Morgunblaðið - 26.04.1998, Page 30

Morgunblaðið - 26.04.1998, Page 30
30 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Byggjum á langri reynslu VIÐSKIPri AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►Erlendur Hjaltason er fæddur í Reykjavík árið 1957. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1978. Er- lendur lauk cand.merc. námi í rekstrarhagfræði við verslunar- háskólann í Kaujimannahöfn árið 1984. Hóf hann þá störf hjá Eimskipafélagi íslands og hefur starfað þar síðan að undan- teknum þrem árum þegar hann veitti húsgagnaverksmiðju Kristjáns Sigurgeirssonar forstöðu á árunum 1987-1990. Hann varð forstöðumaður utanlandsdeildar Eimskips árið 1990 og tók við nýju starfí framkvæmdastjóra utanlandssviðs þegar breytingar voru gerðar á sljórnskipulagi félagsins á síðast- liðnu ári. Erlendur er kvæntur Aðalheiði Valgeirsdóttur mynd- listarmanni og eiga þau tvo syni. FLUTNINGABÍLL frá Eimskip á ferð í Færeyjum. Eftlr Hlldí Einorsdóttur. m UNDANFÖRNUM árum /1 hefur Eimskip lagt áherslu / > á að efla starí'semi félags- JL JLins erlendis. Tilgangurinn með uppbyggingunni er að auka vöxt félagsins og þróa betri flutn- ingskerfi fyrir viðskiptavini okkar og ná hagstæðari samningum," seg- ir Erlendur þegar við ræðum við hann um þróun starfseminnar er- lendis. Erlendur er nýkominn frá útlöndum en er tveim klukkutímum síðar mættur á skrifstofu sína í Pósthússtrætinu. Hann segir starf sitt krefjast töluverðra ferðalaga en hann fari utan að meðaltali tvisvar í mánuði. „Það ánægjulega við þenn- an rekstur er að hann hefur farið fram úr vonum okkar en við höfðum í upphafi sett okkur það markmið að umsvifin erlendis yrðu 25% af um- svifum félagsins árið 2000 en þau voru 27% á síðastliðnu ári.“ Hver áætlið þið umsvifin árið 2000? „Við erum enn að reikna," svarar hann kíminn. Eimskip rekur nú 22 starfsstöðv- ar í ellefu löndum fyrir utan Island og segir Erlendur starfsemina eink- um felast í umboðsþjónustu við skipafélög og flugfélög, flutnings- miðlun og rekstri vöruhúsa og toll- vörugeymslna. „Á síðastliðnu ári nam velta starfseminnar erlendis um fjórðungi af heildarveltu Eim- skips eða 4.353 milljónum króna sem er 49% aukning frá fyrra ári. Hjá fyrirtækinu erlendis starfaði á síð- astliðnu ári um þriðjungur af starfs- mannafjölda Eimskips eða liðlega 370 manns, þar af voru um 10% Is- lendingar. Uppbyggingin erlendis hófst á ár- inu 1982 en þá fóru fulltrúar félags- ins til starfa hjá umboðsmönnum Eimskips i Rotterdam, Felixtowe og New York sem sáu um flutninga fyr- ir fyrirtækið á þessum leiðum," heldur Erlendur áfram. „Á árunum 1982 til 1984 keypti Eimskip hlut í ílutningafyrirtækjum erlendis, með- al þeirra var MGH Ltd. í Bretlandi og Grosse & Riedel í Þýskalandi. Þessi starfsemi gekk það vel að við ákváðum að stofnsetja okkar eigin skrifstofu í Rotterdam í Hollandi og síðar í Norfolk í Bandaríkjunum, í Gautaborg í Svíþjóð og Hamborg í Þýskalandi á árunum 1985 - 1986. Undanfarin ár hefur Eimskip lagt áherslu á að efla reksturinn á heimamarkaði félagsins á Norðvest- ur Atlantshafi sem nær frá Vestur- Noregi til austurstrandar Norður- Ameríku. Liður í því var að opna í upphafi tíunda áratugarins skrif- stofur í Færeyjum og á Nýfundna- landi og síðar í Noregi og Boston í Bandankjunum. Flutningar á þessum leiðum hafa gengið með ágætum, þó hefur hlut- deild Eimskips í færeyska markaðn- um stækkað mest en flutningar á vegum félagsins til og frá Færeyjum jukust um 20% á síðastliðnu ári frá fyrra ári“, segir Erlendur. „Við höf- um aukið þjónustuna við Færeyinga jafn og þétt og erum nú með þrjár skipakomur þar í viku en við teljum okkur frumkvöðla í gámavæðingu í Færeyjum. Þjónusta við fiskiskip í Færeyjum hefur einnig aukist og var landaður afli á athafnasvæði Eimskips í Þórshöfn þriðjungi meiri á árinu 1997 en árinu áður.“ Erlendur segir ástæðuna fyrir því að Eimskip hóf siglingar til Nýfundnalands vera þá að það hentaði siglingakerfi þeirra og reynslu að að hefja viðskipti á Nýfundnalandi en félagið hefur siglt til austurstrandar Bandaríkj- anna í áratugi. „Frá Nýfundnalandi flytjum við fisk og fískafurðir til Evrópu og flytjum inn alls kyns neysluvöru. Síðar jukum við þjón- ustuna við Nova Scotia en þar er einnig töluverð fískverkun. Þar rek- ur meðal annarra SIF saltfiskverk- smiðju og þaðan flytjum við fisk einnig til Evrópu. Hasla sér völl í Eystrasalts- löndunum og Rússlandi Árið 1996 hófum við frystiflutn- inga milli Noregs, Norður-Ameríku og Eystrasaltsríkjanna. Reksturinn hefur gengið með ágætum en á síð- astliðnu ári námu flutningar alls um 25 þúsund tonnum. Á þessari leið höfum við verið að þjóna svipuðum viðskiptahópum og á íslandi og Nýfundnalandi þannig að við þekkj- um vel þetta svið,“ segir hann. í upphafi þessa áratugar keypti Eimskip allt hlutaféð í flutningafyr- irtækinu MGH Ltd. Fyrirtækið var með skrifstofu í Ríga og þar með hófst uppbygging á starfsemi Eim- skips í Eystrasaltsríkjunum og Rússlandi. Stofnaðar voni skrifstof- ur í Tallin í Eistlandi, St. Péturs- borg og Moskvu. Á þessu svæði er- um við að bjóða svipaða þjónustu og í Evrópu og þannig yfirfærum við reynslu okkar til austurs. Við flytj- um inn ýmsa neysluvöru en útflutn- ingur er takmarkaður frá þessum löndum nema á fáum afmörkuðum vörutegundum. Starfsemi Eimskips í Eystrasalts- ríkjunum og Rússlandi hefur aukist umtalsvert á þeim árum sem liðin eru síðan félagið hóf starfsemi þar. I lok síðasta árs segir Erlendur að hafi starfað þar um 100 manns hjá fyrirtækinu á þessu svæði. Einkum hafi umsvifin aukist í Lettlandi þar sem íyrirtæki Eimskips, MGH Riga Sía, rekur flutningaþjónustu á tveimur stöðum í höfuðborginni. „Á haustmánuðum gekk fyrirtækið frá samningum á kaupum á 5.500 fer- metra vöruhúsi í Ríga. Með kaupun- um nær þrefaldaði fyrirtækið að- stöðu sína og hefur ný yfir að ráða 8.000 fermetra geymslu- og dreif- ingaraðstöðu. Kaupin voru liður í viðleitni fyrirtækisins til að koma til móts við vaxandi eftirspurn eftir vörugeymslu- og dreifingarþjónustu í Eystrasaltsríkjunum. Auk vöru- húsareksturs tekur starfsemi MGH í Ríga til umboðsþjónustu fyi'ir skipafélög ásamt rekstri flutnings- miðlunar," segir Erlendur. MGH í Ríga er að auki leiðandi í umboðs- þjónustu fyrir erlend flugfélög í Lettlandi og þjónar þar um helmingi af allri flugfrakt. MGH í Ríga er nú umboðsaðili fyrir þrjú flugfélög í vöruflutningum og er Lufthansa þeirra stærst." Hvernig er að starfa í Eystra- saltslöndunum? „Það hefur verið mikil reynsla. Flutningsmarkaðurinn þar hefur verið í örri þróun. Á árunum 1990- 1994 var sífellt verið að breyta regl- um og reglugerðum sem viðkomu starfseminni. Nú er komið ákveðið jafnvægi á umhverfið sem við störf- um í.“ Hvernig er samkeppnin við önnur flutningafyrirtæki á þessu svæði? „Samkeppnin er mikil eins og er al- mennt í þessum rekstri.“ Um miðjan þennan áratug keypti Eimskip svo hlut í flutningsmiðlun- arfyrirtækinu Gelders Spetra Shipping BV í Rotterdam og eignað- ist fyrirtækið að fullu árið 1996. „Styrkur Gelders Spetra liggur í umboðsmannakerfi sem nær um all- an heim og reynslu og þekkingu á svokölluðum NVOCC flutningum (Non-Vessel Operating Common carrier), segir Erlendur. Fyrirtækið á engin flutningstæki en útvegar flutninga hvort sem er á sjó, landi eða í lofti á hagstæðustum kjörum.“ Flutningsgetan aðlöguð markaðinum hverju sinni Erlendur segir stærsta verkefni Eimskips erlendis vera rekstur skipafélagsins Maras Linija Ltd. Eimskip hafi tekið þátt í enduiTeisn félagsins árið 1996 og sé fyrirtækið nú í meirihlutaeign Eimskips. Segir hann fyrirtækið hafa flutt á síðast- liðnu ári alls um 509 þúsund tonn á milli Evrópu, Eystrasaltsríkjanna og Rússlands sem sé 2% aukning milli ára. „Með þátttöku í þessum flutningum er Eimskip að styrkja starfsemi félagsins utan heima- markaðar og taka þátt í þeirri þróun og uppbyggingu sem á sér stað í Eystrasaltsríkjunum. Maras Linija rekur 3-4 gámaskip í flutningum milli Hollands, Bretlands og Dan- merkur annars vegar og Lettlands, Eistlands og Rússlands hins vegar. Maras Linija er þriðja stærsta skipafélagið sem hefur reglulegar viðkomur í St. Pétursborg í Rúss- landi og það stærsta í Ríga í Lett- landi. Fyrirtækið býður einnig flutn- ingaþjónustu til og frá Belgíu, Portúgal og Spáni. Flutningakerfi Eimskips og Maras Linija tengjast í Hollandi og Danmörku. Dótturfyrir- tæki Eimskips í Hollandi og Bret- landi eru umboðsaðilar fyrirtækisins á þeim mörkuðum. Maras Linija er rekið af umboðs- fyrii’tækinu Longship Ltd með að- setur í Felixtowe í Bretlandi. Longs- hip er alfarið í eigu Eimskips og rekur fyrirtækið einnig skipafélagið Kursiu Linija Ltd. Eimskip er ekki eignaraðili að því. Skip Kursiu Lini- ja sigla á milli Vestur-Evrópu, Lit- háens og Rússlands." Erlendur segir að tap hafi verið á rekstri Maras Linija árið 1997 en rekstrarafkoman nú sé betri miðað við sama tíma í fyrra. „Markmið okkar er að ná jafnvægi í þessum rekstri á árinu.“ „Að undanförnu höfum við svo verið að þróa flutninga á milli Eystrasaltslandanna og Austur- landa fjær og Bandaríkjanna en við gerum það í samvinnu við önnur flutningafyrirtæki," bætir hann við. Hentar skipakostur félagsins vel á þeim leiðum sem þeir eru í flutn- ingum? „Eins og málum er háttað nú þá uppfylla þau þær kröfur og vænting- ar sem gerðar eru til gámaflutninga. En flutningsgetan er aðlöguð mark- aðinum hverju sinni. Við hjá Maras Linija breytum skipakosti eftii’ því hver flutningurinn er. Auk þess þarf að taka tillit til þátta eins og hafíss og fleira.“ Á síðast ári keypti Eimskip um- boðs- og flutningsmiðlunarfyrirtæk- ið Andersson Shipping AB sem stað- sett er í Helsingborg. Fyrirtækið er þekkt á flutningamarkaði í Svíþjóð. Anderson Shipping starfrækir rúm- lega 3.000 fermetra vöruhús og vöruflutningamiðstöð í Helsingborg og hefur um 30 vöruflutningabifreið- ir í áætlanaflutningum milli Suður- Svíþjóðar og meginlands Evrópu. Fyrirtækið er jafnframt umboðsaðili ýmissa erlendra skipafélaga í Hels- ingborg. „Með kaupunum á fyrirtækinu er- um við að styrkja stöðu okkar í Skandinavíu. Við erum að tengja Anderson Shipping inn í það flutn- inganet sem við erum að byggja upp í Evrópu, meðal annars undir merkjum Gelders Spetra. Okkur finnst Suður-Svíþjóð áhugavert svæði, ekki síst vegna þess að verið er að byggja brú þaðan og yfir til Danmerkur og við það stækkar þetta markaðssvæði." Nýir landvinningar Nýverið bættust fleiri skrautfjaðr- ir í hatt Eimskipsmanna en þá gekk MGH Ltd. frá umboðssamningum við þrjú vel þekkt erlend skipafélög. Eitt þeirra er japanska skipafélagið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.