Morgunblaðið - 03.07.1998, Síða 9

Morgunblaðið - 03.07.1998, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 9 FRÉTTIR Álit hóps um áhrif Efnahags- og myntbandalags Evrópu Áhrif einkum á fj ármálastofnanir Morgunblaðið/Golli FINNUR Ingólfsson, Davíð Oddsson og Ólafur Davíðsson á blaða- mannafundinum í gær. EKKI er talin ástæða til að hafa áhyggjur af stofnun Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU, og upptöku nýrrar Evrópumyntar, evru eða evrós, hjá 11 Evrópuþjóðum um næstu áramót, að mati samráðshóps um áhrif Efnahags- og myntbanda- lags Evrópu á íslenskt efnahagslíf sem skilaði áliti sínu í gær. Hópurinn var skipaður af líkisstjórn Islands í framhaldi af skýrslu sem Seðlabank- inn birti á síðasta ári um sama efni. Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og formaður hópsins, Davíð Oddsson forsætisráð- herra, Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Þórður Frið- jónsson, ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, kynntu álits- gerð samráðshópsins á biaðamanna- fundi í forsætisráðuneytinu í gær. Stofnun myntbandalagsins mun ekki krefjast skjótrar stefnubreyting- ar í gengismálum að mati hópsins en talið er að stofnun bandalagsin geti bæði haft í för með sér jákvæða og neikvæða þætti íyrir ísienskt efna- hagslíf. Helstu viðskiptalönd Islands í Evr- ópusambandinu, Svíþjóð, Danmörk og Bretland, ætla ekki að taka upp sameiginlegan gjaldmiðil strax að minnsta kosti og er það meðal annars ein ástæða þess að ekki er talið að þörf sé á að hafa áhyggjur af banda- laginu sem stendur. Ef löndin hins vegar ganga í EMU eftir árið 2002, sem búist er við að gerist, þegar evr- an verður orðin lögeyrir í þeim 11 löndum sem taka sameiginlega upp gjaldmiðilinn, er að sögn Davíðs Öddssonar forsætisráðherra ástæða til að endurskoða afstöðu Islands til EMU. „Ef þessi ríki kæmu til með að vera í myntbandalaginu snemma á næstu öld þá má segja að þunginn í okkar utanríkisviðskiptum sem eiga sér stað innan myntbandalagsins sé orðinn helmingi meiri en við núveandi aðstæður. Það er ljóst að ef löndin ganga í myntbandalagið, þá hefur stofnun myntbandalagsins gengið vel og þar með er ástæða fyrir okkur að endurskoða okkar afstöðu, það væri heimskulegt að gera það ekki,“ sagði Davíð Oddsson. Ólafur Davíðsson sagði að með þátttöku þessara þjóða myndu hugs- anlega verða skoðaðar einhliða og tví- hliða tengingar íslensku krónunnar við evruna. „Þá verður reynsla komin á evruna og einnig komin reynsla á hvernig Islendingum hefur gengið að haga efnahagslífi sínu í nýju um- hverfi.“ Þægilegft að eiga við stóra heild Með tilurð myntbandalagsins munu 10 myntir 11 ríkja hverfa af vettvangi og eftir stendur ein mynt og ein sam- eiginleg gengisstefna hjá löndunum 11. Þar með geta neytendur í löndunum til dæmis borið mjög auðveldlega saman verð á vörum auk þess sem stofnun bandalagsins getui- stuðiað að vaxta- lækkun og stöðugleika í löndunum. I niðurstöðum samstarfshópsins segir að jákvæð áhi-if sem stofnun myntbandalagsins muni hafa, ef vel tekst til, sé að viðskiptakostnaður ís- ienskra fyinrtækja muni minnka og aukin hagkvæmni í viðskiptum innan myntbandalagsins mun að einhverju marki skila sér til íslenskra neytenda. Væntanlegrar framieiðsluaukningar innan myntbandalagsins munu Islend- ingar njóta í formi lægra innflutnings- verðs. „Sameiginleg mynt leiðir tii sparnaðai’ hér í byrjun, leiðir til lækk- andi vöruverðs og lækkandi innflutn- ingsskatts. Það gefur augaleið að það er þægilegra að eiga viðskipti við svona stóra heild í einum gjaldmiðli og það leiðir einnig til einföldunar og hag- ræðingar hjá íslenskum fyrirtækjum. Það er augljós kostur,“ sagði Davíð Oddsson. Neikvæð áhrif af myntbandalaginu gætu orðið að samkeppnisstaða ís- lenski’a fyrirtækja gagnvart evrópsk- um keppinautum getur versnað meðal annars. Tekjur banka af gjaldeyrisvið- skiptum munu minnka og möguieikum á spákaupmennsku mun fækka. Ahrifa EMU mun einkum gæta hjá fjármálastofnunum og tekjur þeirra gætu minnkað. Áhrif verða einnig mikil hjá fjrir- tækjum sem flytja vörur út til Evr- ópu, og einnig hjá þeim fyrirtækjum á innanlandsmarkaði sem eru í sam- keppni við evrópsk fyrirtæki, að mati samráðshópsins. Minnst yrðu þau hjá þeim fyrirtækjum sem eru eingöngu á innanlandsmai’kaði. „EMU snýst um gengis- og pen- ingamál fyrst og fremst og því mun áhrifanna einkum gæta hjá fjármáia- stofnunum," segir Óiafur Davíðsson. „Eins og nú horfir með þátttöku þess- ara 11 ríkja sem taka þátt í mynt- bandalaginu frá næstu áramótum þá verða ekki þær breytingar í okkar gengismálum að það kaili á sérstakar aðgerðir. Gengisstefnan hefur skiiað okkur góðum árangri að undanförnu, stefna stöðugs gengis. Hins vegar verða menn að búast við því að frekari sveiflur geti orðið í gjaldeyrismálum. Við þurfum að styrkja okkar gjaldeyr- issjóð og okkar efnahagsstjóm og við þurfum að fara yfir okkar stjómtæki í peningamáium," sagði Ólafur. Engin kollsteypa Að sögn Davíðs hafa þessi um- skipti, sem er mikilvægasta breyting á gjaldeyriskerfi heimsins um langt skeið, verið vel undirbúin hjá yfir- völdum hér á landi. Þeir segja að skoða verði betur ým- is tæknileg atriði, eins og tii dæmis það sem gert verður í Svíþjóð, að leyfa fyrirtækjum að færa bókhald sitt í evmm. „Við höfum verið að gera ýmsar breytingar á fj ármagn smarkaði og höfum verið að búa okkur undir þess- ar breytingar hægt og bítandi og því verður ekki um neina kollsteypu að ræða,“ segir Finnur Ingólfsson. Islensk stjórnvöld hafa ekki á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að Evrópusambandinu og í skýrslunni segir að á meðan sú stefna sé óbreytt komi þátttaka í myntbandalaginu ekki til álita. Leiðir í gengismálum á næstu ár- um velta mjög á afstöðu stjórnvalda til aðildar að ESB og efnahgaslegra tengsia við Evrópu. I álitinu segir einnig að ef stjórnvöld telji ESB-aðild koma tii greina að uppfyiltum ákveðnum skilyrðum, kunni að vera skynsamlegt að styrkja tengsl krón- unnar við það gjaldmiðiasvæði sem iíkiegt væri að iandið tiiheyrði í fram- tíðinni. Aukin tengsl við evm er að mati samráðshópsins ekki raunhæf fyrr en fleiri ríki en þau 11 sem taka munu þátt í upphafi hafa fengið aðild að myntbandalaginu. Þá er einkum átt við stærsta viðskiptaland ísiands á sviði vöruviðskipta, Bretiand. Fjórir kostir Fjórh’ eftirfarandi kostir vom ræddir að því er varðar tengsl við evrusvæðið en í þeim felast mismun- andi leiðir til að framkvæma fast- gengisstefnu með tengingu við evru: í fyrsta lagi einhliða tenging sem felur í sér einhliða yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda um að halda gengi krón- unnar föstu gagnvart evm. I öðru lagi tvíhliða tenging sem hefði í för með sér nokkum ávinning að mati sam- ráðshópsins hvað varðar trúverðug- leika og er að því leyti vænlegri kost- ur. Samkomulag yrði gert við Seðla- banka Evrópu um að verja gengi krónunnar gagnvart evm innan ákveðinna marka. I þriðja lagi yrði svokallað myntráð róttækara skref í átt til sterkari teng- ingar en með myntráði er innlendur gjaldmiðill einungis gefinn út í skipt- um fyrir erlendan gjaldmiðii. I fjórða og síðasta lagi er síðan bent á notkun evru sem lögeyris en það kæmist næst beinni þátttöku í myntbandalag- inu hvað trúverðugleika áhrærir. Þetta yrði ÞÓ ekki mögulegt fyrr en í fyrsta iagi eftir að evruseðlar og evrumynt fara í umferð árið 2002. Hagfræðistofnun hefur unnið að skýrslu um myntbandalagið og ís- lenskan vinnumarkað. Niðurstaða stofnunarinnar er að svo virðist sem tenging krónunnar við evm í eitt skipti fyrir öll gæti leitt til meira at- vinnuleysis en ella undir ákveðnum kringumstæðum og benti forsætis- ráðherra sérstaklega á þennan þátt í áliti samráðshópsins á fundinum. Oskum viðskiptavinum olÁap qóárap lielqap. Lokaá á mopcjun, lauqapdaq 4. júlí. tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 Sumartilboð Opiö virka daga 9—18, laugardaga 10—14. TGSS neðst við Dunhaga, sími 562 2230. Ný sending af hinum frábæru stretsbuxum Útsala á ölluin öðrum vörum hjáXý&afhhildi ^ Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.30, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Silfurpottar í Háspennu, dagana 18. til 29. júní 1998 Dags. Staður Upphæð 18. júní Háspenna, Hafnarstræti 180.844 kr. 19. júní Háspenna, Hafnarstræti 171.844 kr. 20. júní Háspenna, Kringlunni 58.066 kr. 24. júní Háspenna, Hanarstræti 451.417 kr. 26. júní Háspenna, Laugavegi 56.408 kr. 26. júní Háspenna, Hafnarstræti 135.730 kr. 29. júní Háspenna, Hafnarstræti 111.360 kr. 29. júní Háspenna, Hafnarstræti 50.818 kr. Laugavegi118 Hafnarstræti 3 Kringlunni 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.