Morgunblaðið - 19.04.1998, Page 48

Morgunblaðið - 19.04.1998, Page 48
SUNNUDAGUR 19. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Já, kennari... ég vil gjarnan hitta Mig langar að sýna honum þessa Tekur hann ekki á móti óbreyttum skólastjórann ... mynd sem ég litaði... hermönnum? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 LÁTUM aldrei undan freistingunni. Áfengi og akstur mega aldrei fara saman. (Sviðsett mynd.) Hefur þú ekið undir áhrifum áfengis? Frá Hópum 53 og 54: VIÐ erum tveir hópar sem sóttu námskeið ungra ökumanna hjá Sjóvá-Almennum í febrúar. Við fjölluðum sérstaklega um bílbelta- notkun og ölvunarakstur. Við vilj- um deilda nokkrum punktum með þér. Ölvunarakstur í könnun sem Sjóvá-Almennar gerðu meðal ungra ökumanna má reikna með að annar hver ungur ökumaður á aldrinum 17-20 ára hafi ekið ölvaður. Hugsum fyrir: fram áður en slys eiga sér stað. í ljósi þess hve alvarlegt það er vilj- um við benda ykkur á að sé fólk að fara að skemmta sér og ætli það að fá sér í glas er best að skilja bíllyklana eftir heima. Þá er minni hætta á að það fari af stað undir áhrifum. Ætli einhver vinur að fara af stað, er gott að ná af hon- um lyklunum. Hann mun þakka ykkur fyrir það seinna. Góð regla er að sjá um að einn í hópnum hafi ekki neytt áfengis, hann getur þá keyrt. Ef ekki þá er um að gera að drekka kók í staðinn fyrir bjór og vera alltaf með nógu mikinn pen- ing fyrir leigubíl. Ekki hafa upp- takara á lyklakippunni, þá er freistingin minni að opna einn í akstri. Dagurinn eftir getur verið varasamur. Það getur tekið langan tíma að renna af okkur, því verð- um við að gæta þess að keyra ekki af stað of snemma daginn eftir. En umfram allt: Eftir einn ei aki neinn. Bilbeltanotkun Við skoðuðum bílbeltanotkun hjá ungu ökumönnunum sem sóttu námskeiðið hjá Sjóvá-Almennum. Fyrir námskeið voru aðeins 58% sem notuðu alltaf bílbelti. Á nám- skeiðinu var rætt ítarlega hversu nauðsynlegt það er að nota bílbelti og flest okkar hafa farið að nota beltin eftir námskeið eða 94%. Við höfum komist að raun um að beltin geta bjargað mannslífum. Fleiri en einn í hópnum telja að þau hafi bjargað lífi sínu í óhöppum. Það á alltaf að nota beltin, ekki síður þegar ekið er hægt og rólega og jafnvel þótt farnar séu stuttar vegalengdir. Stór hluti slysa og óhappa verður í næsta nágrenni við heimili fólks. Allir sem eru í bílum eiga að vera í beltum. Börn eiga að vera í barnabílstól og at- huga þarf að hann og barnið séu rétt fest í samræmi við leiðbein- ingar. Fullorðið fólk á að vera börnunum fyrirmynd og takist það er það að minnka verulega líkur á að bömin verði fyrir alvarlegum slysum. Bílaframleiðendur myndu ekki setja bílbelti í öll sæti í öllum bíl- um, nema af því að þeir eru þess fullvissir að þau hafi jákvæð áhrif og komi í veg fyrir slys. Umferðar- lögin gera ráð fyrir að allir sem í bílnum sitja hafi beltin spennt. Sektir eru við því ef sú regla er ekki virt. Algeng orsök banaslysa er að fólk kastast út úr bíl og lend- ir jafnvel undir honum. Litlar líkur eru á að það gerist noti fólk bíl- beltin. Munum að aftursætisfar- þegar sem lausir eru, geta stórslasað eða drepið framsætis- farþega lendi bíllinn í hörðum árekstri því 75 kg manneskja myndi kastast á framsætið með 4 tonna þunga við árekstur á 70 km hraða. Munum því að beltin bjarga. EINAR GUÐMUNDSSON, forvarnarfulltrúi Sjóvá-Almennra. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.