Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: FRAMKVÆMDASTJÓRI: RITSTJÓRAR: LENGI tekur sjórinn við, var orðatiltæki um og eftir miðja öldina, þegar öllum úr- gangi var varpað í sjóinn, rétt eins og menn héldu að hafið myndi leysa upp allan óþverr- ann. En þetta er sem betur fer liðin tíð. Menn gera sér nú grein fyrir því að sjórinn er hluti þess lífríkis, sem við lif- um í og lífríki hans er ekki síður margbrotið og viðkvæmt en lífríkið ofansjávar. Samein- uðu þjóðirnar hafa tileinkað árið 1998 málefnum hafsins og þeim vanda, sem mannkyn- ið stendur frammi fyrir í meng- unarmálum í heimshöfunum. íslendingar eiga lif sitt undir gjöfulu hafi og þeim er mikið í mun að varðveita þær auð- lindir, sem það býr yfir. Það er því mjög við hæfi, að ríkis- stjórn íslands gefi út yfirlýs- ingu í tilefni ársins, en hún birtist nú í vikunni. Þar segir m.a.: „Verndun hafsins er eitt mikilvægasta verkefni mann- kyns nú á dögum. Tryggja þarf að mannkynið geti áfram notið auðlinda hafsins og hafið gegni áfram margþættu hlut- verki sínu, m.a. því sem það hefur í vistkerfi jarðar. Koma þarf í veg fyrir að mengun, ofveiði og hugsanleg áhrif loft- lagsbreytinga ógni lífríki sjáv- ar. Lífshagsmunir íslensku þjóðarinnar eru í húfi. Fáar þjóðir eiga eins mikið undir lífríki sjávar. Sjávarútvegur og skyld atvinnustarfsemi leggja grunninn að efnahagskerfi þjóðarinnar en 75% tekna af vöruútflutningi eru af sjávar- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. afurðum. Þótt enn megi gera betur hafa íslendingar tekið af skarið og gripið til ráðstaf- ana, sem stöðvað hafa ofveiði og dregið úr mengun sjávar. Þetta hefur tekist í sátt við þjóð og atvinnulíf. Mengun sjávar á íslands- miðum er hverfandi þó svo vaxandi mengun heiji á fjöl- mörg strandsvæði heims. Þá mengun má rekja til aukins mannfjölda og vaxandi fram- leiðslu efna, sem vistkerfi hafsins ræður ekki við að bijóta niður í skaðlaus efni. Hér er á ferð ein alvarlegasta ógnunin við lífríki sjávar og því er mikilvægt að kalla eftir hertum alþjóðlegum aðgerðum gegn mengun hafsins. Samfélag þjóðanna hefur skuldbundið sig til að nýta auðlindir náttúrunnar með sjálfbæra þróun að markmiði og þess vegna að skila þeim jafngóðum eða betri í hendur afkomenda. íslendingar hafa um árabil búið við fiskveiði- stjórnunarkerfi sem skilað hef- ur þeim árangri að sjávarút- vegsfyrirtæki dafna vel án rík- isstyrkja, jafnframt því sem mikilvægustu fiskistofnarnir hafa styrkst. Rannsóknir ís- lendinga á lífríki sjávar hafa stóraukist og þar með þekk- ingin sem er ein af forsendum sjálfbærrar þróunar. Brýnt er að þær þjóðir, sem raunverulegra hagsmuna eiga að gæta, komist að samkomu- lagi, m.a. innan viðkomandi svæðastofnana, um skiptingu og skynsamlega nýtingu sam- eiginlegra fiskistofna og fisk- veiðar utan lögsögu ríkja. Virða ber sjálfsákvörðunarrétt strandríkja til þess að nýta lif- andi auðlindir sem fyrirfinnast í lögsögu þeirra enda hefur reynslan sýnt að þeim þjóðum sem eru efnahagslega háðar auðlindunum er best treyst- andi fyrir þeim.“ í liðinni viku skýrði forseti íslands frá því að í hádegis- verðarboði hjá Kofi Annan, aðalritara Sameinuðu þjóð- anna, í New York hafi hann orðað við sig þann möguleika, að íslendingar tækju að sér alþjóðlegt forystuhlutverk í stefnumótun málefna hafsins, verndun sjávar og viðhalds fiskstofnanna í höfunum. For- setinn kvað ísland geta verið „lærdómsríkt fordæmi fyrir mikinn fjölda smárra og miðl- ungsstórra ríkja um víða ver- öld og sýnt þeim hvernig þjóð getur skapað sér góð lífskjör og velferðarsamfélag eins og það þekkist bezt í veröldinni, með því að nýta á skynsamleg- an hátt þær auðlindir sem haf- ið geymir“, enda segir í yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar, sem áður er vitnað til: „Vissulega eru blikur á lofti varðandi ofnýtingu stofna og mengun sjávar en slíkt má ekki leiða til órökstuddra al- hæfinga og hræðsluáróðurs. Það er nauðsynlegt að benda á vandamálin, en það sem mestu máli skiptir er að finna lausnir á þeim. Við íslendingar höfum, ásamt mörgum öðrum þjóðum, stigið mikilvægt skref í átt til sjálfbærrar nýtingar auðlinda hafsins og á ári hafs- ins er rétt að beina athyglinni að slíkum árangri og þeim lærdómi sem af honum má draga. íslendingar telja að nota beri ár hafsins til þess að auka þekkingu og skilning almenn- ings á lífríki sjávar og ástandi hafsins. Þá þarf að skapa skilning á þeim alþjóðlegu að- gerðum sem nauðsynlegar eru til að tryggja vernd og nýtingu hafsins til frambúðar. Með upplýstri umræðu munu þjóðir heims finna leiðir fyrir mann- kyn til að nýta lifandi auðlind- ir hafsins, líkt og það hefur gert í aldaraðir, en án þess að ganga á þá innstæðu sem hver kynslóð hlýtur í arf,“ segir í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. VERNDUN HAFSINS VIÐ HÖFUM reynslu fyrir því að Sturla Þórðarson gat talað um sjálfan sig einsog hveija aðra þriðju-persónu, af fullkomnu hispurs- leysi. En í Þorgils sögu er margt sagt sem engir vissu nema þeir tveir, Sturla og Þorgils. í lokin er samin helgisaga um Þorgils skarða líkt og Sturlu Sighvatsson í íslend- inga sögu og vitnað til vígs Tómas- ar erkibyskups í Kantíu, eða Kant- araborg, en Þorvarður Þórarinsson sat uppi með skömmina af því vígi. Þorgils var svo þekkilegur dauð- ur að líkami hans minnti ekki á neitt fremur en Njál, einsog honum er lýst eftir brennuna. Má það vera hending ein, þótt ekki sé það lík- legt. Þá segir enn í minnispunkt- • um: Ef lýsa ætti með dæm- um stíl Sturlunga sagna mætti segja að Sturlu saga sé frásögn úr næsta nágrenni við höfund íslend- inga sögu og Þorgils saga skarða njóti nálægðar höfundar í stíl og efnistökum, en Þórðar saga kakala, og þó einkum Arons saga, séu vand- ræðalega fjarlægar í stíl og Guð- mundar saga dýra og Svínfellinga saga sagðar með svip- aðri kunnáttulegri snerpu og íslendinga sögur. Aðrar sögur eru skrifaðar af þekk- ingu og Prests-saga Guðmundar góða byggð á skjallegum heimildum og bóklegum, einsog raunar ýmislegt í flestum sögunum. Þær bera þess merki að vera sprottnar úr frum- heimildum, endurskrifaðar og lag- færðar, og þá hefur margt farið úrskeiðis, einsog í Þórðar sögu kakala þar sem gleymist að kynna söguhetjuna einsog gert er t.a.m. í Þorgils sögu skarða. Málfarið er svipað í öllum þessum ritum. Engar sérstakar sögur eru •til af sigurvegurunum á Örlygsstöðum, Gizuri jarli og Kol- beini unga sem einnig bar hinn efra skjöld í Flóabardaga. Það var hið harðasta él. Skyldi það vera tilviljun að þeir Kolbeinn og Gizur hverfa sögulaus- ir af sviðinu? Svo mætti ætla í fyrstu, en ekki við nánari athugun. Gizur jarl og Kolbeinn ungi •voru sigurvegarar í blóðug- um átökum um völd og áhrif. Þeir urðu ofaná einsog sagt er. Slíkir menn hafa söguna einatt í hendi sér. Þó ekki sögu Sturlungaaldar. Það er íhugunarefni. Tilviljun? Nei, ekki þegar nánar er að gætt. Þeir félagar voru einfaldlega andstæð- ingar Sturlunga, það var nægileg ástæða til að eyða ekki kálfsskinni á þá sérstsaklega. Þannig snerist sigur þeirra upp í ósigur. Þeir hafa ekki síðasta orðið í sögu samtíðar sinnar. Það er að fínna í Sturlungu sem er rituð í tengslum við sagnarit- un úr Snorrungagoðorði, sem ég hef áður minnzt á í Bókmenntaþátt- um. Að því goðorði víkur Sturla Þórðarson sérstaklega í síðara hluta íslendinga sögu sinnar, þegar hann segir hróðugur frá því að þessi mikilvæga arfleifð ættarinnar féll í hans hendur. Það hafa verið merk tímamót í lífí Sturlu Þórðarsonar. Gísla saga Súrssonar, Laxdæla, Eyrbyggja, Njála og fleiri sögur eiga rætur í arfleifð og umhverfi þeirra Snorrunga, það er engin til- viljun. Snorri goði endurfæðist í niðjum sínum, Sturlungum, á 13. öld. Stolt ættarinnar og metnaður voru ekki einungis í húfi, heldur orðstír hennar og einhveijir hags- munir. M. HELGI spjoll SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 33# REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 18. apríl EGAR TALAÐ ER UM viðskipti stjórnmála- flokka við opinberar stofnanir eins og ríkis- banka er engin ástæða til að setja upp skinhelg- issvip og tala um trún- aðarbrest ef skýrt er frá þessum viðskiptum og er ástæðan einfald- lega sú að það eru stjórnmálaflokkar sem hafa skipað stjórnir þessara fyrirtækja, þeir hafa ráðið því hveijir hafa setið í bankaráðum og stjórnum ríkisfyrirtækja, tengsl þeirra við þessi fyrirtæki hafa verið með þeim hætti að alþjóð ætti að hafa aðgang að öllum viðskiptum sem eiga sér stað milli slíkra fyrirtækja og stjórnmála- flokkanna. Það hefur að vísu viðgengizt á íslandi að stjórnmálaflokkar hafa notið bankaleyndar í ríkisbönkunum og hefur það stuðlað að misnotkun. Allt öðru máli gegnir um viðskipti einstaklinga og fyrir- tækja, þessir aðilar eiga að sjálfsögðu heimtingu á fullkomnum trúnaði. Einka- fyrirtæki eru í umsjón og ábyrgð eigend- anna, að sjálfsögðu, og þeirra sem eigend- umir hafa valið til að stjóma þeim, efla þau og ávaxta. Þessi fyrirtæki eiga að geta starfað í friði og án íhlutunar ann- arra. Og viðskipti þeirra við bankastofnan- ir, hvort sem það eru ríkisbankar eða aðr- ar lánastofnanir, eiga að geta verið með þeim hætti að friður ríki um starfsemi þeirra. Hið sama gildir um einstaklinga sem trúa opinberum stofnunum fyrir fjár- munum sínum til ávöxtunar eða sækja þangað lán. Þessir aðilar eiga að sjálf- sögðu heimtingu á bankaleynd og að þurfa ekki að standa neinum skil á starfsemi sinni nema því aðeins að þeir gerist brot- legir við skattayfirvöld, en þá hljóta þau að hafa aðgang að þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til rannsókna á slíkum málum. Hið sama gildir að sjálfsögðu ef þessir aðilar lenda í útistöðum við lögin að öðru leyti og þurfa að svara til saka vegna fjármálamisferlis. Þá hefði enginn neitt við það að athuga að lögregluyfir- völd gætu kannað fjárreiður þeirra án bankaleyndar. Að öðrum kosti hljóta þess- ir aðilar að eiga heimtingu á því að trúnað- ur ríki milli þeirra og lánastofnana. STJÓRNMÁLA- menn hafa skipað bankaráð ríkis- bankanna og hafa þeir verið kosnir á Alþingi. Hið sama hefur átt sér stað um stofnanir í eigu eða á vegum ríkisins. Það þarf ekki endi- lega að vera neitt við þetta að athuga í sjálfu sér, en þegar kemur að viðskiptum þessara sömu stjórnmálaflokka við þessar sömu stofnanir, þá vandast málið. Stjórn- málamenn hafa sterk tengsl við skjólstæð- inga sína í þessum fyrirtækjum og því um augljósa nástöðu að ræða þegar kemur að viðskiptum stjórnmálaflokka við þessar sömu stofnanir. Þær hafa oft og einatt verið misnotaðar af stjórnmálaflokkum og það eru ekki mörg ár síðan þjóðin gat þakkað sínum sæla fyrir það að eitt stærsta fyrirtæki landsins ylli Landsbanka íslands tjóni sem hefði getað numið milljarði eða meira, en á síðustu stundu var því bjargað sem bjargað varð eins og getið var í for- ystugrein hér í blaðinu um Landsbanka- málið sl. miðvikudag. Það er að vísu af sem áður var að stjórnmálaflokkar eða fyrirtæki á þeirra vegum geti notað spari- fé almennings með þeim hætti að greiða ekki til baka það sem lánað var, þegar verðbólgan sá um að brenna upp sparifé fólksins og minnka skuldir af lánum með sama hætti. En það gildir engu. Öll voru þessi viðskipti í nafni bankaleyndar og án þess fólkið í landinu fengi tækifæri til að fylgjast með þeim, eða hvernig bankamir voru misnotaðir af stjórnmálamönnum sem gættu hagsmuna þessara pólitísku fyrir- tækja og þá ekki síður eigin stjómmála- flokks og viðskipta hans við bankakerfið. Að fara und- an í flæmingi - eða spilin á borðið Það er kominn tími til að skýra frá þessum viðskiptum öllum og reyna ekki lengur að fara í kringum slík mál eins og köttur kringum heitan graut. Ef Alþýðubandalag- ið hefur valdið Landsbankanum verulegu tjóni eins og forsætisráðherra upplýsti í umræðum á Alþingi fyrir skemmstu, þá á að upplýsa það og skýra heiðarlega frá því, hveijir að slíkum viðskiptum stóðu. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fjölmiðla undanfarið hefur það ekki enn tekizt, held- ur hefur verið reynt að úthúða forsætisráð- herra fyrir að hafa nefnt svo heilagt leynd- armál og stigið inn fyrir vébönd sem hafa víst átt að vernda þessa heilögu jörð. Ef það er rétt að Alþýðubandalagið hefur fengið 106 milljónir króna að láni á sínum tíma til að greiða 53 milljón króna óvænt- ar skuldir í viðbót við allt tap Þjóðviljans ofan á aðrar skulir flokksins og skrifað undir skuldbindingar þess efnis að greiða 20 milljónir á ári, eða jafngildi árlegs blað- styrks flokksins, en þó með þeim fyrirvara að það yrði gert svo lengi sem Þjóðviljinn kæmi út - þá á ekki að þurfa að karpa um það, hvorki á Alþingi né annars stað- ar, heldur eiga þessar upplýsingar að liggja á lausu fyrir hvern sem vita vill - og þá ekki síður hvað bankinn þurfti að fyma af þessum skuldum vegna þess að samtök- in gátu ekki staðið við skuldbindingar sín- ar. Það hefur í raun og veru verið fráleitt að hafa einhverja bankaleynd um slík við- skipti stjórnmálafiokka við hið opinbera bankakerfi. Og ef slíkt er fádæmi, þá á það einnig að liggja ljóst fyrir svo enginn gangi í grafgötur um það. Almenningur er búinn að fá nóg af þeirri spillingu sem fylgir völdum og áhrifum og þeirri mis- notkun sem virðist vera fylgifiskur stjórn- málastarfseminnar, bæði hér á landi og annars staðar. Dæmi sem hér var tekið er áreiðanlega ekki einsdæmi, en það var nefnt einungis vegna þess að það hefur verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarið og kallað á mörg köpuryrði í staðinn fyrir að kalla á kröfur um upplýsingar og fulla vitneskju um fyrr- nefnd viðskipti og önnur sem að stjórn- málaflokkum snúa. Fjölmiðlar hafa eins og aðrir takmarkað svigrún til að kynna sér málavexti þegar svo viðkvæm deilumál eru til umræðu. Þeir fá einfaldlega ekki þær upplýsingar sem þá skortir. Þess er skemmst að minnast að í Morgunblaðinu var fjallað um innri málefni Landsbankans með þeim hætti að saksóknari ríkisins krafðist opinberrar rannsóknar á því hvort trúnaður hefði verið brotinn og málið var ekki til lykta leitt fyrr en Hæstiréttur kvað upp úrskurð þess efnis að við engan væri að sakast. Það var sjálft bankaeftirlit- ið sem hóf þessa aðför og á tímabili var tvísýnt um hvernig henni mundi ljúka. ÞESS ER ÞÁ einnig skemmst að minnast að einn af föstum pistlahöf- undúm Morgun- blaðsins gagnrýndi blaðið undir rós fyr- ir að hafa birt rang- ar upplýsingar um fjármálastöðu Reykjavíkurborgar, þótt leiðrétt hafi verið með athugasemdum síð- ar. Morgunblaðið er engin endurskoðunar- stofa og getur ekki ábyrgzt allar þær upp- lýsingar sem streyma til þess frá opinber- um aðilum. Það verður að trúa þeim og treysta svo lengi sem þeir eru traustsins verðir. Það er óþolandi þegar þessir aðilar misnota fjölmiðla sér og málefnum sínum til framdráttar. Það er þá ekki síður óþol- andi að Landsbankinn skuli gefa rangar upplýsingar um laxveiðimál bankans, þeg- ar um er beðið af Alþingi. Slíkt er að sjálf- sögðu stóralvarlegt mál og nauðsynlegt að komast til botns í því eins og krafizt var í forystugrein Morgunblaðsins fýrir skemmstu. Opinber stofnun og starfsmenn hennar geta ekki verið þekktir fyrir að bera rangar upplýsingar á borð, hvorki Litlar eða rangar upp- lýsingar og ábyrgð fjöl- miðla fyrir Alþingi né fjölmiðla. Slíkt hefnir sín. Hér í blaðinu er einatt reynt að bijóta alvarleg málefni til mergjar, leita skýringa á þeim og miðla þeim fróðleik til lesenda. En það er alls ekki hægt í öllum tilfellum að sannreyna hvert smáatriði. Við það verða menn að sætta sig og krefjast þess einfaldlega að upplýsingar séu réttar sem fjölmiðlum eru veittar. Svo virðist t.a.m. sem fjölmiðlar hafi fengið þær upplýsingar fyrir páska að bankaráð Landsbankans hafi samþykkt að hætta öllum laxveiðum, en síðar kom í ljós að það var rangt. Morgunblaðið gekk ekki í vatnið og var ekki með neinar full- yrðingar þessa efnis. Þá hefði þurft mikið pláss til að leiðrétta svo viðkæmar athuga- semdir. ÞAÐ ER MARGT Spurningar og svör sem fjölmiðlar spyija um án þess að fá svar. Og kannski er ekki hægt að ætlast til að menn geti fengið svör við öllum þeim spurningum sem leita á hugann. Það er t.a.m. ofarlega í hugum margra um þessar mundir hvort núverandi borgarstjóri í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hyggst halda starfí sínu áfram ef henni yrði boðið forystuhlutverk í vænt- anlegum samtökum á vinstra væng og var m.a. um það spurt í sjónvarpsþætti í vik- unni. Það hefur að vísu komið fram að Ingibjörg Sólrún hafi mestan áhuga á því að sinna störfum sínum áfram sem borgar- stjóri, en það vita bæði guð og menn að hún þarf að horfast rækilega í augu við stöðu sína og sjálfa sig, ef hún verður kosin borgarstjóri og að því kæmi á kjör- tímabilinu, að þess væri óskað að hún tæki þessa forystu að sér. Því er engin goðgá að spyija: Mundi hún taka að sér þetta nýja hlutverk á vegum vinstra fólks í landinu? Eða mundi hún hafna því? Það veit enginn nema hún og kannski veit hún það ekki heldur. En væri samt til of mik- ils mælzt að hún gæfí út yfirlýsingu um þetta efni svo að fólk gengi ekki að því gruflandi, hveija það er að kjósa til for- ystu í höfuðborginni? Almenningur hefur ekki komið auga á annan forystumann á R-listanum og ef borgarstjóri, sameining- artáknið sjálft, hyrfi á brott, mætti ætla að mikið fjaðrafok hæfist og barátta um eftirmanninn. Það mundi að sjálfsögðu koma harkalega niður á umhverfinu. Vara- borgarstjóraefni væri ekki í sjónmáli. Vinstri sam- eining EN HVERNIG horfir þá þessi sam- eining við almenn- ingi nú um stundir? Er hún trúverðug? Hún hefur augsýnilega tekizt í Reykjavík, hvað sem verður úti á landi. Hitt er þó líklegra að forysta Framsóknarflokksins hafi lítinn sem engan áhuga á því að láta flokk sinn hverfa inn í slík samtök og verða nánast ósýnilegan á landsbyggðinni. Halldór Ásgrímsson hefur áreiðanlega ekki talið sig vera kjörinn formann Framsókn- arflokksins til þess að leysa hann upp í allskyns frumeindir. Hann telur sig miklu fremur til þess kjörinn að halda flokknum saman og sýna fólki styrk hans og ein- drægni sem víðast um landið. Framsóknar- flokkurinn hefur allt aðra stöðu en t.a.m Kvennalisti og Þjóðvaki sem eru að hverfa til upphafs síns - og þannig í raun af sjón- arsviðinu. Þeim er því bráðnauðsynlegt að slíkt vinstra samstarf komist á sem við- ast. Það gæti orðið skálkaskjól fyrir þessa flokka og kærkomið tækifæri til að þurfa ekki að bjóða fram sérstakan lista. Allt öðru máli gegnir um Alþýðubanda- lagið. Það hefur svipaða stöðu og Fram- sóknarflokkurinn og það er enginn vafi á þvi að ýmsir forystumenn Alþýðubanda- lagsins vilja að flokkurinn verði sýnilegur sem víðast utan höfuðborgarinnar. Það virðist ekki eiga við um Alþýðuflokkinn, hann hefur sýnilega ekkert á móti því að lækirnir á vinstra væng hverfí í jökulmor- Á HOFSVALLAGÖTU Morgunblaíið/Ásdís ið. En Alþýðubandalagið hefur að mörgu leyti sterka stöðu. Forystumenn þess eru ekki eftirsóknarverðustu leiðtogar nýrrar vinstri hreyfingar af þeirri einföldu ástæðu að hún vill losna við alla þá sem einhver tengsl höfðu við kaldastríðskommúnism- ann. Forystumenn Alþýðubandalagsins hljóta því að hugsa sitt. Þeir eru sumir hveijir sterkustu þingmenn vinstri manna og eru áreiðanlega ekki á þeim buxunum að leggja pólitísk hertygi sín á hilluna. Þeim er áreiðanlega nær skapi að halda stöðu sinni og beijast fyrir henni, ekki eins og þær ósýnilegu vofur sem valda draugagangi, heldur eins og efni standa til; baráttuglaðir og að mörgu leyti vel í stakk búnir að gera Alþýðubandalagið sýnilegt víðast hvar á landinu. Það yrði að vísu ekki vinsælt meðal vinstri manna, ef forystumenn Aiþýðubandalagsins héldu fram hlut þess og sínum og tækju ekki upp samstarf við sameiningaröflin svoköll- uðu. En þeir eiga fyrir lífi sínu að beijast og þá væntanlega einnig hugsjón sinni. Og það er þeim áreiðanlega fjarri skapi, þótt þeir viðurkenni það ekki opinberlega, að láta flokk sinn hverfa með öðrum þeim flokkum og flokksbrotum sem eiga hvort eða er engu eða litlu fylgi að fagna nema til slíkrar sameiningar kæmi. Það verður fróðlegt að fylgjast með flokksþingi Al- þýðuflokksins og sjá hvort forystan þar er jafn sterk og hún vill vera láta. Það verður einnig fróðlegt að fylgjast með þró- un Alþýðubandalagsins og hvernig - eða öllu heldur - hvort forysta þess kemur standandi niður. Það mun ekki verða ljóst fyrr en á lokasprettinum. Hitt er svo annað mál að fátt getur komið í veg fyrir einhvers konar samein- ingu á vinstra væng úr því sem komið er. Menn taka þá gjarnan mið af vinstra sam- starfí í höfuðborginni og slík sameining þarf ekki að leiða til neinnar upplausnar. Hún verður áreiðanlega ekki áhrifamikil fyrr en að einu eða tveimur kjörtímabilum liðnum. Fólk þarf að átta sig á þessu nýja fólki sem þama er í brúnni. En það gæti vel orðið heilsusamlegt fyrir íslenzkt þjóð- líf, ef hér yrðu til tveir flokkar með tíman- um og gætu þá barizt um völdin með sið- legri hætti en stundum hefur verið í fjöl- flokkakraðakinu þegar enginn hefur borið fulla ábyrgð og hver hefur bent á annan. í tveggja flokka kerfi yrðu menn að taka afleiðingum gjörða sinna. Þá gæti allt gerzt í kosningum. Það sýna síðustu þing- kosningar í Bretlandi. Forystumenn Al- þýðubandalagsins hljóta því að hugsa sitt. Þeir eru sumir hveijir sterkustu þingmenn vinstri manna og eru áreiðanlega ekki á þeim buxunum að leggja pólitísk her- tygi srn á hilluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.