Morgunblaðið - 21.06.1998, Qupperneq 47
MORGUNBLÁÐIÐ
SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1998 47 -
I
(
(
(
(
(
(
<
(
(
(
(
(
t
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
(
FÓLK í FRÉTTUM
Woods hjá
► GOLFMEISTARINN ungi
Tiger Woods var í sjónvarpsvið-
tali á dögunum hjá hinum vin-
sæla Larry King á CNN-sjón-
varpsstöðinni.
Larry King
Þetta var fyrsta alvöru sjón-
varpsviðtal í beinni útsendingu
sem kappinn hefur fengist til að
koma í og því mikil stund fyrir
báða aðila.
Fögnuður
í spari-
sjoðafjol-
skyldunni
FLESTIR sparisjóðsstjórar ís-
lands og fulltrúar fleiri fyrirtækja
úr „sparisjóðafjölskyldunni" ásamt
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
og fleiri gestum fögnuðu með
stjómendum Kaupþings hf. þegar
verðbréfafyrirtæki þess í Lúxem-
borg hóf starfsemi, en það er
fyrsta íslenska verðbréfafyrirtækið
erlendis.
Formleg opnun Kaupthing Lux-
embourg S.A. fór fram við móttöku
í Evrópusal Hótel Inter-
Continental. Auk Sigurð-
ar Einarssonar forstjóra
Kaupþings hf. og Magnús-
ar Guðmundssonar fram-
kvæmdastjóra fyrirtækis-
ins í Lúxemborg ávörpuðu
Goebbles ráðherra í Lúx-
emborg og Geir H. Haarde
fjármálaráðherra samkom-
una og lýstu mikilli ánægju
með framtakið.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
GEIR H. Haarde fjármálaráðlierra; Guðmundur Ilauksson, sparisjóðs-
stjóri SPRON og sljórnarformaður Kaupþings hf.; Siggi Kristinsson,
varaforstjóri eignastýringar hjá Credit Lyonnais - PK Airfinance; og
Eyjólfur Hauksson, bróðir Guðmundar, framkvæmdastjóri hjá
Cargolux í Lúxemborg.
Sparisjóðsstjórar að vestan,
Eiríkur Finnur Greipsson á
Flateyri og Steinn Kjartans-
son í Súðavík og Þór Gunn-
arsson sparissjóðsstjóri í
Hafnarfirði sem jafnframt
er formaður Sambands ís-
lenskra sparisjóða.
MYNPBÖNP
Hasar fyrir
unglinga
Meistararnir
(Masterminds)______
Spennumynd
*V2
Framleiðendur: Robert Dudelson og
Floyd Byars. Leikstjóri: Roger
Christian. Handritshöfundur: Floyd
Byars. Kvikmyndataka: Nic Morris.
Tónlist: Anthony Marinelli. Aðalhlut-
verk: Patrick Stewart og Vincent
Kartheiser. (120 mín.) Bandarísk.
Skífan, júnf 1998. Myndin er bönnuð
börnum innan 12 ára.
Vandræðaunglingurinn Ozzie
Paxton á í erjum við foreldra sína og
hefur vepið rekinn úr skóla. Hann ver
því mestum tíma sínum í tölvugi’úsk
og innbrot í tölvu-
kerfí. Þegar Ozzie
er sendur að fylgja
stjúpsystur sinni í
skólann lendir
hann í óvæntri at-
burðarás. Glæpa-
menn leggja hald á
skólann og krefja
auðuga foreldra
bamanna lausnar-
gjalds. Höfuðpaurinn er fyrrum yfir-
maður í sérsveitum breska hersins
og því ekkert lamb að leika við. Hann
stjórnar vandlega úthugsuðum að-
gerðum í gegnum öflugt tölvukerfí og
getur lögreglan ekkert gert í málinu.
Ozzie, sem staddur er innan veggja
skólans, tekur til sinna ráða gegn
ræningjunum með hugvit sitt og
tölvuþekkingu að vopni.
Tvennt er vel gert í þessari mynd.
Annars vegar öruggur leikur Patrick
Stewarts, sem þó stingur í stúf, sér-
staklega við forvitnilega lélegan leik
yfirlögreglustjórans. Hins vegar
sviðsmyndin sem minnir á tölvuleik
og tengir frammistöðu Ozzies við
færni hans í tölvuleikjum. í „Meist-
urunum" er helstu efnisþáttum
hasarmynda skeytt saman og búin til
mynd sem kalla mætti „Die Hard“
fyrir unglinga. Þannig er reynt að
sameina barna/unglingamynd og
gróðavænlegt hasarmyndaformið.
Það reynist aðstandendum myndar-
innar hins vegar torsótt og má sjá
hvernig handritið kreistir fram
ástæður til að búa til sprengingar og
önnur einkennismerki „alvöru"
spennumynda. Þá eru menn hvergi
drepnir, aðeins rotaðir eða hent ofan
í drullupytt. Þannig er reynt að forð-
ast ofbeldi innan ofbeldismyndar.
Þetta gengur hreinlega ekki upp.
Niðurstaðan er slöpp spennumynd.
Heiða Jóhannsdóttir
LEVI’S DAGAR í SAUTJÁN
Komdu og fáðu Levi’s 501 gallabuxur frítt!
Komdu á Levi's daga og prófaðu í leiðinni Levi's
„Shrink to fit“ gallabuxurnar. „Shrink-to-fit“ er jafn-
gömul uppfinning og fyrstu Levi's buxurnar sem voru
saumaðar árið 1853. Þá voru allar gallabuxur „hráar“
og óþvegnar. Maður fór í þær í baði og var í þeim
þangað til þær þornuðu. Þannig fékk maður gallabux-
ur sem pössuðu fullkomlega og voru sérstaklega
slitsterkar. Nú getur þú prófað þetta sjálf(ur).Dagana
11,—20.júní verðum við með í búðinni Levi's baðkar
oa tvo sérstaka Levi's burrkara. þannig að nú getur
þú fengið alveg hráar og óþvegnar Levi's gallabuxur
frítt.
Skelltu þér í baðið og síðan í þurrkarann og stuttu
síðar færðu Levi's gallabuxur frítt.
Laugavegi 91
sími 511 1720
m'
2.900,-
3.500,-
Levi s Donr
Levi's peysur
Levi's hettupeysur