Morgunblaðið - 26.04.1998, Side 12
12 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýrasta heilbrigðis
vandamál í heimi?
JÓSEP Ó. Blöndal segir sjúkraþjálfun oft rang- og misnotaða og að Iéleg tjáskipti og skilningur sé milli sjúkraþjálfara og Iækna.
Greiningin
er mikilvægust
inguna með nákvæmri skoðun. Við
brjósklosi er venjulega ekki nauð-
synlegt að nota neina meðferð
fyrstu tvær vikumar, síðan má
reyna íhaldssama meðferð í 4-6
vikur. Ef ekkert gagn er að því er
sjúklingnum vísað til sérfræðings
og það er hann sem tekur ákvörð-
unina um myndatökuna. Svíar eru
til dæmis svo harðir að komi sjúk-
lingur með tilvísun frá heimilis-
lækni upp á sneiðmyndatöku þá
segja þeir oft: „Nei, þetta er sér-
fræðingsákvörðun“.“
Jósep segir það ótvíræðan kost
að fækka skurðaðgerðum sé það
mögulegt. Auk þess sé meiri mögu-
leiki á að koma öðrum nauðsynleg-
um skurðaðgerðum fyrr að. Skurð-
aðgerðir séu dýrar og óafturkallan-
legar og feli í sér áhættu. Þar fyrir
utan séu skurðstofur dýrar í
rekstri.
Engar „sit ups“ kviðæfingar
Jósep segir að verulega dragi úr
einkennum hjá mörgum sjúkling-
anna bara við að læra hvernig þeir
eigi að beita líkamanum. „Það kom
ágætur maður til mín í sprautur og
sagðist „kunna allt þetta um bak-
ið“. Hann þyrfti ekkert að mæta í
æfíngar og á fyrirlestra. Svo gafst
hann upp og mætti. Eftir fyrsta
fyrirlesturinn sagði hann forviða:
Nú má maður ekki gera þetta?
Hann byrjaði daginn með því að
leggjast á bakið á gólfið og gera 50
kviðæfingar með því að reisa bakið
að hnjánum," segir Jósep með
hneykslun og segir með áherslu:
„Þetta er pottþéttur aðgangur að
bakverkjum það sem eftir er dags-
ins og hundóhollt."
-Afhverju?
„I fyrsta lagi vegna þess að þá
beygist bakið. Þrælsterkir vöðvar
eru sitthvorum megin við
hryggsúluna og þegar hún beygist
þrýstist liðþófakjarninn út í jaðar-
brjóskið aftanvert, sem getur látið
undan. Liðþófínn er þrælsterkur
að framan en hundómerkilegur að
aftan vegna þess að hann er hann-
aður í ferfætling. Dýrum er ekki
eðlilegt að beygja bakið, snúa upp
á það né að sitja bogin. Ekki okkur
heldur, en við vinnum sitjandi, hvíl-
um okkur sitjandi, ferðumst sitj-
JÓSEP Ó. Blöndal segist alltaf
hafa haft dálæti á hreyfikerfis-
vandamálum. Þegar hann rakst
á bók eftir James Cyriax var
hann ekki lengi að kaupa hana.
„Hún sat alltaf í mér, því mér
fannst karlinn hafa annað sjón-
arhorn en aðrir og greinilegt
var að hann talaði enga vit-
Ieysu,“ segir Jósep, sem hefur
sjálfur annað viðhorf en margir
aðrir læknar sem meðhöndla
bakvandamál. Hann segist
hugsa eins og skurðlæknir.
„Það þýðir að mér er illa við
vinnubrögð sem tíðkast iðulega
í hefðbundinni sjúkraþjálfun,
eins og að gefa pínu bakstra,
svolítið nudd, aðeins bylgjur og
svolítið af þessu og hinu. Þegar
upp er staðið veit enginn hvað
hefur virkað, og oft er það
náttúran sjálf sem hefur séð um
batann. Skurðlæknir hugsar
„allt eða ekkert“. Maður tekur
ekki hálfan botnlanga og segir:
„Þetta verður að duga, hann er
bara með pínulitla botnlanga-
bólgu.“ Það verður að taka all-
an botnlangann í burtu, sauma
skurðinn saman og fylgjast með
sjúklingnum. Þess vegna fór ég
mjög snemma að hafa gaman af
hnikmeðferð (manipulation),
því annað hvort virkar hún í
fyrsta eða annað skiptið eða
alls ekki.“
Meðferðin í Hólminum
Þegar Jósep er spurður í
hverju meðferðin hjá honum
felist segir hann að um þrenns
konar flokka sé að ræða, en að-
aláherslan sé lögð á greiningu.
„í fyrsta lagi er meðferð við
bráðum bakverkjum, svo sem
þursabiti. Við fullvissum okkur
um að vandamálið sé ekki al-
varlegt. Við beitum hnikmeð-
ferð ef við teljum þörf á, en oft
kennum við sjúklingnum ein-
ungis æfingu til sjálfsmeðferð-
ar, sem er kennd við nýsjá-
lenska sjúkraþjálfarann R.
McKenzie. Með henni á sjúk-
lingurinn að lagast á örfáum
dögum. Gerist það ekki kemur
hann aftur að viku liðinni. Við
mælum með vægum verkjalyfj-
um ef hann þarf á þeim að
halda, enda eru sterk verkjalyf
eða vöðvaslakandi yfírleitt
óþörf. Mikilsvert er að útskýra
hvað hefur gerst og hvernig
hægt er að fyrirbyggja að það
gerist aftur. Hver sú meðferð
við bráða bakverkjum sem
verkar ekki innan örfárra daga
er ekki þess virði að reyna
hana, enda batna 9 mönnum af
hverjum 10 á nokkrum vikum
ánmeðferðar.
I öðru lagi er meðferð við
brjósklosi. Þar notum við í
fyrsta lagi stöðugleikaæfingar
(Dynamic Muscular Stabil-
ization) og í öðru lagi æfingar
til styrktar öðrum vöðvum eins
og lærvöðvum. I þriðja lagi not-
um við æfingar sem meðferð og
gefum margs konar sprautur,
allt eftir ástæðum. Einnig beit-
um við Alexander-hugsunar-
hættinum sem snýst um stelling-
ar. Við notum nálastungur í litl-
um mæli og þá aðallega í sam-
bandi við brjósklos í hálsi eða
hálsáverka. Siðast en ekki síst
er fræðsla stór þáttur í meðferð-
inni.
Þriðji hópurinn er fólk sem
hefur króníska verki af marg-
víslegum orsökum. Oft hefur
það farið í eina aðgerð eða
fleiri og í þeim hópi eru einnig
töluvert margir, sem lent hafa í
slysum. Þarna er greiningar-
þátturinn langmikilvægastur.
Við notum valdar æfingar en
einnig aðferðir, þar sem jafnt
og þétt er lagt meira á sjúk-
linginn eftir því sem hann þolir
(Graded Activity Program). Við
veljum þessar æfingar einstak-
lingsbundið og það lendir að
sjálfsögðu mikið á sjúkraþjálf-
urunum. Reyndar er alltaf mik-
il gagnvirkni á milli okkar.“
andi, sitjum í frí-
stundum og svo
framvegis. Það
er sennilegasta
skýringin á
auknum fjölda
bakverkja.“
- Hvers konar
kviðæfmgar á þá
að gera?
„Af hverju
viltu endilega
gera kviðæfíng-
ar?“ spyr hann á
móti. „Það eru
stellingarnar,
sem eru aðalat-
riðið. Sterkir
bak- og kviðvöðv-
ar geta jafnvel
aukið hættuna á
bakverkjum, ef
líkamsbeitingin
er ekki rétt. Við
erum með fjóra kviðvöðva. Þegar
við gerum „sit ups“ erum við að
þjálfa vöðva sem liggja eftir endi-
löngum kviðnum framanverðum.
Þeir hafa lítið sem ekkert með bak-
ið að gera. Horfðu á fallegustu kon-
ur í heimi, sem búa til dæmis í
Kenýa, Súdan og Sómalíu. Þær
standa eins og börnin gera þar til
þau eru 3-4 ára, það er að segja
með kviðinn og rassinn út í loftið.
Þær eru þráðbeinar, enda bera
þær allt á höfðinu. Þær beygja ekki
bakið við störf sín, heldur mjaðm-
irnar. Þetta er flott stelling með
náttúrulega sveigju í mjóbakinu og
spennu í kviðnum,“ segir Jósep og
sest eftir að hafa líkt eftir líkams-
stöðu Afríkukvennanna. „Mjóbaks-
sveigjan er eitt af því örfáa, sem
aðgreinir okkar hrygg frá hrygg
ferfætlings. Það er umíram allt
hún sem vemdar okkur gegn bak-
verkjum."
Hann segir að tveir kviðvöðvar
sem tengjast hryggnum beint hafi
sennilega eitthvað með stöðug-
leika hans að gera. „Þó er annar
þeirra, þvervöðvinn líklega, svo
þunnur að hann kemst fyrir í A-4
umslagi. Sumir telja þennan vöðva
mikilvægastan fyrir stöðugleika
hryggjarins, en ég hef unnið með
hann sem skurðlæknir og veit, að
varla er hægt að sauma í hann
vegna þess
hversu þunnur
hann er. Með
því að gera „sit-
up“ æfingar er
maður hins veg-
ar ekki að æfa
þessa tvo vöðva
sem skipta máli.
Það er það
fyndna við það,“
segir Jósep og
brosir, svo
glettnin skín úr
augunum. End-
urtekur síðan
orðin „sexý,
grannur, ríkur“.
Biðlistinn
lengist
Um 50 manns
eru á biðlista og
fer hann stöðugt
vaxandi og koma sjúklingar alls
staðar að. Venjulegast duga fólki
tvær vikur í meðferð og í sparnað-
arskyni er það sent heim um helg-
ar. Upphaflega var meðferðin ætl-
uð fólki á svæðinu en að sögn Jós-
eps eru sveitungarnir orðnir fáséð-
ir.
Hann segir að spítalinn sé kom-
inn á ystu nöf vegna niðurskurðar
og ekkert sé eftir nema að fólk taki
á sig launalækkun. „Ég hef gert
það einu sinni. Við breyttum samn-
ingnum mínum þannig að ég skipti
um vaktaform sem þýddi launa-
lækkun. Auðvitað er hægt að fara
þá leið, en þá eru menn komnir út í
tóma vitleysu."
Hann er á leiðinni til Kaliforníu
til að kynna sér nýjungar í fræðun-
um, enda ségist hann stefna að því
að verða með eins alhliða bakspít-
ala og mögulegt er. „Það hefur tog-
að dálítið í mig að fara og vinna í
Kalifomíu. Þar hefur spennandi
þróun átt sér stað síðastljðin 10-15
ár. En ég kýs að búa á íslandi og
hér á St. Fransiskusspítalanum er
ákjósanlegur vattvangur fyrir
starfsemi af þessu tagi. Vonandi
tekst að koma á eins frjóu sam-
starfí við Bandaríkjamennina og
hingað til við Bretana," segir Jósep
Ó. Blöndal þegar hann fylgir að-
komumönnum úr hlaði.
Auðvitað væri best
að fá fullfrískt fólk til
að læra stellingar,
líkamsbeitingu og
gera æfingar til að
koma í veg fyrir bak-
verk. En til þess þarf
að sannfæra það um
að það verði ríkara,
grennra eða sexý. Ég
á erfitt með að skrifa
undir, að fólk stundi
líkamsrækt um þrí-
tugt til að verða heil-
brigðara um sjötugt.
I
(
I
(
|(
(
M
|(
(
(
i(
(
1 /
í (
(
(
(
(
(
((
(
(
(
(
(
(
(