Morgunblaðið - 03.07.1998, Síða 1
STOFNAÐ 1913
147. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
*
Tíu kaþólskar kirkjur á Norður-Irlandi skemmdust illa af fkveikjum
Allt kapp lagt á lausn
Drumcree-deilunnar
Belfast. Reuters.
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, kom í óvænta heimsókn
til Belfast á N-írlandi í gær til að
stuðla að lausn harðrar deilu um
göngu Oraníureglunnar næstkom-
andi sunnudag.
Deilan magnaðist enn frekar í
fyrrinótt þegar öfgafullir sam-
bandssinnar kveiktu elda í tíu kaj)-
ólskum kirkjum víðsvegar á N-Ir-
landi í reiðikasti yfir ákvörðun
„göngunefndar" breskra stjórn-
valda sem ákvað á mánudag að
Oraníumenn fengju ekki að ganga
fylktu liði í gegnum hverfi kaþ-
ólskra í Portadown eftir að hafa sótt
guðsþjónustu í Drumcree-kirkju.
Blair lét það verða sitt fyrsta
verk að heimsækja eina af kirkjunum
sem skemmdust í bruna í fyrrinótt
og sagði hann við blaðamenn á eftir
að kirkjubrunamir þýddu alls ekki
endalok friðarferlisins sem hann
hefur beitt sér mjög íyrir síðan
hann tók við embætti forsætisráð-
herra. „Þessi skemmdarverk sem
ber hér fyrir augu okkar tákna hið
liðna I sögu N-Irlands. Við höfum
einbeitt okkur að því að reyna að
gefa fólki framtíð þar sem svona
villimennska heyrir sögunni til.“
Blair ætlaði í ferð sinni til Belfast
að heimsækja þingið nýja, sem tók
til starfa á miðvikudag, og hitta
helstu stjórnmálaleiðtoga á N-ír-
landi.
Paisley fordæmdi
íkveikjurnar
Talið var ólíklegt í gær að Blair
kæmi til Belfast nema líkur væru á
að lausn væri í sjónmáli á Drum-
cree-deilunni. I gærkvöld leit hins
vegar enn ekki út íyrir að þetta yrði
að veruleika þótt talsmaður Davids
Trimble, sem tók við embætti for-
sætisráðherra n-írska heimastjórn-
arþingsins á miðvikudag, segði að
leitað væri allra leiða. „Við erum
staðráðnir í að leysa þetta vandamál
í eitt skipti fyrir öll,“ sagði hann en
undanfarin tvö ár hafa skollið á
óeirðir við sama tækifæri.
Allir helstu stjórnmálaleiðtogar á
N-írlandi höfðu fyrr um daginn for-
dæmt íkveikjurnar en þrjár kirkn-
anna skemmdust mjög illa. Sagði
Trimble að það væri fyrirlitlegt at-
hæfi að ráðast að samfélagi kaþ-
ólskra með þvi að vanvirða það sem
þeim stæði næst hjarta. Ian Paisley,
hinn umdeildi leiðtogi sambands-
flokksins DUP, fordæmdi einnig
íkveikjurnar og kvað hvem þann
sem teldi sig hafa framið þessi verk
í nafni mótmælendatrúar vaða reyk.
Reuters
DAVID Trimble, forsætisráð-
herra N-Irlands, heimsótti í
gær rústir kirkju heilags Jak-
obs í Aldergrove, nærri Belfast,
sem skemmdist illa í íkveikju í
fyrrinótt. Með honum í för voru
leiðtogar þriggja helstu kirkju-
deildanna á N-írlandi.
Kíríjenkó eflir
skattheimtuna
Gazprom
þvingað til
að borga
Moskvu. Reuters.
GAZPROM, rússneska jarðgass-ein-
okunarfyrirtækið, hét í gær að borga
himinháa skattareikninga, sem það
hafði fram að þessu komizt upp með
að greiða ekki. Talsmenn Gazprom
greindu frá þessu eftir að ríkis-
stjórnin hóf aðgerðir til að taka eign-
ir fyrirtækisins upp í skattaskuldirn-
ar, en meðal eignanna voru lysti-
snekkjur og veiðihús.
Sergei Kíríjenkó, forsætisráð-
hema Rússlands, fyrirskipaði eigna-
upptökuna eftir að tilraunir ríkis-
stjórnai'innar til að fá stærstu fyrir-
tækin í landinu til að gi'eiða skatta
höfðu ekki borið árangur.
Stjórninni er nú mikið í mun að ná
sýnilegum árangri í að bæta skatt-
heimtuna, þai- sem á því veltur hvort
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF)
veitir henni fleiri lán, sem hún telur
lífsnauðsynlegt vegna hins ofurerfiða
efnahagsástands í landinu.
Gazprom, sem heldur því fram að
óskilvísir gasnotendur skuldi fyrir-
tækinu meira en það skuldar í
skatta, mun greiða fjóra milljarða
rúblna (yfir 40 milljarða króna) á
mánuði frá 1. júlí, átta sinnum hærri
upphæð en það greiddi í júní.
Þjarmað að fleiri
stórfyrirtækjum
Stjórn Kíríjenkós kaus að láta til
skarar skríða gegn Gazprom,
stærsta fyrirtæki í Rússlandi og
stærsta gasfyrirtæki í heimi, til að
sýna fordæmi sem stjórnendur ann-
arra stórfyrirtækja í landinu tækju
mark á, en þeir hafa líka komið sér í
stórum stíl undan því að greiða
skatta.
Dúman, neðri deild rússneska
þingsins, samþykkti í gær eftir
fyrstu umræðu um helming þeirra
neyðarráðstafana, sem ríkisstjórnin
hyggst grípa til í efnahagsmálum.
Sprenging
í Búdapest
FJÓRIR létust þegar öflug bfl-
sprengja sprakk í miðborg
Búdapest í gær. Að sögn lög-
reglu er ekki ljóst hverjir komu
sprengjunni fyrir né hvort atvik-
ið er liður í glæpaöldu sem
gengið hefur yfír Ungverjaland
og tengist skipulagðri glæpa-
starfsemi. Hér bera sjúkraliðar
lík eins fórnarlambsins burt af
vettvangi.
Sprengjan sprakk laust fyrir
hádegi í ijölförnu verslana- og
veitingahúsahverfi. Að minnsta
kosti tuttugu og fímm slösuðust
og að sögn lækna em tveir
þeirra enn í lífshættu.
Lögreglan telur sig hafa vissu
fyrir því að ætlunin hafi verið að
ráða rúmlega fertugan veitinga-
mann, Tamas Boros, af dögum,
en hann var einn hinna látnu. Að
sögn lögreglu hafði lífi hans ver-
ið ógnað áður og hann meðal
annars særst í skotárás.
Reuters
Bandaríkjaforseti í
Hong Kong
Rætt við
stjórnar-
andstöðu-
leiðtoga
Hong Kong. Reuters.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
kom í gær til Hong Kong, síðasta
viðkomustaðarins í níu daga opin-
berri heimsókn hans til Kína. Gert
var ráð fyrir að hann ræddi m.a.
við Tung Chee-hwa, æðsta emb-
ættismann borgarinnar, og frammá-
menn í kaupsýslulífi en myndi jafn-
framt eiga einkafund með Martin
Lee, sem er einn helsti leiðtogi lýð-
ræðissinna og hefur gagnrýnt Pek-
ingstjórnina ákaft.
Rúmur tugur manna í Hong
Kong brenndi bandaríska fánann
opinberlega í gær áður en Clinton
kom til borgarinnar. Talsmaður
hópsins sakaði Clinton um að
hliðra sér við að spyrna gegn
mannréttindabrotum í Kína.
Veita aðstoð við
mengunarvarnir
Forsetinn ferðaðist fyrr um dag-
inn um Guilin-hérað ásamt eigin-
konu sinni og dóttur en þar er mik-
il náttúrufegurð. Clinton skýrði frá
því að stjórn sín hygðist veita Kín-
verjum aðstoð við að vinna bug á
loft- og vatnsmengun sem er vax-
andi vandamál í Kína vegna iðn-
væðingarinnar.
„Mengunarþoka veldur því að
sumar borgir í Kína sjást ekki
lengur á gervihnattamyndum og
sjúkdómar í öndunarfærum eru
helsta heObrigðisvandamál lands-
ins,“ sagði Clinton.
Hann minntist á gróðurhúsa-
áhrif og sagði umhverfisvandann
vera alþjóðlegan. Kínverjar hafa
sett sig á móti hugmyndum um
takmarkanir á losun gróðurhúsa-
lofttegunda í löndum þriðja heims-
ins á þeirri forsendu að aðgerðirn-
ar myndu tefja fyrir hagvexti land-
anna.
Kofí Annan nær samkomulagi við herforingjastjórn Nígeríu
Allir pólitískir fangar
verða leystir úr haldi
Abuja. Reuters.
KOFI Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, sagði í gær að
herforingjastjórnin í Nígeríu hefði
fallist á að leysa alla pólitíska fanga
sína úr haldi.
Háttsettur embættismaður í Abu-
ja, höfuðborg Nígeríu, sagði að sam-
komulag hefði náðst um að þekktasti
fanginn, Moshood Abiola, félli frá til-
kalli sínu til forsetaembættisins til
að greiða fyrir því að hann yrði
leystur úr haldi. Abiola, sextugur
auðkýfingur, var handtekinn árið
1994 fyrir að gera tilkall til forseta-
embættisins eftir kosningar sem
voru ógiltar árið áður.
Heimsókn Annans þykir til marks
um að Sameinuðu þjóðirnai' og leið-
togar margra ííkja telji að
Abdulsalam Abubakar, nýr leiðtogi
herforingjastjórnarinnar, sé reiðu-
búinn að koma á borgai'alegri stjóm.
Abubakar tók við af Sani Abacha
einræðisherra, sem lést 8. júní.
Mörg ríki hafa notað tækifærið til
að bæta samskiptin við Nígeríu, fjöl-
mennasta land Afríku, sem versnuðu
vegna tregðu Abacha til að virða
mannréttindi og koma á lýðræði í
landinu.
Stuðningsmenn Abiola
fullir efasemda
Annan sagði að herforingjastjórn-
in myndi tilkynna síðai' hvenær
fangarnir yrðu leystir úr haldi en
nefndi ekki Abiola sérstaklega í því
sambandi. Hann sagði þó að Abiola
teldi ekki lengur að hann gæti gert
tilkall til forsetaembættisins. Hann
væri við góða heilsu en hefði kvartað
yfir því að vera úr tengslum við um-
heiminn og stuðningsmenn sína.
„Með því að falla frá kröfunni hef-
ur Abiola greitt fyrir því að hann
verði leystur úr haldi,“ sagði hátt-
settur embættismaður í Abuja. „Það
gæti gerst mjög bráðlega."
Olisa Agbakoba, leiðtogi forystu-
hreyfingar stjórnarandstöðunnar,
UAD, sagðist í gærkvöldi enn bíða
þess að heyra það frá Abiola sjálfum,
að hann hefði fallið frá tilkallinu til
að setjast í forsetastólinn.