki rafmagn né
sími og þetta var löngu íýi'ir daga
farsímans,“ segir Arinbjörn. „Það
var bjart, svo við þurftum ekki ljós,
nema við kveiktum á nokkrum kert-
um á kvöldin þegar kom fram í miðj-
an ágúst,“ segir Gudran. Eldað var
við gas og viðkvæm matvæli geymd
í gasknúnum kæliskáp. Þau Árin-
björn og Gudran gerðu út frá Aðal-
bóli í fimm sumur, 1979-’83.
Fyrstu ár ferðaþjónustunnar
bjuggu Arinbjöm og Gudran í
Þýskalandi á vetram og síðar í
Reykjavík. Árið 1982 kom upp eldur
á Brekkulæk og m'ðu töluverðar
skemmdir á bænum. Þau Arinbjörn
og Gudran fluttu að Brekkulæk og
byrjuðu að gera upp gamla íbúðar-
húsið 1984. Þau hafa byggt nýjan
bæ við hlið þess gamla og tengi-
byggingu á milli húsanna. Auk íbúð-
ar þeirra og skrifstofu era nú 13
gistiherbergi að Brekkulæk, þar af
fimm með sérbaðherbergi, setustofa
og borðstofa, eldhús og búr. Alls er
rúm fyrir 26-27 ferðamenn auk
starfsmanna og fjölskyldunnar.
„Uppbyggingin hefur verið hæg
og jöfn,“ segir Arinbjörn. „Maður
var námsmaður, hafði litla fjármuni
og lánstraustið ekki mikið. Ég átti
þrjá hesta í byrjun. Tvo hafði ég átt
lengi og þeir orðnir rosknir, þann
þriðja keypti ég fyrsta sumarið, svo
var ég með lánshesta.“
Með trússhesta
og rekstur
Nú koma um 250 einstaklingar í
ferðirnar á hverju sumri. „Við eram
yfirleitt með fólk í 9-14 daga svo
þetta era töluvert margir „mann-
dagar“,“ segir Arinbjörn. Allt að
fimmtungur ferðamannanna er að
koma aftur sem sýnir að fólki líkar
þessi ferðamáti vel.
Arinbjörn leggur til eigin hesta,
öll reiðtygi og regnfatnað, sér um
gistingu og fæði meðan ferðin varir,
sækir fólkið og flytur það aftur suð-
ur. Ai'inbjörn á 60-70 hesta auk þess
sem hann er með tvo verktaka í far-
arstjóm sem hvor um sig leggur til
hesta fyrir sinn hóp. Venjulega era (
þrjú gengi í hestaferðum samtímis |
með alls 120-150 hesta.
í hverri hestaferð era mest fjórt-
án ferðamenn auk fararstjóra. Hver
reiðmaður hefur tvo til þrjá hesta til
reiðar auk trússhesta. „Það er hluti
af ævintýrinu að vera með rekstur,"
segir Gudran. „Það era víða fallegar
reiðleiðir í E\TÓpu og hægt að fara í
útreiðartúra en þar er ekki hægt að
reka lausa hesta eins og hér.“
Nokkuð hefur verið rætt um j
spjöll á viðkvæmum gróðri á hálend- .
inu af völdum hesta. Aðspurð segja ’
þau Arinbjöm og Gudran að þetta
eigi ekki við um svæðin sem þau
fara um. „Þetta er ekki viðkvæmt
svæði. Við erum nær eingöngu vest-
an Langjökuls og förum eftir slóð-
um. Þarna era jökulraðningar og á
gróðurlendinu lesta hestarnir sig í
fjárgötur," segir Arinbjörn.
Fjölbreyttar ferðir
Fyrsta ferðin á hverju ári er .
vorferð í maí. Farið er í daglangar '
gönguferðir og ekið á milli staða í
bíl. Aðalvertíðin byrjar í annarri
viku júní og era fyi'stu hestaferðirn-
ar farnar um Húsafell vestur í Dali
og norður í Miðfjörð.
Hálendis- og heiðarferðir byrja í
þriðju viku júní. Þá hafa matar-
birgðir verið fluttar í fjallaskálana
með vélsleðum eða jeppum á meðan (
snjór og freri hylur jörð. Ekki er |
farið á bílum um viðkvæmar slóðir
hálendisins yfir sumarið heldur einn *
trússhestur látinn duga - og aðal-
lega hafður með til gamans því allt
sem þarf er í skálunum. „Það er gott
að vera ekki háður eldhúsbíl eða
birgðabíl. Það er alltaf hægt að finna
leiðir fyrii' hestana, þótt ófært sé
með bílum,“ segir Arinbjörn.
Um helmingur Þjóðverjanna sem
koma í hestaferðirnar þekkir til ís- (
lenska hestsins og hefur reynslu af (
honum. Hinir sem ekki hafa áður
kynnst íslenskum hestum vilja flest- í
ir efla þau kynni að ferð lokinni og
segir Árinbjörn þess mörg dæmi að
fólk hafi keypt sér hest hér eða
skömmu eftir að það kom í heima-
hagana. „Það kemur fyrir að fólk
verður svo hrifið af hestinum sem
það ríður í ferðinni að það vill eign-
ast hann,“ segir Arinbjörn.
Eftir miðjan júní hefjast einnig )
gönguferðir, ýmist 10 eða 12 daga
langar, og era venjulega tveir hópar
á göngu í senn. Um tíma voru einnig )
skipulagðar ferðir á fjallahjólum, en
þeim var hætt fyrir tveimur árum.
Arinbjörn segir að það hafi verið
meira bras að gera út hjólhesta en
reiðhesta, þeir fyrrnefndu vildu bila
og jafnvel týnast.
Síðustu hóparnir í sumarferðun-
um koma til byggða í þriðju viku
ágúst. í september er svo boðið upp j
á ferð í göngur og réttir þar sem
ferðalangarnir taka þátt í smölun og
rekstri. I
Árinu lýkur með tveimur viku-
löngum dagskrám fyrir erlenda
ferðamenn á Brekkulæk um jól og
áramót. Jólin eru haldin með sama
sniði og þegar Ai-inbjörn var að al-
ast upp á Brekkulæk. Rjúpur og
annar íslenskur jólamatur á borð-
um. Allir fá bók í jólagjöf og Gudran
les úr íslenskum bókmenntum í |
þýskri þýðingu fyrir gestina. Um
áramótin er brenna og veisla á
nýársnótt fyrir gestina og nágranna j
í sveitinni.
Dreifbýlið vekur
forvitni
Arinbjörn og Gudrun segja marga
gestanna eiga bágt með að skilja
hvernig það er hægt að búa í ís-
lensku dreifbýli. „Þeir skilja ekki
hvemig fólk þorir að vera svona ein- ,
angrað og margir kílómetrar á
næsta bæ. Þeir spyrja um hvað sé
gert ef einhver verður veikur og I
hvernig börnin komist í skóla, hvort
við séum ekki hrædd um að það
verði ráðist á okkur? Við förum með
gestina til kirkju að Melstað hjá
séra Guðna Þór Olafssyni. Hann
þjónaði í Þýskalandi og lagar guðs-
þjónustuna gjarnan að þýsku ferða-
mönnunum, velur sálma sem þeir
þekkja og ávarpar þá. Gestirnir
hlusta á kirkjukórinn og eins föram
við á spilakvöld í sveitinni og spilum
félagsvist við sveitungana, sem taka I
ferðamönnunum mjög vel. Útlend-