Morgunblaðið - 26.04.1998, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 25
man-útgáfunni t.d. er nafn hans á
bókarkili og á titilblaði eins og hann
sé höfundur verksins! Pýðing
Magnúsai- og Hermanns hefur
einnig orðið geysiútbreidd, enda
gefin út í Penguin Classics-flokkn-
um og hefur nú verið endurprentuð
reglulega í nær fjörutíu ár.
Þýðing Magnúsar og Hermanns
tók sem sagt við af þýðingu Dasents
sem hin viðurkennda gerð Njálu á
ensku. Ekki eru allir sáttir við
þessa þýðingu. Fáir hafa þó verið
reiðubúnir að gagnrýna opinberlega
verk manna sem svo margt þarft
hafa unnið í þágu íslenskra fræða;
Hermann með rannsóknum og þýð-
ingum og Magnús með þýðingum
og kynningarstarfi, en í krafti sjón-
varpsfrægðar sinnar í Bretlandi
hefur Magnús áratugum saman ver-
ið eins konar gangandi auglýsing
fyrir Island og íslenska menningu
þar í landi. Sjálfum hefur mér aldrei
getist að þýðingu þeirra á Njálu.
Höfuðmarkmið þeirra sýnist vera
að koma söguþræði bókarinnar sem
best til skila, ekki stílsmátanum.
Hinar knöppu og hnitmiðuðu setn-
ingar eru flattar út og þær endur-
sagðar á einföldu máli sem sýnilega
er ætlað til fjöldaútbreiðslu.
í fróðlegum fyrirlestri á ársfundi
„Modern Language Association of
America" í Washington í lok árs
1996 gerir Robert Cook samanburð
á hinum fjórum Njáluþýðingum og
sýnir með dæmum hvað þýðendun-
um ber á milli. Er m.a. stuðst við
fyrirlestur hans í því sem hér fer á
eftir.
Segja má að þýðendur Njálu beiti
tveimur meginaðferðum við verk
sitt. Annars vegar eru þeir Dasent
og Robert, sem leggja höfuðkapp á
að líkja sem mest eftir stílsmáta
frumtextans. Hins vegar eru þeir
Bayerschmidt og Hollander og
Magnús og Hermann, sem keppast
við að gera textann sem aðgengileg-
astan og má burt stíleinkenni sem
þeir telja framandi almennum
enskumælandi lesendum. Þessar
tvær ólíku aðferðir birtast með
ýmsum hætti í þýðingunum, svo
sem sjá má af eftirfarandi dæmum.
Dasent og Robert leggja áherslu
á að koma hinum takmarkaða orða-
forða sagnanna til skila. Bein ræða
er algeng í Islendingasögum og
jafnan kynnt með sögnunum að
segja, mæla, svara og stöku sinnum
að ræða. Dasent og Robert leitast
við að þýða þessar sagnir alltaf eins.
Þeir þýða t.d. að segja nær undan-
tekningarlaust með „say“, en Ba-
yerschmidt/Hollander og Magn-
ús/Hermann kjósa fjölbreyttara
orðaval og nota ýmist „say“,
„speak" eða „announce" eftir því
sem þeim þykir við eiga. A sama
hátt þýða þeir síðarnefndu sögnina
að svara ýmist með „answer" eða
„reply“, en Dasent og Robert halda
sig einvörðungu við „answer". I
sögunum er sögnin að segja iðulega
notuð fyrir hvort tveggja að spyrja
og að svara; í báðum tilvikum nota
Dasent og Robert sögnina „say“ en
hinir þýðendurnir „ask“ og
„answer“ eða „reply". Robert og
Dasent þýða sögnina að sjá alltaf
með „see“, en hinir nota ýmist
„glimpse", „catch sight of ‘ og jafn-
vel „spy“.
Sama á við um ýmis orðasam-
bönd sem koma fyrir hvað eftir ann-
að í sögunum. Dasent og Robert
leitast við að þýða þau alltaf eins, en
hinir þýðendurnir kjósa fjölbreytt-
ara orðalag. Orðasambandið góðar
gjafir kemur t.d. alloft fyrir í Njálu
og Dasent og Robert þýða það alltaf
sem „good gifts". Bayerschmidt og
Hollander nota hins vegar ýmist
„good gifts“, „fine gifts", „splendid
gifts“ eða „fine presents". Hermann
og Magnús ganga ekki alveg jafn
langt, en nota ýmist „good gifts",
„fine gifts“ eða „handsome gifts".
í Morgunblaðinu var nýverið rifj-
að upp í öðru samhengi orðalagið
fluga í munni. I Njálu segir Rann-
veig móðir Gunnars við Sigmund
Lambason: „En ef Hallgerður kem-
ur annarri flugu í munn þér, þá
verður það þinn bani.“ Nokkru síð-
ar notar Gunnar sama orðalag við
Sigmund: „En þó hef ég nú gert þig
sáttan, og skyldir þú nú eigi annarri
flugu láta koma í munn þér.“
Dasent þýðir fyrri setninguna
svo: „But if Hallgerda makes thee
„ÞEIM þótti hann vera kátur og kveða í hauginum.'
Teikning Gunnlaugs Schevings.
„HRAFNAR tveir fiugu með þeim alla leið.“
Teikning Þorvaldar Skúlasonar.
Bayerschmidt og Hollander:
„And when he came within range he
hurled his spear at him and it pi-
erced him.“
Magnús og Hermann: „When he
came within range of him, Gudleif
hurled a spear through him.“
Robert: „He came within range
of him and threw his spear at him
and right through him.“
Höfundar Islendingasagna nota
tenginguna „og“ ótæpilega og hafa
sumir þýðendur brugðið á það ráð
að sleppa henni og nota aðrar sem
betur eiga við í nútímamáli og
bregða jafnvel fyrir sig lýsingar-
hætti nútíðar sem er nánast óþekkt-
ur stílsmáti í Islendingasögum.
I Njálu segir: „Þeir riðu þá um
daginn austur á fjall f'yrir norðan
jökul og riðu og aldrei almannaveg
og ofan í Skaftártungu og fyrir ofan
bæi alla til Skaftár og leiddu hesta
sína í dæl nokkura, en þeir voru á
njósn og höfðu svo um sig búið, að
þá mátti ekki sjá.“
Dasent þýðir: „Now they rode
that day east on the fell to the north
of the Jokul, but never on the high-
way, and so down into
Skaptatongue, and above all the
homesteads to Skaptarwater, and
led their horses into a dell, but they
themselves were on the look-out,
and had so placed themselves that
they could not be seen.“
Bayerschmidt og Hollander:
„That same day they rode east into
the mountains, but never along the
usual route, down into the region of
the Skaptá River Junction, skirting
the upper boundaries of all farms till
they got to the Skaptá River. They
led their horses into a depression,
but they remained on the lookout
and posted themselves so that they
could not be seen themselves."
Magnús og Hermann: „They rode
east that day into the mountains
north of the glacier, never using the
main track, and down to Skap
triver-tongue, keeping well above
the farms on the way to Skapt Ri-
ver. There they led their horses into
a hollow and kept close watch while
remaining out of sight themselves."
Robert: „That day they rode east
into the mountains north of the
glacier, but never rode on the
common track, and then down into
Skaftartunga and above all the
farms until the Skafta river, and
there they led their horses into a
hollow, and kept on the look-out and
placed themselves so that no one
could see them.“
Annað dæmi um notkun lýsingar-
háttar nútíðar er þessi þýðing
Magnúsar og Hermanns á frásögn
Njálu af viðureign Kára og Bjama
Brodd-Helgasonar: „Kari Solmund-
arson met Bjarni Brodd-Helgason.
Kari seized a spear and lunged at
him, striking his shield; and had
Bjarni not wrenched the shield to
one side, the spear would have gone
right through him. He struck back
at Kari, aiming at the leg; Kari
jerked his leg away and spun on his
heel, making Bjarni miss.“
í Njálu hljóðar frásögnin svo:
„Kári Sólmundarson kom þar að, er
fyrir var Bjarni Brodd-Helgason.
Kári þreif upp spjót og lagði til
hans, og kom í skjöldinn. Bjami
skaut hjá sér skildinum, ella hefði
spjótið staðið í gegnum hann. Hann
hjó þá til Kára, og stefndi á fótinn.
Kári kippti fætinum og snerist und-
an á hæli, og missti Bjarni hans.“
Af þessum dæmum má klárlega
sjá að þau em mörg álitamálin við
þýðingu íslendingasagna á erlend
mál. Hér skal tekið undir með Ro-
bert Cook að best fari á því að halda
sem mest setningaskipan og orða-
forða sagnanna, svo að blær þeirra
og stílsmáti komist sem best til
skila.
Það er stundum sagt að stórvirki
bókmenntasögunnar þurfi að þýða á
30-40 ára fresti; hver kynslóð vilji
„sína“ þýðingu. E.t.v. er nú komið
að því að þýðing Magnúsar og Her-
manns verði leyst af hólmi á sama
hátt og þýðing þeirra leysti þýðingu
Dasents af hólmi fyrir nær fjömtíu
áram - og hin nýja þýðing Robert
Cooks verði hin viðurkennda enska
gerð Njálu á næstu áratugum.
take another fly in thy mouth, then
that will be thy bane.“ Seinni setn-
inguna þýðir Dasent: „But still I
have made peace for thee with Njal
and his sons; and now, take care
that thou dost not let another fly
come into thy mouth.“
Bayerschmidt og Hollander þýða
fyrst:....but if you ever swallow
Hallgerd’s bait again, it will be your
death.“ Og svo: „I have made a
settlement for you with Njál, but
never again let yourself be trieked
into doing such a thing.“
Magnús og Hermann þýða: „...
but if you ever take another of Hall-
gerd’s baits, it will cost you your
life.“ Og: „I have managed to make
your peace with Njal and his sons
this time, but you must never allow
yourself to be caught in this way
again.“
Robert þýðir: „But if Hallgerd
puts another fly in your mouth it
will be your death.“ Og: „But I’ve
made a settlement for you, and you
must not let Hallgerd put another
fly in your mouth.“
Eitt vandamál við þýðingu ís-
lendingasagna er að höfundar
þeirra greina iðulega frá atburðarás
í rangri tímaröð. Einfalt dæmi um
þetta er þegar Hrútur kveður
Gunnhildi og sagan segir: „Hrútur
gekk í braut og minntist við hana
áður og þakkaði henni. Hún bað
hann vel fara.“
Þetta þýða Magnús og Hermann
svo: „Hmt embraced her and
thanked her. She bade him farewell,
and he went away.“
Robert þýðir hins vegar svo:
„Hrut kissed her and thanked her
and left. She wished him weU.“
Enn einn vandi hlýst af því að í
sögunum er oft ekki að finna þær
samtengingar sem við erum vön í
nútímamáli og því freistandi fyrir
þýðendur að skjóta slíkum tenging-
um inn. Dæmi má taka af þessu
broti: „ ... og komst í skotfæri við
hann og skýtur spjótinu til hans og í
gegnum hann.“
Dasent þýðir: „ ... and got witin
spearshot of him, and shoots a spe-
ar at him and through him.“
Honda Civic 1.5 LSi VTEC
1.550.000,-
HONDA
Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri
115 hestöfl
Fjarstýröar samlæsingar
4 hátalarar
Hæöarstillanlegt ökumannssæti
Sjálfskipting 100.000,-
Verð á götuna: 1.455.000.-
Sjálfskipting kostar 1 00.000,-
ra
HONDA
Sftni: 520 1100
1400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun4
Loftpúðar fyrir ökumann og farþega4
Rafdrifnar rúður og speglar4
ABS bremsukerfi4
Samlæsingar 4
14" dekk4
Honda teppasetH
Ryðvörn og skráning4
tvarp og kassettutæki 4
Umboösaöiiar:
Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bílasala Jóels, s: 456 4712
Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011