Morgunblaðið - 21.06.1998, Síða 31

Morgunblaðið - 21.06.1998, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 31 . FRÉTTIR Dregið í brúðkaupsleik Morgunblaðsins „Viljum ekki missa af íslenska sumrinu“ .. MorgunblaðiÆ/Björn Björnsson KRISTBJORG Guðbrandsdóttir, umboðsmaður Samvinnuferða/Landsýn- ar á Sauðárkróki, afhenti tilvonandi brúðhjónum, Kristjönu Jónsdóttur og Guðmundi Svavarssyni, flugmiða til Dyflinnar ásamt þremur gistinóttum. NÖFN tilvonandi brúðhjóna bárust í hundraðavís vegna Ieiks sem kynnt- ur var í sérblaði Morgunblaðsins um giftingar í maí. Vegleg verðlaun voru í boði fyrir tvenn tilvonandi hjón og í þetta sinn fóru báðir vinningamir út á land. Morgunblaðið þakkar þátt- tökuna og óskar öllum brúðhjónum ársins gæfu í hnappheldunni. „Hingað hringdi maður og tjáði mér að ég og maðurinn minn tilvonandi hefðum unnið brúðkaupsferð. Eg sagði að hann hlyti að hafa valið skakkt númer, við hefðum ekki tekið þátt í neinum leik,“ sagði Kristjana Jónsdóttir, á Sauðárkróki, en hún hreppti ásamt unnustanum Guð- mundi Svavarssyni flug til Dyflinnar og gistingu í þrjár nætur á fjögurra stjömu hóteli. „Móðir mín og systir sendu inn nöfnin okkar án þess að spyrja kóng né prest en þær bjugg- ust að sögn ekki við að það bæri svona vænan ávöxt.“ Kristjana og Guðmundur höfðu enga brúðkaups- ferð á prjónunum og því kom Ir- landsferðin sér vel. „Við ætium þó ekki að fara fyrr en með haustinu því við viljum ekki missa af íslenska sumrinu," sögðu þau, en hvorugt hefur komið til Dyflinnar. Ekkert pífubrúðkaup Stóri dagurinn rennur upp þann 4. júlí en þann dag á brúðurin einmitt þrítugsafmæli. Gift verður í Sauðár- krókskirkju og að athöfn lokinni fylkja gestir liði út fyrir bæinn að fé- lagsheimilinu Ljósheimum þar sem veislan fer fram. „Þetta verður frjálslegt hjá okkur og frekar einfalt í sniðum - ekkert pífubrúðkaup,“ sögðu þau Kristjana og Guðmundur brosandi. „Boðið verðm- upp á pinna- mat og léttvín og það er búið að panta gott veður. Við höfum sinnt undirbúningi undanfamar vikur, svona eftir vinnu, og hefur gengið prýðilega.“ Fyrir sjö áram lágu leiðir þeirra saman í höfuðborginni en Guðmund- ur er Skagfirðingur og Ki-istjana kemur frá Ólafsvík. „Skagfírðingar eru jú þannig að þeir þrífast ekki nema á heimaslóð og því varð ég annað hvort að fara með Guðmundi norður eða gleyma honum,“ útskýrði Kristjana kímin. Síðan era nokkur ár og nú starfar Kristjana á skrifstofu Kaupfélags Skagfirðinga en Guð- mundur er smiður hjá Trésmiðjunni Yr. Saman eiga þau soninn Björn Anton sem er fimm ára og bíður hann eflaust spenntur eftir brúð- kaupsdegi foreldranna. Brúðkaupsferð innan borgarmarkanna Morgunblaðið/Arnaldur HJÓNAEFNIN Guðrún íris Valsdóttir og Hafsteinn Halldórsson tóku á móti verðlaununum ásamt dóttur sinni, Guðrúnu Birtu. Til vinstri við þau stendur Sig- rún Sigurðardóttir, markaðsstjóri Flugleiðahótela hf. sem afhenti gjafabréfið. „VIÐ vorum rétt að enda við að panta og borga hótelgistingu fyrir brúð- kaupsnóttina," sögðu þau Hafsteinn Halldórs- son og Guðrún fris Vals- dóttir þegar þau mættu til þess að taka við gjafa- bréfinu sem þau hlutu í brúðkaupsleik Morgun- blaðsins. Bréfið hljóðar upp á næturgistingu í brúðarsvítu Hótels Loft- leiða, þríréttaðan kvöld- verð og morgunverðar- hlaðborð. „Nú eigum við pantað á tveimur stöðum og er- um að hugsa um að nota okkur það til þess að framlengja brúðkaup- sævintýrið. Brúðkaups- nóttinni eyðum við á Hótel Islandi og flytjum okkur þá yfir á Hótel Loftleiðir. Brúðkaupsferðin verð- ur því farin innan borgar- markanna, á milli hótela," sögðu hjónaefnin og kváðust hlakka mik- ið til. Móðir Hafsteins sendi þátt- tökuseðil í leikinn og kom vinning- urinn því skemmtilega á óvart. Hafsteinn og Guðrún Iris höfðu hag gestanna í huga þegar þau völdu stað fyrir athöfnina. „Gift verður í Reykjavík þar sem flestir ættingjar okkar búsettir. Það yrði dýrt og fyrirhafnarsamt fyrir áttatíu manns að leggja leið sína austur á Djúpavog þar sem við er- um búsett." Hafsteinn er alinn upp í Breið- holti og því varð Fella- og Hóla- kirkja fyrir valinu en veislan fer fram í safnaðarheimilinu. „Undir- búningnum hefur undið fram á ótrúlegum hraða. Á ein- um degi í febrúar redd- uðum við til dæmis kjól, presti, veislu og kirkju," sagði Guðrún Iris en bætti við að síðustu vik- urnar fram að giftingu myndu þau dvelja í borginni til þess að ganga frá ýmsum smáat- riðum. I sumar taka svo við flutningar því Hafsteinn hefur verið ráðinn skóla- sljóri Grunnskóla Fá- skrúðsfjarðar og þar hefur litla fjölskyldan fundið sér húsnæði. Guð- rún íris mun kenna und- ir stjórn eiginmannsins en þau kynntust einmitt í Kennaraskólanum. Að þeirra mati er giftingin eðlilegt framhald af samveru liðinna ára og því ástæðulaust að vera með flug- eldasýningu 4. júlí. Brúðkaupið verði látlaust en hátíðlegt. Hafsteinn klæðist íslenska há- tíðarbúningnum og Guðrún Iris hefur leigt kjól sem unnustinn má að sjálfsögðu ekki sjá strax. „Það er allt í lagi, ég kann að bíða,“ sagði Hafsteinn sposkur. „Ég hef aldrei viljað vita fyrirfram hvað ég fæ í jólagjöf." ven kr. 447.000 staðgreitt Sportbúð - TÍtan • Seljavegi 2 SÍMI 551 6080 • Fax 562 6488 • Rúmgóóar geymsluhirslur • Rúmgóðir skápar • Tveggja hellna gaseldavél • 50 mm kúlutengi • Svefnptáss fyrir 6+ • 12 volta rafkerfi • Varadekk, festing og varadekkshlíf • Ljósabúnaður skv. EES staðli • Skrúfaðir undirstöðufætur • Lokaður lyftubúnaður • Ryðvarinn undirvagn • og margt fteira Hafðu samband - ýmsir lánamöguleikar RS.vl ' Súiusfaðtn Akureyri: Vétar og þjónústa hf Sími 461 4040 TITAN frábært úrval af nýjum efnum Trönuhrauni 6, Hafnarfirði, og Suðurlandsbraut 50 v/ Fákafen Oplö 6 laugardögum kI. 10-14.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.