Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.04.1998, Blaðsíða 40
MO SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + ’ Elskuleg móöir mín, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR, Skagabraut 9, Akranesi, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 14. apríl, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 21. apríl kl. 14.00 Einar Jón Ólafsson, Erna Guðnadóttir, Einar Gunnar Einarsson, Guðni Kristinn Einarsson. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA ÁGÚSTSDÓTTIR, Snekkjuvogi v/Kumbaravog, áður til heimilis í Auðbrekku 23, Kópavogi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi mánu- daginn 13. apríl sl. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 20. apríl nk. kl. 10.30. Sigrún Erla Kristinsdóttir, Jóhannes Ágúst Kristinsson, Þorbjörg Jónsdóttir, Elín Kristinsdóttir, Magnús Gíslason og barnabörn. + Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu og virðingu við andlát og útför INGIMUNDAR B. HALLDÓRSSONAR. J Jóhanna B. Þórarinsdóttir, Þurfður Ingimundardóttir, Sigþrúður Ingimundardóttir, Hallfríður Ingimundardóttir, Björg Ragnheiður Ingimundardóttir, Þóra Sigurgeirsdóttir. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ÖNNU BJÖRNSDÓTTUR, Gnoðarvogi 30, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks kvennadeild- ar 21A á Landspítala og Heimahlynningar Krabbameinsfélags íslands. Hjördís Björnsdóttir, Sigurður Ásgeirsson, Guðlaug S. Sigurðardóttir, Ragnar J. Kristinsson, Ásgeir S. Sigurðsson, Sigrún Ögmundsdóttir, Árni R. Sigurðsson, Lovísa Jónsdóttir og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför foreldra okkar, tengdaforeldra, afa, ömmu, langafa og langömmu, ÁRNA JÓNASSONAR og JÓHÖNNU INGVARSDÓTTUR, Borgarholtsbraut 23, Kópavogi. Arnaldur Árnason, Ólfna J. Halldórsdóttir, Ingvar Helgi Árnason, Christa Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. EIRÍKUR ÞÓR GUÐMUNDSSON + Eiríkur Guð- mundsson fædd- ist í Reykjavík 3. júní 1964. Hann lést 9. apríl síðastliðinn í Forsæti í Vestur- Landeyjum. Foreldr- ar hans eru Katrín Þórarinsdóttir frá Fellskoti og Guð- mundur Þór Gi'slason frá Reykjavík. Seinni kona Guðmundar er Margrét Einarsdótt- ir. Bræður Eiríks eru Gísli Gunnar, smiður og tamningamaður í Biskupstungum, Sigurður Torfi, bústjóri á Keldum, og Rúnar Þór, tónlistarmaður og sölumaður. Eiríkur var í sambúð með Hjördísi Ágústsdóttur og áttu þau eina dóttur saman, Huldu Katrínu, f. 17. júní 1996. Eiríkur flutti ásamt fjölskyldu Elsku Eiríkur okkar. Á björtum skírdagsmorgni fengum við þessar skelfilegu fréttir að þú værir allur. Fljótt breytist sólardagur í dimmu. Við áttum eftir að tala saman um svo margt og margt eftir að gera, en nú ertu allt í einu farinn. Við mágkonumar vorum lengi búnar að bíða eftir að þú, sem hafðir svo gaman af börnum, bættir við í barnahópinn okkar og samglödd- umst þér innilega þegar Hulda Katrín fæddist ykkur Hjördísi á þjóðhátíðardaginn sjálfan. Hún var sólargeislinn í lífi þínu og við sáum fljótt hve þið hændust hvort að öðru og nutuð návistar hvort annars. í hugum okkar ertu eitt mesta prúðmenni sem við höfum kynnst. Við sáum þig sem dulan og hlé- drægan mann sem var alltaf tilbú- inn að aðstoða aðra, án þess að ætl- ast til þess að fá greiðann endur- goldinn. Þú varst lítið fyrir að guma af verkum þínum, þótt ástæður væru nógar, og oft nutu aðrir ávaxta vinnu þinnar. Alltaf var mikið fjör og gleði þeg- ar allir bræðurnir hittust og mikið spaugað og sungið og í söngnum varst þú svo sannarlega í essinu þínu, með þlna háu björtu rödd. Söngur bræðranna verður aldrei samur, þegar rödd þína vantar í hópinn. Elsku Hjördís, Hulda Katrín litla og fjölskylda Eiríks öll, við biðjum Guð að styrkja ykkur í hinni miklu sorg. Svanhildur, Helga Salbjörg og Kristín. Deyr fé, deyja frændur en orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getur. (Hávamál.) Við svo ótímabært fráfall ungs manns í blóma lífsins verður manni orða vant. Fregnin svo óraunveru- leg, óréttlát og yfirþyrmandi sorg- leg. Það er komið nokkuð á annan ára- tug síðan leiðir okkar og Eiríks lágu saman. Hann var þá að hefja störf sem tamningamaður á Stóðhesta- stöð Búnaðarfélags íslands í Gunn- arsholti en við með hesta okkar á svæðinu til sumar- og haustbeitar. Eiríkur, ljós yfirlitum og þéttur á velli, þá liðlega tvítugur, bar með sér einstaklega góðan þokka. Hann hafði þá þegar getið sér góðan orðstír sem tamningamaður og hafði bæði reynslu og þekkingu til að axla þá miklu ábyrgð að ala upp, temja og sýna efnilegustu stóðhesta lands- ins. Starfið snerti ræktendur í fremstu víglínu um allt land. Eiríkur sá um rekstur stóðhestastöðvarinn- ar í níu ár, lengur en nokkur annar tamningamaður. Fyrst með fyrrum sambýliskonu sinni, Rúnu Einars- dóttur, og síðan hafa aðstoðarmenn hans verið margir af þekktustu tamningamönnum landsins og síð- ustu starfsár hans þar einnig eftirlif- andi sambýliskona hans, Hjördís Ágústsdóttir. sinni að Torfastöðum í Biskupstungum 1967, þar sem rekið var fjárbú, tamn- ingastöð og hrossa- rækt. Árið 1983 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur, þar sem Eiríkur starfaði sem tamningamaður hjá Sigurbimi Bárð- arsyni um hríð. I níu ár var hann for- stöðumaður Stóð- hestastöðvarinnar í Gunnarsholti og bjó Rúna Einarsdóttir frá Mosfelli þar með honum um tíma. Eftir það rak hann, ásamt Hjördísi, tamningastöð á Heiði á Rangárvöllum og sfðan í Forsæti í Vestur-Landeyjum. Utför Eiríks verður gerð frá Seljakirkju mánudaginn 20. aprfl og hefst athöfnin klukkan 15. Á þessum árum fóru um hendur hans flestir af bestu kynbótahestum landsins. Reiðlistin er þannig að þar verða menn aldrei fullnuma en Ei- ríkur bjó yfir næmi og hæfileikum sem skilur á milli meðalmannsins og afreksmannsins á þessu sviði. Hrossaræktin á íslandi stendur í þakkarskuld við Eirík Guðmunds- son fyrir hans störf. Þau Hjördís og Eiríkur hófu eigin rekstur, fyrst að Heiði á Rangár- völlum og svo á draumastaðnum, Forsæti í V-Landeyjum, þar sem þau höfðu komið sér fyrir til fram- búðar með litla augasteininn sinn, Huldu Katrínu. Við leituðum fljótlega eftir komu Eiríks í Gunnarsholt aðstoðar hans við jámingar á hestum okkar. Þau kynni þróuðust upp í vinskap sem hélst æ síðan. Hjálpsemi og greið- vikni einkenndu Eirík hver sem í hlut átti. Hann gaf sér tíma til að segja Irisi Björk dóttur okkar til og stappa í hana stálinu þegar hún var sem unglingur að taka þátt í stór- móti í fyrsta sinn þó að hann væri ábyrgur fyrir mörgum af þekktustu stóðhestunum á sama fjórðungs- móti. Vinskapur og elskulegheit hans og Hjördísar við Pálu, yngstu dóttur okkar, var einstakur. Alltaf nógur tími til að ræða málin og fylgjast með hvernig henni gengi í keppni á mótum. Hefði nú ekki allt gengið upp var það nú ekki mikið til að hafa áhyggjur af og slegið á létta strengi. Eiríkur var afar dagfarsprúður maður sem gott var að vera nálægt. Hann var hógvær og hlédrægur. Það var ekki í hans karakter að láta mikið á sér bera á mannamótum. Hann bjó yfir næmri kímnigáfu og var oft hrókur alls fagnaðar á góðri stund. Hann átti svo mikið óskrifað í lífsbók sína, framtíðin lofaði svo góðu. Við þökkum Eiríki allar sam- verustundimar og biðjum Guð að gefa honum frið. Á slíkri sorgarstundu leitar hug- ur okkar einnig til fjölskyldu hans sem verður nú að læra að lifa við það sem enginn fær breytt. Elsku Dísa og Hulda Katrín, for- eldrar Eiríks og tengdaforeldrar, bræður og fjölskylda. Guð gefi ykk- ur styrk í sorg ykkar. Minningin um góðan dreng mun lifa í hjörtum okkar. Hallgrímur og Ágústa, íris Björk og Pála. Kær vinur, félagi og fýrrum sam- starfsmaður er látinn. Það er alltaf jafn erfitt að sætta sig við og skilja hvers vegna maður í blóma lífsins er hrifsaður burt svo skyndilega og óvænt. Stór er sá hópur vina sem nú drúpir höfði með söknuði og trega vegna fráfalls öðlingsins Eiríks Guðmundssonar. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg samskipta okkar Eiríks. Að leiðarlokum er mér, starfsfólki í Gunnarsholti og fjöl- skyldu minni efst í huga söknuður og þakklæti fyrir áralanga vináttu og heilladrjúgt samstarf. Um langt árabil veitti Eiríkur Stóðhestastöð- inni í Gunnarsholti forstöðu, lengst allra sem þar hafa starfað. Með ein- stökum dugnaði og elju átti hann ríkan þátt í að skapa stöðinni verð- ugan sess og virðingu sem forystu- stofnun í íslenskri hrossarækt. Eiríkur var sérstakt ljúfmenni og dagfarsprúður og það voru mér for- réttindi að fá að starfa með honum að byggingu og rekstri nýja hest- hússins sem varð að fyrirmynd ann- arra hesthúsa að frágangi og um- hirðu stóðhesta hér á landi. Alltaf var hann boðinn og búinn að lið- sinna öðrum og það voru margar ánægjustundimar sem við áttum þegar hann var að járna fyrir okkur og liðsinna við reiðmennsku. Um einstæðan feril hans í hesta- mennsku verður ekld fjallað í þess- um fáu línum en óhætt mun að full- yrða að meðal íslenskra reiðmanna var hann jafnan í fremstu röð. Við munum ekki fá framar að sjá snilldartakta Eiríks á sýningarvell- inum né skynja flekklausa hlýjuna i augum hans og viðmóti en minning- in um góðan dreng lifir. Hjördísi, Huldu Katrínu litlu, ættingjum og vinum biðjum við Guðs blessunar og vottum þeim okkar dýpstu samúð. Sveinn Runólfsson. Að standa höggdofa frammi fyrir þeim atburðum sem nú eru orðnir, að gera sér ljóst að þeir eru vaka en ekki draumur, að finna tunguna bundna - þetta setur af stað í huga manns eins konar skuggsjá, þar sem skynfærin keppast við að bregða upp leiftrum frá liðnum tíma. Smá- stubbur, berfættur í stígvélunum í asanum vegna gestkomunnar, hugar að tryppi í stíu - og er fyrr en varir horfinn undir kvið þess og birtist von bráðar hinum megin kotroskinn og sallarólegur. Það voru gestimir hins vegar ekki, var þetta ekki djarft teflt hjá baminu? Pabbinn er hins vegar öllu vanur, segir þetta vera hina alvanalegu tamningaað- ferð, hér verði engu um þokað. Og margar fleiri urðu heimsóknir þess- ara gesta að Torfastöðum og alltaf er Eiríkur inni í myndinni, oftast í aðalhlutverki og jafnan vel ríðandi. Myndirnar líða um hugskotið, Ei- ríkur á Brynju þriggja vetra, Eirík- ur á Gígju, Eiríkur á Flugsvinn - hvílík náttúmbörn, hvílíkir hæfileik- ar, þessu er ekki hægt að lýsa en þetta greyptist í vitundina, er veisla í farangrinum. Ef einhvern tíma er við hæfi að tala um vöggugjöf, þá á það sannarlega við um hesta- mennsku Eiríks Guðmundssonar. Og framhaldið vitnar enn og aftur um snilldina, sem grannur var lagð- ur að í bernskunni, og þróaðist með reynslu og þekkingu til hins besta sem gerist í samskiptum manns og hests. Kappreiðaferillinn var næstum undarlegt sambland af keppni, fag- mennsku, en fyrst og síðast íþrótta- anda. Og enn taka myndirnar að streyma hjá: Eiríkur sem límdur á Gjálp í metspretti á stökki, síðar á hverjum skeiðsnillingnum af öðrum, Villingi, Fönn, Tvisti, Seifi o.s.frv., iðulega fyrstur, alltaf að berjast til sigurs. Og á milli spretta: að hjálpa öðram - ekki síst skæðustu keppi- nautum sínum - en einnig byrjend- um og unglingum, um það vitum við gerst sem þetta ritum, og þeir sem næst okkur standa. Alltaf var hann boðinn og búinn að hjálpa til, óbeð- inn, án orða, bara kominn og farinn að hagræða löppum, leggja lið, vera til halds og trausts. Það er óhægt um vik og myndi æra óstöðugan að tæma skrár um kappreiðavekringa, gæðinga og kynbótahross, einkum stóðhesta, sem Eiríkur hefur leitt fram á sjónarsviðið á liðnum árum. Hiklaust má hins vegar segja að níu ára starf hans í Gunnarsholti hafi markað tímamót í umhirðu, með- ferð og fóðran hrossa hér á landi, slík fyrirmynd var það. Og þegar þetta er skrifað bregður fyrir minn- ingavitin ilm af þurrum spónum og faxúða - sem heitir reyndar Gunn- arsholtslykt í munni smáfólksins hér á bæ. Nærfærni Eiríks við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.