Morgunblaðið - 26.04.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.04.1998, Qupperneq 1
112 SÍÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 93. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Starað framan í óvættina Reuters HINN eins árs gamli Kohei Inami starir framan í grímuklæddan dómara í upphafí áriegrar grátkeppni japanskra barna í Sensoj- musterinu í Tókýó í gær. Yfír 70 smábörn, sem öll eru fædd á árinu 1997, tóku þátt í keppninni, þar sem þau börn sem grétu fyrst og grenjuðu hæst unnu til viðurkenninga. Hin hefðbundna grátkeppni er haldin árlega um allt Japan, en að baki henni liggur sú forna trú Japana að þátttaka í henni tryggi börnunum heilbrigðan þroska. Horfur á að verkfall 400.000 verkamanna hefjist í Danmörku í nótt Lamast danskt þjóðfélag? Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Skipbrots- manna leitað VÉÐTÆK leit var hafín í gærmorgun að fímm manna áhöfn brezks flutningaskips, sem talið er að hafí sokkið í Norðursjó, um 30 km undan strönd N-Englands. Neyðar- kall var gefið út frá skipinu, sem er 1.000 lesta og skráð í Belize, á öðrum tímanum aðfaranótt laugardags. Það var á leið með grjótfarm frá Berwick á Skotlandi til Hollands. Er áliðið var morguns hafði ekki fundizt annað en björgunarbátur á hvolfi, eitt eða tvö björgunarbelti á floti og lítilsháttar olíubrák. I febrúar sl. höfðu eftirlitsmenn brezkra yfirvalda haldið skipinu í fimm daga siglingabanni vegna athugasemda við haffærni þess og örygg- isbúnað. Lítil kjörsókn FLESTIR kjósendur í Nígeríu virðast hafa farið að áskorun stjórnarandstöðunnar um að sniðganga þingkosningar sem fram fóru í þessu fjölmennasta nki Afríku í gær. Kjörsókn var mjög dræm og því útlit fyrir að kjósendur styddu mótmæli stjórn- arandstöðunnar gegn Sani Abacha, leið- toga lierforingjastjómarinnar, sem verið hefur við völd síðan 1993. Kaþólikki myrtur UNGUR kaþólikki fannst myrtur nærri járnbrautarstöð í þorpi norðan Belfast í gærmorgun. Óttast var að hann væri síð- asta fórnarlambið í átökum öfgamanna úr röðum andstæðra fylkinga kaþólikka og mótmælenda á Norður-Irlandi, sem hafa ekki látið af ofbeldisverkum þrátt fyrir sögulegt friðarsamkomulag sem undirrit- að var fyrr í þessum mánuði og kosið verður um í þjóðaratkvæðagreiðslu 22. maí. Samkvæmt frásögn sjónvarpsstöðv- arinnar Sky handtók lögregla tvo menn vegna morðsins í gær. Óvænt úrslit JOSE Borrell, fyrrverandi ráðherra í rík- isstjórn spænskra sósíalista, þakkaði í gær flokksmönnum sínum stuðninginn við sig sem forsætisráðherraefni fiokksins, en hann sigraði óvænt frambjóðanda flokksforystunnar í próf- kjöri sem fram fór í fyrradag. Borrell hefur farið sín- ar eigin leiðir á pólitísk- um ferli sínum og haldið sig fjarri arfleifð Felipe Gonzalez, fyrrverandi flokksleiðtoga og forsætisráðherra, og því kom á óvart að hann skyldi slá út núver- andi leiðtoga flokksins, Joaquin Almunia, sem einnig sóttist eftir útnefningunni. Sig- ur Borrells þýðir að hann mun mæta Jose Maria Aznar, núverandi forsætisráðherra og leiðtoga Lýðfiokksins, í næstu þing- kosningum, sem væntanlega fara fram snemma á árinu 2000. „ÞETTA getur ekki verið satt,“ sögðu margir Danir í gær, þegar spádómar fjölmiðla um það hvernig verði umhorfs í landinu eftir viku- verkfall eða svo fóru að birtast. Utlit er fyrir að fátt geti afstýrt þvi að verk- fall hefjist í nótt hjá um 400 þúsund manns sem starfa við flutninga, iðnaðarstörf og þjón- ustustörf eins og hreingerningar. Það tekur að öllum líkindum innan við viku að koma öllu þjóðlífinu á kné ef af verkfallinu verður, því áhrifin breiðast hratt út, auk þess sem samúð- arverkföll og verkbönn bætast við. Landið ein- angrast þar sem flug leggst niður og í gær funduðu SAS-starfsmenn vegna verkbanns sem á þá verður sett svo seinkun varð á utan- landsflugi. Flugleiðavélar fara í dag tvær aukaferðir frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur, klukkan 23 og svo í nótt. Jafnt stjórnmálamenn sem blaða- og frétta- menn vöknuðu upp við vondan draum á föstu- dagsmorgun þegar það spurðist út að nýgerð- um samningum hefði verið hafnað í atkvæða- greiðslu, en slíkt hefur ekki gerst síðan 1956, þegar mjög hörð verkfallsátök sigldu í kjölfar- ið. Svarið var skýrt. Tæplega sex af hverjum tíu höfnuðu samningunum. Eftir að úrslitin urðu ljós eru fulltrúar vinnuveitenda jafnharðir á að frekari kostir séu ekki til umræðu. Forsvarsmenn launþega hafi samþykkt samningana og verði nú að leysa vanda sinn sjálfir gagnvart launþegum og hafa atvinnurekendur neitað að taka aftur upp samningaviðræður. Fræðilega séð getur stjórn Jafnaðarmanna og Róttæka vinstriflokksins gripið strax í taumana með því að setja gerða samninga í lög, en ekki þykir líklegt að hún geri það strax, því það gæti þótt ögrandi gagnvart verkalýðshreyfingunni. Vinstriflokkarnir myndu standa gegn slíkri atlögu og hægri- flokkarnir segja ekki koma til greina að setja í lög neitt annað en samninginn. Anders Fogh Rasmussen, formaður Venstre, segir ekki koma til greina að launþegum verði komið upp á að þeir fái meira út úr bráðabirgðalögum en samningum og fleiri taka í sama streng. Áhrifín víðtæk Mjólk og aðrar nauðsynjavörur voru víðast hvar uppurnar í gær og vart hefur sést önnur eins örtröð í kjörbúðum, þar sem fólk hamstr- ar einkum klósettpappír, pasta og niðursuðu- vörur. Flutningar í búðir lamast vegna verk- fallanna, svo búðirnar hafa aðeins þær vörur sem fyrir eru. Bensínstöðvum verður ekki lokað, en þegar bensínið þrýtur þar verður ekki hægt að fylla á geymana. Hluti almenn- ingsvagna gengur, en mun stöðvast þegar bensínið er búið og sama verður með leigu- bíla. I góðærinu á að búa í haginn BYGGJUM Á LANGRI REYNSLU Dýrasta heilbrigðisvanda mál í heimi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.