Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Á fyrsta starfsári sínu kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp 36 úrskurði
.. opna fyrir Páli
Á fyrsta starfsári úrskurðarnefndar um upplýsingamál kvað hún
upp 36 formlega úrskurði og þar reyndi á mörg atriði laganna.
Ragnhildur Sverrisdóttir kynnti sér starf nefndarinnar, sem
hefur skýrt undanþáguákvæði upplýsingalaganna þröngt og
leitast þannig við að tryggja eins rúman upplýsingarétt og
önnur ákvæði laganna framast leyfa.
UPPLÝSINGALÖG tóku gildi 1.
janúar 1997, eftir nokkuð erfíða
fæðingu. Þingsályktunartillaga um
upplýsingaskyldu stjómvalda kom
fyrst fram á þingi árið 1969 og var
samþykkt þegar hún var flutt
þriðja sinni árið 1972. Þegar Davíð
Oddsson forsætisráðherra mælti
árið 1996 fyrir frumvarpi því, sem
síðar varð að upplýsingalögum,
sagði hann að það væri í sjötta
skipti sem stjómarfrumvarp þessa
efnis væri lagt fyrir Alþingi til efn-
islegrar meðferðar. Forsætisráð-
herra vísaði til þess, að áform um
setningu reglna af þessu tagi hefðu
verið boðuð í málefnasamningum
og stefnuyfírlýsingum allra ríkis-
stjórna sem setið hefðu frá 1988 og
umboðsmaður Alþingis hefði hvatt
til slíkrar lagasetningar. Fyrri
frumvörp hefðu þó sætt gagnrýni,
sem virtist einkum hafa beinst að
samspili meginreglu þeirra um
óheftan aðgang að opinbemm
gögnum við þær undanþágur sem
gera þyrfti og hversu víðtækar
þær þyrftu að vera. Minna hefði
hins vegar farið fyrir umræðu um
þjóðfélagslega nauðsyn lagareglna
sem þessara og hvert markmið
þeirra ætti að vera. „Það hefur til
skamms tíma einkennt og að ég
hygg bagað stjórnsýslu hins opin-
bera að starfslið þess hefur ekki
búið að settum reglum um aðgang
að upplýsingum í vörslu stjóm-
valda og virðist reyndar vera al-
gengara að starfsskilyrði þeirra
séu vörðuð á hinn veginn með
þagnarskylduákvæðum, ýmist al-
menns eðlis eða um sérgreind til-
vik,“ sagði forsætisráðherra, þegar
hann mælti fyrir framvarpinu og
einnig: „Ein forsenda þess að unnt
sé að tala um lýðræðislega stjórn-
arhætti er sú að borguram sé gert
kleift að fylgjast með og kynnast
athöfnum og starfsemi þeirra
stofnana sem reknar era í almenn-
ingsþágu."
Tryggir samræmi
í framkvæmd laganna
Lögin litu svo dagsins ljós og í
samræmi við 5. kafla þeirra var
skipuð úrskurðarnefnd um upplýs-
ingamál. Til hennar kasta kemur ef
sá sem óskar aðgangs að gögnum
sættir sig ekki við synjun stjóm-
valds þar að lútandi. I greinargerð
með frumvarpi til upplýsingalaga
sagði, að þessi háttur væri fallinn
til að auka réttaröryggi og skil-
virkni á þessu sviði, þar sem al-
menningi gæfíst þá færi á að skjóta
synjun um aðgang að upplýsingum
með einföldum og skjótum hætti til
úrskurðar sjálfstæðrar og óháðrar
nefndar, auk þess sem vænta
mætti að þetta fyrirkomulag væri
til þess fallið að tryggja samræmi í
framkvæmd laganna.
Forsætisráðherra skipaði úr-
skurðamefndina í desember 1996.
Formaður nefndarinnar er Eiríkur
Tómasson lagaprófessor við Há-
skóla íslands og aðrir nefndarmenn
era Valtýr Sigurðsson héraðsdóm-
ari í Reykjavík og varaformaður
nefndarinnar og Elín Hirst frétta-
maður. Varamenn þeirra era Stein-
unn Guðbjartsdóttir héraðdómslög-
maður, Sif Konráðsdóttir héraðs-
dómslögmaður og Ólafur E. Frið-
riksson blaðamaður. Nefndarmenn
era skipaðir til fjögurra ára í senn.
Nefndin fékk strax nóg að iðja
og á fyrsta árinu kvað hún upp 36
formlega úrskurði. Hún veitti að-
gang að gögnum í 12 málum, að-
gang að hluta í 11 málum, vísaði 5
kæram frá, staðfesti synjun í 6 til-
fellum og í tveimur málum taldi
hún stjómvaldi ekki skylt að verða
við beiðni um aðgang. Að auki af-
greiddi nefndin 19 mál án úrskurð-
ar, til dæmis þar sem þau féllu ut-
an starfssviðs hennar, m.a. vegna
þess að synjun stjómvalds um að-
gang að gögnum lá ekki fyrir þegar
kært var, eða kærendur féllu frá
kæru, þar á meðal vegna þess að
stjórnvöld urðu við beiðni um að-
gang að gögnum eftir að kæra var
lögð fram.
Oftast vora synjanir ráðuneyta
kærðar, en ríkisstofnanir og sveit-
arfélög komu einnig við sögu. Þar
sem úrskurðir nefndarinnar era
enn tiltölulega fáir er ekki hægt að
draga ályktanir um að eitt stjórn-
vald standi sig öðra ver við að
framfylgja upplýsingalögum.
Þögn stjórnvalds
frestar ekki úrskurði
Eiríkur Tómasson fjallaði um
fyrsta starfsárið á morgunverðar-
fundi Félags lögfræðinga í lok
janúar. Hann sagði að nefndin
legði áherslu á að afgreiða erindi
sem henni bærust fljótt og vel, en
dráttur á einstaka máli skýrðist
einkum af óskýrum málatilbúnaði.
Fjöldi máia, sem hefðu borist frá
fjölmiðlum, hefði ekki komið á
óvart, en hins vegar hefði sá fjöldi
mála, sem vísað hefði verið til
nefndarinnar frá öðrum aðilum,
verið óvæntur og á tímabili hefði
álag á nefndina verið mjög mikið.
Þá sagði hann, að stjórnvöld
hefðu ekki virt sem skyldi það
ákvæði upplýsingalaganna að
skýra frá ástæðu tafa og hvenær
ákvörðunar um aðgang að gögn-
um væri að vænta, hefði hún ekki
verið tekin innan sjö daga frá því
að beiðni barst. Hann sagði að því
miður virtist hafa komið fyrir að
stjórnvöld drægju að gefa skýr
svör og nefndin hefði tekið upp þá
vinnureglu að hefðu stjórnvöld
ekki svarað erindi innan sjö daga
frestsins hefðu þau í raun synjað
um aðgang. Nefndin tæki mál þá
til úrskurðar á þeim grunni.
Loks sagði formaðurinn að
verulegur misbrestur væri á því
að stjórnvöld leiðbeindu fólki sem
sneri sér til þeirra varðandi upp-
lýsingar um rétt þess, væri beiðni
hafnað, þótt skýr ákvæði um leið-
beiningarskyldu stjórnvalda væru
í stjórnsýslulögum.
Tekist á um form og efni
En hvers konar mál hafa komið
til kasta nefndarinnar? Þegar úr-
skurðir fyrsta starfsárs hennar
eru skoðaðir kemur í ljós að reynt
hefur á margt í upplýsingalögun-
um, bæði að því varðar form og
efni. Til dæmis hefur verið fjallað
um skilin á milli stjórnsýslulaga
annars vegar og lög um skráningu
og meðferð persónuupplýsinga
hins vegar, en í upplýsingalögum
er tekið fram að þau gildi ekki um
aðgang að þeim upplýsingum sem
fyrrnefndu lögin tilgreina.
Nefndin hefur einnig þurft að
taka á því hve víðtæk beiðni getur
verið. I lögunum er gert ráð fyrir
að hún sé einskorðuð við skjöl í
einu máli eða tiltekin skjöl. Ur-
skurðarnefndin hefur skýrt þessi
ákvæði fremur þröngt, þ.e. ekki
talið að biðja mætti um aðgang að
tugum eða hundruðum skjala.
Þótt hægt væri að ráða af beiðn-
inni hvaða skjöl átt væri við yrðu
menn að vera markvissari þegar
um væri að ræða skjöl úr mörgum
málum.
Af öðrum málum, þar sem
reynt hefur á form frekar en efni,
má nefna úrskurði nefndarinnar
þar sem kemur fram sú afstaða
hennar að svari stjórnvöld ekki
innan sjö daga teljist þau hafa
hafnað beiðni, eins og áður er
nefnt.
Þrengjandi lögskýring
Nefndin hefur tekið þann kost-
inn í úrskurðum sínum að skýra
þröngt undantekningar frá meg-
inreglum laganna um aðgang að
gögnum. Sem dæmi má nefna, að í
3. tölulið 4. greinar laganna eru
vinnuskjöl, sem stjórnvald hefur
ritað til eigin afnota, undanþegin
upplýsingarétti. Þar er að vísu
tekið fram að veita skuli aðgang
að vinnuskjölum ef þau hafi að
geyma endanlega ákvörðun um
afgreiðslu máls eða upplýsingar
sem ekki verði aflað annars stað-
ar frá. Þessa lagagrein hefur úr-
skurðarnefndin skýrt þannig, að
ef sérfræðingar utan stofnana eru
beðnir að taka saman skjöl þá falli
þau ekki undir hugtakið „vinnu-
skjöl“ og skipti þá engu þótt þau
séu merkt þannig. Sem dæmi um
slíkan úrskurð má nefna, að
menntamálaráðuneytið synjaði
um aðgang að skýrslu um Þjóð-
minjasafn Islands, á þeim grund-
velli að um vinnuskjal væri að
ræða, ætlað ráðuneytinu til eigin
afnota. Úrskurðarnefndin taldi að
hið umbeðna skjal hefði ekki að-
eins verið ætlað til afnota fyrir
ráðuneytið, heldur einnig fyrir
formann þjóðminjaráðs. Þjóð-
minjaráð hefði verið sjálfstætt
stjórnvald og þar með teldist
skjalið ekki vinnuskjal samkvæmt
hinni þröngu skilgreiningu lag-
anna.
A sama hátt hefur nefndin túlk-
að þröngt ákvæði 6. greinar lag-
anna, sem takmarkar upplýsinga-
rétt vegna almannahagsmuna.
Nefndin hefur ekki talið skipta
máli þótt viðkomandi stjórnvald
álíti upplýsingar varða t.d. sam-
skipti við önnur ríki eða fjölþjóða-
stofnanir, viðskipti stofnana og
fyrirtækja í eigu ríkis eða sveitar-
félaga að því leyti sem þau eru í
samkeppni við aðra, eða fyrirhug-
aðar ráðstafanir eða próf á vegum
ríkis eða sveitarfélaga. Nefndin
hefur lagt eigið mat á þetta, skýrt
ákvæðið þröngt og nokkrum sinn-
um hafnað skýringum stjórnvalda
á því að umbeðnar upplýsingar
falli undir greinina.
I fimm tilvikum á síðasta ári
kom mál sem vörðuðu viðskipti
stofnana og fyrirtækja í eigu ríkis
eða sveitarfélaga til kasta nefnd-
arinnar. Sem dæmi má nefna að
nefndin hafnaði aðgangi að sam-
komulagsdrögum milli Súðavíkur-
hrepps, Landsbanka Islands og