Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Auðveldara að skilja Einstein en Bach“ Morgunblaðið/Jim Smart ÍSRAELSKA tónskáldið og píanóleikarinn Gil Shohat. TÓNVERK Gils Shohats hafa ver- ið flutt víða í Evrópu og Banda- ríkjunum og eru á efnisskrám helstu hljómsveita Israels. Fyrir tveimur árum bauðst honum að ganga til liðs við hið virta ítalska útgáfufyrirtæki Ricordi, sem nú hefur gefið út tíu af tuttugu verk- um tónskáldsins. „Eins og allir fal- legir hlutir í lífinu er þetta ein- skær heppni,“ svarar Gil af stök- ustu hógværð þegar hann er spurður hveiju hann þakki vel- gengnina. Á tónleikum sem hann hélt hér á landi á vegum Evrópu- sambands píanókennara og Tón- listarskólans í Reykjavík lék Gil Partítu nr. 6 í e-moll eftir J.S. Bach og útlistaði verkið frá ýms- um hliðum auk þess að kynna nokkur verka sinna. Síðari tónleik- ar hans hér voru á vegum ísra- elska sendiráðsins og þar fékk Gil til liðs við sig íslensku sópransöng- konuna Hallveigu Rúnarsdóttur, sem söng nokkur hebresk lög tón- skáldsins. Gil Shohat hóf nám í píanóleik sex ára að aldri. Þegar hann var tólf ára samdi hann sitt fyrsta tónverk og upp frá því var hann staðráðinn í að verða tónskáld. Gil lauk prófum í tónsmíðum og píanóleik með hæstu einkunn frá Tónlistarháskólanum í Tel-Aviv og stundaði framhaldsnám við Santa Cecilia-tónlistarháskólann í Róm hjá tónskáldinu Azio Corghi. Loks var hann eitt ár við nám í Cambridge á Englandi. Hann býr nú í Lundúnum, vinnur að doktors- gráðu í faginu og ferðast víða og heldur fyrirlestra og tónleika þar sem hann fjallar um verk gamalla meistara og leitast við að bregða á þau nýju ljósi. ✓ Israelska tónskáldið og píanóleikarinn Gil Shohat hefur skipað sér í röð fremstu tón- skálda heimalandsins bótt hann sé aðeins 25 ára að aldri. Hulda Stefánsdóttir hitti Gil að máli beg- ✓ ar hann heimsótti Is- land nýverið fyrir til- stilli ræðismanns * Israels vegna 50 ára afmælis ísraelsku bjóðarinnar. Höfundarverk Gils eru af ýms- um toga; píanóverk, kammerverk, píanókonsert og fiðlukonsert, sin- fónía, sönglagaflokkar og tvær kantötur. „Það er mjög erfitt að lýsa eigin tónsmíðum," segir Gil. „Tónlistin mín myndi flokkast und- ir svokallaða nútíma-klassík en hún er undir sterkum rómantísk- um áhrifum og ég er ekki hræddur við að semja melódísk verk eins og nútímatónskáld virðast svo oft vera.“ Helstu áhrifavalda sína seg- ir hann án efa vera „hina heilögu þrenningu“ Bach, Beethoven og Mozart. „Af þeim þremur er Bach eins og eitthvert óútskýranlegt mennskt fyrirbæri," segir Gil. „Þó að ég sé ekki í aðstöðu til að full- yrða neitt um það þá held ég að það sé auðveldara að skilja Ein- stein en Bach. Verk hans búa yfir óendanlegri dýpt og hver nóta er sem hreinir töfrar. Eg gæti nefnt ótal tónskáld á þessari öld, s.s. Stravinsky, Prokofieff, Bartók, Ravel, Debussy og Chopin. Af samtímatónskáldum lít ég helst til skálda eins og kennara míns Azio Corghi og ekki síst fyrrrennara hans í starfi við Santa Cecilia í Róm, tónskáldsins Luciano Perio.“ Ópera byggð á myndum Munchs Gil er í sinni fyrstu ferð um Norðurlöndin en hingað til lands kom hann frá Noregi þar sem hann hélt tónleika í Osló, heimsótti listasöfn - og féll kylliflatur fyrir verkum Munchs. „Um þessar mundir er ég að vinna að sinfóníu en næst hyggst ég taka til við að semja mína fyrstu óperu sem verð- ur frumflutt árið 2002. Óperuna ætla ég að byggja á litógrafíunum Alpha og Mega eftir Munch,“ segir Gil. „Ég hef lengi hrifist af nor- rænni list. Yfirbragð verkanna er Ijóðrænt og hæglátt en undir niðri kraumar brjálæðið, eins og per- sónumar búi yfir innra eldfjalli. Myndaröðin Alpha og Mega skír- skotar til Adams og Evu og tilfinn- inga sem allir þekkja; ástar og af- brýði, kynþroska og fullorðinsára. Og svo er það þessi hreinleiki sem heillar mig, sami hreinleiki og tón- listin býr yfir og mér finnst að tón- verk eigi að skírskota til. Ég er ósamþykkur þvi að óperur sam- tímans eigi að vísa til hversdags- leikans. Þeirri þörf fullnægjum við með kvikmyndunum en þegar ég fer í óperuna er ég að leita eftir annars konar upplifun, - bæði dýpri og sterkari tilfinningum." SÝNINGU á höggmyndum og frottage-myndum Max Ernst lýkur senn í Listasafni íslands. Max Ernst - næstsíð- asta sýningarhelgi SÝNINGU á höggmyndum og þrykks frá dada-tímabilinu 1917. Þá frottage-verkum eftir Max Emst í Listasafni Islands lýkur eftir rúma viku. Sýningin hefur farið víða um lönd og gist nokkur helstu listasöfn Evrópu og var hún framlag safnsins til Listahátíðar í Reykjavík. Á sýningunni era 60 bronsskúlpt- úrar frá áranum 1930-74 og 32 þrykkmyndir unnar með svokallaðri frottage-aðferð úr myndaröðinni Náttúrasaga frá 1926 auk stein- era á sýningunni yfir 100 ljósmynd- ir eftir kunna og óþekkta höfunda sem varpa ljósi á ævi og störf lista- mannsins. Myndband um ævi Max Ernst verður sýnt í kjallara safns- ins á laugardag og sunnudag, kl. 12 og kl. 15. Listasafn íslands hefur gefið út upplýsingarit um listamanninn með sýningunni og safnaleiðsögn verður sunnudaginn 28. júní kl. 15. 200 ára afmælis Sigurð- ar Breiðfjörðs minnst Stykkishólmi. Morgunblaðið. HINN 17. júní var opnuð í Norska húsinu í Stykkishólmi sýning sem helguð er 200 ára af- mæli Sigurðar BreiðQörðs. Sig- urður fæddist 4. mars 1798 og var afmælis hans minnst með ýmsu móti í Reykjavík í mars sl. Þessi sýning er sú fyrsta sem er tileinkuð honum út á landi og vel við hæfi að það sé gert í Stykkishólmi, því margt tengir Sigurð Breiðljörð við Stykkis- hólm. Hann fæddist í Rifgirðing- um á Breiðafirði og átti heima á æskuárum sínum á Helgafelli, Þingvöllum og Bíldsey sem eru staðir í nágrenni Stykkishólms. 16 ára gamall siglir hann til Kaupmannahafnar með stuðn- ingi frænda síns, Boga Bene- diktssonar í Stykkishólmi. Tvítugur að aldri kemur hann aftur heim og hefur vinnu sem beykir við verslun Ólafs Thor- laciusar á Isafirði. Var hann þá mikið á ferðinni milli Stykkis- hólms og ísafjarðar. Þá tekst mikill vinskapur milli hans og Árna Thorlaciusar kaupmanns í Stykkishólmi. Ámi tekur Sigurð undir sinn vemdarvæng um tíma og gefur hann út Númarímur árið 1835 og Sig- urður tileinkaði honum þær. Sýningin í Norska húsinu er tvískipt. Annar hluti sýningar- innar sýnir lífshlaup Sigurðar BreiðQörðs í myndum og úrval úr rímum hans límt á myndirn- ar. Það er Jón Svanur Pétursson listamaður í Stykkishólmi sem hefur málað myndir sem minna á helstu staði er Sigurður Breið- ljörð kom við á æviskeiði sínu. I hinum hluta sýningarinnar koma til sögu núlifandi lista- menn. Leitað var til þeirra og þeir beðnir um að minnast Sig- urðar Breiðfjörðs á þessum tfmamótum og var hverjum og Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason SIGRÚN Ása Jónsdóttir forstöðumaður Norska hússins stendur fyrir framan mynd eftir Jón Svan Pétursson sem minnir á tímabilið 1830- 1834 í lífi Sigurðar Breiðfjörðs. LJÓÐ og bækur um og eftir Sigurð Breiðfjörð eru þarna til sýnis á sýningunni. einum úthlutað svæði sem er 50x70 sm á stærð. Á þann hátt vilja aðstandendur sýningarinn- ar tengja Sigurð við nútímann. Frá Dagnýju Kristjánsdótt- ur kemur fyrirlestur sem hún flutti um skáldið á vegum Fé- lags íslenskra fræða. Þórar- inn Eldjárn sendir örrímur sem hann flutti 4. mars sl. í hófi sem Rithöfundasamband íslands hélt til minningar um skáldið. Magnús Þór Jónsson, Megas, sendi leiðbeiningar um verkið „Hommage 'a Sig- urður BreiðQörð". Um koddagerð sá Þuríður Hjartardóttir, en Anna S. Gunnarsdóttir um aðra út- færslu. Frá Atla Heimi Sveinssyni kom mynd af and- litsdráttum skáldsins fléttuð nótum og Breiðafirði. Það eru starfsmenn Norska hússins sem höfðu veg og vanda að sýningunni ásamt Jóni Svani Péturssyni. Gestum er velkomið að skoða sýninguna í sumar þeg- ar Norska húsið í Stykkis- hólmi er opið, en það er dag- legafrákl. 11-17. > > > > > > > > > > > > > > ) > > > > > > > >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.