Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.04.1998, Blaðsíða 56
* 56 SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Nýjung! Þýsk gæðavara ? Ekta augnahára- og augna- brúnalitur sem samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í einum pakka. Mjög auðveldur í notkun, fæst í þremur litum og gefur frábæran árangur. Útsölustaðir snyrtivöruverslanir og apótek: Nana Lóuhólum, Libia Mjódd, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Andorra Hafnarfirði, Spes Háaleitisbraut, Sandra Smáratorgi, Ingólfs Apótek, Apótekið Skeifan ehf, Holtsapótek, Vesturbæjar Apótek, Borgar Apótek, Lyfjakaup Mosfellsbæ, Hringbrautar Apótek, Austurbæjar Apótek, Árbæjar Apótek, Húsavíkur Apótek, Stjörnu Apótek Akureyri, Dalvíkur Apótek, Borgarness Apótek, ísafjarðar Apótek, Kaupfélag Hvammstanga, Hafnarapótek Höfn. TANA Cosmetics Einkaumboð: S. Gunnbjörnsson ehf., s. 565 6317 FRÁ HÖFUNDUM FARCO JEFF JOHN JULIANNE STEVE JOHN BRIDCES COODMAN MOORE BUSCEMI TURTURRO GÖNGUKLÚBBAR Sl ÚTIVISTARFÓLK LISTHUS í LAUGARDAL LI5TACAFE íerum tilLoð í kópa Opiö: 18*16 & titxrjti rmrrtt* tsunrHMÍ* Engjateigi 17-19 • Sími: 568 4E55 Vöggusængur, vöggusett, Póstsenduffl (¥*§*) Mörkinni 3 * sími 588 0640 E-moil: cosa@islandio.is •www.cassina.it • www.roset.de • www.zanotta.it • www.artemide.com • www.flos.it • www.ritzenhoff.de •www.alessi.it ttMiytrtHga SimJ55l «50 Reykttvik. • www.kartell.it • www.fiam.it • www.fontanaarte.it FÓLK í FRÉTTUM AUSTURRÍKISMAÐURINN Fred Zinneman (1907-1997), var einn þeirra mörgn, þýskumæl- andi Evrópubúa, sem fluttu vestur um haf og settu mark sitt á kvikmyndasöguna. Zinneman fæddist f Vínarborg 1907, Iauk prdfi í lögfræði en eftir að hann kynntist kvikmyndalistinni, átti hún hug hans allan. Menntaði sig í leikstjórn í París, hélt til Banda- ríkjanna 1929, en sneri aftur til Berlínar ásamt heimildarmyndasnillingnum Robert Flaherty. Verkefnið sem þeir áttu að vinna að saman í PAUL Scofield er ógleymanlegur sem Sir Thomas More í A Man For All Seasons. FRED ZINNEMAN sífrera Síberíu, komst aldrei í framkvæmd. Zinneman sneri því aftur til kvikmyndaborgarinnar, hafði séð með eigin augum að þar voru hlutirnir að gerast. Sjálfsagt hefúr það flýtt för hans og fjölda annarra listamanna af gyðingaættum, sú blika sem nasista- flokkurinn var að draga á loft í Evrópu. Zinneman var til- tölulega fljótur að festa sig í sessi í Hollwood. Fyrst sem aukaleikari í Tíðinda- laust á vesturvíg- stöðvunum, því næst hélt hann til Mexíkó ásamt leikstjóranum Paul Strand. Þar tóku þeir myndina The Wa- ves, sem veitti honum aðgang að MGM kvik- myndaverinu. Nokkur ár liðu áður en Zinneman fékk að sanna sig sem fagmaður í fremstu röð. Það var ekki fyrr en 1944, með The Seventh Cross, sem sagði hrakn- ingasögu nokkurra gyðinga á flótta undan böðlum Hitlers, að hjólin fóru að snúast.The Search, (‘48), með Montgomery Clift, vakti athygli Bandaríkjamanna á flóttamannavandamálinu í Evrópu eftir stríðið. Síðan kom fyrsta mynd Brandos, The Men, (‘50), at- hyglisvert og kraftmikið drama um fatlaða hermenn. Nú fóru leikstjóranum að ber- ast sífellt betri handrit til með- ferðar. Tími stórvirkjanna runn- inn upp, þar sem fjölbreyttir hæflleikar Zinnemans fengu að njóta sín. Myndir hans eru ein- lægar og tilgerðarlausar, Zinneman var fjölhæfur Ieikstjóri sem öllu skilaði vel frá sér. Verk- efnin voru úr ólíklegustu áttum; spennumyndir, stríðsmyndir, gamanmyndir, vestrar, marg- slungin leikhúsverk, á gifturíkum ferli sem spannaði hálfa öid. Hófst á tímum þöglu myndanna, lauk með nútímadrama með Sean Connery (Five Days, One Summer, (‘83)). Bregðum okkur aftur til sjötta áratugarins, frjósamasta timabils leikstjórans. Eftir The Men koma fyrsta klassíkin, vestrinn High Noon, (‘52), þá The Member of the Wedding, (‘52), minnisstætt og vel gert fjölskyldudrama. Því næst leit önnur sígild mynd, Héðan til eilífðar, From Herre to Eternity (‘53) dags- ins ljós. Eftir vel- gengniskafla koma gjarnan erfiðleikaár. Zinneman reyndi fyr- ir sér á dansa- og söngvamyndasviðinu, Oklahoma!, varð fyrir valinu. Hún verður ekki talin með bestu myndum hans, tónlist- in þeirra Rodgers og Hammerstein er það sem stendur uppúr. Hóf vinnu við Gamla manninn og haflð, (‘59) en lét það verk frá sér í hendur John Sturges.The Nun’s Story kom ári seinna og markaði greinilegan afturbata, og The Sundowners, (‘60), gleymist seint þeim fáu hræðum sem sáu hana í Laugarásnum á sínum tíma. Sú mynd var ein af örfáum þar sem Robert Mitchum og Deborah Kerr léku listavel saman í aðalhlutvek- unum. Myndin og leikstjórinn voru bæði tilnefnd til Óskarsverð- launanna. Þau féllu honum hins- vegar í skaut árið 1966, þegar síðasta sigilda mynd þessa magn- aða leikstjóra, A Man For All Seasons, bar af öðrum myndum. Menn töldu hana síðasta stórvirki hins roskna leikstjóra. En Zinneman var ekki hættur. 1973 kom kvikmyndagerð hans á met- sölubókinni Day of the Jackal, spennumyndir gerast ekki betri (ný endurgerð hennar fölnar við samanburð). A sjötugasta ald- ursári gerði hann enn eina gæða- myndina, Juliu, forvitnilega og vel leikna mynd með Vanessu Redgrave í titilhlutverkinu og Jane Fonda í hlutverki skáldkon- unnar Lillian Hellman. Sú mynd reyndist svanasöngur Zinnemans, sem gerði nokkrar, lítið minnis- stæðar myndir eftir þetta í Evr- ópu. Hann lést, níræður að aldri, í London. Sígild myndbönd HIGH NOON (1952) ★★★★ Einn af bestu vestrum sögunnar gerist á annasömu miðdegi í lífi lög- reglustjóra í villta vestrinu (Gary Cooper). Degi sem á að vera sá fyrsti sem óbreyttur borgari og brúðkaupsdagur. Þess í stað fregn- ast að fjórir útlagar eru á leið til bæjarins um nónbil, til að gera upp sakimar við íbúana og yfirvaldið. Bæjarbúar, þar með taldir vinir hans, snúa felmtri slegnir, allir sem einn, baki við honum er þessar vá- legu fréttir spyrjast út. Aðeins konuefnið (Graee Kelly) hvikar hvergi. Uppgjörið um hádegisbilið, koma ribbaldanna með lestinni, er eitt minnisstæðasta myndskeið kvikmyndasögunnar. Spennan eykst með hverri mínútunni frá því hún hefst kl. 10.40, eftir það helst tími atburðarásarinnar við sýning- artímann. Allt vinnur saman, frá- bær leikstjóm, leikur, myndataka, klipping og tónlist. Myndin vann til fjölda Oskarsverðlauna. A MAN FOR ALL SEASONS (1966) ★★★★ Meistaraleg kvikmyndagerð leikrits Roberts Bolts, sem sjálfur skrifar handritið. Þungamiðja verksins er örlagaríkur kafli í sögunni, og lífi Thomas More (snilldarlega leikinn af Paul Scofield), synjun hans við bón Hinriks VIII, að styðja konung sinn í baráttunni við kaþólsku kirkj- una. Stórkostleg mynd fyrir augu sem eyru, magnaður texti fluttur af úrvalsleikuram eins og Robert Shaw (Hinrik), Leo McKem (Cromwell), Orson Welles (Wolsey kardináli), svo nokkrir séu nefndir. Vann til Oskarsverðlauna sem besta mynd ársins og fyrir leikstjórn. HÉÐAN TIL EILÍFÐAR - FROM HERE TO ETERNITY (1953) ★★★★ Enn eitt meistaraverkið frá Zinneman segir af lífi, ekki síst ástalífi, hermanna í búðum á Hawaii um og eftir árásina á Pearl Har- bour, sem breytir högum allra sem koma við sögu. Aðalpersónurnar eru margar og ólíkar; Burt Lancaster leikur hermann sem heldur við eiginkonu (Deborah Kerr) yfirmannsins. Astarsenur þeirra á ströndinni mörkuðu tíma- mót í kvikmyndum og á ferli þeirra, en þau vom bæði valin í hlutverk gjörólík þeim sem þau höfðu áður leikið. Myndin endurreisti kvik- myndaferil Franks Sinatra í hlut- verki Maggios, sem verður fyrir barðinu á sadistanum, yfirliðþjálf- anum sem Emest Borgnine leikur af ótrúlegri innlifun. Montgomery Clift á eftirminnilegan leik sem ein- rænn hermaður, forfallinn af ást til gleðikonu (Donna Reed). Oskarsverðlaun til myndarinnar, Zinnemans, handritshöfundarins, tökustjórans, Sinatra og Reed. Af- burða sögumennska og tök á sund- urleitum leikhópi. Sæbjörn Valdimarsson Fred Zinneman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.