Morgunblaðið - 04.06.1998, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 04.06.1998, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 1998 53 FRÉTTIR Niðjamót í Reykjanesi við Isafj arðardjúp NIÐJAMÓT verður haldið í Reykjanesi við ísafjarðardjúp dagana 26.-28. júní nk. Þar koma saman niðjar Ólafs Jónssonar bónda í Lágadal og Reykjafírði við Djúp og eiginkvenna hans, Salvarar og Evlalíu Sigríðar Kri- stjánsdætra. Ólafur fæddist hinn 12. júlí 1847 í Lágadal, sonur hjónanna þar, Jóns Jónssonar og Margrétar Ólafsdóttur (af Kirkjubólsætt). Ólafur var bóndi í Lágadal 1871-1890 en fluttist þá með fjöl- skyldu sína að Reykjafirði og bjó þar til um 1920. Hann lést 28. okt. 1942. Ólafur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Salvör Krist- jánsdóttir, f. 14. sept. 1850, d. 20. apr. 1884. Hún var dóttir Krist- jáns Bjarnasonar frá Kambsnesi og k.h. Guðrúnar Guðmundsdótt- ur (af Eyrardalsætt). Þau áttu sex börn, af þeim komust þrjú á legg; Ki-istján Bjarni bóndi og sjómað- ur, Jón Andrés trésmiður og Ólaf- ur bóndi í Skálavík við Djúp. Seinni kona Ólafs hét Evlalía Sigríður Kristjánsdóttir, f. 1. apr. 1857, d. 17. júní 1940, systir fyrri konu. Þau eignuðust tíu börn, en af þeim lifðu þrjú; Salvar bóndi í Reykjarfirði, Gróa ljósmóðh- og Guðrún húsmæðrakennarí. Af- komendur þeh'ra hjóna munu vera um 300. Gert er ráð fyrir að mótsgestir komi á staðinn á fóstudag, 26. júní, en formleg setning ættar- mótsins fer fram á laugardag. Fjölbreytt dagski'á verður í boði, sameiginleg máltíð á laugardegi og dans á eftir, leikir og létt gam- an. Möguleiki er á bátsferð í Vig- ur á sunnudegi. Hægt er að tilkynna þátttöku til Gróu Salvars og panta hjá henni gistingu, sömuleiðis tjaldstæði og svefnpokapláss, eða hjá Ferða- þjónustunni í Reykjanesi. Minnisvarði afhjúp- aður á Akranesi Fjallað um EES-rétt og undirbúning lagasetningar TIL AÐ minnast þess atburðar í sögu Akraness og heiðra minningu þeirra sem fórust með sex manna farinu Hafmeyjunni 17. september árið 1905 við Suðurflös, yst á Akra- nesi, hefur Kiwanisklúbburinn Þyrill látið gera minnisvarða sem Bjarni Þór Bjarnason, bæjarlista- maður á Aki'anesi, hefur hannað. Með bátnum fórstu 11 manns, í þeim hópi voru fimm systkini frá bænum Kringlu og þrír bræður frá bænum Innsta-Vogi. Minnisvarðanum hefur verið val- inn staður við gamla vitann á Suð- urflös, rétt við þann stað þar sem Hafmeyjan fórst. Biskupinn yfir íslandi, Karl Sig- urbjörnsson, mun afhjúpa minnis- varðann og sr. Eðvarð Ingólfsson, prestur á Akranesi, flytja minning- arorð. Þessi athöfn verður við minn- isvarðann laugardaginn 6. júní, dag- inn fyrir sjómannadag, og hefst kl. 14. Á eftir er boðið til veitinga í húsi Kiwanis á Vesturgötu 48, Akranesi. / Attugasta þing stór- stúkunnar STÓRSTÚKUÞING, það áttug- asta frá upphafi, verður í Templarahöllinni 4.-6. júní nk. Það hefst með unglinga- regluþingi fímmtudaginn 4. júní kl. 10 árdegis. Um kvöldið kl. 20 er boðið til opins stúkufundar í Templara; höllinni og hefst hann kl. 20. Á þann fund eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfír. Verður þar rætt um áfengismál og vímuvarnir. Einnig verða flutt skemmtiatriði. Sjálft stórstúkuþinghaldið hefst svo á föstudegi með guðs- þjónustu í Hallgrímskirkju kl. 10.30 árdegis. Þar prédikar sr. Eðvarð Ingólfsson á Akranesi. I lok þinghaldsins er fulltrúum boðið til móttöku í Höfða á laugardag 6. júní kl. 16. AÐALFUNDUR Hringsins var haldinn 16. apríl sl. á Grand Hóteli. Hringurinn var stofnaður árið 1904 og er því 94 ára. Félagið hefur alla tíð starfað að líknarmál- um. Öll vinna innan félagsins er sjálfboðavinna, segir í fréttatil- kynningu, og styrkir til félagsins renna óskertar í Barnaspítalasjóð Hringsins. Á árinu 1997 báiust áheit og gjafir sem hér segir: Styi’kur frá minningarsjóði Jóhönnu Bjarna- dóttur og Jónasar Jónassonar 100.000 kr., styi'kur frá NN 96.500 kr., styrkur frá Guðríði Stefáns- dóttur 5.000 kr., gjöf vegna afmæl- is Jóns Tryggvasonar 10.000 kr., styrkur frá Björgu Jónsdóttur EES-RÉTTUR og landsréttur og Undirbúningur lagasetningar á AI- þingi eru heiti á umræðuefni mál- þings Lögmannafélags íslands og Dómarafélags íslands sem fram fer á Hótel Valhöll á Þingvöllum föstu- daginn 5. júní nk. Þessi málefni hafa verið töluvert til umræðu í þjóðfélaginu og fjöl- miðlum undanfarin misseri. Skemmst er að minnast nýlegs álits umboðsmanns Alþingis um ann- marka sem eru á birtingu tilskipana og reglugerða hér á landi sem eiga að gilda á öllu Evrópska efnahags- svæðinu (EES). Er meðferð lagafrumvarps markviss? Félögin hafa haldið sameiginleg málþing mörg undanfarin ár þar sem tekin eru til umfjöllunar mál- efni er tengjast þessum tveimur stéttum og varða réttarfar og dóm- stóla landsins. Að þessu sinni verða umræðuefnin tvö en á milli þeirra eru tengsl. Á undanfórnum misser- um og ekki síst á síðustu vikum hef- ur verið mikið rætt um störf Al- þingis, undirbúning að gerð laga- frumvarps og meðferð þeirra á þinginu. Margar spurningar hafa vaknað í þeirri umræðu eins og t.d.: Samræmist það kenningunni um þrískiptingu ríkisvaldsins að fram- kvæmdavaldið hafi svo mikil áhrif á löggjafarstarfið sem nú er? Er Al- þingi um of háð sérfræðiþekkingu framkvæmdavaldsins þegar kemur að samningu Iagafrumvarpa? Er meðferð lagafrumvarpa innan þingsins nægilega markviss og vönduð? Er réttaröryggi þjóðfé- lagsþegnanna stefnt í hættu með óvönduðum undirbúningi? Þessi umræða um undirbúning lagasetn- ingar er ekki einskorðuð við ísland heldur fer hún nú fram víða um 3.000 kr., gjöf frá Evu Vernharðs- dóttur 500.000 kr., styrkur frá Hf. Eimskipafélagi íslands 2,5 millj. kr., styi'kur frá Austurbakka hf. í tilefni 30 ára afmælis fyrirtækisins 250.000 kr., styi'kur frá Hafdísi Sigurðardóttur 30.000 kr. og áheit frá Andrési Ásmundssyni 4.000 krónur. Á árinu 1997 veitti Hringurinn nokkra styrki til sjúkra barna og afhenti jólagjafir til barna sem lágu yfir jólin á Barnaspítala Hr- ingsins. Þá voni ýmis lækninga- tæki gefin á árinu, þar á meðal óm- skoðunartæki til kvennadeildar Landspítalans að upphæð 5.160.000 krónur. lönd eins og til dæmis á Norður- löndum. EES-réttur og landsréttur Á málþinginu verður fjallað um EES-rétt og landsrétt fyrir hádegi. Björn Friðfinnsson, ráðuneytis- stjóri, mun fjalla um hlutverk Eftir- litsstofnunar EFTA og EFTA-dóm- stólsins varðandi framkvæmd EES- samningsins. Því næst mun Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor, fjalla um EES-rétt sem réttarheim- ild í íslenskum rétti. Þá mun Hall- dór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, ávarpa ráðstefnugesti. Undirbúningur lagasetningar á Álþingi Eftir hádegi verður fjallað um undirbúning lagasetningar á Al- þingi. Hrafn Bragason, hæstarétt- ardómari, fjallar um gerð lagafrum- varpa. Helgi Bernódusson, aðstoð- arskrifstofustjóri Alþingis, talar um löggjafarhlutverk Alþingis, meðferð lagafrumvarpa og samanburð við löggfjafarstarf í nágrannaríkjunum. Að lokum mun Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson, hæstaréttarlögmaður, gera grein fyrir hugmyndum um hvemig bæta megi löggjafarstarfið. Fundarstjóri á málþinginu verður Ásgeir Thoroddsen, hæstaréttar- lögmaður. ---------------- Sjö sækja um stöðu for- stjóra Holl- ustuverndar SJÖ umsóknir um stöðu forstjóra Hollustuverndar ríkisins bárust umhverfisráðuneytinu áður en um- sóknarfrestur rann út. Staðan verð- ur veitt 1. júlí nk. af umhverfisráð- herra. Umsækjendur eru eftirtaldir: Anna Kjartansdóttir, Björgvin Leifsson, Davíð Egilsson, Hermann Sveinbjörnsson, Jón Gíslason, Ólaf- ur Oddgeusson og Þuríður Gísla- dóttir. ---------------- Tréskurðar- menn sýna í Skógarhlíð HIN árlega sýning Félags áhuga- manna um tréskurð verður haldin í húsnæði Skógræktar ríkisins í Skógarhlíð 38 dagana 5.-7. júní. Opnunartími alla daga er frá kl. 14-18. Sýningin er fjórða sýning félags- ins en markmið sýningarinnar er að auka áhuga fólks á tréskurði með- sýningu á verkum félagsmanna og annarra tréskurðarmanna. Að þessu sinni sýnir Sveinn Einarsson, myndskurðarmeistari, verk sín á sýningunni sem sérstakur heiðurs- gestur. ------♦♦♦------- LEIÐRÉTT Portretmyndir Ágústs Petersen í MYNDLISTARDÓMI Jóns, Proppé í blaðinu í gær misritaðist lokatími sýningarinnar. Sýningin stendur til 5. júlí. Einnig var sagt að sýningarskrá kostaði 500 ki'ónur, en hún kostar 600 og loks er vitnað til inngangs í sýningarskrá, sem er grein um listamanninn og verk hans. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. A Aðalfundur Hringsins Gáfu ómskoðunartæki til kvennadeildar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.