Morgunblaðið - 26.04.1998, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 26.04.1998, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Byggjum á langri reynslu VIÐSKIPri AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►Erlendur Hjaltason er fæddur í Reykjavík árið 1957. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum á Bifröst árið 1978. Er- lendur lauk cand.merc. námi í rekstrarhagfræði við verslunar- háskólann í Kaujimannahöfn árið 1984. Hóf hann þá störf hjá Eimskipafélagi íslands og hefur starfað þar síðan að undan- teknum þrem árum þegar hann veitti húsgagnaverksmiðju Kristjáns Sigurgeirssonar forstöðu á árunum 1987-1990. Hann varð forstöðumaður utanlandsdeildar Eimskips árið 1990 og tók við nýju starfí framkvæmdastjóra utanlandssviðs þegar breytingar voru gerðar á sljórnskipulagi félagsins á síðast- liðnu ári. Erlendur er kvæntur Aðalheiði Valgeirsdóttur mynd- listarmanni og eiga þau tvo syni. FLUTNINGABÍLL frá Eimskip á ferð í Færeyjum. Eftlr Hlldí Einorsdóttur. m UNDANFÖRNUM árum /1 hefur Eimskip lagt áherslu / > á að efla starí'semi félags- JL JLins erlendis. Tilgangurinn með uppbyggingunni er að auka vöxt félagsins og þróa betri flutn- ingskerfi fyrir viðskiptavini okkar og ná hagstæðari samningum," seg- ir Erlendur þegar við ræðum við hann um þróun starfseminnar er- lendis. Erlendur er nýkominn frá útlöndum en er tveim klukkutímum síðar mættur á skrifstofu sína í Pósthússtrætinu. Hann segir starf sitt krefjast töluverðra ferðalaga en hann fari utan að meðaltali tvisvar í mánuði. „Það ánægjulega við þenn- an rekstur er að hann hefur farið fram úr vonum okkar en við höfðum í upphafi sett okkur það markmið að umsvifin erlendis yrðu 25% af um- svifum félagsins árið 2000 en þau voru 27% á síðastliðnu ári.“ Hver áætlið þið umsvifin árið 2000? „Við erum enn að reikna," svarar hann kíminn. Eimskip rekur nú 22 starfsstöðv- ar í ellefu löndum fyrir utan Island og segir Erlendur starfsemina eink- um felast í umboðsþjónustu við skipafélög og flugfélög, flutnings- miðlun og rekstri vöruhúsa og toll- vörugeymslna. „Á síðastliðnu ári nam velta starfseminnar erlendis um fjórðungi af heildarveltu Eim- skips eða 4.353 milljónum króna sem er 49% aukning frá fyrra ári. Hjá fyrirtækinu erlendis starfaði á síð- astliðnu ári um þriðjungur af starfs- mannafjölda Eimskips eða liðlega 370 manns, þar af voru um 10% Is- lendingar. Uppbyggingin erlendis hófst á ár- inu 1982 en þá fóru fulltrúar félags- ins til starfa hjá umboðsmönnum Eimskips i Rotterdam, Felixtowe og New York sem sáu um flutninga fyr- ir fyrirtækið á þessum leiðum," heldur Erlendur áfram. „Á árunum 1982 til 1984 keypti Eimskip hlut í ílutningafyrirtækjum erlendis, með- al þeirra var MGH Ltd. í Bretlandi og Grosse & Riedel í Þýskalandi. Þessi starfsemi gekk það vel að við ákváðum að stofnsetja okkar eigin skrifstofu í Rotterdam í Hollandi og síðar í Norfolk í Bandaríkjunum, í Gautaborg í Svíþjóð og Hamborg í Þýskalandi á árunum 1985 - 1986. Undanfarin ár hefur Eimskip lagt áherslu á að efla reksturinn á heimamarkaði félagsins á Norðvest- ur Atlantshafi sem nær frá Vestur- Noregi til austurstrandar Norður- Ameríku. Liður í því var að opna í upphafi tíunda áratugarins skrif- stofur í Færeyjum og á Nýfundna- landi og síðar í Noregi og Boston í Bandankjunum. Flutningar á þessum leiðum hafa gengið með ágætum, þó hefur hlut- deild Eimskips í færeyska markaðn- um stækkað mest en flutningar á vegum félagsins til og frá Færeyjum jukust um 20% á síðastliðnu ári frá fyrra ári“, segir Erlendur. „Við höf- um aukið þjónustuna við Færeyinga jafn og þétt og erum nú með þrjár skipakomur þar í viku en við teljum okkur frumkvöðla í gámavæðingu í Færeyjum. Þjónusta við fiskiskip í Færeyjum hefur einnig aukist og var landaður afli á athafnasvæði Eimskips í Þórshöfn þriðjungi meiri á árinu 1997 en árinu áður.“ Erlendur segir ástæðuna fyrir því að Eimskip hóf siglingar til Nýfundnalands vera þá að það hentaði siglingakerfi þeirra og reynslu að að hefja viðskipti á Nýfundnalandi en félagið hefur siglt til austurstrandar Bandaríkj- anna í áratugi. „Frá Nýfundnalandi flytjum við fisk og fískafurðir til Evrópu og flytjum inn alls kyns neysluvöru. Síðar jukum við þjón- ustuna við Nova Scotia en þar er einnig töluverð fískverkun. Þar rek- ur meðal annarra SIF saltfiskverk- smiðju og þaðan flytjum við fisk einnig til Evrópu. Hasla sér völl í Eystrasalts- löndunum og Rússlandi Árið 1996 hófum við frystiflutn- inga milli Noregs, Norður-Ameríku og Eystrasaltsríkjanna. Reksturinn hefur gengið með ágætum en á síð- astliðnu ári námu flutningar alls um 25 þúsund tonnum. Á þessari leið höfum við verið að þjóna svipuðum viðskiptahópum og á íslandi og Nýfundnalandi þannig að við þekkj- um vel þetta svið,“ segir hann. í upphafi þessa áratugar keypti Eimskip allt hlutaféð í flutningafyr- irtækinu MGH Ltd. Fyrirtækið var með skrifstofu í Ríga og þar með hófst uppbygging á starfsemi Eim- skips í Eystrasaltsríkjunum og Rússlandi. Stofnaðar voni skrifstof- ur í Tallin í Eistlandi, St. Péturs- borg og Moskvu. Á þessu svæði er- um við að bjóða svipaða þjónustu og í Evrópu og þannig yfirfærum við reynslu okkar til austurs. Við flytj- um inn ýmsa neysluvöru en útflutn- ingur er takmarkaður frá þessum löndum nema á fáum afmörkuðum vörutegundum. Starfsemi Eimskips í Eystrasalts- ríkjunum og Rússlandi hefur aukist umtalsvert á þeim árum sem liðin eru síðan félagið hóf starfsemi þar. I lok síðasta árs segir Erlendur að hafi starfað þar um 100 manns hjá fyrirtækinu á þessu svæði. Einkum hafi umsvifin aukist í Lettlandi þar sem íyrirtæki Eimskips, MGH Riga Sía, rekur flutningaþjónustu á tveimur stöðum í höfuðborginni. „Á haustmánuðum gekk fyrirtækið frá samningum á kaupum á 5.500 fer- metra vöruhúsi í Ríga. Með kaupun- um nær þrefaldaði fyrirtækið að- stöðu sína og hefur ný yfir að ráða 8.000 fermetra geymslu- og dreif- ingaraðstöðu. Kaupin voru liður í viðleitni fyrirtækisins til að koma til móts við vaxandi eftirspurn eftir vörugeymslu- og dreifingarþjónustu í Eystrasaltsríkjunum. Auk vöru- húsareksturs tekur starfsemi MGH í Ríga til umboðsþjónustu fyi'ir skipafélög ásamt rekstri flutnings- miðlunar," segir Erlendur. MGH í Ríga er að auki leiðandi í umboðs- þjónustu fyrir erlend flugfélög í Lettlandi og þjónar þar um helmingi af allri flugfrakt. MGH í Ríga er nú umboðsaðili fyrir þrjú flugfélög í vöruflutningum og er Lufthansa þeirra stærst." Hvernig er að starfa í Eystra- saltslöndunum? „Það hefur verið mikil reynsla. Flutningsmarkaðurinn þar hefur verið í örri þróun. Á árunum 1990- 1994 var sífellt verið að breyta regl- um og reglugerðum sem viðkomu starfseminni. Nú er komið ákveðið jafnvægi á umhverfið sem við störf- um í.“ Hvernig er samkeppnin við önnur flutningafyrirtæki á þessu svæði? „Samkeppnin er mikil eins og er al- mennt í þessum rekstri.“ Um miðjan þennan áratug keypti Eimskip svo hlut í flutningsmiðlun- arfyrirtækinu Gelders Spetra Shipping BV í Rotterdam og eignað- ist fyrirtækið að fullu árið 1996. „Styrkur Gelders Spetra liggur í umboðsmannakerfi sem nær um all- an heim og reynslu og þekkingu á svokölluðum NVOCC flutningum (Non-Vessel Operating Common carrier), segir Erlendur. Fyrirtækið á engin flutningstæki en útvegar flutninga hvort sem er á sjó, landi eða í lofti á hagstæðustum kjörum.“ Flutningsgetan aðlöguð markaðinum hverju sinni Erlendur segir stærsta verkefni Eimskips erlendis vera rekstur skipafélagsins Maras Linija Ltd. Eimskip hafi tekið þátt í enduiTeisn félagsins árið 1996 og sé fyrirtækið nú í meirihlutaeign Eimskips. Segir hann fyrirtækið hafa flutt á síðast- liðnu ári alls um 509 þúsund tonn á milli Evrópu, Eystrasaltsríkjanna og Rússlands sem sé 2% aukning milli ára. „Með þátttöku í þessum flutningum er Eimskip að styrkja starfsemi félagsins utan heima- markaðar og taka þátt í þeirri þróun og uppbyggingu sem á sér stað í Eystrasaltsríkjunum. Maras Linija rekur 3-4 gámaskip í flutningum milli Hollands, Bretlands og Dan- merkur annars vegar og Lettlands, Eistlands og Rússlands hins vegar. Maras Linija er þriðja stærsta skipafélagið sem hefur reglulegar viðkomur í St. Pétursborg í Rúss- landi og það stærsta í Ríga í Lett- landi. Fyrirtækið býður einnig flutn- ingaþjónustu til og frá Belgíu, Portúgal og Spáni. Flutningakerfi Eimskips og Maras Linija tengjast í Hollandi og Danmörku. Dótturfyrir- tæki Eimskips í Hollandi og Bret- landi eru umboðsaðilar fyrirtækisins á þeim mörkuðum. Maras Linija er rekið af umboðs- fyrii’tækinu Longship Ltd með að- setur í Felixtowe í Bretlandi. Longs- hip er alfarið í eigu Eimskips og rekur fyrirtækið einnig skipafélagið Kursiu Linija Ltd. Eimskip er ekki eignaraðili að því. Skip Kursiu Lini- ja sigla á milli Vestur-Evrópu, Lit- háens og Rússlands." Erlendur segir að tap hafi verið á rekstri Maras Linija árið 1997 en rekstrarafkoman nú sé betri miðað við sama tíma í fyrra. „Markmið okkar er að ná jafnvægi í þessum rekstri á árinu.“ „Að undanförnu höfum við svo verið að þróa flutninga á milli Eystrasaltslandanna og Austur- landa fjær og Bandaríkjanna en við gerum það í samvinnu við önnur flutningafyrirtæki," bætir hann við. Hentar skipakostur félagsins vel á þeim leiðum sem þeir eru í flutn- ingum? „Eins og málum er háttað nú þá uppfylla þau þær kröfur og vænting- ar sem gerðar eru til gámaflutninga. En flutningsgetan er aðlöguð mark- aðinum hverju sinni. Við hjá Maras Linija breytum skipakosti eftii’ því hver flutningurinn er. Auk þess þarf að taka tillit til þátta eins og hafíss og fleira.“ Á síðast ári keypti Eimskip um- boðs- og flutningsmiðlunarfyrirtæk- ið Andersson Shipping AB sem stað- sett er í Helsingborg. Fyrirtækið er þekkt á flutningamarkaði í Svíþjóð. Anderson Shipping starfrækir rúm- lega 3.000 fermetra vöruhús og vöruflutningamiðstöð í Helsingborg og hefur um 30 vöruflutningabifreið- ir í áætlanaflutningum milli Suður- Svíþjóðar og meginlands Evrópu. Fyrirtækið er jafnframt umboðsaðili ýmissa erlendra skipafélaga í Hels- ingborg. „Með kaupunum á fyrirtækinu er- um við að styrkja stöðu okkar í Skandinavíu. Við erum að tengja Anderson Shipping inn í það flutn- inganet sem við erum að byggja upp í Evrópu, meðal annars undir merkjum Gelders Spetra. Okkur finnst Suður-Svíþjóð áhugavert svæði, ekki síst vegna þess að verið er að byggja brú þaðan og yfir til Danmerkur og við það stækkar þetta markaðssvæði." Nýir landvinningar Nýverið bættust fleiri skrautfjaðr- ir í hatt Eimskipsmanna en þá gekk MGH Ltd. frá umboðssamningum við þrjú vel þekkt erlend skipafélög. Eitt þeirra er japanska skipafélagið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.