Morgunblaðið - 03.07.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 19
Airbus semur við US
Air um sölu á 30 vélum
París. Reuters.
AIRBUS Industrie hefur seilzt inn
á umráðasvæði keppinautarins
Boeing Co. og skýrt frá því að
bandaríska flugfélagið US Airways
Group Inc. hafi pantað allt að 30
breiðþotur af gerðinni A330.
Samningurinn ber vott um vax-
andi mátt hinnar evrópsku flugiðn-
aðarsamsteypu, sem kveðst hafa
fengið 52% allra pantana á áætlun-
arflugvélum í heiminum á fyiTa árs-
helmingi 1998 - sem er bezta
frammistaða í 28 ára sögu fyrirtæk-
isins.
US Air sagði eftir margi-a vikna
togstreitu Airbus og Boeing að fé-
lagið fengi fyrstu A330 vélarnar af-
hentar í árslok 1999 og það mun
gera því kleift að auka umsvif sín á
leiðum yfir Atlantshaf.
„Flugvélafloti okkar verður að
langmestu leyti skipaður Airbus
eftir aðeins nokkur ár,“ sagði aðal-
framkvæmdastjóri US Air, Stephen
Wolf, á blaðamannafundi.
US Air er sjötta stærsta flugfélag
Bandaríkjanna og mun að sögn
Wolfs greiða lægi'a verð fyrir hinar
30 flugvélar én listaverð þeirra, sem
er 3,7 milljarðar dollara.
Félagið kaupir sjö A330 fyrst í
stað, sjö pantanir verða ítrekaðar
og bersýnilegt er að nýttur verði
réttur til að kaupa 16 flugvélar að
auki. „Sannleikurinn er sá að við
hyggjumst kaupa allar flugvélarnar
30,“ sagði Wolf.
U.S. Air verður fyrsta bandaríska
flugfélagið sem fær til afhendingar
flugvélar af gerðinni A330, sem taka
335 farþega og hafa 10.200 km flug-
þol. Viðræður við hreyflaframleið-
endur hefjast bráðlega.
Annar stóri
samningurinn
Petta er annar meiriháttar samn-
ingur U.S. Air í Virginíu og Airbus í
Toulouse - fyrir tveimur árum
samdi U.S. Air við Airbus um kaup
á allt að 400 vélum af gerðinni A320,
sem er minni, og verður sú fyrsta
tekin í notkun í október.
Sem stendur notar félagið 12
—:—-------------
Fjórðungur
greiðir
aldamóta-
kaupauka
London. Reuters.
ÓLÍKT því sem almennt er talið
hafa flest brezk fyrirtæki ekki í
hyggju að greiða tölvunarfræðing-
um kaupauka til að halda þeim þeg-
ar aldamótin ganga í garð.
Samkvæmt athugun Computer
Weekly ætlar aðeins fjórðungur
fyrirtækja að greiða tölvusérfræð-
ingum þóknun fyrir að starfa til
2000.
Birzt hafa margar fréttir þess
efnis að tölvustarfsmönnum hafi
verið boðnar gífurlegar launahækk-
anir og bónusgreiðslur til að
tryggja að þeir vinni að endurforrit-
un og komi í veg fyrir hrun tölvu-
kerfa 31. desember 1999.
Á báðum áttum
Mörg fyrirtæki eru á báðum átt-
um og munu ekki borga, ef þau
þurfa þess ekki, samkvæmt frétt-
inni.
Þar sem kaupauki er í boði er
hann hár. Þriðjungur fyrirtækja,
sem ætla að greiða bónus, segja að
upphæðirnar séu 35-50% af árs-
launum. Nær engar greiðslur eru
þó fyrirhugaðar fyrir 2000.
Ti-yggingafélög eru rausnarleg-
ust. Næst koma matvæla-, drykkj-
arvöru- og tóbaksfyrirtæki og tölvu-
þjónustur.
Boeing 767-200 vélar á leiðum yfir
Atlantshaf. Að sögn Wolfs sann-
færðu nokkur atriði hann um að
semja um nýjar vélar frá Airbus -
meðal annai-s meira farþegarými og
meiri flutningsgeta, hagstæðai'i
kjör og skjótari afhending.
Ólíkt Boeing hefur Airbus ekki
orðið fyrir barðinu á Asíukreppunni
að ráði. Fyrr á þessu ári ákvað
Iberia að kaupa 50 Airbus vélar til
flugs á styttri leiðum og tryggja sér
rétt á 26 í viðbót. Air France hefur
ítrekað pöntun á 20 Airbus A320
með rétt til að kaupa 20 í viðbót.
Airbus hefur einnig borið sigur-
orð af Boeing í Suður-Ameríku, þar
sem LanChile, Taca í E1 Salvador
og TAM í Brasilíu pöntuðu í marz
90 A320 og A319 þotur að verðmæti
4 milljarðar dollara.
Samkvæmt fjölmiðlafréttum
hyggst British Airways snúa baki
við Boeing og kaupa Airbus vélar í
fyrsta skipti fyrir um tæpan einn
milljarð dollara.
FORSTJÓRAR US Air og Airbus, Stephen Wolf (t.v.) og Noel Forege-
ard, skýra frá því að bandaríska flugfélagið hafi pantað 30 Airbus
A330 breiðþotur.
(aðeins í Blómaval, Reykjavík)
Þýsk PFEIFFER garðhúsgögn.
Borð, bekkur og tveir stólar
Kr. 37.000,-
ruivjLi j v/ v í J ruiv.
Minni kr. 39.990,<
stærri kr. 39.990,-
HÖNNUN ODDI HF.