Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Já, kennari... ég vil gjarnan hitta Mig langar að sýna honum þessa Tekur hann ekki á móti óbreyttum skólastjórann ... mynd sem ég litaði... hermönnum? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 LÁTUM aldrei undan freistingunni. Áfengi og akstur mega aldrei fara saman. (Sviðsett mynd.) Hefur þú ekið undir áhrifum áfengis? Frá Hópum 53 og 54: VIÐ erum tveir hópar sem sóttu námskeið ungra ökumanna hjá Sjóvá-Almennum í febrúar. Við fjölluðum sérstaklega um bílbelta- notkun og ölvunarakstur. Við vilj- um deilda nokkrum punktum með þér. Ölvunarakstur í könnun sem Sjóvá-Almennar gerðu meðal ungra ökumanna má reikna með að annar hver ungur ökumaður á aldrinum 17-20 ára hafi ekið ölvaður. Hugsum fyrir: fram áður en slys eiga sér stað. í ljósi þess hve alvarlegt það er vilj- um við benda ykkur á að sé fólk að fara að skemmta sér og ætli það að fá sér í glas er best að skilja bíllyklana eftir heima. Þá er minni hætta á að það fari af stað undir áhrifum. Ætli einhver vinur að fara af stað, er gott að ná af hon- um lyklunum. Hann mun þakka ykkur fyrir það seinna. Góð regla er að sjá um að einn í hópnum hafi ekki neytt áfengis, hann getur þá keyrt. Ef ekki þá er um að gera að drekka kók í staðinn fyrir bjór og vera alltaf með nógu mikinn pen- ing fyrir leigubíl. Ekki hafa upp- takara á lyklakippunni, þá er freistingin minni að opna einn í akstri. Dagurinn eftir getur verið varasamur. Það getur tekið langan tíma að renna af okkur, því verð- um við að gæta þess að keyra ekki af stað of snemma daginn eftir. En umfram allt: Eftir einn ei aki neinn. Bilbeltanotkun Við skoðuðum bílbeltanotkun hjá ungu ökumönnunum sem sóttu námskeiðið hjá Sjóvá-Almennum. Fyrir námskeið voru aðeins 58% sem notuðu alltaf bílbelti. Á nám- skeiðinu var rætt ítarlega hversu nauðsynlegt það er að nota bílbelti og flest okkar hafa farið að nota beltin eftir námskeið eða 94%. Við höfum komist að raun um að beltin geta bjargað mannslífum. Fleiri en einn í hópnum telja að þau hafi bjargað lífi sínu í óhöppum. Það á alltaf að nota beltin, ekki síður þegar ekið er hægt og rólega og jafnvel þótt farnar séu stuttar vegalengdir. Stór hluti slysa og óhappa verður í næsta nágrenni við heimili fólks. Allir sem eru í bílum eiga að vera í beltum. Börn eiga að vera í barnabílstól og at- huga þarf að hann og barnið séu rétt fest í samræmi við leiðbein- ingar. Fullorðið fólk á að vera börnunum fyrirmynd og takist það er það að minnka verulega líkur á að bömin verði fyrir alvarlegum slysum. Bílaframleiðendur myndu ekki setja bílbelti í öll sæti í öllum bíl- um, nema af því að þeir eru þess fullvissir að þau hafi jákvæð áhrif og komi í veg fyrir slys. Umferðar- lögin gera ráð fyrir að allir sem í bílnum sitja hafi beltin spennt. Sektir eru við því ef sú regla er ekki virt. Algeng orsök banaslysa er að fólk kastast út úr bíl og lend- ir jafnvel undir honum. Litlar líkur eru á að það gerist noti fólk bíl- beltin. Munum að aftursætisfar- þegar sem lausir eru, geta stórslasað eða drepið framsætis- farþega lendi bíllinn í hörðum árekstri því 75 kg manneskja myndi kastast á framsætið með 4 tonna þunga við árekstur á 70 km hraða. Munum því að beltin bjarga. EINAR GUÐMUNDSSON, forvarnarfulltrúi Sjóvá-Almennra. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.