Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ MARÍU E.Ingvadóttur hefur varla grunað að hún ætti svo fjölbreyti- legt líf fyrir höndum þegar hún stóð uppi ung ekkja með tvö lítil börn norður á Akureyri. En þá, sem og fyrr og síðar, tók hún sjálf stefnuna og meira en bjargaði sér og sínum. Petta flaug í gegn um hugann þegar ég sat í fallegu og vel búnu einbýlishúsi hennar, sem upp- komin böm hennar tvö höfðu gætt undanfarin ár meðan María var í Moskvu við skyldustörf sem við- skiptafulltrúi Utflutningsráðs við sendiráð íslands í Moskvu. María er alinn upp á Akúreyri, þar sem foreldrar henna bjuggu, þótt hún segist að vísu ættuð úr Þingeyjarsýslu og hafi fæðst á Sval- barðseyri. Sýnilega hefur snemma bólað á sjálfstæðinu, því hún hætti í Menntaskólanum á Akureyrí í fjórða bekk. Þótti skólasetan tímaeyðsla og langaði til að gera eitthvað annað. Svo hún fór að vinna á skrifstofu og hélt svo suður, þar sem hún náði í eiginmanninn eins og hún orðar það, svolítið treg til að fara að rekja ævi- ferilinn. En spyrjanda fínnst það óhjákvæmileg undirstaða þess sem á eftir kæmi. Eiginmaður Maríu, Jónas Þórarinsson, var matreiðslu- meistari og svo æxlaðist að þau fluttu norður og stofnuðu fyrirtækið Bautann með þremur Akureyring- um. Það var síður en svo sjálfsagt mál þá. „A þeim tíma átti Kaupfélagið Akureyri með húð og hári og gerð- ist margt skrýtið. Kaupfélagsmenn gerðu í upphafí mikið til að koma í veg fyrir rekstur Bautans, svo sem að hægt væri að fá kjöt frá Kjötiðn- aðarstöðinni, mjólk og slíkt. A þeim Ekkert sjálf- sagt þá María E. Ingvadóttir er komin heini eftir þriggja ára reynslu- ríka dvöl í Moskvu sem viðskiptafulltúi og er að leggja í nýtt og viðamikið viðfangsefni sem fjármálastjóri verkefnisins „Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000". Ekki í fyrsta skipti sem María sveigir á æviveginum og leggur ótrauð á nýjar forvitnilegar slóðir. Elin Pólmodóttir þóttist vita að jafnan hefði hún þó reynst setja fingurinn á_ frásagnarverðan púls samtímans. mundi leggja í slíkt aftur, vera með vinnu, heimili og börn og í háskóla- námi.“ f verðlagshöftum og öðrum höftum Þú hefur ekki selt húsið fyrh’ norðan? „Ég ætlaði alltaf norður aftur. Þegar ég lauk 1983 háskólaprófi í viðskiptafræði á fjármála- og endur- skoðunarsviði fór ég að hringja til að spyrjast fyrir um vinnu þar, en ekk- ert reyndist hægt að ákveða fyrr en einhvern tíma seinna. Aftur á móti bauðst mér strax vinna á nokkrum stöðum hér. Ég sá því að ég yrði að ílendast hér.“ María valdi ríkisstofnun, eina árið sem hún hefur unnið hjá ríkinu. Fór að vinna í hagdeildinni hjá Verðlags- stofnun. „Þetta var á árum verðlags- haftanna þótt þau ættu að hverfa. Ég var auðvitað mjög fylgjandi því að koma á frelsi í viðskiptum. Hins- vegar var mjög gaman að vinna við þessa verðútreikninga. Þarna vann ég með mjög góðum manni, Guð- mundi Sigurðssyni, sem nú er for- stöðumaður Samkeppnisstofnunar. Inn á okkar borð komu allar vörur sem voru undir verðlagsákvæðum. Við fórum inn í öll þessi fyrirtæld til að kynnast rekstrinum og sjá hvaða verðútreikningar stæðu að baki verðlagningunni. Fengum allar nauðsynlegar upplýsingar til að sjá hvort viðkomandi verð væri eðlilegt eða ekki. Þú getur ímyndað þér hve þetta var góður skóli. Eftir árið var þetta hins vegar orðin nátínuvinna. Þá var þetta líka í raun og veru allt að gliðna. Var búið að ákveða að þessar vörur yrðu ekki lengur undir verðlagsákvæðum. Hugsaðu þér, þá Morgunblaöiö/Golli MARIA E. Ingvadóttir komin heim i húsið sitt á Seltjarnarnesi eftir þriggja ára dvöl í Moskvu. tíma var samkeppni litin mjög óhýru auga. Á þessum litlu stöðum úti á landi, þar sem kaupfélögin voru allsráðandi, var eins og þarna á Akureyri fyrirtækið annaðhvort keypt upp eða þurrkað út í sam- keppni", segir María og brosir kím- in. „En þetta voru ungir menn sem ekki létu segja sér fyrir verkum. Á ýmsan hátt var hægt að útvega hlutina annars staðar, en það voru engar eðlilegar leiðir fyrir þá að afla sér fanga. Auðvitað var þetta skammsýni á sínum tíma, en svona var bara tíðarandinn. Kaupfélags- mönnum fannst eðlilegt að þeir ættu vissan rétt á þessum stöðum. Til allrar hamingju átti það eftir að breytast. Bautinn er enn starfandi og tveir þeirra sem byrjuðu reka hann enn. Ég fór út úr fyrirtækinu nokkrum árum eftir að Jónas lést 1974.“ Hvað kom fyrir hann, rétt þrítug- an manninn? María segir að hann hafi fengið heilablóðfall, bara sofnað og ekki vaknað aftur. Þá var hún 28 ára og börnin eins árs og sex ára. Hvað tók hún þá til bragðs? í háskóla með börnin tvö Hún dreif sig í Öldungadeildina, sem var að byrja við MA og lauk það- an stúdentsprófí 1979. Kveðst ekkert endilega hafa ætlað að halda áfram námi. Þetta var meira til að hafa sig upp og í félagsskap. María var heima með börnin en þurfti auðvitað að vinna. Fjölskyldan var nýflutt í stórt hús með góðri vinnuaðstöðu, svo hún kom upp skrifstofu heima og var þar með bókhald nokkurra íyi-irtækja - áður en hún lærði nokkuð til þess, bætir hún við kímin. Fyrrverandi samstarfsmaður hjá Lindu, Kristinn Þorvaldsson, studdi við bakið á henni. „Mér fannst hræðileg tilhugs- un að setja krakkana frá mér og fara út að vinna. Tímdi því ekki. Sonur minn var ekki nema eins árs. Þetta þýddi auðvitað að ég vann aðallega á nóttunni og á kvöldin." En hún hélt þó áfram í háskóla- nám? „Það var nánast tilviljun að ég dreif mig suður með börnin. Við tvær vinkonur, með tvö börn hvor, sáum auglýsingu í Mogganum, þar sem voru auglýstar íbúðir í hjóna- görðum fyrir háskólanema. Við fór- um að gantast með að við ættum bara að sækja um. Okkur til mikillar furðu fengum við fljótt svarbréf um að við værum velkomnar. Við sáum þá fram á að við yrðum að drífa okk- ur suður. Þarna var ég svo á veturna með krakkana, sem voru í skóla. Ingvi að byrja sína skólagöngu í Melaskólanum, en Guðrún í Haga- skóla. Þetta voru umbrotatímar og eftir á að hyggja skemmtilegt líf. Krakkamir voru vön stóru húsi og fannst mjög spennandi að búa í þessum þrengslum á veturna. Þetta var þó hrikalega erfítt og kannski hálfgerð bilun að láta sér detta það í hug. Ég hélt auðvitað áfram með bókhaldið, á einhverju þurftum við að lifa. Á þeim tíma lenti launa- og ársuppgjörið alltaf á próftíma hjá mér. Eg er ekki viss um að ég voru bara vísitölubrauðin, fransk- brauð, heilhveitibrauð, rúgbrauð og normalbrauð. Þá kynntist maður ákveðnum innviðum fyrirtækja. Til dæmis var mjög gaman að kynnast landbúnað- argeiranum. Þar var að byrja fram- leiðsla á kókómjólk og slíku. Ég man að einu sinni fór ég austur á Selfoss til að skoða Mjólkurbúið og til að at- huga hvernig verðlagningin væri samansett. Við vorum líka með svínakjöt og lambakjöt. í lagi var að reikna út framleiðslukostnað á svínakjöti, hann lá fyrir. En slátur- kostnaður á lambakjöti var algert hernaðarleyndarmál. Við fengum það ekki. Aldrei hefði verið gefíð upp hvernig sláturkostnaðurinn væri samansettur, bara heildarupp- hæð á kfló, engir útreikningar. Þar við sat. Þarna var ýmislegt furðu- legt, sem manni finnst skemmtilegt núna. Að hugsa sér hve allt hefur breyst í þessu viðskiptaumhverfi okkar, sem fyi’ir aðeins 15 árum var svona frumstætt. En þarna upplifði ég þessa tíma. Það var góð reynsla og þar mótaðist afstaða mín til land- | búnaðarmála. Það lá í augum uppi | hvað var verið að gera mikið rangt. . Landbúnaðurinn var auðvitað á * ákveðnum krossgötum. Fólk var farið að átta sig á að hann var alltof dýr eins og hann var rekinn og byrj- að að hnýta í það. Hann var ekki lengur þessi heilaga kýr, sem hann hafði verið öll þessi ár. Þetta var svolítið viðkvæmt mál. Sjðan hefur landbúnaðurinn breyst. Ég held að ekki hafi verið farið rétt að þessu í } upphafi. Það er aldrei sniðugt þegar i einhver fámenn nefnd eða stjórn . reynir að stýra í ákveðinn farveg. ' Ekki var alltaf hægt að sjá hverra hagsmuna var verið að gæta. Ekki bændanna að minnsta kosti. Það virtist stundum dálítið langsótt." Samt fórstu beint tfl Sambands- ins? „Ég var komin með svo góða reynslu af landbúnaðinum að leiðin lá þangað þegar ég hætti hjá Verð- } lagsstofnun. Þáverandi forstjóri i fjárreiðudeildar hafði samband við k mig. Þetta var líka mjög góður skóli I hjá Sambandinu. Hagdeildin, þar sem voru bara ég og aðstoðarmaður, sá um áætlunargerð. Þarna voru 8 yfirdeildir með mörgum undirdeild- um, svo þetta var mjög fjölbreytt. Að það var svona skipt þýddi að við kynntumst öllum deildum, fræðslu- málunum á Bifröst, sjávarafurða- deild, landbúnaðardeild, véladeild, | verslunardeild o.s.frv. Og svo voru , margar undirdeildir. Ég fór í allar deildir. Þarna kynntist maður þver- I skurði af samfélaginu eins og það lagði sig. Þetta var virkilega gaman og ég vann með svo mörgu góðu fólki. Þetta voru síðustu ár Erlendar Einarssonar sem forstjóra. Hann var gjarnan gagmýndur á þessum árum, en mér fannst mjög gott að vinna með honum. Ég tel að hann hafi á margan hátt verið mjög fram- j sýnn og opnað ýmsar leiðir. Ef ég fékk einhverja hugmjmd studdi ' hann mig þó það gerðu kannski ekki } aðrir. Ég held að hann hafi alveg verið búinn að átta sig á að breyt- inga var þörf, þótt þær hefðu þurft að vera stórtækari. Það var auðséð að þurfti að fara að breyta deildun- um í sjálfstæðar einingar, en slíkt fékk auðvitað engan hljómgrunn á þeim ánim. Að gera þetta að al- mennum fyrirtækjum, eins og síðar j var gert með sjávarafurðadeildina, sem varð íslenskar sjávarafurðir, og * tókst mjög vel. En breytingarnai’ } urðu ekki á þessum þremur árum sem ég var þar og fylgdist með.“ Hjá SÍS og Sjálfstæðisflokknum María kveðst hafa hætt hjá Sam- bandinu um það leyti sem yfirmaður hennar, Eggert Ágúst Sverrisson, var fluttur til London. En hvernig stóð á því að hún hætti? Það kemur svolítið hik á hana, nefnir að þá hafi hún verið formaður Sjálfstæð- 1 iskvennafélagsins Hvatar og ekki } allir SÍS-menn ánægðir með að hún væri að matreiða tölur og áætlanir ofan í þá. Þess varð hún einkum vör eftir að Eggert Ágúst fór, sem hafði sennilega borið af henni blak. Hún segir að þetta hafi ekki verið eina ástæðan, en auðvitað hafi verið erfitt að starfa hjá Sambandinu og vera í pólitík fyrir Sjálfstæðisflokk- , inn. Hún ætlaði að hætta í árslok 1987, en var beðin um að vera áfram 1 í nokkra mánuði. Þá fór hún undir ) vorið í prófkjör til alþingis í Reykja- vík fyrir Sjálfstæðisflokkinn og mátti heyra gagnrýni þar fyrir að vera starfsmaður SIS, Sambands ís- lenskra samvinnufélaga. Hún kunni vel við sig hjá Sambandinu og þótti þetta heldur leitt. En Sambandið var þá líka farið að riðlast. Því ákvað hún að hætta. , Nú væri fróðlegt að fá að vita ' hvernig hún lenti í pólitík og í Sjálf- 1 stæðisflokknum. | „Ég var ekki flokkspólitísk. Pabbi talaði mikið um þjóðmálin og heima var alltaf mikið talað um það sem var að gerast. Pabbi var frekar vinstrisinnaður. Við vorum oftast á öndverðum meiði. Líklega hefur hann í bland ögrað okkur systkinun- um sex til að taka þátt í umræðum og taka afstöðu til mála. Við feðginin , vorum bæði í Vogarmerkinu og vog- in leitar alltaf jafnvægis. Ég held að við höfum alltaf orðið að vera dálítið ósammála.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.