Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998
FRETTIR
MORGUNBLADIÐ
* / • i___r /
GÆTIRÐU kannski hjálpað mér að hreinsa til í leiðinni þegar þér
komið til að skamma Jónas, hr. Jeltsín?
Rafrænn
%
Gullsmiðja Hansínu Jens
Laugarvegi 2ob • Reykjavík
RAMMAU8TINN
Innrömmun
^MCveitingahúsid SL
JfTfZmqiöýSL Garöastrarti 17 • Reykjavík
Hverfisgötu 62 • Reykjavík
Álfheimar 17 • Reykjavík
Tryggvagötu 8 * Reykjavík Blu di 1)1 Laugavegi 83 * Reykjavík 11
H, Austurvegi 11 • Selfossi l
a S § Þessi fyrirtæki veita öllum sem greiða með VISA kreditkorti rafrænan afslátt Fjöldi annarra fyrirtækja veitir einnig afslátt FRÍÐINDAKLÚBBURINN www.fridindi.is • www.visa.is
Hring'veg’ur í Norður-
Múlasýslu
Sveitarstjórn
samþykkir
flutning
SAMEINAÐ sveitarfélag Jök-
uldals-, Hlíðar- og Tunguhreppa
hefur skilað inn umsögn til Skipu-
lagsstofnunar þar sem fallist er á
að þjóðvegurinn verði lagður um
Háreksstaðaleið að tveimur skil-
yrðum uppfylltum. Þrjár kærur
hafa borist umhverfisráðherra
vegna umhverfisáhrifa flutning-
anna, ein frá Náttúruvemdarsam-
tökum íslands og tvær frá íbúum á
svæðinu. Kærufrestur rann út 15.
apríl.
Að sögn Amórs Benediktssonar
oddvita sameinaðs sveitarfélags
Jökuldals-, Hlíðar- og Tungu-
hreppa var tillagan um flutning
þjóðvegarins frá Möðmdal að Há-
reksstaðaleið nýlega samþykkt af
hreppsnefnd. Umsögn hefur verið
send Skipulagsstofnun sem mun á
næstunni taka ákvörðun um hvort
gengið verði að skilyrðum hrepps-
nefndar, að sögn Guðrúnar Höllu
Gunnarsdóttur hjá Skipulagi ríkis-
ins.
Umhverfisráðherra hefur átta
vikur samkvæmt lögum til að úr-
skurða um kæmrnar. Gert er ráð
fyrir að nýi hluti þjóðvegarins, sem
nefndur er Háreksstaðaleið, kopi
til með að liggja úr Langadal að Ar-
mótasel, en framkvæmdirnar em
liður í að bæta samgöngur milli
Norður- og Austurlands auk þess
sem þær miða að því að tengja
Vopnafjarðarsvæðið við Mið-Aust-
urland.
Amór Benediktsson oddviti taldi
að breytingamar kæmu til með að
hafa mest áhrif á Möðmdal þar
sem ferðaþjónustan þar yrði ekki
lengur við þjóðveginn. Hann taldi
þó að breytingin myndi hafa áhrif
til batnaðar íyrir Norðausturlandið
þar sem leiðin frá Vopnafirði til
Austurlands styttist um hátt í 40
km að vetri til, þegar leiðin um
Hellisheiði væri lokuð.
Alaskaösp og ræktun hennar
Ekki bara
kröfuhörð og
þurftafrek
Aðalsteinn Sigurgeirsson
SKÓGRÆKTAR-
FÉLAG íslands
gengst fyrir fyrir-
lestri um alaskaösp og
ræktun hennar í sal Ferða-
félags íslands í Mörkinm 6,
þriðjudaginn 21. apríl
klukkan 20.30. Fyrirlesari
verður Aðalsteinn Sigur-
geirsson.
- Hvert er efni fyrirlestr-
arins?
„Alaskaöspin hefur að-
eins verið til á íslandi rétt
rúma hálfa öld og varð fjót-
lega mjög vinsæl í garðrækt
eftir að hún barst til lands-
ins, einkum fyrir þær sakir
hvað hún er fljótsprottin og
auðveld í ræktun með
græðlingum. Síðan hefur
tegundin fengið á sig ýmiss
konar óorð, bæði vegna vor-
hrets árið 1963 þegar öll alaska-
ösp á suður- og vesturströnd
varð fyrir miklu áfalli og vegna
þess að hún er talin kröfuhörð á
jarðveg, næringu og ræktunar-
skilyrði.
Hin allra síðustu ár hefur al-
askaöspin líka orðið fómarlamb
eigin velgengni í görðum því þær
sögur hafa gengið fjöllunum
hærra að hún stífli kióök, sprengi
húsgmnna og þar frameftir göt-
unum. Einnig hefur hún fengið á
sig vont orð fyrir að vaxa hratt
og ná mikilli hæð.
Ég ætla að halda mig frá þess-
um tröllasögum en fjalla þess í
stað um ræktun síðustu 6-7 ára
þar sem við höfum verið að velja
klóna sem geta vaxið vel og
áfallalítið jafnvel þótt komi vor-
hret eins og fyrir 35 ámm.“
- Mun þetta verða einskonar
vamarræða fyrir alaskaöspina?
„Nei, ég ætla nú að reyna að
hafa þetta frekar á hlutlausu nót-
unum og segja frá því sem við
teljum vera staðreyndir og vitum
út frá tilraunum héma á rann-
sóknastöðinni.“
- Hafíð þið unnið að kynbótum
á tegundinni?
„Við höfum gert endurteknar,
stórar tilraunir víða um land, á
um 30 stöðum, með mismunandi
klóna alaskaaspar. Einn klónn
getur verið hópur margra trjáa
plantað vítt og breitt um landið
sem öll eru upphaflega af sömu
móður eins og eineggja tvíburar.
Allir erfðafræðilega eins.
Það er mikill kostur þegar ver-
ið er að reyna að kynbæta og
velja úr góða eiginleika hjá trjá-
tegund hversu auðvelt er að
fjölga alaskaösp með græðling-
um án mikillar fyrir-
hafnar. Alaskaöspin
sem verið var að
rækta hér með suður-
og vesturströndinni
árið 1963 og lenti í
vorhretinu var öll frá
svæði í Alaska þar sem ekki eru
sömu loftslagsskilyrði og hér og
var því algerlega vanbúin hlýind-
um vetrarins og hörkufrosti
vorsins það ár.
Þetta eina afbrigði gekk svo
vel þegar komið var með það til
landsins upp úr seinna stríði að
ekki var hirt um að fara í söfnun-
arferðir. Síðan þá hafa verið
famar slíkar ferðir til mismun-
andi staða í Alaska og frá 1989/90
hafa verið gerðar athuganir á af-
drifum mismunandi klóna og í
framhaldi af því gerðar tilraunir
vítt og breitt um landið.
Við höfum til dæmis víxlfrjóvg-
að góðum mæðmm og feðmm og
► Aðalsteinn Sigurgeirsson
fæddist í Reykjavík árið 1962.
Hann Iauk stúdentsprófí frá
Menntaskólanum við Sund árið
1981, BS-prófi í skógfræði frá
Alberta-háskóla i Kanada árið
1986 og doktorsprófi í skóg-
erfðafræði frá Sænska landbún-
aðarháskólanum í Umeá árið
1992. Aðalsteinn hóf störf hjá
rannsóknastöð Skógræktar rík-
isins á Mógilsá árið 1991 sem
sérfræðingur og gegndi því til
1. mars á þessu ári þegar hann
var ráðinn forstöðumaður rann-
sóknastöðvarinnar. Eiginkona
hans er Steinunn Geirsdóttir
BA í þýsku og kennslufræði-
nemi og eiga þau tvö böm.
emm að gera tilraunir með þessi
afkvæmi þar sem oft og tíðum
em sameinaðir kostir foreldr-
anna. Síðan er hægt að velja úr
betra efni í kjölfarið. Einnig höf-
um við verið að fá meira til lands-
ins frá tilteknum svæðum í
Alaska sem hefur reynst vel.
Tegundin er frá Alaska eins og
nafnið gefur til kynna en nær yf-
ir nokkuð stórt svæði í vestan-
verðri Norður-Ameríku, frá suð-
urströnd Alaska og alveg niður
til Kaliforníu."
- Eru þetta einhvers konar of-
urtré sem þið eruð að búa til?
„Ja, við búumst að minnsta
kosti við því að þau verði örugg-
ara efni fyrir alla ræktun alaska-
aspar á næstu ámm en hingað og
að menn geti treyst gæðum þess.
Eg er ekki að segja að þetta séu
ofurtré enda má lengi breyta og
bæta.“
- A hvaða svæðum er best að
rækta alaskaöspina?
„Ég ætla að fjalla
um skógrækt á stærri
svæðum utan garða
en í ljós hefur komið í
tilraunum að alaska-
öspin er ekki nándar
nærri eins kröfuhörð og þurfta-
frek tegund eins og almannaróm-
ur hefur haldið fram gegnum tíð-
ina. Hún er í flokki trjáa sem
hentar best að hafa þar sem
grannvatnsstaða er tiltölulega há
en þó rennandi vatn, hún hentar
því mjög vel til ræktunar nálægt
ám og lækjum en ekki endilega á
þurmstu holtum. Engu að síðar
hefur komið okkur á óvart í til-
raunum á Markarfljótsaurum í
Rangárvallasýslu, sem líkja má
við malarveg, að ræktun gengur
mjög auðveldlega. Hún þrífst
mjög vel með lítilli ræktunarfyr-
irhöfn og gæti því nánast verið
plöntutegund ti landgræðslu."
Alaskaöspin
er fórnarlamb
eigin wel-
gengni