Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Lífeyrissj óðurinn Framsýn Ársfundur Lífeyrissjóðsins Framsýnar verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 29. apríl 1998 og hefst kl. 17:00. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Breytingar á reglugerð sjóðsins. 3. Önnur mál löglega upp borin. Allir greiðandi sjóðfélagar, svo og elli- og örorkulífeyrisþegar sjóðsins, eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. Þeir sjóðfélagar sem hyggjast nýta sér þennan rétt eru beðnir að tilkynna það skrifstofu sjóðsins eigi síðar en 24. apríl nk. og munu þeir þá fá fundargögn við setningu fundarins. Þeir sjóðfélagar sem vilja kynna sér tillögur til breytinga á reglugerð sjóðsins sem lagðar verða fram á fundinum geta fengið þær afhentar á skrifstofu sjóðsins eða fengið þær sendar í pósti með því að " o hafa samband við skrifstofu sjóðsins. | < Reykjavík 10. apríl 1998 Stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar LÍFEYRISSJÓÐURINN FRAMSÝN LISTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÁ verðlaunaafhendingunni. Ragnheiður Torfadóttir, rektor MR, Lára Bryndís Eggertsdóttir, Sverrir Teitsson og Hreggviður Ingason. Verðlaun í ritgerða- samkeppni í minningu Pálma rektors VERÐLAUN í ritgerðasam- keppni sem Minningarsjóður Pálma Hannessonar, rektors Menntaskólans í Reykjavík 1929- 1956, efndi til voru veitt fyrir helgi. Tilefni samkeppninnar var að á þessu ári eru eitt hundrað ár liðin frá fæðingu Pálma og var efnið einkum á sviði /slenskr- ar náttúrufræði, en Pálmi var náttúrufræðingur og mikilvirkur á því sviði sem öðrum. Þrenn verðlaun voru veitt og komu 1. verðlaun, 60.000 kr., í hlut Sverris Teitssonar sem er nemandi í 3. bekk. Sverrir skrif- aði undir dulnefninu Logi Jökuls- son og bar ritgerðin titilinn „Þegar eldhjartað slær“ og fjall- ar um eldsumbrot í Vatnajökli. Hann fléttar saman jarðfræði, sögu og þjóðlífi í fortíð, nútíð og framtíð og íjallar um umhverfis- áhrif eldgosa og stórflóða og rannsóknir á þeim. Lára Eggertsdóttir í 5. bekk náttúrufræðideildar og Hregg- viður Ingason í 6. bekk náttúru- fræðideildar skiptu með sér 2. og 3. verðlaunum fyrir ritgerðir sín- ar „Hver á sér fegra fóðurland" sem íjallar um nýtingu og ofnýt- ingu lands og „Uppruni manns- ins“ sem fjallar um þróunarsögu mannsins frá upphafi. Minningarsjóður Pálma rektors var stofnaður af kennurum og nemendum skólans ásamt fleirum eftir sviplegt fráfall Pálma. Venja er að veita verðlaun úr sjóðnum við skólauppsögn. Verðlaunaafhendingin fór fram á Háti'ðasal Menntaskólans í' Reykjavík að viðstöddum að- standendum Pálma, kennurum og nemendum. Magnús Magnús- son prófessor minntist Pálma Hannessonar og Rut Ingólfsdótt- fir fiðluleikari, sem hlaut á sínum tíma verðlaun úr sjóðnum, lék á fiðlu. Kór Menntaskólans í Reykjavík undir sljórn Marteins H. Friðrikssonar söng lag eftir Þorkel Sigurbjörnsson tónskáld sem einnig hlaut verðlaun úr sjóðnum á sínum tíma. Sumargleði IBBY í Norræna húsinu SUMARGLEÐI Barnabóka- ráðsins, íslandsdeildar IBBY, verður haldin í Norræna hús- inu sumardaginn fyrsta og hefst klukkan 14. Þar verða árlegar viðurkenningar fé- lagsins veittar fyrir menning- arstarf í þágu bama og ung- linga. Einnig verða veitt verð- laun í smásagna- og ljóða- samkeppni fyrir börn, sem nokkur almenningsbókasöfn efndu til, í minningu Halldórs Laxness. í framhaldi af því munu nokkur ungskáld á aldrinum 6-16 ára lesa úr verkum sínum. Yngri deild í Skólahljóm- sveit Mosfellsbæjar leikur undir stjóm Birgis D. Sveins- sonar skólastjóra Varmár- skóla. Ingólfur Steinsson leið- ir og leikur undir almennan söng. Aðgangur er ókeypis. KOMDU ÞÉR Í FORM MED Listasafn fslands á degi bókarinnar púlsmæli SMART EDGE 1 PROTRAINER XT i XTRAINER PLUS Púlsmælir sem sýnir kalonu- eyðslu við þjálfun. Stillir sig sjálfur inn á þín eigin þjálfunar- mörk. Hentar vel fyrir þá sem berjast við aukakílóin. Púlsmælir fyrir hjólreiðafólk. Sýnir hraða og vegalengd (sér- stakur skynjari) auk þess að vera púls-mælir, klukka m/dagatali og skeiðklukka. FuIIkominn reiðhjóla-mælir með hraða, vegalengd, tima, pedal- snúninga, (cadence), púls, klukku og dagatali. Tæplega 6 klst minni sem er yfirfæranlegt í tölvu. f>wLAS9. heart rate monltora púlsmælar Helstu söluaðilar á »*• eru: ÓLAFSS0N eht íþróttavörur Trönuhrauni 6 220 Hafnarfirði Sfmi 5651533 Fax 5653258 Guðmundur B. Hannah Akranesi, Vestursport ísafirði, Halldór Ólafsson Akureyri, Austfirsku Alpamir Egilsstöðum, Flúðasport Flúðum, Styrkur Selfossi, Hressó Vestmannaeyjum, Sportbúð Óskars Keflavík, Reykjavík: fþrótt, Markið, Sporthús Reykjavíkur Útilíf, Sport-Kringlan, Ingólfsapótek, World Class, Intersport. Hreysti Skeifunni og Fosshálsi Njála lesin spjaldanna á milli EFNT verður til upplesturs á Njálu í Listasafni Islands á degi bókarinnar sem haldinn verður hátíðlegur í þriðja sinn á fimmtudaginn kemur, 23. aprfl. Öll sagan verður lesin. Jón Böðvarsson, íslenskufræðingur, hefur lesturinn klukkan níu að morgni en si'ðan tekur hver við af öðrum og eru allir velkomnir að vera með. Handrit með góðu letri verður á staðnum, en les- arar mega koma með sína eigin Njálu ef þeir vilja, og vilji erlendir gestir taka þátt lesa þeir þýðingu á sínu móðurmáli. Búist er við að lesturinn standi í' fjórtán klukkutíma. Gestir sem þátt taka í lestr- inum geta skráð nafn sitt í sérstaka gestabók sem liggja mun frammi, en auk nafns er einnig leyfllegt að skrifa stuttan þanka um Njáls sögu. Þessi gestabók verður svo bundin inn og varðveitt á vi'sum stað. Njálulesturinn er einn af fjölmörgum viðburðum sem stjórn Bókasambands íslands gengst fyrir þennan dag og hafa fulltrúar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, þeir Gísli Sig- urðsson og Magnús Guðmunds- son, umsjón með lestrinum. Kór Tónlistarskólans syngur í Grensáskirkju KÓR Tónlistarskólans í Reykja- Hjálmar H. Ragnarsson. Stjórn- vík syngur í Grensáskirkju andi kórsins er Marteinn H. þriðjudaginn 21. apríl kl. 20.30. Friðriksson. Einnig syngja og Á efnisskrá eru lög eftir Þor- stjórna nemendur úr Tón- kel Sigurbjörnsson, Jón Leifs og menntakennaradeild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.