Morgunblaðið - 26.04.1998, Page 24
24 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ásdís
ROBERT Cook, prófessor í ensku við Háskóla íslands, í skrifstofu sinni í Árnagarði með eintak af þýðingu sinni á Njálu
úr hinni nýju heildarútgáfu Islendingasagnanna á ensku.
sögur á erlendar tungur. Ensku þýðingarnar sögu. Jakob F. Asgeirsson segir frá þýðand;
í hinni nýju heildarútgáfu Leifs Eiríkssonar
-
félagsins á Islendingasögum þykja hafa
Njálu, dr. Robert Cook, og þeim aðferðum
sem hann beitti við að koma þessari sjö
tekist sérlega vel, ekki síst þýðingin á þeirri
NÝJA heildarútgáfan á ís-
lendingasögum á ensku,
sem eldhuginn Jóhann Sig-
urðsson stendur fyrir með
tilstyrk ýmissa góðra manna, hefur
fengið geysigóðar viðtökur bók-
menntamanna víða um heim, eins
og Morgunblaðið hefur skýrt frá.
Það á ekki lítinn þátt í þessum góðu
viðtökum að þýðingar sagnanna
þykja framúrskarandi vandaðar.
Bandaríski skáldsagnahöfundmnnn
Kurt Vonnegut segir að þýðingarn-
ar hafí verið sér sem nútímamanni
„dásamlega aðgengilegar". Breski
rithöfundurinn og háðfuglinn úr
Monthy Python hópnum, Terry Jo-
nes, kallar nýju þýðingamar „gimi-
legar til aflestrar“. Og ritdómari
The Times Literary Supplement
skrifar: „Þýðingarnar era yfirleitt
frábærar, nákvæmar og læsilegar
og verða áreiðanlega hin viður-
kennda gerð [sagnanna á ensku].“
I hinum nýju þýðingum er höfuð-
áhersla lögð á að þýða sögurnar á
nútímamál og að samræma þýðing-
ar á hugtökum og orðum sem oft
koma fyrir í texta sagnanna. Að
öðra leyti hafði hver þýðandi frjáls-
ar hendur. Sögurnar eru 40 og
þættirnir 49 í þessu nýja safni og
yfír þrjátíu þýðendur komu að verk-
inu, allir með ensku að móðurmáli.
Pimm manna ritstjórn hafði yfírum-
sjón með þýðingunum, en í henni
sátu Robert Cook, Terry Gunnell,
Keneva Kunz, Beraard Scudder og
Viðar Hreinsson, aðalritstjóri
verksins.
Allir eiga sér eftirlætis íslend-
inga sögu, sem höfðar sérstaklega
til þeirra. En það er sama hvaða
mælikvarði er lagður á sögumar,
ein stendur alltaf uppúr, þar sem
hundruð ára gömlu sögu á enskt nútíðarmál.
list sagnanna rís hæst - Brennu-
Njáls saga. Það er því fyrsta spurn-
ing sem kemur upp í hugann þegar
þýðingar þessar ber á góma:
Hvemig hefur tekist til með þýðing-
una á Njálu?
Skemmst er frá því að segja að
það er einróma dómur manna að
einmitt hafi tekist sérstaklega vel til
með þýðinguna á Njálu. Eflaust má
fínna að þýðingunni á stöku stað.
Carolyne Larrington, norrænu-
fræðingur í Bretlandi, nefnir t.d. í
dómi sínum í TLS að sér fínnist
ekki hafa tekist sem skyldi þýðingin
á „Fögur er hlíðin" o.s.frv. En eng-
um þýðanda hefur tekist að koma
þeirri setningu fyllilega til skila. Við
búum við þau örlög að margt það
sem okkur fínnst tilkomumest í
skáldskap okkar sakir stílsnilldar
kemst alls ekki til skila á erlendum
tungum. Það sem mestu varðar við
þýðingar yfirleitt, en þó e.t.v. sér-
staklega við þýðingar úr íslensku,
eru ekki einstaka staðir, sem alltaf
hljóta að orka tvímælis, heldur
heildarsvipurinn. Og það er einmitt
það sem vekur svo mikla hrifningu
við þýðinguna á Njálu að yfirbragð
hennar þykir með miklum ágætum.
Mönnum finnst hafa tekist að koma
anda og reisn frumtextans til skila í
einstaklega læsilegri þýðingu.
Þýðandi Njálu er prófessorinn í
ensku við Háskóla íslands, Robert
Cook. Hann kom fyrst til íslands
1961. Hann hafði lesið enskar bók-
menntir við Princeton-háskóla, en
síðan stundað framhaldsnám m.a.
við Johns Hopkins-háskólann í
Baltimore. Þar komst hann í kynni
við Stefán Einarsson prófessor.
Stefán vakti áhuga hans á Islandi
og Robert sótti tíma til hans í forn-
I HINNI frægu útgáfu Halidórs Laxness á Brennunjáls sögu birtust
teikningar þriggja þjóðkunnra listamanna, Gunnlaugs Schevings,
Snorra Arinbjarnar og Þorvaldar Skúlasonar. Að ofan er ein teikn-
inga Þorvaldar við textann: „Finna þau þar Höskuld veginn.“
Hann þýddi Njálu
Það er mikið vandaverk að þýða Islendinga- sögunni sem veigamest er, Brennu-Njáls
íslensku. Reyndist Robert svo
áhugasamur nemandi að Stefán fól
honum að gefa út kvæðið Ein-
valdsóð. Fór Robert þeirra erinda
til íslands. Hann dvaldi hér fáeina
mánuði, m.a. nokkrar vikur í sveit
og kynntist þar aldagömlum bú-
skaparháttum íslendinga. En verk-
efnið sem Stefán fól honum reyndist
seinunnara en nokkurn hafði grun-
að. Það eru til yfir sjötíu handrit að
kvæðinu og hefur Robert ekki enn
lokið þessu verki, nær fjórum ára-
tugum síðar.
Árið 1968 kom Robert öðru sinni
til íslands og var þá um skeið Ful-
bright-sendikennari. En frá 1962 og
allt til 1989 kenndi hann miðalda-
bókmenntir við Tulane-háskóla í
New Orleans. Þegar Alan Boucher
lét af prófessorsstöðunni í enskum
bókmenntum við Háskóla íslands
1989 fannst Robert tilvalið að
breyta til eftir 27 ára dvöl í New Or-
leans og flutti til íslands. Robert
talar íslensku með ágætum og hefur í
kunnað vel við sig hér. Hann segir
að einn meginkosturinn við stöðu
sína við Háskóla íslands sé hversu
mikið frjálsræði hann hafí, t.d. hafi
hann kennt hér námskeið í síðari
tíma bókmenntum og þ.á m. um Na-
bokov sem er hans eftirlætishöfund-
ur.
Það var svo 1994 sem fært var í
tal við hann að j)ýða í fyrirhugaða
heildarútgáfu Islendingasagna á
ensku og sagði hann þá strax að það
skyldi hann gera ef hann fengi að
þýða Njálu.
Við þýðinguna komu fljótlega upp |
ýmis álitamál.
Það hefur t.d. oft viljað brenna
við að forneskjublær væri á þýðing-
um íslendingasagna. Robert nefnir
í því sambandi frægar þýðingar
William Morris og Eiríks Magnús-
sonar. Þeir höfðu þann háttinn á að
Eiríkur frumþýddi, en Morris end-
urskrifaði að nokkru texta hans og
setti á þýðinguna þann blæ sem
honum þótti tilhlýðilegur. Morris *
var mikill málhreinsunarmaður.
Hann sniðgekk eins og hann fram-
ast gat tökuorð úr latínu og frönsku
og vildi helst ekkert nota nema ger-
mönsk orð. Hann lagði ofurkapp á
að draga fram gamlan orðaforða úr
mið-ensku, máli Chaucers, og jafn-
vel að búa til ný orð í norrænum
anda. Að sögn Roberts notar Morr-
is t.d. orð eins og „selfdoom" íyrir
sjálfdæmi, „doom“ fyrir að dæma,
„flock“ fyrir flokk, „tyne“ fyrir að L
týna og jafnvel „unfriends“ fyrir
óvini. Þýðingar Eiríks og Morris
koma því nútímamönnum allein-
kennilega fyrir sjónir og þær eru á
köflum torlesnar; raunar segir Ro-
bert að samtíðarmönnum þýðend-
anna hafi ekki síður þótt þær tyrfn-
ar.
Robert nálgast sína þýðingu með
öðrum hætti, enda var það leiðarljós
nýju heildarútgáfunnar að þýða
söguraar á læsilegt nútímamál.
Hins vegar er Robert sammála Ei-
ríki og Morris um að þýða beri sem
bókstaflegast.
Hann segir áríðandi að halda
setningaskipan sagnanna til að
koma blæ frummálsins til skila. Það
geri auk þess sögurnar hæfilega
framandi í enskum búningi, - svo
sem vera ber, segir Robert, því
þessar sögur séu sprottnar úr öðr-
um heimi. Robert vill samt ekki
ganga jafnlangt í bókstafsþýðingum
og ýmsir aðrir. í sumum eldri þýð-
ingum er tíðabreytingum t.d. fylgt
nákvæmlega. í íslensku til foma
tíðkaðist að hlaupa milli tíða, en
slíkt er einfaldlega „rangt mál“ á
ensku.
Njála hefur fjórum sinnum verið
þýdd á enska tungu. Fyrst var þýð-
ing Sir George Webbe Dasents sem
út kom 1861. Næst var þýðing Carl
F. Bayerschmidts og Lee M.
Hollanders sem American-Scandin-
avian Foundation gaf út 1955.
Þriðja í röðinni er þýðing Magnúsar
Magnússonar og Hermanns Páls-
sonar frá 1960. Loks er svo að nefna
hina nýju þýðingu Robert Cooks í
heildarútgáfu Leifs Eiríkssonar for-
lagsins sem út kom á síðasta ári.
Dasent var einn um hituna í tæpa
öld og var þýðing hans, The Story
ofBurnt Njal, gefín út margsinnis í
Everyman-safninu. Raunar sýnist
þýðing Dasents hafa verið gefin út
sem hans höfundarverk; í Every-