Morgunblaðið - 04.06.1998, Side 53

Morgunblaðið - 04.06.1998, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 53 FRÉTTIR Niðjamót í Reykjanesi við Isafj arðardjúp NIÐJAMÓT verður haldið í Reykjanesi við ísafjarðardjúp dagana 26.-28. júní nk. Þar koma saman niðjar Ólafs Jónssonar bónda í Lágadal og Reykjafírði við Djúp og eiginkvenna hans, Salvarar og Evlalíu Sigríðar Kri- stjánsdætra. Ólafur fæddist hinn 12. júlí 1847 í Lágadal, sonur hjónanna þar, Jóns Jónssonar og Margrétar Ólafsdóttur (af Kirkjubólsætt). Ólafur var bóndi í Lágadal 1871-1890 en fluttist þá með fjöl- skyldu sína að Reykjafirði og bjó þar til um 1920. Hann lést 28. okt. 1942. Ólafur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Salvör Krist- jánsdóttir, f. 14. sept. 1850, d. 20. apr. 1884. Hún var dóttir Krist- jáns Bjarnasonar frá Kambsnesi og k.h. Guðrúnar Guðmundsdótt- ur (af Eyrardalsætt). Þau áttu sex börn, af þeim komust þrjú á legg; Ki-istján Bjarni bóndi og sjómað- ur, Jón Andrés trésmiður og Ólaf- ur bóndi í Skálavík við Djúp. Seinni kona Ólafs hét Evlalía Sigríður Kristjánsdóttir, f. 1. apr. 1857, d. 17. júní 1940, systir fyrri konu. Þau eignuðust tíu börn, en af þeim lifðu þrjú; Salvar bóndi í Reykjarfirði, Gróa ljósmóðh- og Guðrún húsmæðrakennarí. Af- komendur þeh'ra hjóna munu vera um 300. Gert er ráð fyrir að mótsgestir komi á staðinn á fóstudag, 26. júní, en formleg setning ættar- mótsins fer fram á laugardag. Fjölbreytt dagski'á verður í boði, sameiginleg máltíð á laugardegi og dans á eftir, leikir og létt gam- an. Möguleiki er á bátsferð í Vig- ur á sunnudegi. Hægt er að tilkynna þátttöku til Gróu Salvars og panta hjá henni gistingu, sömuleiðis tjaldstæði og svefnpokapláss, eða hjá Ferða- þjónustunni í Reykjanesi. Minnisvarði afhjúp- aður á Akranesi Fjallað um EES-rétt og undirbúning lagasetningar TIL AÐ minnast þess atburðar í sögu Akraness og heiðra minningu þeirra sem fórust með sex manna farinu Hafmeyjunni 17. september árið 1905 við Suðurflös, yst á Akra- nesi, hefur Kiwanisklúbburinn Þyrill látið gera minnisvarða sem Bjarni Þór Bjarnason, bæjarlista- maður á Aki'anesi, hefur hannað. Með bátnum fórstu 11 manns, í þeim hópi voru fimm systkini frá bænum Kringlu og þrír bræður frá bænum Innsta-Vogi. Minnisvarðanum hefur verið val- inn staður við gamla vitann á Suð- urflös, rétt við þann stað þar sem Hafmeyjan fórst. Biskupinn yfir íslandi, Karl Sig- urbjörnsson, mun afhjúpa minnis- varðann og sr. Eðvarð Ingólfsson, prestur á Akranesi, flytja minning- arorð. Þessi athöfn verður við minn- isvarðann laugardaginn 6. júní, dag- inn fyrir sjómannadag, og hefst kl. 14. Á eftir er boðið til veitinga í húsi Kiwanis á Vesturgötu 48, Akranesi. / Attugasta þing stór- stúkunnar STÓRSTÚKUÞING, það áttug- asta frá upphafi, verður í Templarahöllinni 4.-6. júní nk. Það hefst með unglinga- regluþingi fímmtudaginn 4. júní kl. 10 árdegis. Um kvöldið kl. 20 er boðið til opins stúkufundar í Templara; höllinni og hefst hann kl. 20. Á þann fund eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfír. Verður þar rætt um áfengismál og vímuvarnir. Einnig verða flutt skemmtiatriði. Sjálft stórstúkuþinghaldið hefst svo á föstudegi með guðs- þjónustu í Hallgrímskirkju kl. 10.30 árdegis. Þar prédikar sr. Eðvarð Ingólfsson á Akranesi. I lok þinghaldsins er fulltrúum boðið til móttöku í Höfða á laugardag 6. júní kl. 16. AÐALFUNDUR Hringsins var haldinn 16. apríl sl. á Grand Hóteli. Hringurinn var stofnaður árið 1904 og er því 94 ára. Félagið hefur alla tíð starfað að líknarmál- um. Öll vinna innan félagsins er sjálfboðavinna, segir í fréttatil- kynningu, og styrkir til félagsins renna óskertar í Barnaspítalasjóð Hringsins. Á árinu 1997 báiust áheit og gjafir sem hér segir: Styi’kur frá minningarsjóði Jóhönnu Bjarna- dóttur og Jónasar Jónassonar 100.000 kr., styi'kur frá NN 96.500 kr., styrkur frá Guðríði Stefáns- dóttur 5.000 kr., gjöf vegna afmæl- is Jóns Tryggvasonar 10.000 kr., styrkur frá Björgu Jónsdóttur EES-RÉTTUR og landsréttur og Undirbúningur lagasetningar á AI- þingi eru heiti á umræðuefni mál- þings Lögmannafélags íslands og Dómarafélags íslands sem fram fer á Hótel Valhöll á Þingvöllum föstu- daginn 5. júní nk. Þessi málefni hafa verið töluvert til umræðu í þjóðfélaginu og fjöl- miðlum undanfarin misseri. Skemmst er að minnast nýlegs álits umboðsmanns Alþingis um ann- marka sem eru á birtingu tilskipana og reglugerða hér á landi sem eiga að gilda á öllu Evrópska efnahags- svæðinu (EES). Er meðferð lagafrumvarps markviss? Félögin hafa haldið sameiginleg málþing mörg undanfarin ár þar sem tekin eru til umfjöllunar mál- efni er tengjast þessum tveimur stéttum og varða réttarfar og dóm- stóla landsins. Að þessu sinni verða umræðuefnin tvö en á milli þeirra eru tengsl. Á undanfórnum misser- um og ekki síst á síðustu vikum hef- ur verið mikið rætt um störf Al- þingis, undirbúning að gerð laga- frumvarps og meðferð þeirra á þinginu. Margar spurningar hafa vaknað í þeirri umræðu eins og t.d.: Samræmist það kenningunni um þrískiptingu ríkisvaldsins að fram- kvæmdavaldið hafi svo mikil áhrif á löggjafarstarfið sem nú er? Er Al- þingi um of háð sérfræðiþekkingu framkvæmdavaldsins þegar kemur að samningu Iagafrumvarpa? Er meðferð lagafrumvarpa innan þingsins nægilega markviss og vönduð? Er réttaröryggi þjóðfé- lagsþegnanna stefnt í hættu með óvönduðum undirbúningi? Þessi umræða um undirbúning lagasetn- ingar er ekki einskorðuð við ísland heldur fer hún nú fram víða um 3.000 kr., gjöf frá Evu Vernharðs- dóttur 500.000 kr., styrkur frá Hf. Eimskipafélagi íslands 2,5 millj. kr., styi'kur frá Austurbakka hf. í tilefni 30 ára afmælis fyrirtækisins 250.000 kr., styi'kur frá Hafdísi Sigurðardóttur 30.000 kr. og áheit frá Andrési Ásmundssyni 4.000 krónur. Á árinu 1997 veitti Hringurinn nokkra styrki til sjúkra barna og afhenti jólagjafir til barna sem lágu yfir jólin á Barnaspítala Hr- ingsins. Þá voni ýmis lækninga- tæki gefin á árinu, þar á meðal óm- skoðunartæki til kvennadeildar Landspítalans að upphæð 5.160.000 krónur. lönd eins og til dæmis á Norður- löndum. EES-réttur og landsréttur Á málþinginu verður fjallað um EES-rétt og landsrétt fyrir hádegi. Björn Friðfinnsson, ráðuneytis- stjóri, mun fjalla um hlutverk Eftir- litsstofnunar EFTA og EFTA-dóm- stólsins varðandi framkvæmd EES- samningsins. Því næst mun Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor, fjalla um EES-rétt sem réttarheim- ild í íslenskum rétti. Þá mun Hall- dór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, ávarpa ráðstefnugesti. Undirbúningur lagasetningar á Álþingi Eftir hádegi verður fjallað um undirbúning lagasetningar á Al- þingi. Hrafn Bragason, hæstarétt- ardómari, fjallar um gerð lagafrum- varpa. Helgi Bernódusson, aðstoð- arskrifstofustjóri Alþingis, talar um löggjafarhlutverk Alþingis, meðferð lagafrumvarpa og samanburð við löggfjafarstarf í nágrannaríkjunum. Að lokum mun Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson, hæstaréttarlögmaður, gera grein fyrir hugmyndum um hvemig bæta megi löggjafarstarfið. Fundarstjóri á málþinginu verður Ásgeir Thoroddsen, hæstaréttar- lögmaður. ---------------- Sjö sækja um stöðu for- stjóra Holl- ustuverndar SJÖ umsóknir um stöðu forstjóra Hollustuverndar ríkisins bárust umhverfisráðuneytinu áður en um- sóknarfrestur rann út. Staðan verð- ur veitt 1. júlí nk. af umhverfisráð- herra. Umsækjendur eru eftirtaldir: Anna Kjartansdóttir, Björgvin Leifsson, Davíð Egilsson, Hermann Sveinbjörnsson, Jón Gíslason, Ólaf- ur Oddgeusson og Þuríður Gísla- dóttir. ---------------- Tréskurðar- menn sýna í Skógarhlíð HIN árlega sýning Félags áhuga- manna um tréskurð verður haldin í húsnæði Skógræktar ríkisins í Skógarhlíð 38 dagana 5.-7. júní. Opnunartími alla daga er frá kl. 14-18. Sýningin er fjórða sýning félags- ins en markmið sýningarinnar er að auka áhuga fólks á tréskurði með- sýningu á verkum félagsmanna og annarra tréskurðarmanna. Að þessu sinni sýnir Sveinn Einarsson, myndskurðarmeistari, verk sín á sýningunni sem sérstakur heiðurs- gestur. ------♦♦♦------- LEIÐRÉTT Portretmyndir Ágústs Petersen í MYNDLISTARDÓMI Jóns, Proppé í blaðinu í gær misritaðist lokatími sýningarinnar. Sýningin stendur til 5. júlí. Einnig var sagt að sýningarskrá kostaði 500 ki'ónur, en hún kostar 600 og loks er vitnað til inngangs í sýningarskrá, sem er grein um listamanninn og verk hans. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. A Aðalfundur Hringsins Gáfu ómskoðunartæki til kvennadeildar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.