Morgunblaðið - 21.06.1998, Side 2
2 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Bjarni Ármannsson, Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, um kaupin á Hagkaupi
Væntanlegur ávinningur
talinn nokkuð viðunandi
FORSTJÓRI Fjárfestingarbanka
atvinnulífsins segir að meðal mark-
miða bankans sé að þjóna íslensku
atvinnulífí þar sem tækifærin gefíst
og arðvænlegt sé talið fyrir hluthafa
og séu kaupin á Hagkaupi liður í
því. Forstjóri Kaupþings segir að
áhugi fjárfesta á hlut í nýju fyrir-
tæki um rekstur fyrirtækja Hag-
kaups og Bónuss sé vakinn og
margir hafi þegar á fóstudag lýst
áhuga á kaupum án þess að hafa
nokkrar upplýsingar um verðmat.
„Markmið Fjárfestingarbanka at-
vinnulífsins er að veita íslensku at-
vinnulífí víðtæka þjónustu við öflun,
hreyfingu og stýringu á fjármagni.
Okkur er ætlað að þjóna íslensku
atvinnulífi þar sem tækifærin gefast
og álitið er arðvænlegt fyrir hlut-
hafa,“ sagði Bjami Armannsson,
forstjóri FBA, aðspurður um helstu
ástæður kaupa bankans á hlut í
Hagkaupi.
Að sögn Bjama hefur áhætta
bankans vegna lánveitinga í versl-
unarrekstri verið afar lítil. Mestur
hluti eigna FBA liggi eðlilega í lán-
veitingum til fyrirtækja í sjávarút-
vegi og iðnaði. „Við höfum verið að
dreifa áhættunni og farið meira út í
verkefni hjá sveitarfélögum, fjár-
málafyrirtækjum, og fyrirtækjum í
þjónustu og verslun. Jafnframt höf-
um við verið að takast á hendur
flóknari verkefni sem þarfnast yfir-
legu, sérfræðiþekkingar og fjár-
magns. Fjárfesting sem þessi er
auðvitað alltaf áhætta en við teljum
einnig væntanlegan ávinning nokk-
uð viðunandi í þessu tilviki,“ sagði
Bjami. Hann sagði það þó að sjálf-
sögðu ekki ætlunina að eiga hlutinn
í Hagkaupi til langframa.
Fjárfestingarbanki atvinnulífsins
og Kaupþing unnu saman að samn-
ingum við eigendur Hagkaups um
kaupin og hyggjast fyrirtækin eiga
áfram nána samvinnu við undirbún-
ing stofnunar nýs fyrirtækis Hag-
kaups og Bónuss. Hlutafé verður
síðar á árinu boðið á almennum
markaði, einstaklingum sem fag-
fjárfestum. Segir Bjarni að þessi
undirbúningur muni taka að
minnsta kosti þrjá til fímm mánuði
og muni FBA og Kaupþing verða
samstiga við sölu hluta sinna. Hann
segir markmið FBA að selja allan
hlut sinn, það verði aðeins spuming
um tíma.
Bjami segir það tvimælalaust
kost að allur eignarhlutur stofnenda
Hagkaups skuli hafa verið keyptur í
einu lagi; það sé ekld síst góður
kostur fyrir nýja fyrirtækið að þess-
ar eigendabreytingar hafi gerst
hratt og að síðar verði eignarhlutn-
um dreift meðal almennings.
Eigið fé FBA er ríflega 8 millj-
arðar króna og segir Bjami bank-
ann því vel standa undir þessari
fjárfestingu. „Við teljum þetta álit-
legt verkefni sem þarfnist fyrirtæk-
is eins og okkar því það er hlutverk
okkar að hjálpa fjölskyldufyrirtækj-
um, ríkisfyrirtækjum, samvinnufyr-
irtækjum og öðrum fyrirtækjum
með þröngt eignarhald að komast
inn á hlutabréfamarkað. Það er þró-
unin hérlendis sem annars staðar að
fyrirtækin em að komast í almenn-
ingseign og eigu fagfjárfesta og em
skráð á almennum markaði. Það
eykur líka kröfur um upplýsinga-
gjöf og aðgang að fjármálamark-
aðnum og gerir þau ekki jafnháð
hefðbundinni bankafjármögnun."
Áhugi Qárfesta
strax vakinn
Eigið fé Kaupþings er kringum
einn milljarður og sagði Sigurður
Einarsson forstjóri fyrirtækið vel
geta staðið undir þessari fjárfest-
ingu enda væri það stærsta fyrir-
tæki landsins á sviði hlutabréfa-
miðlunar. Hann segir Kaupþing
ekki hafa í hyggju að hasla sér sér-
staklega völl á sviði verslunar,
markmiðið sé fyrst og fremst að
vera milligönguaðili til þess að fyr-
irtækið komist á markað. „Hins
vegar er verslunarrekstur mjög
heppilegur kostur núna því það er
ekkert verslunarfélag á Verðbréfa-
þinginu og tímasetningin er því
góð,“ sagði Sigurður.
„Aðalsjónarmiðið er líka það að
hér verður að verðmeta mjög vand-
lega og vera sannfærður um að við-
komandi fjárfesting sé góður kost-
ur, menn geti búist við góðum arði.
Við teljum þetta góðan kost og það
hafa strax haft samband við okkur
fjárfestar og lýst áhuga á kaupum
án þess að hafa séð nokkurt verð-
mat. Það væri því trúlega hægt að
selja fyrirtækið strax í vikunni
framundan,“ sagði Sigurður. og
kvaðst ekki hafa orðið var við slíkan
áhuga áður. Hann lagði áherslu á að
undirbúningur sölunnar tæki
nokkra mánuði. Sigurður vildi líka
vekja athygli á samvinnunni við
FBA, fyrirtækin væru í mikilli sam-
keppni en gætu auðveldlega átt
samstarf um sérstök verkefni.
Hjörleifur Guttormsson
Merki Al-
þýðubanda-
lagsins
falli ekki
HJÖRLEIFUR Guttormsson,
þingmaður Alþýðubandalagsins,
varar, í grein í Morgunblaðinu í
dag, eindregið við afleiðingum þess
ef Alþýðubandalag býður ekki fram
undir eigin merkjum í þingkosning-
um næsta vor. Hjörleifur segir í
grein sinni að sameiginlegt framboð
jafngildi að flokkarnir sem standi að
framboðinu verði lagðir niður og að
hann sé „því algjörlega andvígur að
fella merki og málstað Alþýðu-
bandalagsins".
Hjörleifur gagnrýnir einnig í
greininni forystu Alþýðubandalags-
ins fyrir að hafa farið út í könnunar-
viðræður við Alþýðuflokk og
Kvennalista vegna þeirra ólíku for-
sendna sem flokkamir höfðu í þeim,
af hálfu Alþýðubandalags hafi ein-
göngu verið um að ræða könnunar-
viðræður en Alþýðuflokkurinn hafí
haft sameiginlegt framboð flokk-
anna að fyrirfram skilyrði.
Hjörleifur, sem sat í nefnd um
umhverfis-, atvinnu- og efnahags-
mál, skilaði séráliti og segir að
ágreiningur hafí verið um ýmis
grundvallarmál þ.á m. afstöðu til
Evrópusambandsins og EES,
einkavæðingu, auðlindagjald, fjár-
festingar í sjávarútvegi, orkumál og
landbúnaðar- og byggðamál.
■ Málefnabarátta/30
------♦♦♦------
50 <5ku of greitt
við Blönduós
FIMMTÍU manns voru stöðvaðir
og sektaðir fyrir of hraðan akstur af
lögreglunni á Blönduósi á föstudag.
Að sögn lögreglu voru ökumenn á
allt að 130 kílómetra hraða á þjóð-
veginum, en lögregla hefur undan-
farið tekið upp hertar aðgerðir
vegna hraðaksturs.
Svigkapp-
ar í lax-
veiði
NORSKI ólympíumeistarinn í
svigi, Hans-Petter Buraas, hefur
dvalið hér á landi í nokkra daga á
vegum franska fyrirtækisins
Rossignol, sem framleiðir skíðaút-
búnað. Með honum í för eru Krist-
inn Björnsson og Frakkinn Pat-
rick Bourgeat og mynda þeir
svigliðið „B-in þrjú“ hjá
Rossignol. ítalinn Alberto Tomba
hefúr verið helsta auglýsingavopn
fyrirtækisins undanfarin tíu ár en
er hættur keppni. Fyrirtækið
veðjar því á Buraas, Björnsson og
Bourgeat. Tilgangurinn með fs-
iandsferðinni var að þremennin-
arnir kynntust betur og eins að
taka af þeim auglýsingamyndir í
íslensku umhverfi. Kapparnir
voru við laxveiðar í Soginu í gær.
■ Hvar er... / 14-15
Morgunblaðið/RAX
Lögreglan í Reykjavík
Ahyggjur af
ungmennum
MIKILL fjöldi ungmenna safnað-
ist saman í miðbæ Reykjavíkur
aðfaranótt laugardags. Lögregla
segir að kvöldið hafi farið rólega
af stað en eftir klukkan fjögur hafi
ástandið verið mjög slærat og að
meðalaldur hafi verið mun lægri
en vanalega.
í greinargerð lögreglu segir:
„Almennt var ástandið í miðborg-
inni gott fram til klukkan 04.00,
þrátt fyrir að fjöldi gesta sækti
skemmtistaði heim. Það er að sjá
að ungt fólk leggi leið sína í mið-
borgina eftir að skemmtistöðum er
lokað, og er hugsanlegt að þessi
aldur sé frá 15 ára til 18 ára, og
komi frá heimahúsum úr partíum
og safnist saman við dómshúsið.
Stór hluti af þessu fólki virðist
ekki hafa neitt fyrir stafni annað
en að drekka landa og annan
óþverra og leitar uppi vandræði og
slagsmál.
Þetta fólk bíður eftir því að geta
lent í átökum við lögreglu eins og
við urðum varir við þessa nótt og
að undanfómu. Það hefur uppi
skrílslæti og er að ögra lögreglu
en vegna fámennis okkar ber að
fara varlega í sakirnar við þetta
lið, en þó er full ástæða til að fara
að skoða þetta ferli og grípa til að-
gerða.“
► 1-56
Öryggismál undir
HvalfirAi
►Standast Hvalfjarðargöng stóra
jarðskjálfta? Hvað gerist, ef eldur
kviknar? /10
Börn „skítuga
strfðsins"
►Hundruð barna voru tekin frá
mæðrum sínum og fengin vildar-
vinum herforingjastjórnarinnar í
Argentínu. /12
Trúmaður í musteri
Mammons
►Helgi S. Guðmundsson, formað-
ur bankaráðs Landsbanka fslands
hf., komst skyndilega í kastljós
fjölmiðlanna á liðnu hausti. /24
B
► 1-20
Lífsstíll
flakkarans
►Slegist í för með Berglindi Áma-
dóttur flugfreyju til Havana á
Kúbu./1-2 & 10-11
Rós til Steingríms
►Steingrímur Hermannsson
seðlabankastjóri og fyrrverandi
forsætisráðherra lætur senn af
opinberum störfum. /4
í kastölum krossfar-
anna og stærsta úti-
leikhúsi heims
►í Sýrlandi er sagan er ekki að-
eins við hvert fótmál heldur einnig
undir hveiju spori. /8
C
FERÐALOG
► 1-4
Ósnortnir skógar
og falleg fljót
►I gönguferð um náttúruparadís
i Síberíu. /2
ísland er náttúruleg
hellsulind
►Ungverskur læknir hvetur ís-
lendinga til að byggja upp heilsu-
bótarferðaþjónustu. /2
D
BILAR
► 1-4
IMý mótatækni
►Ný mótatækni var notuð við
gerð XTREMER jeppans. /1
Reynsluakstur
►Toyota Land Cruiser 100 - eng-
inn venjulegur bíll. /4
E
ATVINNA/
RAÐ/SMÁ
► l-20
Metallurg keypt
►Fjárfestingarfélagtengt íslandi
kaupir hlut í þýsku málmiðnaðar-
fyrirtæki. /1
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/8/bak Brids 42
Leiðari 28 Stjömuspá 42
HelgispjaU 28 Skák 42
Reykjavíkurbréf 28 Fólk I fröttum 46
Skoðun 30,12b Útv./sjónv. 44,54
Minningar 32 Dagbók/veður 55
Myndasögur 40 Mannl.str. 13b
Bréftil blaðsins 40 f dag 42 Dægurtónl. 16b
INNLENDAR FI 2-4-8-BAK ÉTTIR:
ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6