Morgunblaðið - 03.07.1998, Page 20

Morgunblaðið - 03.07.1998, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1998 ERLENT MORGUNB LAÐIÐ ÚR VERINU RÆKJU landað úr Skutli ÍS 180, 120 tonnum, sem hann fékk fyrir norðan. Menn muna ekki eftir öðru eins moki Einn maður með allt að sex tonn í stuttum róðri ísafirði. Morgunblaðið. VEL hefur gefið á sjó fyrir smá- báta á norðanverðum Vestfjörðum í allt sumar, að síðustu viku undan- skilinni. Þorskur er um allan sjó og aflabrögð litJu bátanna hafa verið með slíkum eindæmum, að jafnvel Vestfírðingar eiga tæpast orð til að lýsa því. Þrátt fyrir brælu á miðunum í síðustu viku var glaðasólskin á Isa- firði alla daga, „reiðaralogn" og Pollurinn eins og spegill. Síðan gaf aftur um síðustu helgi og hefur verið gott síðustu daga. Það heitir reiðaralogn, þegar reiðarinn situr heima í blíðalogni og skilur ekkert af hverju kallinn er ekki á sjó. Margar rækjulandanir Allmiklu hefur verið landað af rækju á ísafirði. Togarinn Skutull kom með 120 tonn sem hann fékk fyrir norðan land, Framnesið kom með 30 tonn, Sólbakur landaði 16 tonnum og Gunnbjörn 10 tonnum. Stakfellið frá Þórshöfn kom á mánudag með 200 tonn af frosinni rækju af Flæmingjagrunni. Erling- ur landaði á þriðjudag 15 tonnum af rækju og Guðmundur Péturs 14 tonnum. Rækjan sem kemur á land á Isa- firði fer öll til vinnslu í Básafelli, nema hvað Framnesið veiðir fyrir Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal og Súðavík. Rækjuveiðin við Vestfirði hefur ekki verið neitt sérstök að undan- fömu en eitthvað virðist þó vera að lifna yfir henni. ísfisktogarinn Stefnir kom til ísafjarðar á mánudaginn með 60 tonn af blönduðum afla, einkum ýsu og kola, og sama dag kom Páll Pálsson með 90 tonn af blönduðu. Þá kom hér flutningaskip og tók nokkur tonn af frystum gulllaxi til útflutnings, sem Júlíus Geirmunds- son og Stefnir höfðu fengið. GÆÐA MÚRVÖRUR Á GÓÐU VERÐI SlDAH 1972 MÚRFLEX Á SVflLIR 0G ÞÖK !■ steinprýði STANGARHYL 7, SIMI 567 2777 Hefst ekki undan á Suðureyri Rúm 1.100 tonn komu á land á Suðureyri í júnímánuði, nær ein- göngu þorskur og eingöngu af smábátum, en engir stærri bátar eða togarar leggja þar upp. Fjöldi smábáta sem rær frá Suðureyri er mjög breytilegur, frá um 50 og upp í um 80, enda mikið um að menn komi þangað með báta úr öðrum landshlutum. Aflinn fer í ýmsar áttir til vinnslu, enda vantar mikið á að hægt sé að anna honum öllum á Suðureyri en þar eru tvær salt- fiskverkanir. Aflabrögðin í sumar hafa verið ,alveg frábær“, eins og þeir segja á hafnarvoginni á Suðureyri. I júní- mánuði komu á land í Bolungarvík 873 tonn af færabátum, línubátum og dragnótabátum, nánast allt góð- ur þorskur, en einnig lítilsháttar stembítur eins og sagt er upp á vestfirsku og ýsa. Um 55 bátar hafa róið frá Bolungarvík í sumar, þar af um 15 aðkomubátar. Fiskur uppi um allan sjó Tíðin til sjósóknar hefur verið einmunagóð í allt sumar ef síðasta vika er undanskilin. Aflinn hefur líka verið svo góður, að elstu menn muna ekki annað eins mok og hafa ekki spumir af svo miklum þorski í sjónum á þessari öld. Mjög stutt er að sækja fiskinn, rétt út undir Stigahlíðina eða út í Djúpkjaftinn. Iðulega fær einn maður á báti 3-5 og jafnvel upp í 6 tonn í stuttum róðri og þykir sumum að bátamir séu stundum nokkuð mikið hlaðnir, en á móti kemur að lengstum hefur verið rjómalogn og mjög gott í sjó- inn. Engin stærri skip eða bátar leggja upp í Bolungarvík en tveir aðkomubátar veiða fyrir rækju- vinnslu Þorbjarnar hf. og eru þar í föstum viðskiptum. Ymsir era búnir eða að verða búnir með kvótann, enda þótt menn haft keypt viðbótarkvóta eins og þeir hafa getað. Mikill hugur er í ung- um mönnum í smábátaútgerð í Bolungarvík og hafa bátar verið keyptir þangað að undanförnu á mjög háu verði. ,Þeir hafa gert það helvíti gott“, eins og það var orðað á hafnarvog- inni. Nú bíða Bolvíkingar eftir loðnunni en í fyrra kom fyrsti loðnufarmurinn til bræðslu hjá Gná hf. þann 8. júlí. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins Skæruliðar í Kosovo stunda hryðjuverk Moskvu, Belgrad, Búkarest, Pristina, Bonn. Reuters. TALSMAÐUR rússneska utanrík- isráðuneytisins, Vladímír Rak- hmanín, sagði í gær á blaðamanna- fundi að Rússar teldu ekki að full- trúar KLO, vopnaðra uppreisnar- manna í Kosovo-héraði, ættu að taka þátt í friðarsamningum milli albanskra íbúa Kosovo og stjórn- valda Serba. Bandaríkin, Þýskaland og fleiri ríki mæla með þátttöku uppreisnarmanna. „Við teljum að hið svonefnda KLO geti ekki talist stjómmála- samtök. Hingað til hafa verið í þeim nokkrir skæruliðahópar sem oft skortir sameiginlega yfirstjóm og hafa staðið fyrir hryðjuverkum í Kosovo,“ sagði Rakhmanín. Helsti leiðtogi Kosovo- Albana, Ibrahim Rugova, hefur verið and- vígur því að reynt verði að beita vopnavaldi til að losna undan yfir- ráðum Serba en fylgi hans hefur minnkað að undanfómu. KLO hefur að sama skapi vaxið ásmegin. Haft var eftir Richard Hol- brooke, sem nýlega var skipaður sendiherra Bandaríkjanna hjá Sa- meinuðu þjóðunum, í gær að skæru- liðar í Kosovo fengju fé og nýliða frá nokkrum vestrænum löndum. Nefndi hann sérstaklega Þýska- land, Sviss og Danmörku. Um 1.000 Kosovo-Albanar búa í Danmörku. Utanríkisráðherra Ítalíu, Lam- berto Dini, hvatti á miðvikudag að- skilnaðarsinna af albönskum upp- runa í Kosovo til að leggja áherslu á kröfu um sjálfræði í eigin málum héraðsins. Dini sagði lausnina á deilunum í héraðinu vera umtalsvert sjálfræði fyrir héraðið en aðskilnaðarsinnar þar njóta stuðnings Albana í móður- landinu. Hundrað manna hafa fallið undanfarnar vikur og tugþúsundir flúið heimili sín. Eitthvað hefur flóttamannastraumurinn minnkað síðustu daga vegna bardaga á landamærunum en að sögn tals- manns Sameinuðu þjóðanna í gær er talið að alls 76.000 manns hafi orðið að flýja. Flestir íbúar héraðs- ins eru af albönskum stofni en það tilheyrir Serbíu er nam úr gildi lög um sjálfræði héraðsins árið 1989. „Svo virðist sem stjórnvöld í Belgrad hafi samþykkt þessar hug- myndir. Það er mikilvægt að Kosovo og Albanía samþykki þær,“ sagði Dini sem var í heimsókn í Rúmeníu sem á landamæri að Kosovo. Reuters RYUTARO Hashimoto, forsætisráðherra Japans, hneigir sig fyrir kjósendum á kosningafundi í Usunomiya, norðan við Tókýó, í gær. Kosið verður tii efri deildar þingsins 12. júlí. Kláfferjuslysið á ftalíu Flugmenn fari fyrir herdómstól Jacksonville. Reuters. HERDÓMARI mælti með því í gær að flugmaður og aðstoðarflug- maður bandarískr- ar herflugvélar, er olli dauða 20 skíða- manna í kláfferju í ítölsku Ölpunum í febrúar síðastliðn- um, verði leiddir fyrir herdómstól. Æðsti yfirmaður landgönguliðs bandaríska flotans mun taka endan- lega ákvörðun um hvort herréttar- höld fari fram. Herdómarinn lagði til að flugmaður vélarinnar, Ric- hard J. Ashby, og aðstoðarflugmað- ur, Joseph P. Schweitzer, yrðu sóttir til saka fyrir manndráp af gáleysi, fyrir að valda tjóni á eignum hersins og einkaeignum, og fyrir að brjóta í bága við skipanir. Tveir aðrir landgönguliðar voru um borð í flugvélinni þegar slysið átti sér stað, en dómarinn mæltist til þess að kærur á hendur þeim yrðu Iátnar niður falla. ----------------- Schweitzer Uppstokkun banka áætluð í Japan Tókýó. Reuters. STJORN Japans samþykkti í gær áætlun um stofnun sérstakra banka, sem eiga að taka við hlutverki banka, sem verða gjaldþrota vegna slæmra lána, og hlaupa undir bagga með fyr- irtækjum, sem hafa staðið í skilum og teljast lánshæf, næstu árin. Áætlunarinnar hafði verið vænst lengi og hún er svar japönsku stjórnarinnar við gagnrýni ráða- manna í Bandaríkjunum og víðar á japanska bankakerfið. „Við þurfum að afskrifa slæm lán og söðla um frá slæmum lántakend- um til góðra,“ sagði Ryutaro Has- himoto, forsætisráðherra Japans, í ræðu fyrir fund stjórnarinnar. í skýrslu nefndar, sem samdi áætlunina, sagði að gert væri ráð fyrir að bankakerfið yrði endur- skipulagt með sameiningu banka og fleiri ráðstöfunum, m.a. gjaldþrots- meðferð ef þörf krefur. Háttsettur embættismaður í fjár- málaráðuneytinu sagði þó að ekki væri búist við því að margir bankar yrðu gjaldþrota. Fjármálasérfræðingar sögðu þó að áætlunin væri ekki allra meina bót fyrir bankakerfið og yrði ekki að miklu gagni ef einhver af stóru bönkunum yrði gjaldþrota. „Þeir verða örugglega álitnir of stórir til að verða gjaldþrota, óháð því hvort það er siðferðilega eða hagfræðilega rétt,“ sagði einn þeirra. Daginn áður höfðu japönsku fjármálamarkaðirnir rétt nokkuð úr kútnum vegna væntinga, sem gerðar voru til áætlunarinnar, en gengi hlutabréfa og jensins lækk- aði aftur í gær þegar ljóst var að engar aðrar ráðstafanir yrðu til- kynntar, t.a.m. skattalækkanir sem margir hagfræðingar hafa vonast eftir. Erbakan ekki sóttur til saka Ankara. Reuters. SAKSÓKNARI í Tyi-ldandi hefur ákveðið að lögsækja ekki Necmettin Erbakan, fyrrverandi forsætisráð- herra landsins, vegna ræðu sem hann flutti í pílagrímsför til Mekka. Saksóknarinn vísaði til fyrningar- laga þegar hann tilkynnti að fallið yrði frá ákæru á hendur Erbakan, sem varð fyrsti leiðtogi íslamsks stjórnmálafiokks til að gegna emb- ætti forsætisráðherra árið 1996 en lét af embættinu í fyrra. Erbakan hafði verið sakaður um að „kynda undir hatri“ þegar hann ávarpaði tyrkneska pílagríma í Mekka árið 1993. Hann á yfir höfði sér aðrar ákærur, sem tengjast herferð gegn íslömskum heittrúarmönnum eftir að samsteypustjórn hans féll. Erbakan hefur verið ákærður fyr- ir að vanvirða dómsvaldið en mætti ekki fyrir rétt þegar málið var tekið fyi-ir í vikunni. Stjórnlagadómstóll leysti flokk hans upp í janúar og bannaði honum að gegna forystu- störfum í stjórnmálum í fimm ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.