Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.06.1998, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ELÍNBORG PÁLÍNA ÓLAFSDÓTTIR OG SVEINBJÖRN JÓNSSON + Elínborg Pálína Ólafsdóttir var fædd að Brimnes- gerði við Fáskrúðs- Qörð 14. júní 1906. Hún lést í Seljahlið 9. júní síðastliðinn. Faðir hennar var i Ólafur Finnboga- son, f. í Brimnes- gerði 5. ágúst 1863, d. 24. maí 1935. Móðir Elínborgar var Sigríður Ingi- björg Bjarnadóttir, f. á Héraði 9. mars 1868, d. 27. janúar 1942. Ólafur og Sigríður voru systkinabörn. Ættir þeirra eru frá Hallgrími skáldi og hrepp- stjóra á Stórasandfelli og að ein- um þriðja frá Indriða Ásmunds- syni, bónda á Borg í Skriðdal. Ásmundur langafi þeirra var bróðir séra Ólafs Indriðasonar prests á Kolfreyjustað, föður ■ þeirra Páls skálds og Jóns Ólafssonar ritsljóra. Bjarni Ás- mundsson móðurafi þeirra var í beinan karllegg kominn frá séra Bjama Gissurarsyni sem kvænt- ur var Guðrúnu, dóttur séra Einars Sigurðssonar í Heydöl- um, og vom þeir Bjami Gissur- arson og Stefán Ólafsson systra- synir. ðlafur og Sigríður áttu ellefu böm og er nú eitt eftirlif- andi, Ólöf Sigurrós sem býr á Neshaga 7 í Reykjavík. Ólafur « átti son er Ágúst hét sem var því hálfbróðir Elínborgar. Elínborg giftist Sveinbirni Jónssyni 1930. Sveinbjörn var „Við kveðjum þig móðir með söknuð og trega og minnumst þín ætíð um ókomna tíð, fyrir ást þína, umhyggju, hlýhug og bænir, að bömin þín öll ættu enn stundirnar saman, svo böndin enn styrktust á ný. Þínar bænir við heyrðum, skildum og munum og við munum leitast við að hlíta því.“ Kæra móðir, þjáningunni er lok- ið og vonandi opnast þér þeir fæddur í Drápuhlíð í Helgafells- sveit 2. maí 1904. Hann andaðist í Seljahlíð 1. september 1997. Elínborg eignaðist fimm börn, þau Hauk, Sigríði, Amar Ás- geir, Ernu og Bjarna. Eigin- kona Hauks er Margrét Guð- jónsdóttir og eiga þau fímm börn. Eiginmaður Sigríðar var Árni Kristjánsson, en hann and- aðist 29. maí 1991. Þau eignuð- ust tvö börn. Arnar Ásgeir and- aðist 1933. Eiginmaður Ernu er Halldór Friðriksson og eiga þau fjögur börn. Bjarni andaðist 11. febrúar 1996 en hann kvæntist Maríu Tómasdóttur og eignuð- ust þau þijú börn. Elínborg bjó á Hvanneyri í Borgarfirði, Hveragerði, Eyrarbakka og Saltvík á Kjalarnesi, en lengst af ævinnar bjó hún í Reykjavík og síðasta áratuginn í Sólheim- um_38. Útför Elínborgar fór fram í kyrrþey. björtu heimar sem þú trúðir á. Með kæm þakklæti fyrir aðhlynninguna og verndarhöndina. Eiginmaður Elínborgar, faðir okkar, Sveinbjörn Jónsson, lést fyrir rúmum átta mánuðum eða 1. september 1997. Lengst af bjuggu þau, foreldrar okkar, í Sólheimum 38 í Reykjavík og þangað leita minningarnar nú. Það var mjög gestkvæmt í Sól- t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengaföður og afa, HALLDÓRS RAGNARS HELGASONAR Jakobína Guðjónsdóttir, Valgerður Morthens, Hreggviður Óskarsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Friðgeir Jónsson, Júlíus Júlíusson og barnabörn. prentara, Kóngsbakka 11, Reykjavík. Ragnar Örn Halldórsson, Stefán Þröstur Halldórsson, Hafdís Guðný Halldórsdóttir, Hafliði Þórður Halldórsson, Bryndís Sigríður Halldórsdóttir, Arndfs Auður Halldórsdóttir, t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug, við andlát elsku mömmu minnar, tengdamömmu og ömmu, SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR, er lést 3. júní síðastliðinn. Sérstakar þakkir til sr. Sigfinns Þorleifssonar og starfsfólks skurðdeildar 6-B á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, fyrir einstaka umhyggju og hlý- hug í hennar garð. ingunn S. Ólafsson, Hannes J.S. Sigurðsson, Rebekka Hannesdóttir, Jóhann Benedikt Hannesson. heimum 38, við öll tækifæri, tylli- daga sem aðra daga og ekki þurfti ástæðu til, fólk bara datt inn, enda var það þeim ljúft að taka á móti fólki og þau nutu þess svo sannar- lega enda allir alltaf hjartanlega velkomnir og öllum leið vel í návist þeirra. Þeim var annt um fjöl- skylduböndin, frændfólkið, vinina og kunningjana og þau lögðu sig fram um að fólk kynntist og hittist, helst reglulega, og var þá ættar- mótið oft nefnt. Og þau höfðu áhyggjur af því, að þegar þau væru öll, hættu bömin að hafa samband og sjást og þau báðu þess að svo mætti aldrei verða. Þessar áhyggj- ur voru ekki að ástæðulausu, því þegar líða tók og nánir sem aðrir hurfu á braut, fækkaði fundum í Sólheimum 38, og nú, verða þessir fundir ekki fleiri, og er eftirsjá í því, því ekkert tekur við, getur það ekki. En við þökkum alla samfund- ina og einstaklega góð kynni með virðingu. Í.Guðs friði. Haukur Sveinbjarnarson, Sigríður Sveinbjarnardótt- ir, Erna Sveinbjörnsdóttir. Tengdafaðir minn, Sveinbjörn Jónsson, útskrifaðist sem búfræð- ingur frá Hvanneyri, en þar kynntist hann lífsförunaut sínum Elínborgu Olafsdóttur. Þau gengu í hjónaband 1930 og höfðu verið gift í tæp 70 ár, þegar Sveinbjörn lést 1. sept. sl. Þau voru einstak- lega samrýnd hjón og lifðu í ást- ríku hjónabandi. Ef hægt er að tala um fullkomið hjónaband voru þau a.m.k. mjög nálægt því. Ein- stakt samband var ekki einungis á milli þeirra og barnanna, heldur héldu þau mjög nánu sambandi við allan sinn frændgarð og var Elín- borg oft upphafsmaður að því, að fjölskyldan og skyldmenni hittust. Þau voru einstaklega gestrisin og góð heim að sækja og svo rammt kvað að, að ekki mátti læsa útidyr- unum á heimili þeirra, þar sem það gæti orðið til trafala fyrir gesti, og þau misst af fólki, vegna þess að ekki hefði heyrst í dyra- bjöllu. Sveinbjöm og Elínborg voru miklir náttúruunnendur og nutu þess að ferðast um landið, sem þau gerðu mikið af. Vestfirðir voru í miklu uppáhaldi, en þar var Svein- björn fæddur og uppalinn og átti þar mörg náin skyldmenni og vini. Allt fram á níræðisaldur þótti sjálfsagt á góðviðrisdegi að aka austur til Þingvalla eða jafnvel austur að Skógum undir Eyjafjöll- um. Það má segja að með fráfalli Sveinbjörns hafi lífslöngun Elín- borgar horfið og hún þráði hvíld- ina, og að hitta eiginmann sinn og syni, sem biðu hennar fyrir hand- an. Að leiðarlokum vil ég þakka þeim alla þá umhyggju og ástúð sem þau sýndu okkur hjónunum og börnin okkar minnast þein-a með þakklæti, fyrir allar þær góðu £ % K £ Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn stundir og rausnarskap, sem þau sýndu þeim. Megið þið hvfla í guðs friði. Halldór Sturla Friðriksson. Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Ég stend uppi í rúminu hennar ömmu minnar, hún er að klæða fjögurra ára telpuna og þegar hún hefur lokið versinu signir hún mig á brjóstið og ég lyfti höndunum eins hátt og ég get svo hún geti fært mig í hreinan nærbolinn. Nú veit ég að það fer að koma að því skemmtileg- asta því þegar ég er orðin alklædd fer hún alltaf með versið: Nú er ég klæddur og kominn á ról. Kristur Jesús veri mitt skjól. I guðsóttanum gef þú mér að ganga í dag, svo líki þér. (Höf.ók.) Þegar ég er á leiðinni út yfír í hinn enda hússins þar sem ég bý með mömmu og pabba, velti ég því fyrir mér hvernig standi á því að hún amma þekki hann Jesúm svona vel, hún hlýtur að hafa hitt hann. Stundum talar hún við hann þó að ég sjái hann hvergi og hún kallar hann svo oft vininn sinn. Skrýtið hvað hann er góður vinur hennar þó að systkini hennar fjög- ur sem henni þótti svo óskaplega vænt um hafi farið til hans, og hún sem saknar þeirra svo mikið, Sig- urrósar eldri, Lovísu, Sigurðar og Ásgeirs, sem fóru öll um tvítugs- aldur. Og þegar Lovísa systir hennar dó, aðeins tuttugu og eins árs gömul, sagðist amma hafa grát- ið svo mikið, að hún var orðin viss um að hún gæti aldrei hætt. Skyldi Jesús hafa huggað hana? Ég ætla einhvem tíma að spyrja hana ömmu mína meira um Jesúm sjálf- an, en ekki bara bænirnar og öll versin sem hún kennir mér. Þetta er ein af fyrstu myndun- um mínum af henni ömmu minni, og það er mesta furða hvað hún er skýi’ þó að það fari að nálgast 50 ár síðan. Og þegar ég fletti myndabók huga míns eru það allt fallegar myndir. Amma og afi með börnin sín þrjú, Hauk, Ernu og Bjarna, í sama húsi og við mamma (Sigga, dóttir þeirra) og pabbi í Drápuhlíðinni fyrstu átta ár ævi minnar. Þetta var ein stór fjöl- skylda, yngsta barn þeirra aðeins átta árum eldra en ég. Þarna bjuggum við í hvor fjölskyldan í sínum enda hússins sem afi byggði. Lífið var ljúft og þarna var alltaf fullt af syngjandi og spilandi ungu fólki: píanó, harm- onika, gítar, raddaður söngur og æfingar ungra tónlistarskóla- nema, sem áttu athvarf hjá ömmu og afa um lengri eða skemmri tíma. Hús ömmu og afa titraði oft af tónlist og lífsgleði. Þau voru um margt ólík amma mín og afi. Afi (Sveinbjöm Jóns- son) var hrjúfur Vestfirðingur af Tröllatunguætt, sem hafði orðið að berjast fyrir tilveru sinni frá unga aldri í smalamennsku og bústörf- um. Frá tíu ára aldri hafði hann gengið vestfirsku fjöllin í öllum veðrum og illa búinn, í hús- mennsku hjá öðrum, því sem hann 0i^f0f#§0l#f0 s 1 I 5 I 5 ‘DaCía ..ekM 6ara úCómabúð/ Fersk blóm og skreytingar við öll tækifœri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 2 1 2 1 3 | 3 tt§0l#l0§#Í0ttt átti til að kalla þrælahald þess tíma. Vestfirðirnir mótuðu hann og hinar ákveðnu skoðanir hans hvort sem var á stjómmálum eða öðru fóra aldrei á milli mála. Og til að leggja áherslu á orð sín átti hann til að berja stórum hnefanum í borðið. Þar var yfirleitt ekkert guðsbarnahjal. En þannig var það einmitt sem þau bættu hvort annað upp afi og amma, sem hafði átt ör- uggt skjól í Brimnesgerði á Fá- skrúðsfirði með foreldram og stór- um faHegum systkinahópi. Og enn bregður upp mynd þegar systkinin ganga til jólamessu út að Kol- freyjustað, hvítur snjórinn marraði undir fótum þeirra og Lovísa systir þeirra lék í síðasta sinn á orgel kirkjunnar. Amma minntist oft á þann dásamlega frið sem þetta að- fangadagskvöld hafði fært þeim. Og þegar systkinahópurinn gekk aftur út að Brimnesgerði var tunglið fullt og þau sungu alla leið- ina heim. Seinna, þegar sorgin barði að dyram og skarð kom í hópinn efldist kærleikurinn og trú- in á almættið. Og þótt lífsævintýri systkinanna sem náðu fullorðinsár- um yrðu jafn ólík og þau vora mörg, var eitthvert ósýnilegt band sem tengdi þau svo sterkt og gerði þau svo náin hvert öðra. Þegar makar og börn komu til sögunnar styrktust enn ættarböndin - allir komu saman af minnsta tilefni. Það var allt sameiginlegt hjá þessari fjölskyldu og það var gott að vera bam og fá að njóta. En lífið vægir engum, ekki held- ur ömmu og afa. Þriðja bamið þeirra, Ai’nar, lést skömmu eftir fæðingu. Það varð þeim einnig þungt áfall að missa tengdason sinn fyrir aldur fram og þegar Bjami sonur þeirra lést snögglega fyrir tveimur áram, aðeins 54 ára, var sem strengur brysti. Og þá sem fyrr átti amma meiri styrk en nokk- ur annar, því hún átti fuUvissuna. Það veganesti sem amma mín gaf mér verður aldrei fullþakkað: trú, von og kærleika til alls sem Guð hefur skapað, virðingu fyrir lífinu og ekki síður fyrir dauðanum. Mannakornin sem hún átti til að bjóða mér úr skálinni sinni vora alltaf skilaboð sem hún skildi. Hún er löng samveran okkar og það er orðinn langur tími í mann- heimum þegar árin era að verða níutiu og tvö eða níutíu og þrjú eins og þau voru orðin hjá afa mínum er hann lést 1. september sl. Amma mín var orðin svo þreytt, þreytt á þessum ónýta líkama, eins og hún sagði sjálf. Síðustu mánuði þráði hún það heitast að fá að fara. Ég veit að hún hefur þakkað Drottni fyrir að leyfa sér að festa svefninn enn fastar að morgni yndislegs sól- ardags. Eins og allt annað sem Guð gaf þótti henni svo undur vænt um sólskinið og líklega hefur hún gert nú eins og forðum daga í sumar- húsinu sínu við Álftavatn: gengið á móti morgunsólinni, signt sig og þakkað Drottni. Því gleymdi hún nefnilega aldrei. Ég sé hana stíga inn í ljósið þar sem afi bíður með útbreiddan faðminn og saman dansa þau inn í eilífðina. Guð blessi fallega minningu ömmu minnar og afa og varðveiti himneskar sálir þeirra. Sigrún Elínborg Árnadóttir. Nú er hún Ellý amma komin til frænda en þess var hún búin að óska allt frá því að hann fór, enda bæði búin að lifa vel og lengi. Ég á ótal minningar úr Sólheimum 38, þar sem ég kom oft sem barn enda var alltaf mjög gaman og gott að koma til þeirra sem vora mér ávallt sem afi og amma. Um leið og ég kveð Ellý ömmu langar mig að þakka henni fyrir allt. „Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.“ (Ingibj. Sig.) Þín Elísabet.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.